Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAI1980
53
58. hvítasunnu-
kappreiðar Fáks
Goðakvartettinn á plötu
Á annan í hvitasunnu, 26. maí,
heldur Hestamannafélagið Fákur
sinar 58. hvitasunnukappreiðar
og hefjast þær með keppni í
unglingaflokkum og góðhesta-
sýningum í A- og B-flokki eftir
hádegið.
Kringum 50 hestar koma fram
í góðhestakeppni í A- og B-flokki
og i unglingaflokki koma fram
milli 20 — 30 hross. Forkeppni
unglinga er árdegis i dag og
gæðinga i A- og B-flokki eftir
hádegið.
Hlaupin hefjast kl. 15 á annan í
hvítasunnu. Milli 140—150 hross
koma fram á þessum kappreiðum,
og eru þar margir þekktir hestar
svo sem Móri og Þrumugnýr í 800
Meðalhitinn
nær 16 gráð-
um hærri
en í fyrra!
Húsavík, 21. maí.
EINMUNA veðurblíða var alla
síðustu viku og er enn. Hiti frá
15—20 stig dag hvern og 18.
þessa mánaðar var hann 21
stig.
Meðalhiti síðastliðinnar viku
klukkan 15 dag hvern var 15,1
gráða en í sömu viku í fyrra var
meðalhitinn +0,4 gráður. Jörð
var þá að mestu alhvít en nú eru
tún að verða algræn, tré og
runnar í fullum laufskrúða og
farfuglar komnir og er þegar
hafið varp hjá sumum.
Svona vorblíðu muna ekki
elztu menn, eftir svona snjólétt-
an vetur.
— Fréttaritari.
Sjálfsbjörg mót-
mælir skerðingu
á ráðstöfunarfé
Erfðafjársjóðs
Á STJÓRNARFUNDI Sjálfsbjarg-
ar, landssambands fatlaðra, sem
haldinn var á Siglufiröi 20. april
s.l. var eftirfarandi tillaga sam-
þykkt samhljóða:
„Stjórn Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra, mótmælir því
mjög ákveðið, hversu stórlega
ráðstöfunarfé Erfðafjársjóðs hefur
verið skert að undanförnu, ekki síst
á síðasta ári, þegar hundruð miilj-
óna af erfðafjárskatti voru tekin til
annarra nota en lög hafa gert ráð
fyrir. Sambandsstjórnin leggur á
það ríka áherslu, að margskonar
framkvæmdir, sem byggjast á
styrkjum og lánum frá Erfðafjár-
sjóði, eru mjög aðkallandi og skorar
því á háttvirta ríkisstjórn að sjá til
þess, að erfðafjárskattur á síðasta
og þessu ári umfram áætlun verði
yfirfærður til Erfðafjársjóðs.
Bendir sambandsstjórnin á, að til
lítils er að skipa nefnd til undirbún-
ings ári fatlaðra 1981, ef á sama
tíma eru skorin niður þau fjár-
framlög, sem helst hafa verið til að
stuðla að bættri aðstöðu til endur-
hæfingar, læknisfræðilegrar og
atvinnulegrar, í þessu landi.
Falleg orð koma að litlu haldi, ef
ekki fylgir annað og haldbetra."
(Fréttatilkynning.)
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • - S I M AR: 17192-17355
m stökki, Don, Leó og Glóa,
íslenski methafinn í 350 m stökki,
Villingur, Vafi, Fannar og Þór í
250 m skeiði og Lýsingur, Hnall-
þór og Don í 250 m unghrossa-
hlaupi.
1., 2. og 3. verðlaun eru veitt í
hverjum flokki auk farandbikara í
unglingaflokkum og A- og
B-flokki gæðinga, 800 m stökki og
250 m skeiði, en þar gefur Árni
Höskuldsson gullsmiður silfurbik-
ar, sem nú er keppt um í fyrsta
sinn.
Víðivallarsvæðið verður lokað á
annan í hvítasunnu frá kl. 13—17
nema fyrir mótsgesti. Veðbanki
verður starfræktur að venju.
Fákskonur eru nú með sitt
árlega happdrætti og eru vinn-
ingar gæðingur, Kaupmannahafn-
arferð fyrir tvo og beisli. Dregið
verður í happdrættinu um kvöldið
á annan í hvítasunnu.
ÚT ER komin ný hljómplata með
„Goðakvartettinum" í Suður-
Þingeyjarsýslu.
Kvartettinn gefur nú í fyrsta
sinn út sjálfstæða hljómplötu en
hefir áður. átt lög á plötum karla-
kórsins Goða.
Á plötunni sem ber heitið „Bak
við tjöldin" eru 12 lög öll erlend við
íslenska texta Viktors A. Guð-
laugssonar. Stjórnandi kvartetts-
ins er Robert Bezdek, sem er
tékkneskur tónlistarmaður, sem
um nokkurt skeið hefir starfað sem
tónlistarkennari við tónlistardeild
Stórutjarnaskóla, S-Þing, en hann
hefir jafnframt útsett öll lögin.
Kvartettinn skipa Viktor A.
Guðlaugsson 1. tenór, Pétur Þórar-
insson 2. tenór, Helgi R. Einarsson
1. bassi og Robert Bezdek 2. bassi.
Með Goðakvartettinum leika
nokkrir kunnir hljóðfæraleikarar.
Fálkinn h.f. sér um dreifingu
plötunnar, en útgefandi er Goða-
kvartettinn.
\ ‘X
SíÉÍlr
markaður
TRÉ OG RUNNAR 1980
Kr
Spirea henryi Stórkvlstur 2.600
Spirea japlnica Japanskvlstur 2.600
Splrea mollifolia Loökvlstur 2.600
Splrea sibirica Síberfukvlstur 2.200
Spirea Chamadifelia Bjarkeykvlstur
Spirea betulfolla Blrkikvlstur 2.200
Syringa joslkea Gljásýrena
Syringa Ellnor Elinorsyrena 3.500
Sambuscus pubens Dúnhllllr 3.200
Berberis Golden ring Roöaber 2.750
Betuia pubescens Blrkl. Ilmgeröi 2—3 ára 500
Betula pubescens 100—125 cm 2.700
Betula pubescens 125—150 cm 3.700
Betula pubescens 150—175 cm 4.600
Cotoneaster acutifolle Glansmispill 1.400
Cotoneaster adpressa Skriömisplll 2.200
Cytlsus purgens Gullsópur 3.400
Hedera Hellx Bergflétta 2 teg. 3.500
Juniperus squamata Himalajaelnlr 5.500
Junlperus communls Isl. elnlr 3.000
Laburnum alpjna Fjallagullregn 1.500
Laburnum Watererl
Vossll
Larix slbirfca
Larlx slblrica
Lonicera caprifolium
Lonicera coerulea
Philodelpus Mont Blanc
Pinus Mugo Rastrata
Picea sitcensis
Populus tricocarpa
Populus tricocarpa
Potentilla fruticosa
Ribes alpinum
Ribes Hlmomðki
Ribes nigrum
Ribes sativum
Salix retlculta
Salix Sp.
Rnllv Sp_______________
Blendingsgullregn
Lerkl 50— 75 cm
Lerki 75—1 m
Vaftoppur
Blátoppur
Snækóróna
Bergfura 70—75 cm
Alaskaösp 1 — 1.5 m
Alaskaösp 1.5—2 m
Runnamura
FJallarlbs
Stöngulber
Sólber
Rlbsber
NetvíÖlr
Brekkuvtölr 2 ára
Vlöja 2 ára
5.900
2.750
4.400
2.700
2.200
2.200
5.500
7—12.000
2.500
4.000
2.600
2.700
2.200
2.900
2.900
2.500
450
-------450
1
1
1
I
1
1
f/
Gróðurhúsinu
v/Sigtún
S. 36770, 86340.
;Vm