Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 18
64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
AUGLÝSING
AUGLÝSING
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
65
Grétar Hjartarson:
Sjómenn ættu að
kynna sér Pétur
Ég hef kynnt mér starfsferil
Péturs Thorsteinssonar og kom-
ist aö þeirri niðurstöðu, að hann
sé hæfastur af þeim frambjóð-
endum, sem gefa kost á sér til
hins virðulega embættis, sem
kosið verður til hinn 29. júní
næstkomandi.
Ég var lengi á sjó, stundaði
sjómennsku í meira en 25 ár.
Mér finnst ekki fjarri lagi að
líkja starfsferli eða öllu heldur
starfsvettvangi Péturs við þann
vettvang, sem sjómaðurinn velur
sér.
Þau störf sem Pétur hefur
unnið í utanríkisþjónustunni í 36
ár eru ekki veigaminni en störf
annarra þegna þessa lands,
hvort sem er til sjávar eða sveita
þau eru oftast unnin í kyrrþey og
ekki borin á torg.
Þegar að því kom, að ég fór að
leita fyrir mér um starf í landi,
urðu ýms ljón á veginum. Þá
nefni ég það fyrst, að starf
farmannsins gefur honum ekki
sömu tækifæri og öðrum
mönnum til að kynnast vel fólki
í landi eða hafa við það varanleg
tengsl. Þessvegna verður það oft
tafsamt fyrir farmann að fá
vinnu í landi. En hér kom það til,
að ég átti samt nokkra trausta
vini og félaga í landi sem leita
mátti til.
Það sem knúði mig til að
stinga niður penna, er aðallega,
að margir segja Pétur alls
óþekktan meðal landa sinna.
Þetta má ef til vill til sanns
vegar færa, því að störf sendi-
ráðsmanna eru ekki daglega í
kastljósinu. En Pétur hefur unn-
ið að fjölda mála á erlendum
vettvangi, er skipta þjóð okkar
miklu máli. Þar vil ég sérstak-
lega nefna viðskiptasamninginn
við Sovétríkin 1953, eftir að
Bretar settu löndunarbann á
íslenskan fisk, þegar við færðum
út landhelgina 1952. Þá var
Pétur fyrirliði samninganefnd-
arinnar.
Þá vil ég og nefna, að Pétur
var ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins, þegar við færðum
út í 50 mílur og einnig þegar við
börðumst fyrir viðurkenningu á
200 mílna landhelginni. Þá kom
sér sannarlega vel að hafa í því
starfi jafn hæfan mann og Pét-
ur, sem kunni skil á öllum
málum.
Ég vil hvetja alla landsmenn,
og þó sérstaklega sjómenn, til að
kynna sér manninn Pétur
Thorsteinsson, ágæt og fjölþætt
störf hans heima og erlendis,
áður en þeir ákveða hvern þeir
kjósa til forseta.
Pétur hefur aldrei hirt um að
kynna sig eða störf sín í fjöl-
miðlum. Því þarfnast hann ef til
vill meiri kynningar en aðrir
frambjóðendur. En við stuðn-
ingsmenn hans göngum hiklaust
fram fyrir skjöldu því að í
kosningum er ekkert eins gott og
að berjast fyrir málstað, sem
maður hefur trú á.
Grétar Hjartarson.
Björgvin Halldórsson:
Auðvelt að sam-
einast um Pétur
Það er ékki vandalaust að
velja jér þjóðhöfðingja, og hver
og einn verður að meta og vega
kosti og hæfni þeirra, sem í
framboði eru, áður en ákvörðun
er tekin. Ég efast ekki um, að
allir frambjóðendur í þessum
forsetakosningum eru ágætum
kostum búnir, hver á sínu sviði.
Ég hef hins vegar ákveðið að
styðja Pétur Thorsteinsson í
embætti forseta íslands. Það
geri ég vegna þess, að ég tel
hann hæfastan þeirra, sem í
framboði eru, til að gegna þessu
embætti.
Þetta mat mitt byggist á
störfum Péturs í opinberri þjón-
ustu, þar sem hann hefur komið
fram fyrir íslands hönd meðal
þjóðhöfðingja víða um heim.
Pétur hefur um áratuga skeið
verið fulltrúi þjóðar sinnar í
fjölmörgum þjóðlöndum. Eru
allir sem til þekkja sammála um
að hann hafi verið farsæll í
störfum sínum. Þetta atriði tel
ég mjög mikilvægt, því að mér
finnst að forsetinn eigi ekki að
síður að vera verðugur fulltrúi
þjóðarinnar út á við eins og
sameiningartákn gagnvart þjóð-
inni sjálfri.
Þá tel ég það vera kost við
Pétur, að hann stendur utan við
stjórnmálaþrasið, sem ætti að
gera þjóðinni auðveldara að
sameinast um hann sem þjóð-
höfðingja. Þetta eru m.a. ástæð-
ur þess að ég hef ákveðið að
styðja Pétur og ég vona, að sem
flestir verði mér sammála, þegar
gengið verður að kjörborðinu í
júní.
Björgvin Ilalldórsson,
hljómlistarmaður.
Eitt sinn er ég
var stelpuhnokki,
sagði ég, að það
væri vond lykt af
öskuköllunum,
sem þá voru að
moka sorpi á
vörubíla á
Laugaveginum.
Pabbi tók mig þá
á kné sér og sagði
alvarlegur í
bragði: — Mundu
það, vina mín, að
öll störf eru
jafnrétthá og jafn
þýðingarmikil í
þjóðfélaginu, ef
þau eru unnin af
samvizkusemi og
trúmennsku.
Þessi orð hans
hafa verið mér gott
veganesti í lífinu.
Oddný les sögu fyrir
Eirík, Björgólf og Pótur.
Hún hefur m.a. þýtt
barnasögur úr rússnesku
og lesiö þœr í útvarp.
Aðlögun en
ekki gagnrýni
Árin okkar erlendis voru mjög
viðburðarík og skemmtileg, þrátt
fyrir ýmsa erfileika. Það er í mörg
horn að líta, þegar maður þarf
stöðugt að laga sig að nýjum
aðstæðum, bæði hvað snertir
venjulegt húshald, starfsaðstöðu
og samstarfsfólk. Og svo eru
þjóðirnar hver annarri ólíkar.
Sendiráðsfólki er nauðsynlegt að
átta sig á, að það er ekki sent
landa á milli til að gagnrýna,
heldur til að skilja það sem mestu
ræður um líf og hætti þjóðanna.
Aðeins þannig getur það rækt
störf sín sem skyldi. En aúðvitað
kemur fyrir, að manni mislíki, og
ég var ekki mjúk í máli, þegar ég
skýrði skólastjóra í frönskum
barnaskóla frá því, að ég vildi ekki
að syni mínum væri talin trú um,
að Kristófer Kólumbus hefði fund-
ið Ameríku. Það stóð í mann-
kynssögubók eins drengsins míns.
Islendingar verða sennilega aldrei
eins gramir og þegar þeir heyra
erlenda menn halla á land og þjóð.
Fátt gerir íslendinga að meiri og
betri Islendingum en það að dvelj-
ast langdvölum meðal erlendra
þjóða.
Þegar Pétur varð ráðuneytis-
stjóri, þurftum við að greiða fyrir
mörgum útlendingum sem hingað
komu. Ég veit hve erfitt það er að
búa fjarri vinum og ættingjum í
ókunnu umhverfi. Því kynnti ég
islenzk málefni erlendum konum í
Þetta segir Oddný Thorsteins-
son. í augum nútíma jafnréttis-
konu var hún talsvert á undan
samtíð sinni, er hún fór út í
viðskiptafræðinám í Bandaríkjun-
um snemma á stríðsárunum til að
geta staðið á eigin fótum í lífinu.
Og þótt það yrði síðar hlutskipti
hennar að skipa sér við hlið
eiginmanns síns í miklum ábyrgð-
arstöðum í stað þess að reka eigið
fyrirtæki, hefur hún ávallt staðið
á eigin fótum og sýnt sjálfstæði í
orði og verki.
— Það er misskilningur — seg-
ir hún, — að eiginkona sendiherra
þurfi að vera áhrifalaus skraut-
fjöður. Hún getur til dæmis, eins
og raunar eiginkonur allra sendi-
ráðsstarfsmanna, unnið mikið
landkynningarstarf.
Á því sviði hef ég reynt að
leggja mig fram, bæði í Moskvu,
Bonn, París og Washington og
einnig hér heima þau sjö ár sem
Pétur gegndi starfi ráðuneytis-
stjóra. Undanfarin ár höfum við
hjónin kynnt ísland meðal Asíu-
þjóða en áhrif þeirra í heiminum
fara sívaxandi. Utanríkisþjónusta
okkar getur ekki verið margmenn.
Þar verður hver og einn að sýna
reisn, svo að hann verði ekki fyrir
vorkunnsemi vegna smæðar þjóð-
arinnar.
Hafnaö af því
ég var kvenmaður
Kjörforeldrar Oddnýjar, Oddný
Stefánsdóttir og Björgólfur Stef-
ánsson skókaupmaður í Reykja-
vík, brutust til mennta með harð-
fylgi og dugnaði. — Pabbi lauk
Verzlunarskóla íslands og
mamma Kennaraskólanum. Bæði
vildu þau láta mig læra. Pabbi
vildi að ég lærði erlend mál og sæi
önnur lönd. Mamma óskaði þess
að ég læsi guðfræði. En ég valdi
viðskiptafræði, því að hún er
hagnýt. — Ég hef alltaf fengið orð
fyrir að vera praktísk, — segir
Oddný.
— Ég var eitt ár í viðskiptadeild
Háskóla íslands, en fór síðan í
Minnesotaháskóla í Bandaríkjun-
um. Það vakti athygli þar, að
stúlka frá íslandi var komin
þangað að nema viðskiptafræði.
Fáar stúlkur höfðu lagt stund á þá
grein, og Bandaríkjamenn vissu
heldur lítið um ísland. Ég var
stundum spurð að því, hvort ég
hefði komið að heiman í járn-
brautarlest.
Ég tók þátt í félagslífi og vann
við skólablaðið. Ég sótti um að
vera framkvæmdastjóri blaðsins,
en var vísað frá. Samt hafði ég
frétt, að rekstraráætlun, sem ég
hafði gert fyrir blaðið, hefði þótt
góð. Formaður nefndar þeirrar
sem réð í starfið, sagði mér að
kvenfólk fengi það ekki. Hann
kvað mína áætlun bezta, en skóla-
félagi minn, Ericson, yrði ráðinn.
— Þú verður Ericson til aðstoðar á
blaðinu, — sagði hann. Því undi ég
ekki og sagði upp. Þar með lauk
blaðamannsferli mínum. En alla
tíð síðan hef ég haft samúð með
minnihlutahópum.
Með meðmælabréí
upp á vasann
Ég reyndi að ljúka náminu á
sem skemmstum tíma og las
sumar og vetur. Jafnframt sótti ég
námskeið, m.a. í innanhússarki-
tektúr. Það kom sér vel síðar er ég
sá um búnað sendiherraheimila.
Eftir að námi lauk vildi ég
reyna mig í starfi áður en heim
kæmi. Ég hélt til Kaliforníu með
viðdvöl víða á leiðinni. Ég heim-
sótti skóverksmiðju í St.-Louis,
sem faðir minn hafði viðskipti við.
Ég gekk inn í Brown Shoe Co. og
bað um að fá að tala við fram-
kvæmdastjórann. Honum fannst
greinilega ekkert að því, að ung
stúlka í köflóttum skólakjól stæði
allt í einu fyrir framan hann og
bæði um að fá að sjá, hvernig skór
væru búnir til. Hann fór með mig
um alla verksmiðjuna. En honum
leizt ekki á blikuna, er ég sagðist
ætla að gista hjá KFUK fyrir einn
dollar og með 9 öðrum stúlkum í
herbergi. Hann fór með mig heim
til sín og bað konuna sína að gæta
mín, þar til dvöl minni á staðnum
lyki. Af þessu spratt órofa vinátta
við hjónin, og ég skrifaðist á við
verksmiðjueigandann þar til hann
dó.
Þessi vinur minn gaf mér með-
mælabréf til framkvæmdastjóra
stærstu stórverzlunar í Los Angel-
es. Þar vann ég í mörgum deildum
og kynntist innkaupum, sölu og
markaðsmálum. Þar vann ég tæpt
ár, og síðan í banka í San
Fransisco. Loks vann ég að inn-
kaupum fyrir verzlanir í New
York í ár. Ég kom heim til íslands
eftir 5 ára dvöl í Bandaríkjunum.
Rússneskunám
undir
Kremlarmúrum
Ég ætlaði alltaf að stofna eigið
fyrirtæki, en það varð ekkert úr
því. Við Pétur kynntumst skömmu
eftir að ég kom heim. Hann var þá
nýkominn heim frá Sovétríkjun-
um eftir þriggja ára dvöl þar. Við
giftum okkur fljótlega. Ég fór
aftur í háskólann og lagði þá
stund á frönsku. Við réðumst í að
koma okkur upp eigin húsnæði.
Við vorum nýflutt í íbúðina, þegar
Pétur færði mér þau tíðindi að
hann yrði skipaður sendiherra í
Moskvu. Þetta þótti mér miklar
fréttir. Hann var þá 35 ára, en
þekkti Sovétríkin vel og verzlun-
arviðskipti við þau.
Nú hófst starf mitt sem eigin-
kona sendiherra. Ég vildi búa mig
sem bezt undir það og fór að lesa
þær bækur í bókaskápnum, sem
fjölluðu um rússnesk málefni og
endurlas rússneskar bókmenntir,
sem ég náði í. Svo fór ég að læra
rússnesku. í Moskvu bjuggum við
fyrstu 6 mánuðina í gistihúsi rétt
við Kreml. Ég man að ég gekk á
hverjum degi í garði við Kreml-
armúra og þuldi rússnesk orð, sem
ég hafði einsett mér að læra þann
daginn.
Við hjónin bjuggum sjö og hálft
ár í Moskvu. Á þeim tíma fæddust
okkur þrír synir, Pétur Gunnar,
Björgólfur og Eiríkur. Þegar elzti
drengurinn var kominn á fjór-
tánda ár, lögðum við mikla
áherzlu á, að fá að flytjast heim til
íslands, því að við vildum að synir
okkar yrðu ósviknir íslendingar.
Við fluttumst síðan heim árið 1969
eftir 16 ára útivist.
sendiráðum í Reykjavík. Ég heim-
sótti með þeim söfn og vinnustaði.
Bæði þær og ég höfðu mikið gagn
af þessu. Ég sannfærðist betur en
áður um það, að hér býr gott fólk
og dugmikið.
... hvernig fólk
hugsar og
hvernig það er
í opinberum samskiptum þjóða
viðgangast ýmsar umgengnisregl-
ur, sem mörgum utanaðkomandi
virðast framandi og óþarfar. Þar
ber fyrst að nefna boð, móttökur
og samkvæmi. Reynsla mín er sú,
að þetta hafi hagnýtum og mann-
legum tilgangi að þjóna, enda
hefðu samkvæmi lagzt niður ef
þau hefðu ekki sýnilegt gildi. Á
þessum vettvangi hef ég kynnzt
ýmsum stjórnmálaleiðtogum og
þjóðhöfðingjum, og koma mér þá
einnig í hug tvær ólíkar konur, frú
Lúbke og frú De Gaulle.
Störf mín í utanríkisþjónust-
unni hafa sannað mér að það er
rétt sem pabbi minn sagði við mig,
þegar ég var lítil. Mannvirðingar
eru ekki mælikvarði á manngildi.
Það skiptir mestu, hvernig fólk
hugsar og hvernig það er, en ekki
hvað það heitir eða hvaða starf
það hefur með höndum. — ge.
Það skiptir
fólk hugsar
mestu hvernig
og hvernig það er
Brot úr ræöu sr. Þóris Stephensen
á fundinum í Laugarásbíói. Hann vitnar
til fundar meö Pétri í Sigtúni og segir:
„Hann er nógu
stór til aö lúta
skapara sín-
um í auðmýkt“
Samkvæmt lútherskum skiln-
ingi er þjóðhöfðinginn æðsti
maður þjóðkirkjunnar. Mér'iék
því hugur á að spyrja Pétur um
afstöðu hans til trúar og kirkju.
Hann svaraði spurn minni með
því að segja frá því trúarlega
uppeldi, sem hann hlaut hjá afa
sínum og ömmu, frá bænunum,
sem amma hans kenndi honum,
og frá fundunum, sem sr. Friðrik
Friðriksson hélt með þeim
drengjunum í Hafnarfirði. Hann
sagði, að sá grundvöllur, sem
þarna var lagður, væri enn
hornsteinninn í hans andlega
lífi, og við sannfærðumst um það
öll, sem þarna vorum, að í Pétri
Thorsteinssyni mundum við, ef
til kæmi, eignast þjóðhöfðingja,
sem væri nógu stór til þess að
lúta skapara sínum í auðmýkt og
biðja hann, — biðja „Guð vors
lands" að varðveita íslenska
þjóð, líf hennar og starf og
sækja til hans styrk til vanda-
samra verkefna.
Tryggvi Haröarson:
Mér leið vel
í návist hans
Á námsárum mínum í Kína
kynntist ég Pétri Thorsteinssyni
nokkuð. Hann var þá sendiherra í
mörgum ríkjum Asíu og kom að
jafnaði tvisvar á ári til Kína. Vil
ég hér greina lítillega frá kynnum
okkar.
Dag nokkurn þegar ég kom
heim úr skólanum lágu fyrir mér
skilaboð þess efnis að íslenski
sendiherrann væri staddur í Pek-
ing, og að hann hefði áhuga á að
hitta okkur, tvo íslenska nemend-
ur, sem þá voru við nám þar.
Islendingar eru sjaldséðir gestir
i Peking og því hlakkaði ég til að
hitta Pétur. En satt best að segja
var ég ekki alltof bjartsýnn, því að
álit mitt á embættismönnum
ríkisins var takmarkað. Skyldi
þetta nú vera- einhver leiðihda
hrokagikkur sem væri að rubba af
einhverjum embættisskyldum? En
hvað um það. Ég lagði af stað
ríðandi á hjólhesti mínum þessa
tuttugu km leið sem skilur að
Pekingháskóla og Hótel Peking.
Pétur tók ljúfmannlega á móti
okkur og bauð okkur sæti. Síðan
var rabbað saman góða stund og
sagði Pétur okkur upp og ofan af
því markverðasta sem var að
gerast á íslandi.
Það gekk greitt, því að Pétur
virtist vel heima í öllum málum og
var gagnorður og laus við allar
málalengingar. Hann vissi ná-
kvæmlega hvað var fréttnæmt og
hvað ekki og datt mér í hug, að
blaðamenn gætu mikið af honum
lært. Þá spurði hann um hagi
Kínverja. Olíkt flestum öðrum
spurði hann af mikilli þekkingu og
skilningi. Og brátt kom það í ljós,
að þekking Péturs og skilningur
náði ekki aðeins til Kínverja og
aðstæðna í Kína, heldur átti þetta
jafnt við um allar þjóðir og öll ríki
veraldar.
En maðurinn er meira en vits-
munavera. Hann er líka mann-
eskja og standa þar allir jafnt. En
þó svo að allir standi jafnt, þá
standa þó sumir upp úr. Pétur er
einn þeirra. Hann er aðlaðandi
persóna, hógvær en samt höfðing-
lundaður. Og svo að ég svari nú
spurningunni, sem kom upp í huga
mér, þegar mér bárust boð Péturs
og nefnd er hér í upphafi, þá er
það sem kalla mætti „embætt-
ismannahroka" ekki til í fari
Péturs.
Ég hitti Pétur oft eftir þessi
fyrstu kynni okkar og alltaf var
hann jafn hlýr og hress. Mér leið
vel í návist hans.
Þó svo að einn góður vinur
minn, sem nú stundar nám í Kína,
láti í ljós áhyggjur sínar yfir því,
að verði Pétur kosinn forseti leiði
það óhjákvæmilega til þess að
hann missi hinn ágæta sendiherra
sinn, þá læt ég það ekki aftra mér
frá því að styðja Pétur heilshugar
í forsetaembættið. Og einhvern
veginn er því þannig farið, að þeir
sem þekkja Pétur mest, styðja
hann best.
Nú geri hver sem betur getur,
vinnum vel og styðjum Pétur!
Tryggvi Harðarson.