Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 19

Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 19 Almenna bókafélagið hefur gefið út nær 600 titla eftir 436 höfunda og selt 2 milljónir eintaka af hókum ALMENNA bókafélagið er 25 ára um þessar mundir og í gær voru haldnir aðalfundir félagsins og Stuðla hf. jafnframt því, sem afmælisins var sérstaklega minnzt. Hér fer á eftir fréttatilkynning, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Almenna bókafélag- inu af þessu tilefni: Almenna bókafélagið hefur um þessar mundir starfað í 25 ár. Upphaf þess má rekja til 27. janúar 1955, en þá komu saman 25 menn undir forystu dr. Bjarna Benediktssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og ákváðu að beita sér fyrir stofnun félags- ins. Hinn 4. febrúar voru síðan samþykkt lög fyrir félagið, því gefið nafn og kosin stjórn. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Formaður: Bjarni Benediktsson. Meðstjórnendur: Alexander Jóhannesson, Jóhann Hafstein, Karl Kristjánsson, Þórarinn Björnsson. Varastjórn: Davíð Olafsson, Geir Hallgrímsson. Bókmenntaráð var einnig kjör- ið á þessum fundi. Það skipuðu: Gunnar Gunnarsson (form.), Birgir Kjaran, Davíð Stefánsson, Guðmundur G. Hagalín, Jóhannes Nordal, Kristján Albertsson, Kristmann Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Þorkell Jóhannesson. í maímánuði sama ár var síðan stofnað hlutafélagið Stuðlar til þess að tryggja fjárhagslegan grundvöll bókafélagsins. Formað- ur Stuðla var kjörinn Geir Hall- grímsson. Fyrsti framkvæmda- stjóri félaganna beggja var Eyj- ólfur Konráð Jónsson. Dr. Bjarni Benediktsson var formaður stjórnar Almenna bóka- félagsins til dauðadags 1970. Þá tók við formennskunni Karl Kristjánsson alþingismaður og 1978 tók við formennskunni Bald- vin Tryggvason. Gunnar Gunnarsson var for- maður bókmenntaráðsins þar til í maí 1960. Þá tók við dr. Þorkell Jóhannesson. Þegar hann lézt 31. október 1960 varð Tómas Guð- mundsson formaður ráðsins og er það enn. Fyrsti framkvæmdastjóri AB var eins og áður segir Eyjólfur Konráð Jónsson. Hann lét af því starfi á miðju ári 1960 og við tók Baldvin Tryggvason. Hann var framkvæmdastjóri félagsins í 16 ár — til áramóta 1975— 76. Þá varð framkvæmdastjóri Brynjólf- ur Bjarnason rekstrarhagfræðing- ur. Hinn 17. júní 1955 birti stjórn og bókmenntaráð AB sameiginlegt ávarp til Iandsmanna, þar sem gerð var grein fyrir hinu nýja bókmenntafélagi. í þessu ávarpi segir m.a.: „Almenna bókafélagið er til þess stofnað að efla menn- ingu þjóðarinnar með útgáfu úr- valsrita í fræðum og skáldskap og veita mönnum kost á að eignast þau með eins vægum kjörum og unnt reynist .. félag vort mun í bókavali sínu hafa umfram allt það tvennt í huga að kynna Islendingum andlegt líf og háttu samtíðarinnar og glæða áhuga þeirra og virðingu fyrir menning- arerfðum sínum, sögu, þjóðerni og bókmenntum. Vér, sem kjörnir höfum verið fyrstir stjórnendur og bókmennta- ráðsmenn félagsins, höfum skipt- ar skoðanir á mörgum hlutum, og er raunar þarflaust að láta slíks getið um frjálsa menn. En um það erum vér allir sammála, að ham- ingja þjóðarinnar sé undir því komin, að jafnan megi takast að efla menningarþroska hennar og sjálfsvirðingu og væntir Almenna bókafélagið þess að geta átt þar hlut að máli...“ Fyrstu bækur félagsins komu út haustið 1955. Varð útgáfan fljót- lega umfangsmikil og má raunar segja að starfsemi AB hafi eflzt jafnt og þétt á þessum 25 ára ferli. Um áramótin 1959—60 keypti fé- lagið elztu bókaverzlun landsins, Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og hófst þegar handa um byggingu nýs verzlunarhúss. Bókaverzlunin opnaði í hinu nýja húsi í nóvember 1960. Fjárhagslega hefur AB vegnað vel. Félagið hefur á þessum 25 ára ferli staðið að útgáfu tæplega 600 titla eftir 436 höfunda — 296 íslenzka og 140 erlenda. Eftir Frá aðalfundi Almenna bókafélagsins i gær. A myndinni má m.a. sjá Guðmund Hagalín, sem er hinn eini þeirra, sem áttu sæti i bókmenntaráði félagsins i upphafi, sem sat fundinn i gær. Karl Kristjánsson var stjórn- arformaður Almenna bókafé- lagsins frá 1970—1978. í frá- sögn Morgunblaðsins af afmæli AB i gær féll niður mynd af Karli Kristjánssyni og biður blaðið velvirðingar á þvi. íslenzka höfunda hefur það gefið út 115 bindi með skáldsögum og 65 ljóðabækur. 70 erlend skáldrit hafa komið út á vegum þess, 30 íslenzkar ævisögur og 29 bindi um íslenzk fræði, þ.e. íslenzkar bók- menntir, sagnfræði og málfræði. Félagið hefur gefið út 38 bækur um landafræði og náttúrufræðileg efni, 66 bækur um önnur fræði, erlend og innlend, og hafa sumar Stjórn og varastjórn Aimenna Bókafélagsins. Frá v.: Davíð ólafsson, Gyifi Þ. Gislason. Erna Ragnarsdóttir, Baidvin Tryggvason, formaður, Ilalidór Halldórsson, Jón Skaftason. Erlendur Einarsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri félagsins. Formaður: Baldvin Tryggvason. Meðstjórnendur: Davíð Oddsson, Erlendur Einarsson, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Halldórsson, Jóhann Hafstein, Jón Skaftason. Varastjórn: Davíð Olafsson, Erna Ragnarsdóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson. Útgáfuráðið skipuðu: Tómas Guðmundsson formaður, Björn Bjarnason, Guðmundur G. Hagalín, Haraldur Ólafsson, Hjörtur Pálsson, Höskuldur Ólafsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jóhannes Nordal, Kristján Albertsson, Matthías Johannessen, Sturla Friðriksson. I tilefni af afmæli AB og Stuðla hf., hefur stjórn félagsins ákveðið að félagið kaupi afsteypu af brjóstmynd sem Sigurjón Ólafs- son myndhöggvari hefur gert af dr. Bjarna Benediktssyni, fyrsta formanni félagsins. Verður mynd- inni valinn staður í húsakynnum félagsins. Einnig hefur félagið ákveðið að verja 10 milljónum króna til bókmenntaviðurkenningar, eins og fram kemur í sérstakri tilkynn- ingu frá félaginu. Baidvin, Tryggvason, formaður stjórnar AB. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri AB. þessara fræðilegu bóka náð mikilli útbreiðslu. Við lauslega athugun kemur í ljós að á liðnum 25 árum hefur félagið selt um 2 milljónir eintaka af bókum. Mesta meðalsala var í Alfræðasafni AB, sem kom út í 21 bindi og seldist í yfir 220 þúsund eintökum. Sum ritsafnanna hafa selzt mjög vel, svo sem ritsafn Gunnars Gunnarssonar, en af því hafa selzt 120 þúsund eintök í tveimur mismunandi útgáfum. Árið 1974 var stofnaður Bóka- klúbbur AB og starfar hann með blóma. Félagsmenn hans eru um 10 þúsund talsins. Hann hafði í árslok 1979 gefið út 40 bækur. Nýlega hefur AB ákveðið að hefja útgáfu nýs tímarits. Stjórn Almenna bókafélagsins síðastliðið ár skipuðu þessir menn. Bókmennta- viðurkenning AB HÉR fer á eftir í heild fréttatilkynning sú, sem Almenna bókafélagið sendi frá sér í gær í tilefni af þeirri ákvörðun félagsins að veita 10 milljón króna bókmenntaviðurkenningu: Almenna bókafélagið hefur í tilefni af 25 ára afmæli sínu ákveðið að verja 10 milljónum króna til bókmenntaviðurkenn- ingar. Viðurkenningin skal veitt frumsömdu íslenzku bók- menntaverki, áður óprentuðu, sem gefa má út sem bók. Upphæðina má veita einu verki eða skipta henni milli tveggja til þriggja eftir því sem dómnefnd ákveður. Þó skal hæsta viðurkenningin aldrei nema lægri upphæð en 5 milljónum króna. Handritum sé skilað gegn kvittun í skrifstofu Almenna bókafélagsins, Austurstræti 18, Reykjavík, fyrir árslok 1981. Handritin verði merkt dulnefni, en rétt nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Einungis verða opnuð umslög merkt dulnefni sem viðurkenningu hlýtur. Dómnefnd skipa: Eiríkur Hreinn Finnbogason, Gísli Jónsson og Kristján Karlsson. AB áskilur sér útgáfurétt þeirra handrita sem viðurkenningu fá gegn fullum höfundarlaunum samkvæmt samningum Félags íslenzkra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Islands. Telji dómnefndin ekkert innkominna handrita vert viður- kenningar áskilur AB sér rétt til að ákveða nýjan skilafrest eða fella viðurkenninguna niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.