Morgunblaðið - 02.07.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980
15
Að afloknum forsetakosningum:
„Ég vil Kjarnan láta í ljósi
þakklæti okkar hjónanna til
allra þeirra. sem unnu fyrir
okkur ok að þessu forseta-
framboði.“ sagði Albert Guð-
mundsson í samtalinu við
Mbl. í gær.
„Ég er sérstaklega ham-
innjusamur með þær frábæru
undirtektir, sem kona mín fékk
ails staðar. Hún hefur áreið-
anlega sýnt fólkinu i land-
inu, hvað í henni býr. Við
vonum bæði að við megum
halda þeim nýju vinum og
kunningjum. sem við höfum
eignast á þessum ferðalögum
okkar, og að úr því verði
varanleg vinabönd.
Og eitt get ég sagt að
lokum. Ilvaða hlutverk sem
okkur er ætlað af forsjóninni.
þá munum við ekki bregðast
vonum þeirra. sem okkur
vilja vcl.“
Myndin var tekin af þeim
Alberti Guðmundssyni og
Brynhildi Jóhannsdóttur i
vinnustaðaheimsókn í
kosningabaráttunni um for-
setaembættið.
í það starf aftur. Hefur þú ef til
vill áhuga á því að leysa hann af
hólmi?
„Eg hef ekki hugsað mér neitt
að vera að troða mér upp á
Sjálfstæðisflokkinn í forystu-
stöðu. Ég hugsa meira að segja,
að ýmsum þyki ég nú þegar vera
of mikill áhrifamaður, þar sem
ég á sæti í framkvæmdastjórn
flokksins og miðstjórn, er
borgarfulltrúi og borgarráðs-
maður og alþingismaður. Ég
reikna ekki með því að forysta
Sjálfstæðisflokksins óski eftir
mér til frekari forystustarfa.“
— En hvað með óbreytta flokks-
menn?
„Óbreyttir flokksmenn hafa
minna um þessi mál að segja.
Þær samkomur eða fundir, þar
sem svona mál eru ákveðin, eru
kjörmannasamkomur. Það eru
ekki óbreyttir flokksmenn, sem
taka þar afstöðu, heldur full-
trúar ýmissa félaga og þeir fá
ekki neinar beinar skipanir frá
almennum flokksmönnum um
það, hvaða afstöðu þeir eiga að
taka til málefna eða manna.“
— Attu við, að þú komist ekki
lengra innan Sjálfstæðisflokks-
ins og hugsir þá ef til vill um að
stofna þinn eigin flokk?
„Það má segja sem svo, að
maður staldri einstaka sinnum
Kosningabaráttan var
harður og góður skóli
„ÚRSLITIN komu mér dálítið á
óvart. Ég bjóst ekki við, að
Vigdís myndi sigra. Sjálfur tel
ég að ég megi vel við minn
árangur una miðað við þá
andspyrnu. sem ég fékk úr
öllum áttum. meðal annars
vegna þess að ég væri stjórn-
málamaður. og svo líka það.
sem notað var í áróðri gegn
mér. að menn ættu að kjósa
annan en mig til að koma i veg
fyrir, að Vigdís næði kjöri. I
þriðja lagi var notaður sá áróð-
ur, að ég mætti alls ekki hætta á
Alþingi né í borgarstjórn vegna
þeirrar fyrirgreiðslupólitíkar.
sem ég var þekktur fyrir að
reka. Þannig var ýmislegt á
brattann að sækja fyrir mig.
sem hinir þurftu ekki að berjast
við. Reyndar var annað atriðið.
sem ég ncfndi. líka notað gegn
Pétri J. Thorsteinssyni. Þetta
var ódrengilegt bragð, sem mis-
tókst,“ sagði Albert Guð-
mundsson. alþingismaður. er
Mbl. ra‘ddi við hann í gær um
forsetakosningarnar.“
Mbl. spurði Albert, hvaða von-
ir hann hefði sjálfur gert sér
varðandi eigið fylgi. „Ég var
búinn að reikna með því að fá
svona 25-28%,“ sagði Albert.
„Það var raunhæft, ef Reykjavík
hefði skilað sér betur en reyndin
varð. Ég átti von á meira fylgi í
Reykjavík en úti á landi, en í
ljósi þess fylgis, sem ég fékk
utan Reykjavíkur, er ég afskap-
lega ánægður með það traust
sem landsbyggðin sýndi mér.“
— í ljósi þess sem þú áttir von á
sjálfur, reiknaðir þú þá með því
að úrslitin milli allra frambjóð-
endanna yrðu mjög tvísýn?
„Ég hugsa að fólk hafi gert ráð
fyrir því, að þetta yrði mjög jöfn
barátta. Ef Reykjavík hefði skil-
að mér 3-4000 fleiri atkvæðum,
þá hefðu þau komið til frádrátt-
ar hjá hinum.
En lokaspretturinn var á milli
tveggja frambjóðenda en ekki
fleiri."
— En kom þér á óvart það fylgi
sem þú hlauzt utan Reykjavík-
ur?
„Nei. Aróðurinn gegn mér úti
á landi sem stjórnmálamanni
Rœtt við
Albert
Guðmundsson
gekk í þá átt að ég væri
einstefnumaður fyrir Reykjavík.
Þótt rétt sé, að ég gæti
hagsmuna minna umbjóðenda og
fæðingarbæjar af fullri einurð,
getur enginn bent á, að ég hafi
gengið gegn landsbyggðinni í
neinu máli. Þeir eru margir úti á
landsbyggðinni, sem skilja þetta,
þannig að þar náði þessi áróður
ekki til fjöldans. Ég er afskap-
lega ánægður með það og ég tel
mig það víðsýnan mann að ég sé
þingmaður þjóðarinnar, þótt
enginn ætlist til þess að ég
gleymi hlut þeirra, sem hafa
treyst mér til þingsetu. Ég hef
alltaf boðið mig fram til þjón-
ustu fyrir land og þjóð og ég
mun halda áfram að vinna að
hagsmunum þjóðarinnar sem
þingmaður."
— Hver voru þín innstu við-
brögð, þegar ljóst var að þú yrðir
ekki kjörinn forseti?
„Ég er þannig gerður, að ég
tek öllu með afskaplega miklu
jafnaðargeði. Ég átti mjög á
brattann að sækja í þessum
kosningum, en ég er yfirleitt
með hugann svo fullan af verk-
efnum, að eiginlega var ég kom-
inn í mitt daglega hlutverk aftur
síðustu daga kosningabarátt-
unnar. Hugarfarslega séð var ég
í fullum undirbúningi undir það
að byrja aftur mitt daglega starf
á mánudagsmorguninn, sem ég
og gerði."
— Þýðir þetta að þú hafir verið
búinn að afskrifa möguleika
þína á að ná kjöri sem forseti
áður en kosningabaráttunni end-
anlega lauk?
„Nei. Það þýðir ekki það. Ég
þurfti, hver sem úrslit kosn-
inganna urðu, að sinna ýmsum
störfum. Kosningabaráttan
hafði tekið mig mjög út úr
mínum venjulega verkahring og
mín biðu mörg verkefni, sem ég
varð að sinna. Það tapast ekkert
stríð, þótt ein orrusta gangi á
móti óskum manns."
— Nú velta margir þvi fyrir sér,
hvort þessi úrslit forsetakosn-
inganna leiði til þess að þú
hyggist sækja enn meira fram á
stjórnmálavettvangnum. Hef-
urðu hug á að verða næsta
borgarstjóraefni Sjálfstæðis-
flokksins?
„Ég er ekki tilbúinn til þess á
þessari stundu, að segja til um
framtíðina í þessu máli.
Enginn er sjálfkjörinn í emb-
ætti og ég veit ekki, hvað
framtíðin hefur búið mér í
skauti. Við erum núna á miðju
kjörtímabili og vitum ekki,
hvernig mál æxlast. Við vitum
ekki einu sinni, hverjir verða í
framboði næst, hvað þá hvernig
þær kosningar fara. Það er
ómögulegt fyrir mig að segja
neitt um þetta nú.
En það get ég sagt nákvæm-
lega nú, að ég mun snúa mér af
meiri krafti en ef til vill nokkurn
tímann áður að starfi mínum
sem borgarfulltrúi og þingmaður
með víðtækari og ferskari
reynslu, en ég hef áður haft. Ég
tel mig hæfari fulltrúa Reykvík-
inga bæði á sviði borgarmála og
þjóðmála eftir þessa kosninga-
hríð en áður. Þetta var harður og
góður skóli, sem við forseta-
frambjóðendurnir gengum í
gegn um.“
— Þú hefur boðið þig fram til
formennsku í Sjálfstæðisflokkn-
um. Hyggstu endurtaka slíkt
framboð?
„Ég hef ekki hugsað mér það
að gefa kost á mér aftur í
formennsku Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ég gerði það einu sinni og ég
held að öllum sé ennþá betur
ljóst að það þarf að gera eitthvað
til að hressa upp á Sjálfstæðis-
flokkinn. En Sjálfstæðisflokkur-
inn hafnaði mér þá af skiljan-
legum ástæðum og ég hef ekki
hug á að gefa aftur kost á mér í
formennsku Sjálfstæðisflokks-
ins.“
— En nú hefur varaformaður
Sjálfstæðisflokksins sagt, að
hann ætli ekki að gefa kost á ser
við til að vita betur, hvernig
maður stendur í eigin flokki og
til að spyrja sjálfan sig til hvers
þetta allt sé, ef maður þarf bæði
að berjast við samherja og
andstæðinga um sína pólitísku
tilveru. Hvað á maður að standa
í slíku verki lengi? Er eitthvað
vit í því að láta bjóða sér slíkt
lengi?
En ég hef ekkert hugsað út í
það að stofna nýjan flokk. Ég hef
ekki haft neinar fyrirætlanir í
þá átt.“
— En nú hafa oddvitar þinnar
kosningabaráttu til forsetaemb-
ættisins látið þau orð falla, að
úrslitin hafi aukið veg þinn sem
stjórnmálamanns. Hyggst þú á
einhvern hátt nota þinn hlut til
að breikka þín stjórnmál, ef svo
má segja?
„A þessum ferðum mínum út
um land hef ég kynnzt mörgu
fólki og fólk hefur séð mig og
heyrt. Þetta hefur gefið mér
fleiri vini og stuðningsmenn um
land allt og það gefur mér
vísbendingu um, að ég sem
þingmaður geri meira af því að
ferðast um landið. Mér þykir
mjög vænt um það, hvað fólk tók
mér vel, og það held ég sé
grunnur þess, sem Indriði G.
Þorsteinsson sagði um úrslitin
og mig sem stjórnmálamann. Og
sjálfur held ég, að það hefðu ekki
orðið margir aðrir þingmenn til
þess að ná slíku fylgi í almenn-
um kosningum, ekki sízt þegar
það er haft í huga að aðaláróður-
inn gegn mér va,r vegna þess að
ég væri stjórnmálamaður.
Ég held að það sem ég hef lært
á þessum ferðum um landið,
samtölum við fólk og fyrirspurn-
um þess, heimsóknum á vinnu-
staði og að sjá með eigin augum
á hverju velmegun hinna ein-
stöku sveitarfélaga og þá um leið
þjóðarinnar byggist; allt sé þetta
mér gott vegarnesti sem þing-
maður alls fólks í landinu. Én ég
hugsa mér ekki þetta til flokks-
pólitísks framdráttar.
Síðan verður bara fólkið í
landinu og fólkið í flokknum að
ákveða sjálft það hlutverk, sem
það vill að ég gegni frá einum
tíma til annars.“
Þjónusta
prests-
embættis
könnuð
LÚTHERSKA heimssambandið
gengst um þessar mundir fyrir
könnun meðal aðildarkirkna
sinna um stöðu og inntak prests-
þjónustunnar i kirkjustarfi nú-
timans.
Heimssambandið hefur mælst
til þess, að settur verði á stofn
starfshópur hérlendis til að taka
þátt í þessari könnun. Hafa eftir-
farandi aðilar verið tilnefndir: Sr.
Ólafur Oddur Jónsson frá Presta-
félagi íslands, dr. Björn Björnsson
frá guðfræðideild H.í. og sr. Bern-
harður Guðmundsson frá mennta-
málanefnd þjóðkirkjunnar.
Heyskapur
gengur vel í
Skagafirði
Ha* á Hoíðastrond. 1. júli.
IIÉR er blíða og heyþurrkur hinn
bezti. Margir bændur eru þegar
byrjaðir heyskap, sumir hafa
þegar náð inn töluverðum heyj-
um með ágætri nýtingu.
Nýlega bauð Lionsklúbburinn
Höfði í A-Skagafirði öldruðu fólki
i ferðalag kringum Skaga og um
Húnavatnssýslu. Var gamla fólkið
mjög ánægt með þetta ferðalag og
hefur beðið mig um að koma
þakklæti á framfæri fyrir rausn-
arlega og vel heppnaða ferð.
Þennan dag voru fleiri Lions-
klúbbar á ferð með aldrað fólk,
sem er orðinn ákveðinn þáttur í
starfi klúbbanna og mælist það
mjög vel fyrir.
Um 90% kjörsókn var hér í
forsetakosningunum og þó allir
væru þar ekki á sama báti, heyrir
maður ekki annað en að allir hylli
hér hinn nýja forseta.
Sumarið virðist gefa vonir um
vellíðan fólksins, þó dýrtíð á öllum
sviðum sé að verða yfirþyrmandi.
Björn í Bæ
Samgöngu-
ráðherra
skipar vel-
ferðarráð
sjómanna
STEINGRÍMUR Hermannsson
samgönguráðherra hefur skipað
ráð, sem skal fjalla um félagsleg
og andleg velferðarmál sjó-
manna. í líkingu við hliðstæða
starfsemi i nágrannalöndum
okkar.
Helgi Hróbjartsson sjómanna-
fulltrúi kirkjunnar hefur verið
skipaður formaður ráðsins og eru
aðrir ráðsmenn: Eggert Eggerts-
son bryti, Garðar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Sjómanna-
dagsráðs, Guðmundur Hallvarðs-
son, formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, Ingólfur Stefánsson,
form. FFSÍ, Einar Hermannsson
VSÍ og Óskar Einarsson Skipa-
deild SIS.
Leiðrétting
í Morgunblaðinu í gær, þar
sem sagt var frá nýrri ljós-
prentun Blöndalsorðabókar
misritaðist nafn. í stað Einars
Ólafs Sveinssonar á að vera
Ólafur I. Magnússon frá ísa-
firði, sem er gjaldkeri sjóðs-
ins.