Morgunblaðið - 05.06.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 05.06.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 29 Hann mun hafa kvatt hann og styrkt til náms í sjókortagerð á vegum Sjómælingadeildar. Guðmundur hóf nám hjá Det Kongelige Sokort-Arkiv 1950 og lauk burtfararprófi hjá þessari stofnun árið 1954, fyrsti íslenski Sjókortagerðamaðurinn. Sama ár hóf hann starf hjá Sjómælinga- deild Vita- og hafnamálaskrifstof- unnar í starfsgrein sinni. íslend- ingar tóku nú alveg við útgáfu sjókorta úr hendi Dana, sem áður gáfu út slík kort fyrir Islendinga. Fyrsta íslenska sjókortið sem Guðmundur teiknaði, og fullgert var hér á landi, var gefið út árið 1956. Með námi sínu í sjókortateikn- un tærði Guðmundur grafiska kortaprentun. Hann var fram- úrskarandi vandvirkur og kröfu- harður um allan frágang og prent- un sjókorta, sem prentuð voru af kortagerðarmönnum Sjómælinga- deildar, en svo gerðu þeir um 9 ára skeið. I þá daga var það, svo sem raunar er enn í dag, að menn unnu tvö störf til framfærslu sér og sínum. Til að skapa sér slíka aðstöðu stofnaði Guðmundur árið 1956 með starfsfélaga sínum hjá Sjómælingadeild, Þorgrími Ein- arssyni, offsetprentara, offset- prentsmiðju, sem þeir félagar nefndu Þegg. Prentsmiðju þessa ráku þeir í nokkur ár saman og tóku að sér allskonar verkefni, sem þeir unnu á kvöldin, um nætur og helgar. Þegar köfunar- umsvif Guðmundar urðu það mikil að hann gat ekki sinnt prent- smiðjustarfi sínu, seldi hann fé- laga sínum hluta sinn í fyrirtæk- inu. Prentsmiðjan hefur síðan verið rekin undir nafninu end- urgrent. A námsárum sinum í Kaup- mannahöfn lærði Guðmundur köf- un í skóla Jan Uhre og lauk prófi 1953. Hann var fyrsti Islendingur- inn sem gerðist froskkafari. Jan Uhre var þekktur kafari og fram- mámaður í þróun þessarar nýju tækni í köfun, sem fundin hafði verið upp í stríðinu og kom í stríðslokin fram sem heillandi möguleiki til skoðunar huldu- heima hafsins og leyndardóma þess. Guðmundur var aðstoðar- kennari Jan Uhre við skóla hans og frá honum fékk hann bestu umsögn sem kafari og kennari. Ekkert var eðlilegra en að menn óskuðu eftir að nema þessa nýju köfunartækni af Guðmundi og varð það til þess að hann rak kafaraskóla og útskrifaði fjölda froskkafara, sem fóru til þjónustu við íslenska flotann og annarra aðila, sem not höfðu fyrir störf þeirra neðansjávar. Guðmundur nam eftir að hann kom heim hjálmköfun, og stofnaði fyrirtæki „Köfunarþjónusta Guð- mundar Guðjónssonar" árið 1966 og vann að alhliða köfunarþjón- ustu, kortlagningu og mælingum. Hann var um 2 ára skeið kafari Hafnmálastofnunar ríkisins og var víða um land við hafnargerðir. Hann var einn af stofnendum Kafarafélags Islands og formaður þess um nokkur ár. Hjónin Björg og Guðmundur keyptu árið 1974 fatahreinsunina Hreinsi í Starmýri 2, og ráku þá starfsemi í 2 ár, en seldu síðan og stofnsettu undir nafninu Hreinn í Hólagarði í Breiðholti fatahreins- un, sem enn er rekin og er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í þess- um borgarhluta. Stórmyndarlega var að þessu staðið og voru hjónin mjög samhent i þessum fram- kvæmdum, og lögðu á sig mikla vinnu. Guðmundur Einar Guðjónsson var fæddur í Reykjavík 23. mars, 1931. Foreldrar hans voru Oddný Guðrún Guðmundsdóttir og Guð- jón Sveinbjörnsson, vélstjóri. Guðjón er nýlátinn en móðir Guðmundar lifir son sinn. Guð- mundur var í hópi 3 systkina; Guðný, gift Guðmundi Baldvins- syni veitingamanni, eldri systir og Hulda yngri systir, gift Garðari Svavarssyni kaupmanni. Oddný móðir Gumundar er ættuð undan Eyjafjöllum, en Guðjón úr Grund- arfirði. Konu sinni Björgu Björg- vinsdóttur kynntist Guðmundur í Kaupmannahöfn á námsárum sínum, og gengu þau i hjónaband 30. október 1954. Börn þeirra eru: Guðjón Rafn, kvæntur Margréti Ásgeirsdóttur og eiga þau eina dóttur Björgu Rós, Magnús Rafn og Guðrún. Einnig Sigríði Rögnu gifta Ástráði Bertelsen. Guðmundur var vel af Guði gerður, þrekmikið karlmenni, sem var hvers manns hugljúfi. óvænt voru þessi örlög. Marga svaðilför- ina hafði hann farið í sínu áhættusama starfi í myrkri og vondum veðrum. Traustur var hann og góður vinur, og þakklátur er ég fyrir vináttu hans. Ástvinum hans öllum, og ætt- ingjum unga mannsins, sem með þeim feðgum fór þessa örlagaferð, sendi ég samúðarkveðjur. Einar Stefánsson. Nokkur kveðjuorð til Magnúsar, nokkur orð fyrir kynni okkar af honum og þakklæti fyrir heim- sóknirnar hingað. Það er mikið áfall þegar ungur maður, sem dreymir stóra drauma og ætlar sér svo margt í lífinu, er skyndi- lega horfinn frá öllu. Það tekur tíma að átta sig á því að allt i einu vantar einn i hópinn. Hann sem setti svip á hópinn, var bæði fríður og aðlaðandi. Svo var hann djarfur og hugrakkur, en það þarf svo sannarlega til, þegar stunduð er köfun. Það gerði hann með föður sínum frá því hann var unglingur. Nú þegar manni fannst minni hætta á ferðum, á fiskibát á sléttum sjó, skeður þetta svo óvænt. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á kveðju- stund, en mest viljum við þakka honum samveruna á Ítalíu fyrir tveimur árum síðan. Það var ánægjulegt að hafa hann með. Eftirminnilegast er hvað hann var stórtækur og óhræddur við allt. Eftir 3ja vikna fjarveru að heiman þegar vinkonan hafði orð á því hvað hún hefði saknað þess að fá ekki mjólk svona lengi, talaði hann um að mest af öllu hefði hann saknað bílanna. Hraðinn skipti hann miklu. — Þannig var hann. Hvar sem Magnús er að finna, kveðjum við hann með söknuði og vottum móður hans, bróður og systur samúð á þessari sorgar- stundu. Fjölskyldan Mávahlið 48, Reykjavik. Lífið er fljótt að breytast og enginn ræður við það. Það mætti líða jafn langur tími þangað til maður deyr og timinn sem líður áður en maður fæðist, því allir eiga einhverju ólokið. Og það er ekki fátt sem Magnús átti eftir að gera þótt hann væri búinn að gera margt í sínu stutta lífi en því miður kom ekki í framkvæmd. Aldrei leiddist manni í návist Magnúsar, það var allt fullt af fjöri, bæði bílar og mótorhjól og síðast en ekki síst ferðalög og þau var ekki hægt að koma honum á óvart með, og öllum var ljóst að Magnús gerði sem mest hann gat til að lifa lífinu til fullnustu, og ekkert var svo alvarlegt að ekki væri hægt að laga það á einhvern máta. Og ekki voru nú ráðagerð- irnar af verra taginu sumarið ’80. Öruggur er ég þegar ég segi að Magnús kunni ekki að hræðast og ráðagóður og öruggur í öllum ferðum sem við fórum saman, en aldrei, aldrei átti maður von á að Maggi, nei ekki Maggi, honum hafði verið ætlað að gera annað en að deyja strax af okkur vinum og aðstandendum. En svona er þetta, sjóinn ræður víst enginn við. Og votta ég aðstandendum Magnúsar mína dýpstu samúð. Þórður Bogason Magnús Rafn og Kári Valur kvaddir. Lífid manns hratt (ram hleypur hafandi öngva biö í dauöans xrimmar Kreipur gröfin tekur þá viö. Allrar veraldar vejcur vikur aö sama punkt fetar þann fús sem tretcur hvort fellur létt eöa þungt. (Hallxrimur Pétunwon). Þótt svo að við öll gerum okkur grein fyrir að líf okkar hér á jörðinni renni hratt að sama punktinum sem við öllum munum ná í fyllingu tímans og þrátt fyrir minnast þessara félaga með sökn- uði og hlýjum hug. Hvíl í friði. Davíð ólafsson. Hallur Gunnar Erlingsson. Erlingur J. Erligsson. í dag fer fram frá Dómkirkj- unni minningarathöfn um Kára Val Pálmason, sem fórst við Vest- mannaeyjar 23. apríl síðastliðinn. Verður jafnframt minnzt tveggja annarra manna, er fórust í sjó- slysi þessu, en það átti sér stað, þegar stálbáturinn Jökultindur hvarf í hafið, þar sem hann var að veiðum skammt undan Vest- mannaeyjum. Kári Valur var fæddur þann 21. desember 1959 hér í Reykjavík og stóð því á tvítugu, þegar hann lézt. Hann var sonur hjónanna Þórdís- ar Jónsdóttur og Pálma Arngrímssonar garðyrkjumeist- ara. Móðurforeldrar hans voru þau hjónin Helga Káradóttir og Jón Sigurjónsson frá Bláfeldi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Föð- urforeldrar voru Arngrímur Fr. Bjarnason á ísafirði og síðari kona hans, Ásta Eggertsdóttir. Kári Valur lauk grunnskóla- námi við Ármúlaskólann og vann að við búum í harðbýlu landi þar sem slysfarir til lands og sjávar eru allt að því hluti af daglegu lífi okkar, þá er það nú einu sinni þannig að þegar maður fregnar að góðir vinir og sannir félagar hafi látið lífið a voveiflegan hátt ein- mitt í þann mund er þeir voru að hefja lífshlaup sitt fyrir alvöru þá verður manni sannarlega illa brugðið. Það er skemmst frá því að segja að við félagar þeirra sem umgengumst þá allt að því dag- lega höfum enn ekki fyllilega áttað okkur á því að þessi lifsglöðu ungmenni gangi ekki lengur um á meðal okkar. Þegar við lítum til baka á það tímabil er við þekktum þá félag- anna verður okkur hugstæðast hversu þeir voru jákvæðir og framsæknir einstaklingar. Það má reyndar segja að einstaklingar eigi vel við um þá félaga því það er með engu móti hægt að segja að þeir hafi fallið inn í fjöldann. Þeir höfðu báðir mjög ákveðnar skoð- anir um lífið og tilveruna og það að hvaða marki þeir stefndu. Það var einkennadi fyrir þá báða hvað þeir voru framsæknir og miklir athafnamenn. Það var þeirra æðsta boðorð að sitja aldrei auð- um höndum og þeirra mesta þrá að reyna ávallt eitthvað nýtt. Við fráhvarf þessara félaga okk- ar hefur skapast mikið og vand- fyllt skarð. Hætt er við því að við félagarnir eigum eftir að sakna þessara vina okkar er við í fram- tíðinni gleðjumst saman á góðri stund, því að ekki síst á þeim vettvangi mun þeirra félaganna verða minnst. Þeir voru einatt hrókar alls fagnaðar og óþreytandi í uppátækjum sínum og hugmyndum sem ávallt nutu mikillar hylli. Við félagarnir erum sannfærðir um að hefði þessum vinum okkar enst aldur og ævi til, hefðu þeir náð langt á lífsbrautinni. Samhliða því sem við vottum öllum aðstandendum hluttekningu okkar langar okkur að taka fram að við munum um alla framtíð að því búnu nokkra hríð við bílasölu. Hafði hann sem margir ungir menn mikinn áhuga á bílum og vélum og öðrum hlutum, sem þeim tengdust. Stóð hann sig enda mjög vel í því starfi. Fyrir þremur árum settist hann í Iðnskólann og hóf nám í gullsmíðum. Verklega námið stundaði hann á gullsmíða- verkstæði stjúpföður síns, Hall- dórs Sigurðssonar gullsmiðs. Það kom snemma í ljós að Kári Valur átti mjög auðvelt með að ná góðum tökum á þeirri iðn og listgrein, sem gullsmíði er. Hann var bæði listfengur og hagur og var til þess tekið hve vandaðir og vel unnir þeir smíðisgripir voru, sem frá hans hendi komu, þótt hann hefði ekki enn lokið námi að fullu, er hann féll frá. Við þetta starf undi hann glaður, og þar var hann tvímælalaust líklegur til góðra afreka, að dómi þeirra manna, sem gjörst þekktu til. Sýndi hann þar bæði dugnað og samviskusemi svo sem hann átti kyn til. t Snemma á þessu vori bauðst Kára Val starf um nokkra hrið sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðjónssonar kafara við störf í Vestmannaeyjahöfn, og vann hann þar ásamt syni hans um borð í Jökultindi, sem notaður var við verkið. Er tími gafst til réru þeir til fiskjar og lögðu net sín út af Eyjum. Ur einni slíkri ferð, sem farin var á sólbjörtum vordegi þann 23. apríl, snéru þeir ekki aftur. Enginn sjónarvottur varð að slysinu og ekki er enn ljóst hvernig það bar að höndum. Á einni svipstundu var klippt á þráðinn og ungur maður í blóma lífsins horfinn sjónum ættingja og vina fyrir fullt og allt. Við slíkan atburð er erfitt að sætta sig, ekki sízt þar sem hér átti í hlut slíkur efnismaður, sem lífið virtist brosa við og ávallt hafði verið fjölskyldu sinni til ánægju og yndis á sinn hlýja og hógværa hátt. En hér sannast hið fornkveðna, að enginn má sköpum renna og hjóli örlaganna verður ekki snúið til baka í þessum heimi. Mikill harmur er því kveðinn að foreldrum hans og systkinum, ekki sízt Arngrími eldri bróður hans, sem átti hann að bezta vini og Heigu systur hans og ættingj- um öllum. En það má verða þeim til hugarléttis og sorgarstillis á þessari þungbæru stundu að eftir lifir minningin um góðan dreng, sem heiðríkja og birta einkenndi í öllu lífi sínu og dagfari. G.G.S. Harmfregnin segir mér að minn glaði æskuvinur og félagi sé látinn og ennþá sárara er að hann hverfur héðan í blóma lífsins, ásamt bráðefnilegum ungum syni sínum Magnúsi Rafni og starfsfé- laga þeirra Kára Val Pálmasyni. Guðmundur Einar Guðjónsson var fæddur í Reykjavík 23. mars 1931 einkasonur sæmdarhjónanna Guðjóns Sveinbjörnssonar, vél- stjóra, sem lést 18. mars s.l. og eftirlifandi konu hans Oddnýjar Guðmundsdóttur. Guðmundur ólst upp á myndarheimili foreldra sinna að Ásvallagötu 10, ásamt tveim systrum Guðnýju og Huldu. Á Ásvallagötunni endurnýjuð- ust kynni okkar Guðmundar, þeg- ar ég flutti í næsta hús og við vorum enn á barnaskólaaldri. Við höfðum þó þekkst áður frá því við vorum báðir litlir pollar á Skóla- vörðustígnum. Sjómennskan var Guðmundi í blóð borin, faðir hans og föðurbróðir, Jóhannes, sem áttu saman húsið Ásvallagötu 10, voru báðir sjósóknarar og bjuggu þar með fjölskyldum sínum. Jó- hannes var skipstjóri en Guðjón faðir Guðmundar var á þessum árum vélstjóri á björgunarskipinu Sæbjörgu. Það var því eðlilegt að Guðmundur heillaðist af sjó- mennsku, sem átti hug hans allan á unglingsárunum. Þá var oft gaman að koma með honum um borð í Sæbjörgu að hitta Guðjón vélstjóra, föður hans, og fá pönnu- kökur hjá Lása kokki. Strax í Miðbæjarskólanum og seinna i Gagnfræðaskóla Ingimars bar á ýmsum hæfileikum Guðmundar, m.a. var hann þá þegar afbragðs teiknari og íþróttamaður og á Gagnfræðaskólaárunum varð hann brátt ein efnilegasta sundstjarna íþróttafélags Reykja- vikur (ÍR) í bringusundi og vann félagi sinu marga sigra. Seinna vann hann líka sigra í stakkasundi í sjó á Sjómannadaginn, en hann tók þátt í þeim við góðan orðstír. Á þessum skólaárum var Guð- mundur svo heppinn að komast á sumrin í áhöfn Péturs Sigurðsson- ar, sjóðliðsforingja, á sjómæl- ingabátnum Tý, sem var við mæl- ingar víða í kring um land og þegar við hittumst aftur á haustin eftir þessar ferðir hafði Guð- mundur frá mörgum ævintýrum að segja sem gaman var að hlusta á. I frámhaldi af störfum sínum við mælingarnar og þau mörgu ævintýri, sem þeim fylgdu fyrir ungan mann, fer hann til náms til Danmerkur og lærir fyrstur ís- lendinga gerð sjókorta hjá Sökort Arkivet Farvands Direktoratet í Kaupmannahöfn, og er við það nám.næstu árin. Við Skrifuðumst alltaf á bæði þegar hann var á Tý og seinna í Kaupmannahöfn þessi ár. Hann hafði þá kynnst Björgu Björgvinsdóttur, dásamlegri stúlku sem varð svo eiginkona hans. Ógleymanleg verður mér leið- sögn hans og móttökur er við hittumst sumarið 1953 í borginni við sundið Kaupmannahöfn. Ég hafði orðið fyrir slysi og varð að liggja á spítala í nokkra daga, en Guðmundur kom til mín á hverj- um degi og þegar ég hafði náð heilsu tók hann sér frí og við þeystum síðan um Danaveldi í ævintýralegri mótorhjólaferð. Þessi ár í Danmörku notaði Guðmundur líka til þess að læra fyrstur íslendinga froskköfun hjá Jan Ure, fremsta kafara Dana þá. Guðmundur varð þannig fyrstur til að kynna þessa köfunartækni hér heima og síðan kenna fjölda íslendinga á sérstökum námskeið-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.