Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980
59
Aðalfundur Landssambands lífeyrissjóða:
49 lífeyrissjóðir með
11,4 milljarða tekjur.
Aðalfundur Landssambands
lífeyrissjóða var haldinn 13. maí
s.l. Aðildarsjóðir þess eru nú 49
að tölu og eru áætlaðar iðgjalda-
tekjur þeirra á árinu 1980 um
11.4 milljarðar kr. eða um 42% af
heildariðgjaldatekjum allra
lífeyrissjóða á landinu. segir í
fréttatilkynningu, sem Mbl. hef-
ur borizt.
í skýrslu stjórnar, sem formað-
ur landssambandsins Bjarni Þórð-
arson, tryggingafræðingur, flutti,
voru m.a. rakin afskipti stjórnar-
innar af fyrirætlun ríkisstjórna
um að lögbinda skyldu lífeyris-
sjóða til kaupa á skuldabréfum
ríkissjóðs, Byggingarsjóðs ríkisins
og Framkvæmdasjóðs íslands.
Urðu miklar umræður um þetta
mál og samþykkt svohljóðandi
ályktun:
„Stjórn Landssambands lífeyr-
issjóða haldinn 13. maí 1980 árétt-
ar afstöðu stjórnar Landssam-
bands lífeyrissjóða til fyrirætlana
ríkisvaldsins um að skerða frelsi
lífeyrissjóðanna yfir ráðstöfun-
arfé þeirra og vísar til, þess, sem
segir í samþykkt stjórnarinnar 7.
maí s.l.:
Stjórn Landssambands lífeyr-
issjóða fjallaði á fundi sínum í dag
um frumvarp til lánsfjárlaga, sem
lagt var fram á Alþingi 3. þ.m. í 3.
gr. frumvarpsins eru ákvæði, sem
gera ráð fyrir skyldu lífeyrissjóða
til þess að kaupa skuldabréf
ríkissjóðs, Byggingarsjóðs ríkisins
og Framkvæmdasjóðs íslands
fyrir a.m.k. 40% af ráðstöfunarfé
sínu.
Stjórnin mótmælir eindregið
þessum fyrirætlunum ríkisvalds-
ins um að binda í lögum ákvæði
um hvar lífeyrissjóðir ávaxti fjár-
muni sína og áréttar það grund-
vallarsjónarmið, að lán úr lífeyr-
issjóðum er og verður samnings-
atriði milli aðila.
Stjórnin skorar því á stjórnvöld
að endurskoða hugmyndir sínar í
þessu efni og er reiðubúin til
viðræðna . um æskilega skipan
þessara mála.“
Þá urðu einnig miklar umræður
um lög um eftirlaun aldraðra, sem
tóku gildi um síðustu áramót, en
þau leggja þá skyldu á lífeyris-
sjóðina að greiða 5% af iðgjalda-
tekjum til að standa undir lífeyr-
isgreiðslum til m.a. þeirra, sem
aldrei hafa verið í lífeyrissjóði.
Um þetta atriði var samþykkt
svofelld ályktun:
„Aðalfundur Landssambands
lífeyrissjóða haldinn 13. maí 1980
mótmælir harðlega greiðsluskyldu
þeirri, er lífeyrissjóðunum er lögð
á herðar með lögum nr. 97/1979'
um eftirlaun aldraðra.
Aðalfundurinn álítur það rang-
láta og ólöglega gerð að skerða
lífeyrisréttindi sjóðfélaga, sem til
þeirra hafa unnið, til að gefa
öðrum, utan lífeyrissjóða, lífeyris-
réttindi.
Ef ríkisvaldið ætlar að bæta
lífeyrisréttindi þeirra, sem utan
lífeyrissjóða standa, lítur aðal-
fundur Landssambands lífeyris-
sjóða svo á, að það skuli gert
gegnum tryggingakerfið úr hinum
sameiginlega sjóði, ríkissjóði."
Guðjón Hansen, tryggingafræð-
ingur, flutti erindi um samskipti
lífeyrissjóða varðandi flutning
lífeyrisréttinda. Stjórn lands-
sambandsins var endurkjörin en
hana skipa: Bjarni Þórðarson,
Guðmundur H. Garðarsson,
Gunnar G. Zoéga, Hermann
Þorsteinsson og Þórhallur Hall-
dórsson. í varastjórn eru: Eyþór
Þórðarson og Tómas Guðjónsson.
Endurskoðendur eru: Einar Th.
Magnússon og Lárus Halldórsson.
Þá hefur verið skipuð sérstök
framkvæmdanefnd og er formað-
ur hennar dr. Pétur H. Blöndal,
tryggingafræðingur.
Stefnir
kominnút
TÍMARITIÐ Stefnir, 3. tölublað
31. árgangs, er komið út, en það
er Samband ungra sjálfstæð-
ismanna sem gefur ritið út.
Efni blaðsins er fjölbreytt að
vanda og hefur meðal annars að
geyma á annan tug greina um
þjóðmái, fréttir af starfi Sjálf-
stæðisflokksins og margt fleira.
Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarfulltrúi ritar greinina
Tveggja ára reynsla af vinstri
stjórn í Reykjavík; Ungt fólk
taki þátt í stjórnmálabaráttunni
nefnist grein eftir Anders Han-
sen; Jón Magnússon ritar um
innlend málefni; Einar K. Guð-
finnsson um bresk stjórnmál;
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson rit-
ar um deildaskiptingu Alþingis;
Pálmi Jónsson og Friðrik Soph-
usson skiptast á skoðunum um
ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sens. Anna Bjarnadóttir skrifar
um Edward Kennedy og Jón
Forsíða hins nýútkomna tölu-
blaðs tímaritsins Stefnis, sem
gefið er út af ungum sjálfstæðis-
mönnum.
Ormur Halldórsson ritar um
erlend málefni.
Þá er í blaðinu þýdd grein úr
The Financial Times um stjórn-
armyndunina í febrúar, þættir
úr starfi SUS, þátturinn Úr
þjóðlífinu, Stefnisviðtal er við
Jón Orm Halldórsson aðstoð-
armann forsætisráðherra, birtur
er kafli úr óbirtri skáldsögu
Guðmundar Daníelssonar rit-
höfundar, sex sjálfstæðismenn
svara spurningu Stefnis og
margt fleira er í blaðinu að
þessu sinni. Forsíðumyndin er
eftir Ólaf K. Magnússon ljós-
myndara.
Ritstjóri tímaritsins Stefnis
er Anders Hansen.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22410
JH»r0uitMabih
** fé-f-
F1SHER
toppuriim í dag
yöar er valið
j,.
; -f rj-'
Plötuspilari
Timer
Tónsviösjafnari
Tuner
Magnari
Kassettutæki
MT-6225
TR-3000
EQ-3000
FM-2121
CA-2030
CR-4120
Samtals
kr. 215.500.-
kf. 194.500,-
kr. 196.500,-
kr. 214.500.-
kr. 1.015.000,
Plötuspilari
Timer
Tónsviðsjafnari
Tuner
Formagnari
Kraftmagnari
Kassettutæki
BORGARTUN118
REYKJAVÍK SÍMI 27099
□ c d □ □ ci □
MT-6360
TR-3000
EQ-3000
FM-2331
CC-3000
BA-6000
CR-4170
Samtals
tojam:.
kr. 59.500.-
kr. 134.500.-
kr. 264.000,-
kr. 157.000,-
kr. 1.775.000,-1
£ |Á|J\/A DDCDIIMIJ Þetta eru aðeins tvö dæmi
lFA%lml«IDUlr I" Að sjálfsögðu eru möguleikarnir miklu fleiri frá FISHER