Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
47
r
Frá leik KR og Hauka í gærkvöldi.
Árni jafnaði á
elleftu stundu
Það vantaði ekki spennuna í
úrslitaleikinn í bikarkeppni HSÍ
er Haukar og KR reyndu með sér
í gærkvöldi, en úrslit fengust
hins vegar ekki. Margir hefðu þó
viljað skipta á spennunni og
úrslitum. Jafntefli varð ofan á,
18—18, og var spennan undir
lokin hreint gífurleg. Staðan í
hálfleik var 8—8. Það verður þvi
að fara fram aukaleikur, enn
einn aukaleikurinn i vor og þarf
bráðum að fara að reikna út
f jölda þeirra á tölvu.
Skal nú lýst síðustu 7 mínútum
leiksins, en þá var mikil spenna í
Höllinni og áhorfendur vel með á
nótunum, kannski of vel, því að til
slagsmála kom eftir lokaflautuna.
Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf-
ari KR.
— KR átti að sigra í þessum
leik, en slæm mistök um miðjan
síðari hálfleikinn ollu því að við
misstum leikinn út úr höndunum
á okkur. Við stefnum að því að
gera mun betur í næsta úrslitaleik
og þá vinnum við. Þetta var
spennandi leikur og góð skemmt-
un fyrir áhorfendur.
Viðar Símonarson, þjálfari
Hauka
— Fyrst KR-ingar gátu ekki
unnið okkur í þessum leik eins illa
og við lékum geta þeir ekki sigrað
okkur í næsta leik. Varnarleikur-
inn var mjög slakur allan leikinn
og sóknarleikurinn langt frá því
að vera nægilega beittur.
FRAM sigraði Þór í bikarkeppni
kvenna á Akureyri í gærkvöldi
með 20 mörkum gegn 11 eftir að
staðan i hálfleik hafði verið 8—6
Fram í hag. Guðríður Guðjóns-
dóttir var langbest af Framstúlk-
unum og skoraði 9 mörk, þar af 5
úr vitaköstum. Þá átti markvörð-
ur Fram, Kolbrún, góðan dag.
18:18
Staðan var 16—14 fyrir Hauka,
eftir 14—14. Ólafur Lárusson
skoraði 15. mark KR og síðan
fiskaði Símon víti með miklum
tilþrifum og úr vítinu skoraði
Björn og jafnaði, rúmar þrjár
mínútur eftir. Ekki létu KR-ingar
þar við sitja, Friðrik fiskaði send-
ingu, óð upp og skoraði, en Árni
Hermannsson jafnaði snarlega,
2,40 eftir. 25 sekúndum síðar lyfti
Símon sér upp og þrumaði í netið.
í næstu sókn Hauka varði Gísli
Stefán Jónsson, Haukum
— Við vorum slakir í þessum
leik og máttum þakka fyrir jafn-
tefli úr því sem komið var. Við
komum tvíefldir til næsta leiks og
sigrum þá.
Friðrik Þorbjörnsson, fyrirliði
KR
— Ég er ekki ánægður með
úrslit leiksins, við áttum að sigra.
Við vorum óeðlilega taugaveiklað-
ir í lokin. En við gerum betur næst
og sigrum.
Gunnar Einarsson, markvörð-
ur Hauka
— Vörn okkar var afspyrnuslök
svo ekki sé meira sagt. Það er lítið
spennandi að vera í markinu
þegar hún er ekki betri. Það er
enginn vafi á að við sigrum í
næsta úrslitaleik. - þr. _
Hjá Þór átti Kristín Ólafsdóttir
markvörður bestan ieik.
Mörk Fram: Guðriður 9, Odd-
ný 4, Margrét 2, Arna, Steinunn,
Jenný, Jóhanna og Sigrún allar
eitt mark hver.
Mörk Þórs: Harpa 4, Magnea 3,
Valdis 2, Freydis 1, Þórunn 1.
sor
Felix snilldarlega línuskot frá
Andrési, KR-ingar höfðu öll tök á
að gera út um leikinn, en þá lét
Símon dæma á sig ruðning. Sek-
úndurnar tifuðu og þegar 33 voru
eftir var Éinar Vilhjálmsson rek-
inn af leikvelli. Haukarnir nýttu
það til fulls, létu knöttinn ganga
hratt og opnuðu hornið fyrir Árna
Sverrisson sem skoraði öruggiega
jöfnunarmarkið.
Annars var leikurinn allan
tímann í járnum, KR-ingarnir þó
lengst af yfir 1—2 mörk. Oft var
þó jafnt, t.d. frá 8—8 og upp í
13—13. Handknattleikurinn sem
boðið var upp á var sannarlega
hraður, en engu var líkara en að
hvorugt liðið væri fært um að
leika agaðan handknattleik, með-
alsóknarlotur stóðu í 10—15 sek-
úndur, leikmenn beggja liða voru
ekkert á því að bíða þess að færi
opnuðust. Taugaspenna hefur haít
sitt að segja, enda um úrslitaleik
að ræða, en það sem skorti af
gæðum, það bætti upp hin mikla
barátta beggja liða, hröð atburða-
rás og mikil spenna í lokin.
Það stóð enginn sérstakur upp
úr í þessum leik, margir áttu góða
spretti, en síðan mistök á milli,
eins og gengur og gerist. Gísli
Felix og Pétur Hjálmarsson í
marki KR voru mjög góðir í
leiknum og Ólafur Lárusson var
drjúgur. Konráð lék framan af
einn sinn besta leik, fiskaði þrjú
víti, skoraði nokkur mörk og átti
sendingu sem gaf mark, en er líða
tók á leikinn dapraðist Konni.
Flatneskjan var meiri hjá Hauk-
um, Ólafur Guðjóns varði vel
framan af, síðan lak flest inn bæði
hjá honum og Gunnari Einars-
syni. Það var helst að Árnarnir,
Hermannson og Sverrisson sýndu
tilþrif, svo og gamla kempan
Stefán Jónsson.
Þeir Gunnlaugur Hjálmarsson
og Björn Kristjánsson dæmdu
lengst af vel, en þeim virtist sjást
yfir nokkur mjög áberandi og
mikilvæg brot, einkum á veslings
Friðrik í horninu, en einnig önnur.
Mörk Hauka: Hörður 7 (6),
Júlíus 4, Árni Hermannsson 3,
Árni Sverrisson 2, Sigurgeir og
Stefán 1 mark hvor.
Mörk KR: Björn 6 (6v), ólafur 4,
Konráð 3, Friðrik, Símon, Haukur
Geirmundsson og Haukur Ottesen
1 mark hver. — gg.
Sagt eftir leikinn:
Fram sigraði í
bikarkeppni kvenna
Húsgögn
á góðu verði
Hjóiwrúm meó 2 náttboröum án hilla, án dýna kr. 108.000.-
Hægt aö kaupa hillur í náttboröin. Fataskápar, 2 stæröir frá kr.
155.800.- Efnl: Fura ólðkkuö
Svefnbekkir meö rúmfata skúffu og dýnu frá kr. 96.500.-
Efni: Fura ólökkuð.
Skrifborö með hillum, kr. 69.200.-
Stereo-skápur meö hillum kr. 66.800.-
Svefnbekkur m/dýnu.
Skrifborö — stereó — skáp ur — hillueining. Allt kr.
192.400.- Efní: Furuviöarlíki.
Úrval húsgagna á góöu verði. Sendum
um land allt.
Vörumarkaöurinn hf.
Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd S-86-112
r