Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 25
Kiljans- kviða á Lækjar- torgi + Við setningu Listahátíðar á Lækjartorgi í dag verður frum- fluttur hluti úr lagaflokk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, tón- skáld, sem nefnist Kiljanskviða. Er hér um að ræða f jögur lög við jafn mörg ljóð úr Kvæðakveri Halldórs Kiljans Laxness, sem fyrst kom út árið 1930. Flytj- endur verða Kór Menntaskólans við Hamrahlið undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. „Þetta verk hefur orðið til á löngum tíma, því það hefur safn- ast í sarpinn," sagði Gunnar Reynir," og fyrstu lögin eru frá 1972 og þau síðustu frá árinu í ár. A Lækjartorgi verður aðeins flutt brot úr þessu verki en alls hefur það að geyma lög við 10 ljóð Halldórs. Kveikjan að þessu er kannski, að ég samdi fyrir tilstilli ríkisútvarpsins tónverk, þegar Halldór Kiljan Laxness varð sjö- tugur. Það var fyrir tvo ein- söngvara, píanó og lesara og nefndist „Ur söngbók Garðars Hólm“. Þá fæddust ýmsar hug- myndir að lögum, sem betur hentuðu fyrir kór og eftir það hef ég verið að safna þessu saman.“ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1980 73 Kepptu á hjól- um í London SEX íslenskir piltar tóku nýverið þátt i alþjóðlegri keppni á reiðhjólum og vélhjólum, sem haldin var í London. Keppni þessi er haldin af PRI, alþjóðasambandi umferðarráða, og voru þátttakendur alls frá 20 þjóðlöndum. Keppnin var tvískipt og tóku þeir Birgir Guðmundsson úr Vélhjólaklúbbi Fellahellis í Reykjavík og Leó Ragnarsson úr Vélhjólaklúbbi Akraness þátt í vélhjólakeppninni og urðu í 10. sæti. I hjólreiðakeppninni höfnuðu Islendingar í 14. sæti en keppendur af íslands hálfu voru Bragi Gunnarsson, Æfingadeild Kennara- háskóla íslands, Hermann Örn Ingólfsson, Glerárskóla Akureyri, Ingþór Óli Thorlacius, Búðardal, og Heiðar Páll Haraldsson, Laugalækjarskóla, Reykjavík. Fararstjórn og þjálfun önnuðust þeir Björn Mikaelsson, lögregluþjónn frá Akureyri, og Guðmundur Þorsteinsson, náms- stjóri, sem jafnframt átti sæti í dómnefnd mótsins, Á myndinni, sem hér fylgir, eru talið frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson, Leó Ragnarsson, Hermann Ingólfsson, Birgir Guðmundsson, Ingþór Thorlacíus, Bragi Gunnarsson, Heiðar Haraldsson og Björn Mikaelsson. Tveir nýir hæsta- réttarlögmenn NÝLEGA hafa tveir ungir lög- fræðingar fengið leyfi til mál- flutnings fyrir Hæstarétti. Eru Það þeir Gunnlaugur Claessen og Jón Steinar Gunnlaugsson. Gunnlaugur er fæddur árið 1946 og lauk prófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1972. Síðar var hann við framhaldsnám í kröfu- rétti við Oslóarháskóla en réðst 1. ágúst 1973 til fjármálaráðuneytis- ins og er nú deildarstjóri eigna- og málflutningsdeildar ráðuneytis- ins. Jón Steinar er fæddur 1947 og lauk lagaprófi við Háskóla íslands 1973. Að loknu námi var hann þingfréttaritari Morgunblaðsins um eins árs skeið og var fram- kvæmdastjóri Listahátíðar 1974. Haustið 1974 hóf hann lögfræði- störf og rekur nú ásamt fleirum málflutningsskrifstofu í Reykjavík. Einnig hefur Jón Steinar annast kennslu við laga- deild Háskóla íslands undanfarna vetur. (Ljosm. Ól. K. Mait.) Ætlaði að skríða undir bíl- inn en fór suður d Alþingi + Þetta bar brátt að, og ég hafði reyndar ætlað að nota þessa daga til að laga bilinn minn. Var reyndar búinn að viða að mér heilmikiu af varahlutum og ætlaði að fara að skriða undir Toyotuna mina. Ætlunin var að gera við bilinn til að komast suður á kennar- anámskeið, en þá lá ieiðin inn á Alþingi, þó vistin yrði stutt,“ sagði Finnbogi Hermannsson, sem i siðustu viku sat tvo daga á Alþingi, sem varamaður Steingrims Hermannssonar og var þetta i fyrsta sinn, sem Finnbogi situr á Alþingi. + Finnbogi Hermannsson er sá til hægri á myndinni en við hlið hans situr Haraldur ólafs- son, sem einnig sat á Alþingi í siðustu viku sem varaþing- maður. Ekki er þetta þó einsdæmi í þingsögunni, að menn sitji að- eins tvo daga á Alþingi, að sögn Friðjóns Sigurðssonar skrif- stofustjóra Alþingis. Finnbogi er annars kennari við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og einnig hefur hann fengist við blaðamennsku, og útvarpshlustendur hafa í vet- ur fengið að hlýða á þætti hans, Að vestan. „Þetta var út af fyrir sig ánægjuleg reynsla, það litla sem maður upplifði og það var söguleg stund að vera við þing- slitin þegar Kristján Eldjárn sleit þinginu í síðasta sinn, að því er ætla má. Það var gaman að kynnast því fólki, sem á Alþingi situr. Ég var að vísu svolítið undrandi að það voru bara ég og kommarnir, sem voru með skegg, en það er líka ekki langt síðan ég var í þeirra hópi. Meðal stofn- fór á sjóinn get talað við þá af eigin þekkingu og reynslu um þau margvíslegu störf á hinum ýmsu skipategundum, sem Sjómannafélagið þarf að semja um kaup og kjör á. Ég tel að þessar ferðir mínar hafi gefið góða raun og það hefur verið samþykkt á stjórnarfundi í Sjó- mannafélaginu að starfsmenn fé- lagsins fari út á sjó og kynni sér af eigin raun hin fjölbreytilegu störf, sem félagar okkar vinna.“ Guðmundur Hallvarðsson við störf um borð í togaranum Hjör- leifi. Hlíðardalsskólakórinn í heim- sókn í fiskréttaverksmiðju F ormaðurinn + FORYSTUMENN sjómanna hafa löngum átt erfitt með að sækja vinnu á sjónum og margir úr þeirra hópi hafa því farið í iand til að sinna félags- og kjaramálum sjómanna. Einn þeirra er Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann fór í land árið 1969 og hafði þar til á síðasta vetri ekki verið við sjómennsku, en í stað þess sinnt félagsmálum sjómanna. Guðmundur ákvað í vetur að fara nokkra túra með skipum, sem hann hafði ekki áður unnið við en þegar hann var til sjós vann hann á farskipum og einnig um tíma á síðutogara. „Ég hafði ekki kynnst skuttogurunum og fór því tvo túra með togaranum Hjörleifi og einnig fór ég með strandferðaskipinu Heklu og olíuskipinu Kyndli," sagði Guðmundur. „Það sem varð þess valdandi að ég brá mér á þessi skip“, sagði Guðmundur, „var að ég tel að með árunum, sem maður er í landi, slitni með vissum hætti sambandið við mennina um borð og maður kynnist því miður ekki af eigin raun störfun- um um borð. Það hlýtur að vera betra fyrir mig að mæta viðsemj- endum okkar, það er útgerðar- mönnum, þannig í stakk búinn að ég SKÓLAKÓR Hlíðardalsskóla var á dögunum á ferð um Bandaríkin og hélt víða tónleika. Meðal ann- ars heimsótti kórinn verksmiðjur Coldwater í Everett 16. maí og auk þess að skoða verksmiðjuna, söng kórinn fyrir starfsfólkið í hádegis- hléi þess. Þarf ekki að hafa mörg orð um að kórnum var vel tekið. Frá Everett hélt hópurinn til Reading og Arnesbury og hélt þar tónleika. Jón Ásgeirsson, lögfræð- ingur og aðventisti í Reading í Massachusetts, hafði milligöngu um heimsókn kórsins til Banda- ríkjanna og studdi ferðalangana á ýmsan hátt. enda SH fyr- ir 38 árum HUXLEY Ólafsson úr Keflavík var að sjálfsögðu mættur gal- vaskur til aðalfundar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í vik- unni. Fyrir 38 árum var Huxley einn 14 fulltrúa frystihúsa, sem þá stofnuðu Sölumiðstöðina, sem á síðasta ári hafði 72 frystihús innan sinna vébanda. Af stofn- endunum eru þrír enn lifandi auk Huxleys, þeir Einar Guð- finnsson á Bolungarvík og Magnús Gamalíelsson á ólafs- firði, en þeir sátu ekki aðalfund SH í ár. Hinn föngulegi hópur fyrir utan verksmiðju Goldwater í Everett.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.