Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 31

Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 31 Sigurður Baldvins- son - Minningarorð Hinn 18. maí s.l. lést í Borg- arspítalanum elskulegur bróðir minn Sigurður Baldvinsson. Að hann skuli vera horfinn sjónum okkar er okkur öllum erfið og sársaukafull staðreynd. Sigurður Baldvinsson fæddist í Rvík hinn 20.5. 1941, sonur hjón- anna Kristínar Sigurðardóttur og Baldvins Sigurðssonar. Hann lærði prentiðn í Reykjavík og starfaði við hana hér og í Noregi. Hann var einnig tónlistarmaður af guðs náð og voru fá hljóðfærin sem hann lék ekki á. Hann naut þess að hlusta á góða tónlist og hafði miklar mætur á jassmúsik. Hann var sjálfur virkur hljóð- færaleikari hérna á íslandi og einnig lék hann í hljómsveitum í Noregi. Hann hafði komið til landsins þremur dögum áður en hann lést, til þess að kveðja föður sinn hinztu kveðju, og fær hann inni- legar þakkir fyrir það. Sigurður var dulur maður og virtist oft fáskiptinn, en í raun og veru var hann félagslyndur og viðkvæmur en alvörugefinn og raunsær. Á sumri komanda var ákveðið að hann kæmi alkominn til íslands. Við sem þekktum hann vel, vissum að það var hans draumur að koma heim. En eigi má sköpum renna. Draumur hans varð ekki að veru- leika. Við systur hans og foreldrar höfðum lengi beðið eftir heim- komu hans. Orð mín verða ekki mörg, en ég þakka honum allt, sem hann var mér. Ég veit að fjölskylda hans og dæturnar þrjár í Noregi þakka honum einnig allt sem hann var þeim. Blessun guðs fylgi honum á framandi slóðum. Hrafnhildur. Egill Johnson Minningarorð Fæddur 24. október 1889 Dáinn 25. febrúar 1980 25. febrúar í vetur lést í Vancouver í Kanada Egill John- son eftir stutta legu. Hann var fæddur á Flanka- stöðum á Miðnesi 24. okt. 1889, sonur hjónanna Margrétar Þór- arinsdóttur og Jóns Olafssonar, bónda í Vallarhúsum á Miðnesi, frá Fjalli í Landsveit. Egill ólst upp í Vallarhúsum ásamt yngri bróður sínum, Ingi- mari, sem fórst með mb. Njáli frá Sandgerði 10. febrúar 1922. Egill stundaði nám í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og var svo til sjós víðs vegar um landið. Einnig fór hann til fiskiveiða til Kanada og var þar einn vetur, kom svo heim, en fluttist alfar- inn þangað 1920, með fjölskyldu sína. Hann var þá kvæntur Rann- veigu Jónsdóttur frá Kirkjubóli á Miðnesi, þau áttu þá þrjú börn, Jóhönnu, Jón og Egil og önnur þrjú eignuðust þau í Kanada, Ingimar, George og Diane. Eftir komuna til Kanada fór hann að vinna hjá ríkisjárn- brautunum og bjó þá í Saskat- chewan, og vann þar uns hann komst á eftirlaun. Þá fluttust þau Rannveig vestur til Van- couver B.C. enda börn þeirra komin þangað. Egill kom í nokkrar kynnis- ferðir til íslands og dvaldi t.d. í einni slíkri á Hrafnistu í rúmt ár, síðast kom hann hingað sumarið 1972. Hann fylgdist alla tíð sér- staklega vel með öllum málum hér og var í bréfasambandi við marga vini og frændur hér, einnig hafði hann mikið sam- band við íslendinga á vestur- ströndinni og sótti allar sam- komur sem þeir héldu, meðan heilsa leyfði. Hann varð fyrir því óhappi, þegar hann var 84 ára, að detta og lærbrotna og var eftir það að mestu bundinn við hjólastól, og dvaldi eftir það á hjúkrunar- heimili, en hélt að öðru leyti líkamlegri og andlegri heilsu og fylgdist vel með fram á síðasta dag. Rannveig lifir mann sinn og börn þeirra eru öll búsett í Vancouver og nágrenni. Vinir og frændur Egils kveðja hann og þakka honum tryggð hans og ræktarsemi við gamla landið. tt | Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn iátna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Birt með leyfi I.andmælint[s Islnnds. Meðfylgjandi sumarþáttur hóf göngu sína hér í blaðinu í fyrra og varð vinsæll af þeim sem vilja nota frístundir sinar yfir sumarmánuðina til þess að viðra sig á tveimur jafnfljótum. Eins og menn muna kannski, er það meginmarkmið þessara pistla að kynna mönnum aðgengi- legar og skemmtilegar gönguleiðir ekki allt of fjarri þéttbýlinu hér á höfuðborgarsvæðinu. — Og hefst nú gangan á nýjan leik. í?.,, .-ö Spölkorn útí buskann Umhverfis Skarðsmýrarfiall Á fyrri hluta þessarar aldar var Kolviðarhóll einn þekktasti gisti- staður landsins. Þar áttu leið um, allir þeir, sem ferðuðust um Hell- isheiði, fjölmargir þáðu þar gist- ingu og annan beina. Nú er þar annað að sjá. Háreista, glæsilega húsið horfið og grunnur þess jafnaður við jörð. Túnið þýfður sinuflóki, og einu merki þess liðna, er grafreitur síðustu gestgjafanna, sem byggðu þennan stað. Hann stendur fyrir sunnan bæjarhólinn og ber vitni um það þrek og þrautseigju er þeir bjuggu yfir, sem hér lifðu og störfuðu. Við hefjum ferð okkar umhverfis Skarðsmýrarfjall héðan frá Hóln- um, og því komumst við ekki hjá því, að rifja örlítið upp minningar frá liðinni tíð, um leið og við leggjum af stað í gönguna. Við stefnum á Hellisskarðið, sem er milli Skarðsmýrarfjalls og Stóra- Reykjafells. Um Hellisskarö hefur vegurinn austur Hellisheiði legið frá öndverðu allt þar til akvegur- inn var lagður um þær slóðir, sem hann er nú. Uppi á skarðsbrúninni köstum við mæðinni um stund og lítum til baka. Útsýnið hefur fríkkað nokkuð og við sjáum vestur yfir Svínahraunið, þar sem það hefur runnið í áttina að Kolviðar- hóli og Húsmúlanum, ofan á grónu, eldra hrauni. Vísindamenn telja, að Svínahraunið hafi runnið um árið 1000 og sé austasti hluti þess hið svokallaða Kristnitöku- hraun, sem frægt er af þeim ummælum, sem höfð eru eftir Snorra goða á Alþingi það ár. Frá Hellisskarði tökum við stefnuna austur með Skarðsmýrar- fjalli. Þessi hluti leiðarinnar er sléttur undir fæti, því ökuslóðir liggja meðfram fjallinu, færar flestum bílum, enda eiga margir leið hér um vegna skálanna, sem reistir hafa verið inn með fjallinu austanverðu. Hérna er hraun undir fæti, því eldstöðvar eru margar um þessar slóðir og hefur hraun frá þeim runnið upp að fjallshlíðinni. Forfeður okkar völdu sér gjarnan veg um landslag líkt og þetta, því milli hrauns og hlíðar, eins og hér er landið oftast slétt, sandorpið og greiðfært yfirferðar. Þetta er forn íeið og var fjölfarin fyrrum milli Grafnings og byggðarinnar við Faxaflóa. Við fetum okkur áfram og nálg- umst austurhorn Skarðsmýrar- fjalls. Þar rennur Hengladalsáin fram. Hún á upptök sín í suður- hlíðum Hengils og í Innstadal, fellur þaðan um svonefnd þrengsli, meðfram Litla-Skarðsmýrarfjalli og suður á Kambabrún. Fram af brúnni fellur hún í þröngu gili, í fögrum fossum, niður í Reykjadal og framhjá Hveragerði. Heitir hún þá Varmá. Við skulum ganga að ánni við Þrengslin og skoða gljúfr- in, sem hún hefur mundað þar, en síðan höldum við upp með ánni og inn í Innstadal. Innstidalur er luktur fjöllum að mestu. Fyrir botni hans gnæfir Hengillinn, en í suðurátt opnast hann um þröngt skarð, á milli Sleggju og Skarðsmýrarfjalls. Áð- ur en við höldum út dalinn, skulum við ganga upp að hverunum, sem eru innst í dalnum. Þetta eru kröftugir hverir og stíga reykirnir hátt í loft upp í kyrru veðri. Örskammt í norðvestur af stóra gufuhvernum er hár móbergsklett- ur móti vestri. Ofarlega í klettin- um er hellir og grastó lítil þar fyrir framan. Ekki er fært nema fyrir góða klettamenn í helli þennan. En hann á sína sögu, því þar hafa fundist leyfar af grjóthleðslu og nokkuð af beinum. Bendir allt til þess, að einhverntíman fyrr á öldum hafi sakamenn dvalið hér, þótt engar kunnugar heimildir greini frá því, enda er hann_ hið ágætasta fylgsni. Frá hvernum röltum við í róleg- heitum suður dalinn. Hér er frið- sælt og sumarfagurt, slétt undir fæti um gróðursælar grundir og ekkert liggur á. En innan stundar stöndum við í skarðinu sem fyrr er nefnt og héðan blasir við útsýnið yfir Húsmúlann, Svínahraun, skíðaskálana sunnan undir Skarðs- mýrarfjalli og Kolviðarhól, þar sem bíllinn bíður okkar. Nokkuð bratt er niður úr skarðinu og því betra að fara varlega, en þetta hefst allt að lokum. Ef veður er bjart og nægur tími er ekkert sjálfsagðara en gefa sér tíma til að skreppa upp á Skarðs- mýrarfjallið, eða fjallshrygginn vestan við Innstadal. Þetta eru frábærir útsýnisstaðir og ferðin þangað margborgar sig. Að lokum er rétt að geta þess, að sunnudaginn 15. júní n.k. verður göngudagur Ferðafélags íslands, sá annar í röðinni. Gönguleið þess dags hefur verið valin umhverfis Skarðsmýrarfjall. Væntanlega kemur þú með, lesandi góður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.