Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 17

Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980 1 7 Steinunn Ólafsdóttir: Albert Guðmundsson fulltrúi ein staklingsins, fulltrúi þjóðarinnar Hvaða rós þarf í hnappagat Alberts Guðmundssonar til að gera hann nógu virðulegan fyrir stóran hóp íslenzkra kjósenda? Þarf prófessorsfrú til að lýsa yfir stuðningi við hann, eða þarf hann að nota orð úr nýjum skólabókum til að verða skiljan- legur íslendingum? Eru Islend- ingar í dag orðnir svo langskóla- gengnir, að þeir skilja ekki lengur málfar og gjörðir alþýðu- mannsins? Albert ólst upp hjá fátækri ömmu sinni í Reykjavík, þar eð faðir hans dó frá honum ungum, síðan hlaut hann sína fyrstu menntun hjá K.F.U.M. og íþróttahreyfingunni, en þá menntun kjósa flestir foreldrar börnum sínum. Alla tíð hefur Albert verið stuðningsmaður fá- tækra og þeirra minnihlutahópa þjóðfélagsins, sem orðið hafa undir í lífsbaráttunni, svo sem fátækra verkamanna, áfengis- sjúklinga og fátækra einstæðra foreldra, og eftir að hann eign- aðist peninga og komst til met- orða af eigin rammleik, hefur hann miðlað þessu fólki af gnótt- um sínum, andlegum og verald- legum. Þetta hafa margir verka- menn ásamt mörgum forystu- mönnum þeirra skilið, einnig margir áfengissjúklingar ásamt þeirra forystumönnum, og þetta skilja líka margar einstæðar mæður. Undanfarin ár hefur Albert einnig verið ötull stuðn- ingsmaður fyrir bættum kjörum aldraðra og á hann verulegan þátt í að koma á fót þeim nýbyggingum, sem nú rísa í Reykjavík fyrir aldraða og eru Reykvíkingum og borgaryfir- völdum til mikils sóma. Ekki verður dregið úr margvíslegu ágæti annarra forsetaframbjóð- enda, þó sagt sé, að Albert er þeirra allra hæfastur til að vera fulltrúi fyrir íslenska þjóð, bæði heima og erlendis. í útlöndum er hann einn þekktasti og virtasti íslendingurinn, og íslendingum hefur hann verið einn hjálpfús- asti og skilningríkasti stjórn- málamaður síðustu ára. 29.''júní nk. rennur upp sá dagur, er íslendingar lýsa því yfir opinberlega, hvaða eigin- leika þeir meta mest í fari landa sinna. Nái Albert ekki kjöri,’ kemur í ljós, að íslendingar Steinunn Ólafsdóttir virða ekki og meta ekki það, sem hann hefur gert fyrir þjóð sína og landa, og að aðstoðin við einstaklinginn í erfiðleikum hef- ur borið ósigur fyrir þjóðlegum fínheitum. Steinunn Ólatsdóttir. Meliterfli 9. Reykjavík. Svanhildur Björgvinsdóttir: Eftir tólf ár standa íslendingar frammi fyrir því að velja sér forseta. Tólf ár er nokkuð langur tími, allavega í okkar ört breytilega þjóðfélagi. Þau gefa okkur líka ótvíræða bendingu um alvöru málsins. Forsetakjör er ekkert dægurmál. Það verður að vera hafið yfir daglegt líf, hagsmuni og flokkspóli- tík. Hvað kemur þá fyrst í hug almennum kjósanda, er að því kemur, að hann þarf að gera upp hug sinn í svo mikilvægu máli? Það hlýtur að vera eftirfarandi: a. í hverju er starf forseta íslands fólgið? b. Getur hver sem er boðið sig fram til þessa embættis? c. Hvaða eiginleikar og hvaða Megi Vigdís liljóta kosningu færni er æskileg hjá þeim manni, sem til starfsins velst? Formleg svör við a. og b. eru stjórnarskráratriði, sem ég ætla ekki að fara út í hér. Hver og einn kjósandi hlýtur að kynna sér þau atriði rækilega áður en endanleg ákvörðun um val er tekin. Ýmsum hlutum hljótum við að velta fyrir okkur eftir þessa sjálfs- ögðu fyrstu athugun. Mér sýnist að stjórnarmyndun sé eina stórframvkæmdin, sem forset- inn tvímælalaust getur tekið af skarið með. Ekki ætla ég að leggja neinn dóm á það, hvernig fyrri forsetar hafa notað þennan rétt sinn á liðnum árum, enda almenningi lítt kunn- ugt, hvað gerist á bak við tjöldin. Þó vitum við að Sveinn Björnsson notaði þennan rétt sinn til að skipa utanþingsstjórn. Því nefni ég þetta nú, að mér finnst fólk hugsa mikið um það í sambandi við komandi forsetakjör, hvert sé í raun og veru valdsvið forseta íslands, hvort fyrri forsetar hafi notað það, og hvort ef til vill væri æskilegt að breyta hefð- bundnum venjum, sem virðast hafa myndast í embættinu. Þessi íhugun er að minu mati æskileg, en býður þó mikilli hættu heim. Þá er ég með flokkspólitíkina í huga. Hún á að mínu mati ekkert erindi inn í forsetaval. Hins vegar veit ég að hún — þ.e. flokkspólitík- in — leitar sterkt á okkur, sem hofum af alhug verið þátttakendur í stjórnmálum. Á það ber aftur að líta, að við vitum manna best og verðum að viðurkenna, að „okkar menn“ breyta aldeilis ekki í öllum málum eins og við, pólitískir sam- herjar, vildum hvert og eitt hverju sinni. Slíkt er ekki möguleiki. Ég vil trúa því að íslendingar séu í raun eins lýðræðislegir í hugsun og þeir segjast vera og vilja umfram allt láta aðrar þjóðir trúa. Ef sú saga er réttmæt, förum við, allir kjósendur, eftir eigin sann- færingu og látum ekki hafa áhrif á okkur, þótt okkar sannfæring sé í andstöðu við kunningja eða hópafl. Við höfum áreiðanlega öll heyrt falleg orð um það að forsetinn eigi að vera „einn af fólkinu". Hvað erum við að segja með þessu? Erum við að segja, að hver sem er geti sest í forsetastól okkar? Nei, það getur ekki verið. Mesta virð- ingarstarfi þjóðarinnar getur ekki hver sem er gegnt. I þessum orðum okkar hlýtur að felast óskin um það, að forseti íslands sé þess umkominn að skilja okkur og kjör okkar, hver sem við erum. Hæfni og færni til að fjalla um hin margvíslegustu mál, oft viðkvæm, verður forseti okkar að vera gædd- ur í ríkum mæli. í okkar litla lýðræðisþjóðfélagi held ég, að til þeirra hluta dragi lengst drenglyndi, tillitssemi og umburðarlyndi með skoðunum annarra. Þá má ekki gleyma, að snör hugsun og hæfileikinn til að tjá sig, viðhorf sín og þjóðarinnar á skiljanlegan og jákvæðan hátt er forseta nauðsynlegur eiginleiki. Munum að forsetinn er andlit okkar litlu þjóðar út á við og einnig okkar sjálfra á milli. í þetta sinn eru fjórir löglegir frambjóðendur til forsetaembætt- is. Hvern viljum við helst? Valið er erfitt. Við erum svo gæfusöm, að allir frambjóðendur eru góðum kostum búnir. Ég get ekki sagt: „Valið er auðvelt." Hvernig getur það átt sér stað, þegar mannval er mikið? Að vel íhuguðu máli og að öllum fordómum slepptum féll val mitt á Vigdísi Finnbogadóttur. Megi hún hljóta kosningu til forsetastarfs á Islandi næstu ár. Dalvík. 2/6 1980 Svanhildur Björgvinsdóttir. utanborösmótorinn — 2—200 hö Fyrirliggjandi í mörgum stæröum. Björgunar- og hjálparsveitir: Athugið að MARINER W—-15 og W—48 er sérhannaöur meö ykkar þarfir í huga. Varahlutir og viögeröarþjónusta á eigin verkstæöi. MARINER ER BETRI ÞEGAR Á REYNIR Amerísk skutdrif frá TCRN mwu meö eöa án vökvagírs, nú flutt inn beint frá Evrópulager, einnig BORG WARNER VELVET DRIVE bátagírar meö tengibúnaöi fyrir flesta báta og bílvélar aö 400 hö. MADESA BÁTANA eigum við alltaf ööru hvoru. Núna til afgreiöslu einn M —130. M —150 vænt- anlegur í júní. Eigum bátakerrur fyrir M— 510 og fleiri geröir á lager. 6qt*co 5 33 22 BÁTA— OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6. GAROABÆ. I&É 5 22 77

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.