Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 67 hvað skeður og hvað það þýðir að hafa veiðarfærið í réttum hlutföll- um. Á þessum námskeiðum er m.a. tekin fyrir öll hegðun fisksins, hinna ýmsu tegunda, hvað hann syndir með miklum hraða. Til dæmis getur 65 sm langur þorskur synt með 10 milna hraða i eina mínútu, en meðalhraðinn er tvær mílur. Við sáum á kvikmynd sem hafði verið tekin neðansjávar hvernig fiskurinn bregst við gröndum og bobbingum og það var hreint ótrúlegt að sjá þessar myndir. Ég hefði ekki trúað að óreyndu að unnt væri að taka svona myndir. Þarna kom t.d. fram skýring á því hvers vegna það hefur borið við að flottroll á Vestfjarðamiðum hafa komið upp úr togi í miðjum sjó með heilu hliðarnar og stykkin eða undirbyrði hreinlega horfið. Enginn hefur skilið hvers vegna, en það sem orsakar þetta er sterkur straumur og það er oft mikill straumur norðaustan við Halann. Við höfum því oft verið að toga vitlaust í trollið. Það þarf að gæta þess að réttur slaki sé á vírunum þannig að trollið sé í sömu togstefnu og skipið er að reyna að fara. Þannig mætti halda áfram að nefna ótal atriði sem komu þarna fram og maður lærði mikið af, atriði sem maður hefur ekki talið skipta miklu máli en gera það virkilega. Ég tel því að það væri mjög æskilegt að sjómenn <Dg þeir sem fást við þessi mál á íslandi kynntu sér þessa starfsemi sem fer fram þarna og það er ekki flókið mál að skipuleggja sérstök námskeið þar sem Islendingar væru einir svo tíminn nýttist betur með tilraunir á þeim veið- arfærum sem um er að ræða hjá okkur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að að það væri stórfróðlegt og myndi skila miklum árangri ef menn kynntu sér þessi atriði með eigin augum, því þarna geta menn jú séð möguleika og hegðan veið- arfæra og fisktegunda sem þeir eru að fást við með misjafnlega miklum árangri meira og minna fjarstýrt áratugum saman. Þarna sjáum við t.d. franskan hlera sem gefur 25% meiri skvermátt en enskur hleri með gamla laginu og margt mætti tina til. Segja má að þarna hafi opnast nýr heimur í þessum efnum. Eg tel það grundvallaratriði fyrir skip- stjóra og netagerðarmenn að hafa aðstöðu sem þessa til þess að læra af og eftir þá litlu reynslu sem ég hef þá er ég ákveðinn í að fara aftur og kynna mér ýmsa þætti veiðimöguleikanna. Ég tel t.d. sýnt að það er unnt að halda afla með minni tilkostnaði ef menn hafa áhuga á að leggja á sig að vita meira um það sem þeir eru með aftan í skipum sínum og hvað þeir eiga að gera við veiðarfærin við hinar ýmsu aðstæður. Með þessum lærdómi til handa íslenzkum skip- stjórum og netagerðarmönnum er hægt að spara milljarða á skömm- um tíma.“ borg fjörefnanna á Floridaskaganum Hress þarftu að uera til að nýta þérallt þaðfjör, sem efni standa til á Miami. Þar eru: Frumsýningabíó • leikhús, bæði klassísk og reuíu • næturklúbbar • listasöfn • japanskir garðar • aragrúi diskóteka ♦ jai-olai leikhallirog öll ueðmálin sem þeimfylgja • jassklúbbar • tennisuellir • keilusalir • golfuellir • hljómleikahallir • reggaeklúbbar • ueitingastaðir úr öllum heimshomum • stórfiskaueiðar • ueðhlaup og ueðreiðar • hraðbátar til leigu • páfagaukaskógur • slöngu- og krókodílagarður • lagardýrasafn • rodeokeppnir kúreka • uaxmyndasöfn • latneska huerfið • kennsla á sjóskíði og í reiðmennsku • stangarueiði og skyttirí. Og svo cru það búðimar: Antikbúðir og tískubúðir, sport- og Ijósmyndauörubúðir, skartgripabúðir, hljómplötu- og hljóðfærabúðir — og suo má lengi telja. Staðreynd eraðfólk úrMið- og SuðurAmeríku flykkist til Miami í uerslunarleiðangra. FLUGLEIÐIR Engu að síðurgetur þú farið til Miami til þess eins að slaka á, sleikja sólskinið og stunda sjóböð þér til heilsubótar. Vikulegar brottfarir, íslenskur fararstjóri á staðnum. GYLMIR + G&H 3.6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.