Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 48

Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 2ttoT;0itnfcIíií>ií> ' Sími á ritstjóm -| A-4 aa og skrífstofu: 1« IvU FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 (LjÓKm. Emilía) ÞEIR voru að tyrfa hólmann i Tjörninni og gera hann búsældarlegri fyrir sumargestina en voru ekki lengi að snúa sjónaukunum í átt til lands er þar bar fyrir augun fallegri fugl en þá sem synda á Tjörninni. Arnarflug: Leigu- og áætlunar flug fyrir Jórdani ARNARFLUG er nú að semja um leigu á Boeing 707-þotu, 189 far- þega, til þess að sinna leiguflugi fyrir Jórdani á timabilinu frá júni til september. Einnig mun leiguvél Arnarflugs sinna áætlunarflugi i Miðausturlöndum fyrir leigutak- ann, Royal Jordan Airlines, eða ALÍA. Aðalver!;efnið í þessu leiguflugi verður að flytja kennara frá Per- saflóasvæðinu í leyfi heim til sín til Arabíu, Egyptalands og fleiri nál- ægari landa, en kennarar frá þess- um löndum eru sendir í stórum hópum til landanna við Persaflóa. Miðað við að þrjár íslenzkar áhafnir verði á þessu tímabili með eina vél í þessu verkefni. Landsvirkjun: Hætt skömmt- un á raforku Sovézkur herfloti safnast saman milli O Islands og Færeyja SOVÉSKI flotinn virðist vera að hefja venjubundnar voræfingar sínar í nágrenni íslands. Sam- kvæmt upplýsingum Perry Bishop blaðafulltrúa varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru nú 10 til 15 sovésk herskip á svæðinu milli tslands og Færeyja þar sem venju- lega eru 1—2 sovésk skip. Hafa NÍU færeyskir og norskir rækju- veiðitogarar voru í gær að veiðum 8—15 mílur vestan miðlínu milli íslands og Grænlands. Það var rækjutogarinn Dalborg frá Dal- vík, sem fann þessi mið á sínum tíma, en skipið hefur ekki verið við vciðar þarna síðan í iok síðasta árs. enda ekki samningar á milli íslendinga og Efnahagsbandalags- ins um veiðar á þessu svæði, en bandalagið ræður veiðum á svæð- inu. Að sögn Ólafs Egilssonar sendi- fulltrúa í utanríkisráðuneytinu fóru Dalborgarmenn þess á leit við ráðuneytið fyrir nokkru, að kannað- ir yrðu möguleikar skipsins á veið- um þarna. Hjá stjórnvöldum hefur verið ríkjandi skilningur á þessu máli, en það er ekki til lykta leitt og er reyndar í beinum tengslum við önnur mál okkar gagnvart Efna- hagsbandalaginu, sagði Ólafur. Hann sagði ennfremur, að mikil sanngirnisrök væru með því, að íslendingar fengju tækifæri til veiða á þessum miðum, sem liggja skipin verið að safnast á þessar slóðir síðustu dægur, en svonefnt GIUK-hlið, sem teygir sig frá Grænlandi um ísland til Skotlands hefur verið talið framvarnarsvæði Sovétmanna á Atlantshafi. í sov- ésku flotadeildinni er flugvélamóð- urskipið Kiev og tundurspillar af Krivak-gerð. við miðlínuna. Hann sagði, að það styrkti sanngirnisrök okkar í mál- inu að Dalborgin fann þessi rækju- mið og einnig, að það virtist tilviljun og ytri aðstæðum háð hvorum megin miðlínu rækjan væri hverju sinni. Ilöfn. Hornafirði, 23. april. VIÐ SJÓPRÓF á Höfn í Horna- firði í gær kom fram, að Akurey SF 52 sigldi í strand á Svínafells- fjöru aðfaranótt þriðjudags vegna ókunnugleika stýrimanns á þessu svæði og bilunar í radar. Við sjóprófin kom einnig fram, að skemmdirnar á bátnum eru taldar mjög miklar og mun meiri en álitið var i fyrstu. Herstjórn Atlantshafsbandalags- ins á Atlantshafi hefur vænst þess í nokkurn tíma, að sovésk herskip hæfu reglubundnar æfingar sínar hér á norðurslóðum. Hafa þær um nokkurt árabil jafnan farið fram á þessum árstíma og sífellt verið að færast sunnar. Æfingarnar hafa verið misjafnlega umfangsmiklar og tiltölulega stutt er síðan flug- vélamóðurskipið Kiev varð aðili að þeim, en þetta 40 þúsund tonna skip er annað tveggja slíkra sovéskra skipa. Munu fleiri í smíðum, en með tilkomu flugvélamóðurskipanna styrkja Sovétmenn mjög stöðu sína á höfunum. Greinilegt er af upplýsingunum frá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli, sem fylgist náið með ferðum sovésku skipanna, að þau eru nú fyrst að byrja að safnast saman. Koma þau skip, sém nú eru milli Islands og Færeyja sunnan úr Atlantshafi og sigla í norður. Gætu þau þess vegna átt að vera „sóknar- floti" Atlantshafsbandalagsins í æfingunum og má því búast við sovéskum herflota úr norðri frá víghreiðrinu mikla umhverfis Murmansk á Kola-skaga. Æfingar sem þessar vara yfirleitt nokkra daga eða jafnvel vikur. Skrokkurinn hefur liðast, hreyf- ing orðið á dekki við yfirbyggingu og víðar, báturinn er skemmdur á hliðum og kjalfatt hefur gengið út. Skemmdir sem þessar eru taldar mjög erfiðar viðureignar þar sem þær koma jafnvel fram löngu á eftir. Báturinn fékk ekki haffæris- vottorð í gær og getur því ekki farið á sjó án þess að viðgerð fari fram. —Einar Rækjumiðin milli íslands og Grænlands: Sanngirnisrök eru með því að íslend- ingar fái veiðileyfi Arney SF er meira skemmd en talið var VEGNA hagstæðra skilyrða á hálendinu hefur Lands- virkjun séð sér fært að hætta algerlega raforkuskömmt- un til nokkurra stórra orkunotenda, sem hefur verið í gildi í vetur. Að sögn Halldórs Jónatanssonar aðstoðarfram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar var dregið úr skömmtun í áföngum á nokkrum dögum og var því marki náð 17. apríl að draga alveg úr skömmtuninni. Sagði Halldór að yfirborð Þórisvatns væri nú 565,21 metra yfir sjávarmáli eða svipað og í fyrra og færi hækkandi. Raforka var í vetur skömmtuð til fjögurra aðila, íslenzka Álfé- lagsins, Járnblendiverksmiðj- unnar, Áburðarverksmiðjunnar og Keflavíkurflugvallar. Var skömmtunin 37 megavött þegar mest var. Fyrrnefndar þrjár verksmiðjur hafa nú aukið af- köstin með tilkomu aukinnar orku en nokkurn tíma tekur að ná fullnaðarafköstum hjá Ál- verinu. Samningaviðræður: Fundað Jfram á nótt á Isafirði SAMNINGANEFNDIR sjó- manna og útvegsmanna sátu á ströngum samningafundum i Al- þýðuhúsinu hér á ísafirði frá klukkan 11 í gærmorgun. Þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir af viðræðunum hafði lítið sem ekkert þokast í samkomulagsátt. Laust fyrir miðnætti reiknuðu fulltrúar deiluaðila með því, að fundurinn stæði eitthvað fram á nótt og menn héldu áfram að talast við, þó svo að hvorugur aðilinn virtist hafa gefið eftir. Guðmundur Vignir Jósefsson sáttasemjari stjórnaði samninga- viðræðunum, en tveir sunnan- menn tóku þátt í viðræðunum af hálfu útvegsmanna, þeir Kristján Ragnarsson og Jónas Haraldsson frá LÍÚ. Þess má geta að útvegsmanna- félag Vestfjarða hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins, sem gert var á Suðureyri við Súgandafjörð. - Úlfar Akurey SF 52 á strandstað á Svinafellsfjöru i fyrradag. Björgunarsveita- menn sjást á sandinum, en myndina tók Helgi Hallvarðsson skipherra á óðni, en varðskipið dró Akurey af strandstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.