Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980
33
(< lk í
fréttum
+ ÞESSI ungu hjón, sem fengu
leyfi stjórnvalda austur í Kína,
til að giftast, komust í fréttir
heimspressunnar á dögunum. —
Þetta er fyrsta kínversk/
ameríska hjónabandið þar
eystra, síðan einhverntíma fyrir
menningarbyltinguna. — Unga
konan, sem er með háskólapróf
frá Harward háskóla, Sussan
Wilf, fór austur til Peking til að
starfa þar við enskukennslu. — í
hópi nemendanna var ungi
maðurinn, Chen Daying, sem er
tónlistarmaður. — Nú svo komst
Amor í spilið. — En kerfið hjá
þeim austur í Kína gerði það
ekki auðleyst fyrir þau að ganga
í hjónaband. Um það gilda alveg
ákveðnar reglur þegar um er að
ræða hjónaband og annar aðil-
inn er útlendingur. Um síðir
rofaði til í kerfinu. Þau fengu
leyfi stjórnvalda til að giftast. —
Nú eru þau að velta því fyrir sér
hvar þau eigi að setjast að, í
Kína eða Ameríku.
Nú geta allir
hlustað á
Watergate
+ WATERGATE-hneykslið mikla,
sem velti Richard Nixon forseta
Bandaríkjanna úr stóii, mun ætið
minna á nafn hans. — Og nú er það
aftur komið í fréttir. . I Washing-
ton, í þjóðarbókhlöðunni, hefur
hinum frægu segulböndum Nixons,
sem tekin voru upp í forsetatíð
hans í Hvíta húsinu, verið komið
fyrir í sal einum og almenningi
gert kleift að hlusta á böndin. —
Þessi fréttamynd er tekin yfir
salinn. Má þar sjá fólk vera að
hlusta á segulbandsupptökurnar.
— Á hverjum degi hefur verið hægt
að selja 96 manns aðgang að
segulböndunum og hafa aðgöngu-
miðarnir selst upp á skammri
stundu á hverjum degi. — Blaða-
menn hafa spurt fólkið um álit þess
á þessu efni. Yfirleitt eru svörin á
þá leið, að það hafi fengið það
staðfest, að þetta stórmál hafi
vissulega verið alvarlegt.
Þeir börðust á undanhaldinu fyrir 40 árum
+ UM síðustu helgi var þess
minnst í frönsku hafnarborginni
Dunkirk, að liðin eru 40 ár frá
því að hersveitir Bandamanna
voru fluttar yfir Doversundið á
undan haldinu í síðustu heim-
styrjöld, er Þjóðverjar tóku
Frakkland. Fyrrum hermenn
sem þar börðust úr hinum ýmsu
deildum hersins komu þá saman
í hafnarborginni til þess að
minnast undanhaldsins. Gengið
var fylktu liði og mátti þar sjá
gamla hermenn bera stríðs-
medalíur sínar undir herdeild-
arfánum, líkt og þessir gömlu
hermenn, á þessari fréttamynd.
Mátti þar sjá medalíur, sem
veittar voru hermönnum fyrir
frækilega framgöngu á vígvöll-
um í Frakklandi, á Ítalíu, í
Afríku og frá bardögunum í
Þýzkalandi, eftir að herir
Bandamanna höfðu náð fótfestu
í sjálfu árásarríkinu, Þriðja ríki
Hitlers.
í göngunni mátti sjá nokkra
gamla hermenn ganga við staf
og sex var ekið í hjólastólum. —
í höfninni sjálfri lágu fjögur
smáskip úr skipaflotanum sem
notuð voru til að komast yfir
Doversundið til Bretlands.
Látravík hf.
Aöalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúö, Hótel
Loftleiöa fimmtudaginn 19. júní 1980, kl. 20.30.
Dagskrá:
Samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórnin.
SIEMENS
Vestur-þýzk
gædavara
Siemens-handþeytari.
• Sterkur mótor fyrir
stöðuga notkun.
• Hraðastilling
• Gormsnúra
• Vandaðir
fylgihlutir.
SMITH & NORLAND HF.
Nóatúni 4, sími 28300.
Kassettur
beztu kaup landsins
1 spóla 5 spólur
60 mínútur kr. I 900 kr.t 4000
90 mínútur kr. 1100, kr. l 5000Í
Heildsölu
birgðir
Tískusýning
aö Hótel Loftleiöum
alla föstudaga kl. 12.30—13.00
Það nýjasta é hverjum tíma af hinum glœsilega íslenska
ullar- og skinnafatnaði ésamt fögrum skartgripum verður
kynnt í Blómaaal é vagum íslenaka heimiliaiönaðar og
Rammagerðarinnar. Modelaamtökin aýna.
Víkingaskipið vinaæla bíður ykkar hlaöið gómaætum réttum
kalda borösina auk úrvals heitra rétta.
Guöni Þ. Guðmundsson flytur alþjóðlega
tónlist, gestum til énægju.