Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 01.06.1980, Síða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1980 Austurstræti 10 sími: 27211 Þórður Kristjánsson, sóknarnefndarfurmaður i Ásprestakalli, og sóknarpresturinn sr. Grímur Grimsson. Mjög mikil þörf er fyrir kirkju í þessu hverfi, m.a. þar sem þar eru stór heimili fyrir aldraða, sem gjarnan vilja sækja guðshús. Þar er Dval- arheimili aldraðra á Hrafn- istu, og dvalarheimili Reykja- víkurborgar fyrir aldraða bæði við Norðurbrún 1 og nýja heimilið við Dalbraut, svo og háhýsið í Austurbrún 6, þar sem er mikið af öldruðu fólki. En kirkjan er þannig hönnuð að þar verði félgsleg aðstaða fyrir unga og gamla til fjöl- breyttra starfa. Safnaðarsal og kirkju má tengja Áskirkja skiptist í þrjá að- alhluta. Framhlutinn er kirkjuskip sem rúmar um 200 manns, ásamt sönglofti og aðstöðu fyrir prest og með- hjálpara. Bakhlutinn er safn- aðarsalur, sem tengja má að- alkirkjunni með því að opna faldhurð. Rúmar sá salur 150 manns, en tengt honum er eldhús, snyrtingar og 4 fund- ar- og félagsheimili, sem einn- ig má gera að leiksviði fyrir safnaðarsalinn. Og loks er kjallari undir framhluta kirkjunnar, sem nota má fyrir safnaðar- og æskulýðsstarf- semi. Þar er um 150 ferrn. salur ásamt litlum hliðarrým- Ásprestakall var formlega stofnað 1963 fyrir 16 árum og hann ráðinn sóknarprestur 1. desember sama ár. Þar sem ekkert kirkjuhús var til í prestakallinu, leitaði sóknar- nefndin á náðir Laugarnes- kirkju og einnig fékkst inni í Laugarásbíói fyrir guðsþjón- ustur og barnastarf. Var þá messað annan hvern sunnu- dag. En 1974 fékkst gott hús- næði fyrir guðsþjónustur hjá Félagsstofnun Reykjavíkur- borgar að Norðurbrún 1 og hefur verið messað þar síðan, en einnig notað fyrir félags- starf húsnæði að Hólsvegi 17, sem keypt var 1967 og selt 1976 og andvirðið látið renna til kirkjubyggingarinnar. Bygging kirkjunnar var haf- in 1971. Hefur verið unnið ósleitulega að fjáröflun af sóknarnefnd, fjáröflunarnefnd og safnaðarfélaginu og ein- staklingum. Er nú langt komið að steypa upp upp alla kirkj- una og lýkur því á þessu vori. Að því búnu er ætlunin að ganga frá henni að utan. Þegar því verki er lokið má innrétta bygginguna í áföng- um. En til þess að þetta megi takast er nauðsynlegt að fá sem víðtækastan stuðning allra íbúa sóknarinnar, eins og sr. Grímur og Þórður Krist- jánsson sögðu. Áskirkja komin undir þak átak hafið til f járöflunar Framan í Laugarásnum blasir við ný kirkja, Áskirkja — uppsteypt og að verða fokheld. Þarna er söfnuðurinn í Ásprestakalli að koma sér upp veglegu guðshúsi, með viðtengdu félagsheimili fyrir nærliggjandi byggð. Hefur verið unnið röggsamlega að byggingunni, undanfarin ár, en mikið átak framundan ef hægt á að vera að ljúka henni. Því hefur sóknarnefndin, safnaðarfélagið og fjáröflun- arnefnd nú efnt til fjársöfnun- ar og sent bréf til allra ' heimila í sókninni, þar sem leitað er til sóknarbarnanna um liðsauka, beðið um fjár- framlög til að geta haldið Áskirkja. Svo sem sjá mó er þar auk kirkjunnar sjálfrar gert ráð fyrir áfram. Það sem komið er safnaðarsal, sem tengja má aðalkirkjunni cða nota sér fyrir ýmiss hefur verið mikið átak og konar félaKsleKa starfsemi. nokkrar skuldir safnast og er mikill hugur í forstöðu- mönnum safnaðarins og sókn- arprestinum að ljúka kirkju- byggingunni — verðandi menningarmiðstöð í Laugar- ásnum, eins og það var orðað, er fréttamaður átti tal við þá Þórð Kristjánsson, formann sóknarnefndar og sr. Grím Grímsson. Þeir sögðu, að allt- af hefði verið gott að leita til safnaðarfólksins. Einkum væri þar viss kjarni fólks, sem alltaf brygðist vel við. En nú vonuðu þeir að þátttaka yrði almenn og sem flestir hlaupi undir bagga. En sendir hafa verið út 1600 gíróseðlar. ERUÐ ÞIÐ MEÐ í a HOPINN? Teikning af Áskirkju, sem stend- ur í Laugarásnum. um. Þegar um er að ræða fjölmennar guðsþjónustur má tengja saman kirkju og safn- aðarsal. Sr. Grímur rakti aðdrag- anda kirkjubyggingarinnar. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.