Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 16
AUGLÝSING MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 63 BLAÐ STUÐNINGSMANNA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR KOSNINGASKRIFSTOFUR Reykjavík Aðalskrifstofa stuðnings- manna Péturs J. Thorsteinsson- ar er að Vesturgötu 17 í Reykjavík, símar 28170 og 28171. Þar liggja frammi kjörskrár og þar er veitt hvers konar upplýs- ingaþjónusta. Forstöðumaður er Óskar V. Friðriksson. Hafnarfjörður Kosningaskrifstofa verður opnuð bráðlega í Sjónarhóli við Reykjavíkurveg. Patreksfjörður Kosningaskrifstofan er að Urðargötu 7, sími 94-1129. For- stöðu skrifstofunnar hefur Ólaf- ur Guðbjartsson. ísafjörður Á Isafirði er opin kosn- ingaskrifstofa fyrir Vestfirði að Hafnarstræti 12, sími 4232. Málfríður Halldórsdóttir veitir skrifstofunni forstöðu. Hvammstangi Egill Gunnlaugsson annast forstöðu kosningaskrifstofu á Hvammstanga, sími 95-1358. Sauðárkrókur Kosningaskrifstofan er í Sjálfsbjargarhúsinu við Sæm- undargötu, sími 95-5700. For- stöðumaður er Björn Björnsson. Skrifstofan er opin 17—19 og 20.30-22. Akureyri Stuðningsmenn Péturs á Ak- ureyri hafa opnað skrifstofu þar fyrir Norðlendingafjórðung. Hún er á 2. hæð í Amarohúsinu, Hafnarstræti 101, símar 25300 og 25301. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 14—19. Forstöðu- menn eru Halldóra Ingimars- dóttir og Herdís Elín Steingrímsdóttir. Húsavík Kosningaskrifstofa verður bráðlega opnuð á Húsavík. Þang- að til gefur Hákon Aðalsteinsson allar upplýsingar. Heimilisfang hans er að Skjólbrekku 6, símar 41260 og 41261. Egilsstaðir Kosningaskrifstofan verður að Bláskógum 2. Síminn verður tilkynntur síðar. Vestmannaeyjar Skrifstofan er að Skólavegi 2, sími 98-1013. Frú Sigríður Jak- obsdóttir sér um störfin á skrifstofunni. Keflavík Kosningaskrifstofa hefur ver- ið opnuð að Grundarvegi 23, Njarðvík. Síminn er 92-2144. Forstöðu fyrir skrifstofunni hef- ur Jóhanna Björgúlfsdóttir. Fundur í Hafnarfirði Stuðningsmenn Péturs Thorsteinssonar í Hafnarfirði boða til fundar með Pétri í Bæjarbíói í Hafnarfirði mið- vikudaginn 28. maí kl. 20.30. Fundurinn verður nánar aug- lýstur í blöðum og útvarpi. Ragnar Jónsson í Smára: Styð Pétur Thorsteinsson RAGNAR Jónsson í Smára lýsti því yfir í gær, þegar hann hitti Pétur Thorsteinsson að máli, að hann hefði ákveðið að styðja hann til forsetaembættis. Mbl. spurði Ragnar Jónsson, hvað hann vildi segja frekar um afstöðu sína. Hann sagði: „Nú er vor í lofti og fuglasöngur í öllum görðum hér í Vesturbæn- um og ástæða til að gleðjast yfir ýmsu því, sem leitar á hugann, t.a.m. fimmtíu ára afmæli Tón- listarfélagsins og heimsókn pían- ósnillingsins Rudolfs Serkins og fjölskyldu hans af því tilefni. Það er því vel við eigandi að taka af skarið og lýsa yfir stuðningi við Pétur Thorsteinsson, listrænan húmanista, sem mundi skipa for- setaembættið með sóma. Muggur frændi Péturs er minn uppá- haldsmálari og það sem hann hefur bezt gert er öðru betra í íslenzkri myndlist. Mér finnst þeir frændur vera þó nokkuð líkir og þykist vita, að Pétur Thorsteins- son eigi eftir að flytja með sér inn á Bessastaðaheimilið það látlausa listræna andrúm, sem fylgir þessu fólki.“ (Frítt í Mbi. þríðjud. 20 m»f 1980) Arni Kristjánsson, pianóleikari, og Ragnar Jónsson í heimsókn hjá Pétri Thorsteinssyni þann 19. maí. Kjósum þann sem við treystum best Hátt á fjóröa þúsund manns hafa komiö á fyrstu þrjá fundi stuön- ingsmanna Péturs J. Thorsteinssonar í Reykjavík. Tveir voru haldnir í Sigtúni á sumar- daginn fyrsta og á uppstigningar- dag, en sá þriöji var í Laugarás- bíói laugardaginn 3. maí s.l. Þar fyrir utan hefur Pétur heimsótt fjölda vinnustaöa og svarað fyrirspurnum um störf sín og viöhorf til embættis forseta íslands. Þaö hefur veriö einkennandi, hversu góöar undirtektir málflutn- ingur Péturs hefur fengiö, og jafnframt hefur komiö í Ijós, aö langstærstur hluti kjósenda hefur enn ekki gert upp hug sinn og vill kynnast sjónarmiöum forsetaefna áöur en þeir taka ákvöröun. Er eftirtektarvert, hversu margir lýsa yfir stuöningi við Pétur eftir að hafa hlýtt á sjónarmiö hans. Mikilvægasta embætti landsins Á þessum fundum hafa stuön- ingsmenn Péturs flutt ávörp. Þaö er grunntónninn í þessum ræö- um, aö forsetaembættið sé alls ekki áhrifalaust viröingarembætti, þar sem aðalstarf forsetans er aö taka á móti gestum. Þvert á móti sé hlutverk forsetans mjög mikil- vægt í stjórnkerfinu og miklu skipti aö hinir hæfustu menn skipi þaö embætti. Þaö hefur veriö bent á, aö fyrri forsetar voru allir mjög kunnugir málefnum þjóöar sinnar og þaö hafa veriö tekin dæmi af því, þegar áhrifa forset- ans hefur verulega gætt um stjórn landsins. Vitanlega gætir áhrifa forset- ans minna, þegar friöur er um stjórn landsins og lítil ólga í alþjóöamálum, en óstööugt stjórnarfar, — tíðar stjórnar- kreppur og alþingiskosningar, — svo og hættuástand í alþjóöamál- um veldur því, aö mikilvægi forsetaembættisins eykst. Eiga aörir að ráöa hvað þú kýst? Ræðumenn hafa m.a. gert aö umtalsefni þann áróöur, sem víöa er rekinn, aö Pétur J. Thor- steinsson sé án efa hæfastur frambjóöenda til þess aö gegna embætti forseta íslands, hann hafi yfirburöaþekkingu á utan- ríkismálum, sem skipti mjög miklu máli nú, þegar viösjár aukast nær daglega meö stór- veldunum, og sama sé aö segja um þekkingu á sögu lands og þjóöar og stjórnkerfi lýðveldisins. En — Pétur hafi hins vegar ekki nægjanlegt fylgi til þess aö hljóta kosningu og þess vegna beri aö kjósa aöra menn, aö vísu ekki eins hæfa en fylgismeiri. Þessum áróðri er auðsvarað. Kjósendur hljóta aö kjósa þann mann þjóö- höfðingja, sem þeir treysta best, og þaö er ábyrgöarlaus afstaða aö láta gróusögur um fylgi eöa fylgisleysi ráöa, hver kosinn er. Har.BI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.