Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 6

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 DAGLEGT LIF Ti' ' / T71“ [Vll r 1ÉS Eingöngu tillaga Er það gróf fullyrð- ing að ætla að Reykjavíkurborg sé að lifna við? Hefur ekki ræzt eitthvað úr veit- ingahúsamenningu á höfuð- borgarsvæðinu? Alla vega spretta nýir staðir upp eins og gorkúlur hér og þar. Að vísu flestir með sama eða svipuðu sniði. Til dæmis eru hér engir kínverskir, ind- verskir, franskir, ítalskir, grískir o.s.frv. sérhæfðir matstaðir. Ef til vill á sú þróun eftir að eiga sér stað — því samkvæmt öllu, ætti það ekki að vera skortur á hráefni sem stendur í vegin- um, að því er einhver kunn- ugur málunum tjáði síðunni, „Daglegt Líf“. Það sem við fyrstu sýn virðist gefa heimsborgunum líf eru veitingahús af öllum gerðum. í Lundúnum t.d. er þó nokkuð um vínbari, svo dæmi sé tekið, en það eru slíkir staðir kallaðir, þar sem fólk situr við kertaljós, dreypir á borðvíni og snæðir t.d. salad með. Þá er um að ræða svonefnda „saladbari", þar sem fólk borgar ákveðið verð fyrir skammtinn sem yfirleitt er ótakmarkaður. Þá er hægt að gæða sér á ýmsum smáréttum. Þetta er vel við hæfi á þessum tímum, sem allir eru að passa línurnar og margir hafa tek- ið þá stefnu að sleppa kjöt- áti. Auk þess er sérstök stemmning yfir svona vínbörum, sem þó þurfa ekki endilega að kallast vínbarir — hægt er að tala um saladstaði. Staðir sem þessir finnast nánast í öllum borg- um í Bandaríkjunum — enda er „heilsuæðið" þar í al- gleymingi. En þetta er nú eingöngu tillaga ... Bakaðar kartöflur með hvítlaukslegi Ekki eru allir hrifnir af hvítlauk í mat, en öðrum finnst það geysilega góður bragðauki a.m.k. til tilbreytingar af og til. Kartöflur bakaðar í ofni með hvítlaukslegi er skemmtilegt meðlæti með steik. Kartöflurnar eru afhýddar (helzt stórar kartöflur) og þær skornar samsiða nokkuð þétt eins langt til botns og hægt er án þess að þær klofni í tvennt. Lögur er lagaður úr matarolíu, pressuðu hvitlauksblaði, dilli, pipar og salt og kartöflurnar penslaðar þannig að lögurinn renni ofan í skorurnar. Þá eru kartöflurnar hver fyrir sig pakkaðar í málmpappír og bakaðar eins og venjulega i ofni. Slys stafa oftast af óaðgætni í bæklingi sem JC í Reykjavík prentaði vegna könnunar fé- lagsins á öryggi barna á heimil- um í samvinnu við Landlæknis- embættið segir m.a. að margir álíti að slys stafi yfirleitt af óviðráðanlegum orsökum, til- viljun eða illum örlögum. Því sé ekki þannig varið — í flestum tilvikum stafi slys af óaðgætni I þróuðu ríkjunum séu slys- . farir ein aðalorsök barnadauða. ísland sé mesta slysaþjóð Evr- ópu og þótt víðar væri leitað hvað banaslys barna áhrærir. Allt frá 1951 séu hlutfallslega flest banaslys skráð meðal drengja á aldrinum 1—14 ára hér á landi, en stúlkur séu í efstu flokkunum. Athyglisvert sé að meðal annarra þjóða varð veruleg fækkun á banaslysum barna árin 1951—1976, en að- eins óveruleg á íslandi. Algengustu orsakir slysa meðal barna 0—4 ára séu fa.ll og hras og eitranir. Og jafnframt séu algengustu slysastaðir barna heimilin og nágrenni þeirra, — þó sérílagi hálf- byggð hús vegna lélegs frá- gangs og eftirlits með þeim. Er hægt að fara of varlega í þessum efnum, — hvar geym- irðu hreingerningaefnin, er frágangurinn um húsið þitt til fyrirmyndar, ekurðu nógu var- lega heimkeyrsluna að húsinu þar sem börn geta verið að leik? í Danmörku hefur nýlega verið gerð könnun um aðstæður við slys barna, hvar þau gerast helst, fjarlægð frá heimili hve- nær dagsins og tengsl aldurs barna og aðstæðna við slys. E.t.v. er þörf á ítarlegri könnun hér á landi á þessu sviði. Hvað kostar gróðurhús? Þetta hús kostar 408 þúsund krónur og er 8x12 fet að stærð. Það stendur til sýnis fyrir þá sem áhuga hafa á við verzlunina Handíð við Laugaveg 168. Það er ekki aðeins í Hveragerði sem gróðurhúsarækt er í vexti heldur er það stöðugt vinsælla hjá fólki út um allt land að setja upp gróðurhús eða vermireiti. í garða við íbúðarhús sín. Margir hafa mikla ánægju af að fást við ræktun skrautblóma, grænmetis og ávaxta, en íslenzk veðrátta eins og hún hefur verið undanfarin sumur býður ekki upp á svo mikla möguleika við ræktun í görðum. Meðal annarra verzlana býður Handíð við Laugaveg 168 gróður- hús og vermireiti til sölu. Á grasreit fyrir utan verzlunina er gróðurhús til sýnis, — hvað kostar slíkt fyrirtæki? Húsin hjá Handíð eru brezk og fást í fjórum stærðum, — jafn- framt eru þar seld hús sem setja má upp á svölum eða upp við húsvegg. Samkvæmt upplýsingum verzlunarmanns kosta ,hús 8x12 fet að stærð 408 þúsund krónur, 8.10 fet 366 þúsund krónur, 8x8 fet að stærð 326 þúsund krónur og 6x8 fet að stærð 298 þúsund. Fram- lengingar á gróðurhús 4x8 fet að stærð kosta 91 þúsund krónur. Hús sem setja má upp á svölum eða upp við húsvegg kosta 48 þúsund krónur. Þá fást hillur og borð í gróðurhús, skilveggir og gluggar. 8 feta langur skilveggur kostar 72 þúsund krónur, móskva- hillur í tveimur lengdum kosta 21—32 þúsund krónur. Sjálfvirkir gluggaopnarar kosta 15.800 kr., álborð einfalt 21.500 og tvöfalt 37.500 kr. Þá fást hilluknekti, krókar, boltar og fleira. Danskar bækur um gróðurhúsa- rækt eru á boðstólum í verzluninni og munu slíkar leiðbeininga- og uppsláttarbækur fást víða. Auk þess sem blöð og erlend tímarit sem gefin eru út á þessum árstíma hafa ekki látið sitt eftir liggja um að fjalla um þetta efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.