Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 Cleartone- talstöðvar □ Fyrirferðalítil. □ 3 rásir. □ Innbyggður hátalari. □ 25 watta sendistyrkur. Bitstál - Hamarshöfði 1 - Sími 31500. Má bjóða þér bíl um helgina? Þveginn, bónaðan, skráðan og skoðaðan, - með tómum öskubökkum og fullum bensíntanki - tryggðan og tilbúinn beint á götuna. p.s./Við bjóðum líka hagstæð kjör - gáðu að því. rf r LOFTLEIDIR Bl'LALEIGA 2?21190 Hér er mynd af hinni landsþekktu 24 feta plasttriilu frá Mótun h/f, sem framleidd er eftir færeyskri fyrirmynd. Hafa nú verið framleiddir á annað hundrað bátar af þessari gerð hjá fyrirtækinu, sýnir það hversu vinsælir þeir eru. Tii xamans má geta þess að ein af þessum 2.2 tonna trillum kom að landi með 3.1 tonn af handfærafiski úr einni sjóferð nú íyrir stuttu. Aukin fjölbreytni í plast- bátaframleiðslu hér á landi Fyrir stuttu lagði ég leið mína í plastbátaverksmiðju Mótunar h/f í Hafnarfirði til þess að kynnast betur starfseminni, sem þar fer fram í 900 m2 húsakynnum fyrir- tækisins. Utan dyra mátti sjá eina fimmtán báta á mism. framleiðslu- stigi. Er inn kom blasti við frum- skógur af bátum, sem var verið að vinna við. Eg hitti að máli framkv.stj. Mótunar h/f, Regin Grímsson, sem sýndi mér fram- leiðsluna og húsakynnin, sem fyrr segur eru um 900 m2. Virtist mér gott skipulag á hlutunum og mikil gróska virðist vera á plastbáta- framleiðslu Mótunar h/f. Starfa þar nú 15 manns að staðaldri. Sannarlega er það ánægjulegt hvað íslendingar virðast hafa hasl- að sér traustan völl í plastbáta- framleiðslu hér heima. Reginn sýndi mér m.a. nýja gerð af mjög athyglisverðum 20 ft. hraðbáti, sem fyrir stuttu var hafin fram- leiðsla á hjá fyrirtækinu. Þessi bátur er með mjög sérkennilegt botnlag, er gefur bátnum mikla sjóhæfni að mínu mati og mýkt í sjó, að auki vel lagaða og fallega yfirbyggingu, sem mér virðist sér hönnuð fyrir íslenskar aðstæður enda alíslensk smíð frá grunni. Ég spurði Regin m.a. hvenær fyrirtækið Mótun h/f var stofnað og hvert markmiðið hafi verið. Fórust honum þannig orð: Það var Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON ir betur að íslenskum markaði, þ.e.a.s., fiskimönnunum fengið betra athafnapláss við veiðar og stjórnun á bátunum, jafnframt því að allur aðbúnaður hæfir einnig fjölskyldubát. Um áramótin 1978—9 hóf Mótun h/f framleiðslu á 28 feta (5.5 tonna) fiskibáti, sem hannaður var hjá fyrirtækinu af Guðmundi Lárussyni. Stuðst var við reynslu af þeim færeyska og reynt að hanna sem best, traustan, ódýran en gangmikinn fiskibát með hagkvæmri vélarstærð. Sú stutta reynsla sem fengin er lofar góðu um að áður nefndum tak- mörkum hafi verið náð. Á fyrstu bátasýningu sinnar tegundar, sem haldin var á íslandi vorið 1979, á vegum Snarfara, var kynnt 23 feta snekkja. Þessi bátur nær því að geta kallast „úthafs- fjölskyldubátur" (ocean going fam- ily cruicer). Skrokklagið hentar mjög vel við íslenskar aðstæður. Hvasst stefni veldur því að bátur- inn sker vel öldur og er hann því mjúkur í öldugangi. Mikill botn- flötur gerir það að báturinn getur „planað" á lágum hraða, eða um 16—17 hnútum. Bátinn má útbúa með einni 145 ha dieselvél og er ganghraði með þeirri vél um 30 hnútar, eða tveim bensínvélum. Þessa fjóra báta geta menn fengið á mism. byggingarstigi og einnig sem „kit“ þ.e., skrokkinn með öllu sem til þarf, til að fullgera bátinn. Ekki má svo skilja svo við innlenda framleiðslu á bátum að ekki sé minnst á það misrétti, sem núgild- andi tollareglur setja. Nær öll aðföng önnur en plast og trefjar, bera mun hærri tolla en fullsmíð- aðir innfluttir bátar, sem fluttir eru inn í landið nær ótollaðir. Sérstaklega á þetta þó við um báta undir 6 metrum. Um innlenda framleiðslu á þeim bátum verður vart að ræða við núgildandi reglur. Þessum aðstöðumun tengist einnig Siglingamálastofnun ríkisins. íslenskir bátaframleiðendur eru fegnir strangri túlkun reglna varð- andi styrk og búnað báta, sem notast skulu við íslandsstrendur, þar sem mikil og snörp veðrabrigði og hafnleysur eru. Væri vel ef þeirri ágætu stofnun tækist að koma sínum kröfum á innflutta báta eins og þeir hafa innlenda framleiðslu í hendi sér og auka þar með öryggi sjófarenda. Nú í vetur var hafin framleiðsla á 20 feta hraðbát. Við hönnun á honum var stuðst við norskan hraðbát, sem er þekktur sem óvenjugóður sjóbátur með mikinn ganghraða. Hugmynd- in var að koma með á markaðinn ódýran skemmtibát þar sem gert er ráð fyrir að hann kosti ekki meir en um 6—7 millj. fullbúinn, sem margir gætu ráðið við. Báðir þessir skemmtibátar eru sérstak- lega hannaðir fyrir okkar köldu veðráttu, þannig að stýrimaður er inni í húsi þar sem hann getur staðið uppréttur og eftir atvikum er hægt að loka húsinu með þili. Einnig er gert ráð fyrir að menn geti vel athafnað sig úti með veiðarfæri því allt sjósport hér- lendis virðist hafa fiskveiðar sem einhverskonar rúsínu í pylsuend- anum. Káetan er höfð þannig að tveir til fjórir geti sofið og eldað, einnig er gert ráð fyrir klósetti, þannig að bátarnir eru einskonar sumarbústaðir þó sérstaklega 23 feta snekkjan. Þetta er 23 feta sportbátur frá Mótun h/f mjög rumgoóur, mikið fley, minnsta kosti á fsienskan mæiikvarða. Frágangur allur hinn vandaðasti og um leið snyrtilegur. Ilann er með 145 hö Mercuriser dieseivél og nær um 30 sjómilna ganghraða, sem verður að teljast góð yfirferð. í mars 1977, sem fyrirtækið Mótun h/f í Hafnarfirði var stofnað. Tilgangur félagsins var að fram- leiða báta úr trefjaplasti, með þeirri aðferð, sem nágrannar okk- ar Bretar og Skandinavar hafa notað og þróað í tugi ára og með því móti tekist að gera smábáta að almenningseign. Mótun h/f leitaði til frænda okkar Færeyinga um mót af 24 feta fiskibáti, sem þar hafði verið framleiddur í nokkur ár við mjög góðar undirtektir þarlendra, enda hér um að ræða aldagamalt skrokklag, sem að sjálfsögðu hefur verið stílfært með tilkomu véla í báta. Mótun h/f hefur framleitt alls rúmlega 120 báta með þessu skrokklagi og um 20 pantanir liggja fyrir hjá fyrir- tækinu. Síðastliðinn vetur voru gerðar nokkrar breytingar á fyrir- komulagi í bátunum og þeir sniðn- Hér er verið að sjósetja 28 feta (5.5 tonn) plastfiskibát frá Mótun h/f, sem hannaður var hjá fyrirtækinu af Guðmundi Lárussyni og er þvi alíslenskur frá grunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.