Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
79
„Erfiðast var að kenna
þeim að drekka mjólku
Fimm aí yngri kynslóð
víetnömsku flóttamannanna
sem komu hingað til lands sl.
ár hafa í vetur verið í smá-
barnaskóla Selmu Júlíusdótt-
ur í Breiðholti. Það eru þeir
Stefán og Pétur sem eru báðir
3ja ára, Eggert og óli sem eru
á sjötta ári og Torfi sem er á
áttunda ári. Að sögn Selmu
hefur þeim gengið mjög vel að
læra íslensku og skilja þeir nú
allir almennt mælt mál og þeir
Litið inn í smá-
barnaskóla Selmu
Jónsdóttur þar
sem fimm af yngri
kynslóð víetnömsku
flóttamannanna hafa
stundað nám í vetur
þrir elstu tala einnig nokkra
íslensku. Hins vegar sagði
Selma að þeir væru fremur
tregir til þess að tala íslensk-
una, töluðu helst bara við hana
og svo jafnaldra sína.
„Þetta var mjög erfitt hjá
þeim í fyrstu", sagði Selma.
„Þeir voru hálf hræddir í þessu
nýja umhverfi og skildu engan.
Þegar þeir voru úti að leika sér
héldu þeir oftast hópinn en frá
því í vor hafa þeir leikið sér
jafnt við íslensk börn eins og
hver við annan.
Einna erfiðast var að kenna
þeim að drekka mjólk. Þeir
höfðu aldrei drukkið aðra
mjólk en móðurmjólkina þegar
þeir komu hingað. En nú
drekka þeir hana með bestu
lyst,“ sagði Selma.
Er blaðamenn heimsóttu
skólann voru þeir Eggert, Óli
og Torfi að reikna og skrifa en
Pétur og Stefán hjóluðu um á
gólfinu. Þegar Torfi tók sig til
og setti plötu með „Línu lang-
sokk“ á fóninn hjólaði Stefán
strax að skápnum með plötu-
spilaranum, staðnæmdist fyrir
framan hann og söng með.
Skemmtilegasta verkefnið
sem ég hef fengið er að kenna
þessum drengjum. Það er svo
stórkostlegt að sjá hvað þeim
hefur farið mikið fram,“ sagði
Selma að lokum.
Þegar lærdómnum var loklA tók Oli til viA aA byggja skip.
Eggert, Óli og Torfi viA skrifborAiA en Selma krýpur hjá þeim og
Stefán og Pétur með þrihjólin.
Fylgist meö auglýsingunum frá okkur — ný og betri Valhöll, og alltaf eitthvaö um aö vera.