Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980
STEINGRÍMUR Her-
mannsson sjávarútvegsráð-
herra hefur lagt til í ríkis-
stjórninni að skip verði tekin
út af frílista. Ákvörðun hefur
ekki verið tekin um málið af
hálfu stjórnvalda.
Mál þetta hefur verið í
INNLENT
deiglunni í nokkurn tíma og
nokkrir ráðherrar fjallað um
málið. Fram til þessa hefur
innflutningur skipa ekki verið
leyfisbundinn, en hins vegar
hafa nokkrar takmarkanir
verið settar á slíkan innflutn-
ing. Til að mynda fást ekki lán
úr Fiskveiðasjóði nema
ákveðnum skilyrðum sé full-
nægt og þá m.a. um að skip
fari úr landi fyrir nýtt skip
inn í landið. Þá hefur inn-
flutningur skipa jafnvel verið
háður samþykki sjávarútvegs-
ráðherra.
Iraiflutmngnr á skipum
gerður leyfisbundinn?
Frá blaðamannafundi FR (f.v.): Paul Hansen varaformðaur FR, örn Bernhöft ritari og Ragnar Magnússon
formaður. LjÓHm.: Mbl. KrlBtján.
Félag farstöðvaeigenda á íslandi:
„Vilja vera ríki í ríkinu og
fara ekki að landslögum“
— segir Ragnar Magnússon formaður FR um Póst og síma
„Það eina, sem við ætlumst til, er að
farið verði cftir landslögum. Ráða-
menn Pósts og síma telja sig hins
vegar vera ríki í ríkinu, stofnunin
fer ekki að reglum, vill ráðskast
með hlutina sjálf og án samráðs við
notendur eða stjórnvöld. Það furðu-
lega. við það allt saman er, að
stofnunin átti sinn þátt i að semja
þau lög sem deilan stendur um, og
er tilefni þessa blaðamannafund-
ar,“ sagði Ragnar Magnússon for-
maður félags farstöðvaeigenda á
blaðamannafundi, sem félagið boð-
aði til að koma á framfæri sínum
sjónarmiðum varðandi lög, sem
gefin voru út i desember, um
starfrækslu almenningsstöðva á 27
megariða tiðnisviðinu. Það er skoð-
un félagsins (FR) að Póstur og simi
hafi þráfaldlega neitað að fara eftir
þessum reglum, og með þvi beinlín-
is stuðlað að umfangsmiklu smygli
á aimenningstalstöðvum.
„Póstur og sími þarf að samþykkja
hvera talstöðvartegund út af fyrir
sig, samkvæmt reglunum, og þar
stendur hnífurinn í kúnni. í skjóli
þeirra ákvæða hefur stofnunin kom-
ið sér undan því að leyfa innflutning
á allt að 40 rása stöðvum, en lögin
heimila notkun stöðva af því tagi.
Póstur og sími er hins vegar and-
snúin stövum sem hafa yfir 23 rásir.
Innflytjendur hafa ekki treyst sér til
að liggja með 40 rása stöðvar í tolli
af þessum sökum. Hefur þessi af-
staða Pósts og síma því leitt það af
sér, að stundað er stórfellt smygl á
40 rása talstöðvum og eru þær nú
þegar farnar að valda verulegum
truflunum, þar sem ekkert eftirlit er
með þeim,“ sagði Ragnar ennfremur.
Ragnar sagði að Póstur og sími
væri ein deild samgönguráðuneytis-
ins, og þrátt fyrir að ráðuneytið
hefði skrifað stofnuninni og skýrt
fyrir henni hvernig túlka bæri regl-
urnar, sæti allt við það sama hjá
Pósti og síma. „Það er sennilega
einsdæmi að ríkisstofnun virði ekki
landslög, en það hefur Póstur og
sími gert sig sekan um í þessum
málum," sagði Ragnar.
Stjórnarmenn í FR sögðu á fund-
inum, að mikið notagildi væri í
svokölluðum AT-stöðvum, og enn-
fremur væru þær nauðsynlegt ör-
yggistæki. í FR væru nú hartnær
fimm þúsund félagsmenn, með
stöðvar ýmist í bifreiðum, heima-
húsum eða smábátum. Nýlega hefði
félagið komið upp loftneti og móð-
urstöð í Þórsmörk og væri nú hægt
að ná sambandi við skálaverði þar
áður en lagt væri út í vatnsföllin á
leiðinni inn í mörkina. Fyrirhugað
væri að koma siíkum búnaði upp í
gönguskálunum í Hrafntinnuskeri,
við Álftavatn, við Emstrurnar og í
Landmannalaugum.
„Við höfum reynt að leita réttar
okkar og fá Póst og síma til að
viðurkenna landslögin, sem heimila
innflutning og notkun 40 rása AT-
stöðva, en án árangurs. í þessum
efnum gilda ákveðnar „umferðar-
reglur", ef svo má að orði komast, og
það einá sem við óskum eftir, er að
farið verði eftir þessum umferðar-
reglum," sögðu stjórnarmennirnir á
blaðamannafundi FR.
Yar Patton myrtur?
GAMLA BÍÓ frumsýnir á annan
í hvítasunnu nýja bandaríska
kvikmynd, „Var Patton myrtur?“
(Brass Target).
Myndin fjallar um umdeilda
atburði, sem áttu sér stað í
Þýzkalandi skömmu eftir lok
heimsstyrjaldarinnar síðari, þ.e.
dauðdaga George S. Pattons
hershöfðingja, en hánn lét lífið í
grunsamlegu bifreiðarslysi, og
þegar gulli þýzka ríkisbankans
var rænt, en bandarískir hermenn
höfðu áður fundið gullið falið í
gamalli saltnámu. Myndin er tek-
in á sömu slóðum og atburðirnir
gerðust, en leikstjórn annaðist
John Hough. Úrvalsleikarar eru í
aðalhlutverkunum: Sophia Loren,
John Cassavetes, Robert Vaughn,
George Kennedy og Max Von
Sydow.
Samviskufangar
í Sovétríkjunum
Meðferð þeirra og aðbúnaður
bundinna dóma; þó var byrjað að láta
baptista í hópi andófsmanna lausa sam-
kvæmt þessu kerfi eftir áætlun, sem hófst
síðla árs 1974.
Langstærsti hluti samviskufanga hefur
afplánað dóma sína að fullu.
Löggjöf um
betrunarvinnu
I skýrslunni er löggjöf landsins og hin
opinbera stefna í meðferð dæmdra fanga
tekin til umfjöllunar. Fyrir það fyrsta gerir
refsilöggjöfin (sem nefnist betrunarvinnu
lögin) ráð fyrir hörkulegri meðferð fang-
anna. Til dæmis eru sumum tegundum fanga
aðeins heimilaðar tvær heimsóknir á ári, í
allt að fjórar klukkustundir í einu. Sam-
kvæmt lögunum skal föngunum aðeins
tryggður nægilegur máttur, að hann viðhaldi
eðlilegri líkamsstarfsemi" og heimilt er að
innka matarskammtinn niður fyrir þetta
lark sem refsingu fyrir agabrot innan
fangelsanna og vinnubúðanna. Enda þótt
lðgin kveði á um hörkulega meðferð refsi-
fanganna í sumum tilvikum, eru betrunar-
lögin að mörgu leyti óskýr og veita fangelsis-
og vinnubúðastjórnum talsvert svigrúm til
að beita fanganna enn harðari aðferðum.
Af þeim samviskuföngum, sem vitað ei
um, er stærsti hópurinn saman kominn á
vinnubúðasvæðunum í Mordovíu og Perm.
Aðrir samviskufangar eru dreifðir í vinnu-
búðir víðs vegar um landið.
Sitthvað um
aðbúnaðfanga
Flutningar fanga til þeirra staða þar, sem
þeim verður haldið, fer fram í yfirfullum
vöruflutningabílum með ónógri loftræstingu
svo og í sérstökum járnbrautarvögnum.
Fangar sögðu svo frá, að sautján manns
hefðu látið lífið af völdum köfnunar í Kazan
í apríl 1979 í bifreið, sem hafði verið skilin
eftir úti í sólinni.
í „Stolypin-vagnana", sem notaðir eru til
lestarflutninga, er stundum troðið allt að 30
manneskjum í kJefa, sem ætlaður er tíu, í
þrjá og fjóra daga í einu. Matur og vatn er af
skornum skammti. Ein lestarferð, þar sem
fluttir voru nokkur hundruð fangar, þar á
meðal nokkrir samviskufangar, í hitabylgju
árið 1972 hefur orðið fræg að endemum.
Fangarnir urðu að öskra, þegar lestin fór um
byggð svæði til þess að ná jafnvel aðeins i
„vatnsdropa, eða ná andanum einu sinni",
eftir því, sem ein frásögnin segir. Einn
maður var sagður hafa látist.
Það getur tekið fangana einn mánuð að
komast áleiðis í lestum, flutningabílum, eða
áningarfangelsum. Frásagnir eru til um, að
afbrotafangar lemji og nauðgi öðrum föng-
um.
Flestir samviskufanganna eru háfðir í
haldi í betrunarvinnubúðum, sem eru um-
luktar gaddavírsgirðingu og veggjum með
varðturnum, en þar eru vopnaðir menn og
hundar á verði.
Fangarnir í sérmeðferðarvinnubúðum í
Mordóvíu búa saman þrír til fimm í klefa.
Þeir hafa fötur í stað vatnsklósetts. Bað- og
þvottaaðstaða er frumstæð.
Fangar í hinum þremur vinnubúðategund-
um búa í einhvers konar skálum allt upp í
200 saman í skála og sofa í tvímenningskoj-
um. Þeir kvarta yfir þrengslum, vöntun á
loftræstingu og of litlum hita á veturna.
Þeim er bannað að nota meir en eitt teppi.
Föt þeirra einskorðast við hinn opinbera
einkennisbúning (svartan eða röndóttan);
frásagnir eru um það, að samviskuföngum
hafi verið refsað fyrir að klæðast aukafatn-
aði á veturna eða fara úr einhverju af
einkennisbúningnum á sumrin.
Fangarnir mega þvo klæðnað sinn einu
sinni í viku, oft við frumstæð skilyrði, og
fara í bað einu sinni í viku eða með tíu daga
millibiii.
Hungur tilheyrir hinu daglega lífi innan
fangabúðanna. Reglan er að refsa föngum
með því að minnka hinn rýra matarskammt
enn frekar. Fangar geta bætt matarkost sinn
með því að kaupa sér aukamat í búðunum af
fangalaunum sínum, eða þegar þeir fá pakka;
en magn og gerð þeirrar viðbótarfæðu, sem
þeir eiga kost á, lýtur ströngum reglum og
oft eru þeir sviptir þessum réttindum í
refsingarskyni.
í óbirtum úrskurði, sem gefinn var út 1972,
er kveðið á um þrettán mismunandi gerðir
mataræðis, sem fer eftir dómi, tegund
vinnunnar, refsingu, læknisheimild og öðr-
um ástæðum, eftir því sem frásagnir fang-
anna herma. Hinn venjulegi skammtur, er
samanstendur af rúgbrauði, grjónum, káli og
öðru grænmeti, nákvæmlega skömmtuðu
kjöti, fiski og öðrum undirstððufæðutegund-
um, inniheldur 2500 hitaeiningar og 65
grömm af eggjahvítuefni, þótt reyndar megi
gefa þeim föngum, er vinna sérstaka erfiðis-
vinnu, nokkur hundruð hitaeiningar til
viðbótar.
Samkvæmt alþjóðlegum heilbrigðisstaðli,
þarf maður í mjög virku starfi milli 3100 og
3900 hitaeiningar á dag, og eggjahvítuneysla
hans þarf að vera, sem svarar einu grammi
fyrir hvert kíló líkamsþyngdar.
Mikhail Shtern, fyrrverandi fangi, sagði
um hið „venjulega" mataræði: „Maturinn var
eins og skepnufóður. Ekkert grænmeti né
ávextir árum saman, og kjötskammtarnir
örsmáir."
Fangar þeir, sem sitja í refsiklefum, fá
matarskammt sem inniheldur milli 1300 og
1400 hitaeiningar og 38 grömm af eggjahvítu
annan hvorn dag. Dagana þar á milli fá þeir
aðeins rúgbrauð, heitt vatn og salt. Séu þeir
í vinnu, fá þeir 1300—1400 hitaeiningar á
hverjum degi.
Á þessu geta orðið ýmsar breytingar fyrir
hinar ýmsu tegundir refsinga. Sagt er, að í
fangelsum fái fangarnir minni „venjulegan"
skammt heldur en vinnubúðafangar, og þeir,
sem settir eru í „stranga meðferð" fái enn
minna. Fyrsta mánuðinn í strangri meðferð
munu fangar fá um 1300 hitaeiningar á dag,
þar á meðal fisk, sem stundum er skemmdur
og óætur, að því er frásagnir greina. Tíðar
frásagnir eru um, að heilsu fanga hraki, bæði
í vinnubúðum og fangelsum; vitað er, að
magasár og aðrir þrálátir kvillar eru algeng-
ir.
Heilsugæsla, sem er í höndum MVD
(innanríkisráðuneytisins) líkt og starfs-
mannahald fangabúðanna, er ófullnægjandi.
Starfslið í heilsugæslustöðvum er fáliðaö og
á stundum skipað ólærðu fólki. Föngum
veitist erfitt að telja starfsmönnum trú um,
að þeir þurfi á læknisþjónustu að halda,
hversu takmörkuð sem hún er, og iöulega er
þeim sinnt af hroðvirkni. Frásagnir eru af
tilfellum um fársjúka fanga, sem hafa verið
látnir afplána vist í refsiklefa til fullnustu,
áður en meðferð var hafin. Margar frásagnir
eru um, að fangar haldnir berklum og öðrum
smitandi sjúkdómum séu ekki einangraðir
nægilega frá öðrum föngum.