Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 VERfLD BRASILÍA— Gullleitarmenn ógna griðlandi indíánanna í nafni framþróunar og þjóö- aröryggis hafa áhrifamiklir at- hafnamenn í Brasilíu svo og háttsettir opinberir embætt- ismenn gert stórfellda árás á hagsmuni indíánaþjóðflokka í landinu. Slíkt er mat Survival International, en þaö er stofn- un, sem hefur bækistöðvar í London og hefur þaö verksvið aö vernda minnihlutahópa um allan heim, sem hætta steðjar aö. stjórn Funai, stofnunarinnar er lætur sig skipta velferö indíána hefur nýlega lýst því yfir, aö hún sé því hliðholl, aö einkafyrirtæki fái leyfi til þess aö grafa eftir málmum, t.d. gulli og úrani í heimahögum Yanomani-indíánanna. Þessi indíánaþjóöflokkur er sá stærsti í landinu, sem fengið hefur aö viðhalda eðlilegum lifnaöarháttum sínum. Á síöasta ári var talsmanni hagsmuna indíána vikið úr stjórn Funai. Viö tók Joao Carlos Nobre da Veiga ofursti. Hann hefur lýst yfir því, aö það sé ekki í sínum verkahring aö leysa vandamál indíána heldur allrar þjóðarinnar. Mario Andreazza innanríkis- ráðherra hafði heitið því, aö Yanomani indíánar fengju samfellt landsvæöi um 6,4 milljónir hektara að stærö, en það er næstum því allt það land, sem Yanomani indíán- arnir í Brasilíu þurfa. Þeir eru um 8.000 talsins. í Venezúela, búa aö auki 6.000 indíánar af sama ættflokki, en landamær- Þegar Portúgalir tóku aö nama land þar sam nú er Brasilía, voru þar um fimm milljónir indíána. í dag telja þeir 180,000 sálir. in eru engin hindrun fyrir samgangi þessara frænda. Nú hefur Veiga ofursti lýst yfir því, aö indíánarnir veröi aö gera sér aö góöu fjórar milljón- ir hektara og þurfi að sætta sig við nábýli viö hvíta menn, sem vilji njóta góðs af náttúruauð- lindum þessara byggöarlaga. Mannfræöingar álíta aö Yanomani-indíánar þurfi allt þaö svæði, sem þeir hafa nú yfir aö ráöa til þess aö stunda veiöar og söfnun, en þeir eru á frumstæöu stigi. Fyrir nokkru dóu rúm þúsund Yanomani- indíánar beinlínis vegna sam- skipta við utanaðkomandi að- ila. Þeir höföu enga mótstööu gegn mislingum, inflúensu og öðrum farsóttum, sem þeir fengu smit af. Skýrsla Survival Internation- al hermir, að um 3.000 manns bíöi þegar í Boa Visa viö útjaðar indíánabyggöarinnar eftir leyfi til þess aö halda þangaö inn og grafa dýra málma úr jöröu. Þá stafar indíánunum einnig hætta af kaupsýslumönnum, sem hafa áhuga á skógarhöggi á þess- um slóðum og nautgriparækt- endum, sem hafa augastað á meira beitarlandi fyrir búpen- ing. Stjórnmálamenn í grennd viö indíánabyggðirnar hafa reynt aö efna til andstööu gegn indíánum undir því yfir- skini aö nauðsynlegt sé aö tryggja landamærin viö Vene- zúela. Þeir hafa jafnvel reynt aö magna upp indíána- hræöslu, og segja, aö Yanom- ani indíánarnir hafi frá forni fari ástundað lifnaöarhætti, sem leggja megi aö jöfnu viö sósíal- isma. Þeir segja, að hætta sé á aö indíánahéruðin losni úr tengslum viö Brasilíu, og til aö koma í veg fyrir þaö veröi aö reka indíána frá landamæra- héruöunum og byggja þar um 100 mílna breitt belti sönnum Brasilíumönnum. Þetta á sér staö á sama tíma og indíánarnir í Brasilíu þykjast loks eygja sér framtíö, því aö eftir langvarandi niöurlægingu og mannfelli, er þeim tekiö aö fjölga lítillega. Þegar fyrstu portúgölsku skipin komu til Brasilíu voru þar um 5 milljónir indíána. Um þessar mundir eru indí- ánar í Brasilíu aðeins 180.000 talsins. Fulltrúar ýmissa ætt- flokka hafa tekið upp sam- skipti og efnt til þinga til aö treysta böndin. Þó kann svo enn aö fara aö ágirnd hvíta mannsins hrindi þeim endanlega fyrir ættern- isstapa. SUE BRANFORD og BOB DEL QUIRE. Samkvæmt upplýsingum Al- þjóöavinnumálastofnunarinnar er olíuiönaöurinn ein háskaleg- asta atvinnugrein heims. Sér- fræöingur í olíuvinnslu segist geta séö, hversu lengi menn hafi boraö eftir olíu meö því aö telja þá fingurköggla, sem þeir hafi misst. Þaö er því ekki aö ófyrir- synju aö verkamenn í steinolíu- vinnslu eru meö tekjuhæstu verkamönnum, og þeir hafi betri húsakost og betri læknisþjón- ustu en aörir. Starfsmenn viö olíuvinnslu viröast líta öðrum augum á vinnuaöstæöur og fleira en ann- aö verkafólk. Til að mynda vilja verkamenn á borpöllum á hafi úti alls ekki hafa átta stunda vinnudag. Þeir vilja fremur 12 stunda vaktir og telja þaö fyrir- hafnarminna og ábatasamara. Þar aö auki leiðist þeim oft í frístundum. Tölfræöiskýrslur sýna, aö 12- tíma vaktir hafa ekki í för með sér fleiri vinnuslys en 8-tíma vaktir. Fyrsti hálftíminn á vakt og síöasti hálftíminn eru hættu- legasti tíminn, og þaö virðist ekki skipta máli, hversu langt líöur á milli. Margar þjóöir hafa fallizt á öryggislöggjöf fyrir verkamenn í olíuiðnaöi, sem Alþjóöavinnu- málastofnunin telur viöunandi. Hins vegar er ekki alls staðar fariö eftir þessari löggjöf, eink- um þegar undirverktakar eiga í hlut. T.d. voru engin dauðaslys hjá Shell á síðasta ári, en í olíuvinnslu, sem undirverktakar höföu með höndum urðu 8 dauöaslys. Samkvæmt skýrslu frá Al- þjóöabankanum eru ástæöur til aö ætla aö olía finnist í 38 löndum, flestum í Afríku. Eftir því sem olíuverð fer hækkandi, verður ábatasamara að vinna olíu úr litlum lindum, og því freistandi að fjárfesta, hvar sem olía kann aö finnast. LEISL GRAZ SJALFSKAPARVmlH^^HBHi Hin geislavirka tímasprengja við bæjardyr Kaliforníubúa Hluti bandarískrar atómstöðvar sem framleiðir plútóníum. Þessi er staðsett i Washington-fylki. Tvær konur í Kaliforníu, sem báöar eru ekkjur, hafa átt mestan þátt í aö hrinda af staö opinberri rannsókn á dularfullum slysum og óvenju mörgum krabbameinstil- fellum, þ.á m. þremur dauðsföll- um, í Lawrence Livermore- rannsóknastofnuninni, helstu kjarnorkuvopnarannsóknastöö í Bandaríkjunum, sem er 30 mílur austur af San Francisco. Rannsóknin umrædda er ein af þremur sem nú fara fram á þessari hrakfallasömu en strang- leynilegu rannsóknastofnun, sem á sínum tíma framleiddi vetnis- sprengjuna. Menn frá orkumála- ráöuneytinu bandaríska eru nú aö leita ástæöunnar fyrir tveimur óhöppum meö plútóníum-ryk, en taliö er víst aö nokkuö af því hafi borist út í andrúmsloftiö, og jaröfræðingar eru aö endurmeta líkurnar á miklum jaröskjálftum á þessum slóöum eftir jaröskjálfta í janúar sl„ sem olli 3,5 milljón dollara tjóni og einnig því, að geislavirkt efni lak út, þó aö talið heföi veriö að byggingin gæti staöist „allar náttúruhamfarir". Ann Gunn og Jo McSwiggan, eöa „rannsóknastofuekkjurnar" eins og þær kalla sjálfar sig, horföu upp á mennina sína deyja „hræöilegum dauödaga" á sl. ári úr melanoma, sem er sérstök tegund húökrabbameins. Nú fara þær fram á, aö þeim verði greiddar 10 milljónir dollara vegna þess, aö mennirnir þeirra, vísindamaöurinn Stuart Gunn og verkfræöingurinn Richard McSwiggan, sem báöir voru á fimmtugsaldri og höföu starfaö viö stofnunina í meira en áratug, væru fórnarlömb ófullnægjandi öryggisráöstafana. í Lawrence Livermore-rann- sóknastofnuninni hafa komiö fyrir 23 melanoma-tilfelli, sem er 5—6 sinnum meira en gerist og gengur í San Francisco. „Þaö er ekki allt meö felldu þarna,“ sagöi frú Gunn. „Stuart sagöi viö mig skömmu áður en hann dó, að hann vonaöi aö dauöi sinn neyddi stofnunina til aö rannsaka máliö.“ Tvisvar sinnum í síöasta mán- uöi áttu sér stað undarleg óhöpp meö plútóníum í rannsóknastöð- inni, óhöpp sem sérfræöingar töldu óhugsandi. Fyrsta óhappiö varö þegar þrýstingur jókst í plútóníum-geymi meö þeim af- leiöingum, aö gúmmíhanski, áfastur geyminum, sprakk og plútóníum-rykiö dreiföist um stofnunina sem var mannlaus á þessum tíma. Nokkuö af rykinu komst í gegnum loftsíurnar og barst síöan yfir hús og akra. Annað óhappiö var ekki jafn alvarlegt og enn var stofan mannlaus. Engin skýring hefur fundist á því en talsmaöur stofn- unarinnar segir, aö ekki sé unnt aö útiloka skemmdarverk. Þriðja rannsóknin sem fram fer á stööinni vekur jafn mikinn áhuga stjórnmálamanna og ým- issa mótmælenda, sem berjast fyrir því, aö stööin veröi flutt eöa henni lokaö. Gæti meiriháttar jaröskjálfti í einhverri misgeng- issprungnanna fjögurra valdið kjarnorkuslysi? Talsmenn stofnunarinnar segja aö þaö sé óhugsandi, en Andrew Baldwin, málsvari félagsskaparins Vina jaröarinnar, segir: „Ef stór- skjálfti verður og plútóníum sleppur út í andrúmsloftiö gætu milljónir manna látiö lífið. Þaö væri allt búiö meö stóran hluta N-Kaliforníu.“ — WILLIAM SCOBIE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.