Morgunblaðið - 02.07.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980
7
Bjartsýni og
kjarkur
Dagblöðin fjalla þessa
dagana um úrslit forseta-
kosninganna í leiðurum
sínum. Tíminn segir í
forystugrein í gasr:
„Fyrir nokkrum árum
talaði Vigdís Finnboga-
dóttir um daginn og veg-
inn í útvarpið. Þar kvað
við nýr tónn. Flestir
þeirra, sem kveðja sér
hljóðs ó þessum vett-
vangi, eru fullir bölmóðs
og barlóms, vols og víls.
Vigdís Finnbogadóttir
flutti hins vegar þann
boöskap, að hvergi vaeri
betra að búa en á Islandi.
Þessi trú Vigdísar
Finnbogadóttur á land og
þjóð, og sú bjartsýni og
kjarkur, sem þessi trú
hefur gefið henni, hefur
sennilega ráðið mestu
um, aö hún gaf kost á sér
til að gegna starfi forseta
íslands.
Það var djarft af konu
að ganga til keppni viö
þrjá mikilsmetna karl-
menn og stefna mark-
visst aö því að sigra þá.
Til þess þurfti bjartsýni
og trú á eigin manndóm,
sem sóttur vaeri til lands-
ins og þjóðarinnar.
En framar öðru þurfti
þó trú á, að hún hefði
boöskap aö flytja og gseti
þannig orðið þjóöinni aö
gagni. Boðskapur Vigdís-
ar Finnbogadóttur fór
heldur ekki framhjá nein-
um. Það var sami boö-
skapurinn og hún flutti
hinni sænsku vinkonu
sinni úti í Svíþjóð fyrir
tveimur til þremur ára-
tugum.
Það var trúin á ísland
og íslenzku þjóöina og
möguleika hennar til að
gera þjóðlífið enn betra
en það er nú.
Af slíkri einurð og með
slíkum glæsibrag flutti
Vigdís Finnbogadóttir
þennan boöskap, að
hann færði henni sigur-
inn.“
Hvar í heimin-
um heföi þaö
gerzt?
Þjóðviljinn segir í for-
ystugrein í gær:
„Þegar reynt er að slá
máli á þann atburð sem
íslenska þjóöin hefur
leyft okkur að veröa að-
njótandi kemur spurníng
upp í hugann: Hvar í
heiminum heföi það
gerst í dag að ógift kona
meö kjörbarn hefði náö
kosningu til æösta emb-
ættis þjóðarinnar án bak-
hjarls í ættarveldi eða
voldugri stjórnmálahreyf-
ingu? Óneitanlega verður
þaö helst fyrir að svara
HVERGI. En eftir kjör
Vigdísar á íslandi gæti
það hvarvetna oröiö lík-
legra.
Um þrjátíu og fjögur
prósent þjóðarinnar kusu
Vigdísi í þessum kosn-
ingum og miklu, miklu
fleiri viöurkenndu hana
sem gott forsetaefni og
lofuðu kjark hennar,
framkomu og málflutn-
ing. Engin vandkvæði
ættu þessvegna aö vera á
því að landsmenn allir líti
á Vigdísi Finnbogadóttur
sem sinn forseta. islend-
ingar hafa sýnt aö viðjar
vanans og fordómar um
verkaskiptingu kynjanna
eru þeim ekki fjötur um
fót þegar á reynir.
Glæsilegur fulltrúi ís-
lenskrar menningar tekur
nú senn við merki dr.
Kristjáns á Bessastööum.
Úr hinu táknræna emb-
ætti mun hún tala á því
táknmáli jafnréttishug-
sjónarinnar sem verður
fyrirmynd dætra lands-
ins. Þeir eru og ófáir
karlmennirnir sem nú
telja sig hafa greitt
ógoldna skuld við mæð-
ur, eiginkonur og minn-
ingu góðra kvenna með
kjöri Vigdísar.
Enn einu sinni hefur
þaö sannast að islend-
ingar tengja forsetaemb-
ættið og sjálfstæöið
sterkum böndum. For-
setaframbjóðandi er síð-
ur en svo látinn gjalda
þess aö h'afa staðið ein-
arðlega gegn skaðlegum
erlendum menningar-
áhrifum og erlendu her-
valdi. Fólk ætlast til þess
að forsetinn sé líkt og
landvættirnir forðum
fyrst og fremst gæslu-
maöur þjóðmenningar og
sjálfstæðis."
Frábært afrek
Alþýðublaðið segir:
„Islenska þjóðin hefur
valið Vigdísi Finnboga-
dóttur fjórða forseta lýð-
veldisins í sögulegum
kosningum, sem fram
fóru eftir viðamikla kosn-
ingabaráttu. Framboð og
sigur Vigdísar er frábært,
persónulegt afrek, sem
mun vekja aðdáun ínnan
lands og utan. Kjör henn-
ar sýnir styrk íslensks
lýðræðis og sjálfstæði ís-
lenskra kjósenda.
Alþýðublaðið óskar
þjóðinni og Vigdísi til
hamingju með þennan
merka viðburð og óskar
þess, að seta hennar á
forsetastóli verði jafn far-
sæl og í tíö fyrirrennara
hennar. Kosningabarátt-
an er liðin, úrslit liggja
Ijós fyrir, og nú mun
þjóðin öll sameinast um
forseta sinn, eins og
keppinautar Vigdísar
hvöttu til, þegar talning
leiddi til úrslita í gær-
morgun."
Kosningin á sunnudag
reyndist fyrst og fremst
söguleg af þvi aö valin
var kona til æðsta emb-
ættis þjóöarinnar, og þeir
sem áhuga hafa mestan á
jafnréttisbaráttu kvenna
mega vel fagna frægum
sigri. Það skiptir engu
máli, hvort fleiri eöa færri
kusu Vigdísi af því að
hún er kona eöa þrátt
fyrir það að hún er kona.
Staðreyndin er, aö kona
yar kjörin þjóöhöfðingi
íslendinga. Þá er athygl-
isvert, aö enn var kjörinn
glæsilegur fulltrúi menn-
ingarlífs þjóðarinnar,
enda þótt hún hefði ekki
þekkingu á stjórnskipan
og stjórnmálum svo
mikla sem keppinautar
hennar.“
Ofnþurrkaö
Oregonpine
2“x5“, 2“x6“, 21/2“x5“,
21/2“x6“, 3“x6“.
Mjög hagstætt verð.
Artresins
Timburverzlunin
Voiundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Lokað vegna sumarleyfa
7. júlí til 4. ágúst
Stálumbúðir hf.,
v/Kleppsveg.
TIL SÖLU
Eignarhlutar í flugvél.
Til sölu nú þegar þrír eignarhlutar í flugvélinni
TF-AIE, sem er Navion, árgerð 1947, í mjög
góðu ástandi. Vinsamlegast hafið samband
sem fyrst.
^frARNARFLUG
Vióhaldsdeild
Reykjavíkurflugvelii
sími 27122
Pefflers
Koparkranar fyrir vatn, gufu og
olíu, ávallt fyrirliggjandi.
VALD. POULSEN f
Suðurlandsbraut 10,
sími 86499.