Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980
11
HAFSKIP H.F.
Ferðaskrifstofan
UTSÝN
VÍKINGUR
á Laugardalsvelli
í kvöld
kl. 20.00
Mikil atvinna
er á Ólafsvík
Ólafsvík. 3. júni.
MIKIL atvinna er hér þessa
dagana og vel hefur aflast. Tiu
bátar hafa róið með þorskanet
frá því að banni lauk og hafa þeir
aflað ágætlega. Fékk t.d. einn
bátanna. Halldór Jónsson. 60
tonn i síðustu viku. en algengasti
afli er 6—7 tonn eftir nóttina.
Fjórir bátar eru á trollveiðum
og nokkrar trillur eru með hand-
færi. Tregt hefur verið hjá þeim
að undanförnu eftir góða byrjun.
Togararnir Lárus Sveinsson og
Már lönduðu í gær 75 og 121 lest,
mest grálúðu.
Auk vinnu við fisk er hér mikil
vinna við húsabygginar, t.d. er
langt komið við að smíða grunn og
kjallara nýja félagsheimilisins.
- Helgi.
Fjórir
aldraðir
sjómenn
heiðraðir
IIÚHjkvik. 3. júni.
SJÓMANNADAGURINN var hér
haldinn hátiðlegur með hefð-
bundnum hætti, en i tilefni hans
voru fjórir aldraðir sjómenn
heiðraðir. Það voru þeir Nói
Baldvinsson, Hólmgeir Árnason,
Þórhallur Friðgeirsson og
Þorgrimur Jóelsson.
Landsbankabátinn hreppti að
þessu sinni Kristbjörg ÞH 44, en
hann er farandgripur, sem sá
bátur hlýtur, sem hæst meðalverð
fær fyrir innveginn borðfisk.
Kristbjörgin veiddi 590 tonn og
var meðalverðið 143,67 krónur
fyrir hvert kíló. Næstur var Sig-
þór. Um þennan grip keppa ein-
ungis dekkbátar, en einn trillu-
karlinn, Hreiðar Jósteinsson á
trillunni Vilborgu, fiskaði á
síðasta ári 118 tonn og var meðal-
verð hjá honum 150,02 krónur
fyrir hvert kíló. — Fréttarltari.
Málning og málningarvörur
Veggstrigi
Veggdúkur
Veggfóöur
Fúavarnarefni
Bondex, Solignum, Pinotex, Architectural.
Afsláttur
Kaupir þú fyrir:
30—50 þús. 4A0/
veitumviö IU /0
Afslátt
Kaupir þú umfram
50 bús. 4CO/
veitum við 10 /0
afslátt.
Sannkallað LITAVERS kjörverö
Ertu að byggja, viltu breyta, þarftu að bæta?
Líttu við í Litaveri,
því þaö hefur ávallt
borgað sig.
Grenaáavegi. Hreylilahúamu. Sími 82444.
FORMPRENT
Nú er að duga
eða drepast.
Áfram KR
Vormarkaður
Fríkirkjukvenna
VORMARKAÐUR Fríkirkju-
kvenna verður á Lækjartorgi
(útimarkaður) á morgun, föstu-
daginn 6. júni. Verður þar ýmis-
legt áhugavert á boðstólum að
vanda, svo sem ýmiskonar fatn-
aður, kökur, f jallagrös og fleira.
Kvenfélagið hefur löngum verið
ein styrkasta stoð Fríkirkjusafn-
aðarins og lagt ómælt af mörkum
til kirkjumála og alls konar menn-
ingarmála. Safnaðarstarfið hafa
konurnar stutt með myndarlegum
fjárframlögum. Þær hafa gefið
stórgjafir til kirkjuhússins sjálfs
til fegurðarauka og gagns, og
einmitt um þessar mundir hafa
Ólafsvík:
íslenzkur reynir
á hvert heimili
Ólafsvik. 3. júni.
SKÓGRÆKTAR- og náttúru-
verndarféiag ólafsvikur hefur á
undanförnum árum gróðursett
allt að þrjú þúsund trjáplöntur á
ári i landi sinu fyrir ofan þorpið.
í vor var auk þess, í tilefni af
Ári trésins, hrint í framkvæmd
skemmtilegri hugmynd til þess að
vekja athygli almennings á þess-
um málum, en það var, að félagið
gaf eina plöntu af islenzkum reyni
á hvert heimili í þorpinu, eða alls
um 300 plöntur. Hver þeirra er um
einn metri á hæð. Þessi starfsemi
félagsins er fjármögnuð með sölu
á afskornum blómum um hvíta-
sunnuna. Einnig eru félagar um
þessar mundir að selja fjölær- og
sumarblóm. Árlega sér félagið svo
um innkaup á trjáplöntum fyrir
almenning og keyptu þorpsbúar í
ár fyrir 1,5 milljónir. Félagar í
Skógræktar- og náttúruverndar-
félagi Ólafsvíkur eru 40 og for-
maður er Sigríður Þóra Eggerts-
dóttir.
- Helgi.
þær ýmislegt á prjónunum á því
sviði.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins
verðskuldar því fullan stuðning
allra safnaðarmeðlima og annarra
velunnara Fríkirkjunnar. Vænti
ég þess, að sem flestir leggi leið
sína um Lækjartorg á morgun og
kynni sér hvað konurnar hafa á
boðstólum.
Kristján Róbertsson,
frikirkjuprestur.
ECG
ÉG
ÁRSMIÐAR
á alla heimaleiki KR í 1.
deild verða seldir við
innganginn.
Verð kr. 13.000
SKÓSALAN
LAUGAVEGI 1 ANDRI
■ ■ 11
ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA
ISVEINS
JÓNSSONAR
STUÐNINGSMENN KR
Munið að taka kunningj-
ana með á völlinn. Það
munar um hvern KR-ing
sem mætir.