Morgunblaðið - 02.07.1980, Page 16

Morgunblaðið - 02.07.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980 fMttgmiÞIiifcife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Samstaða gegn ofbeldi Vestræn ríki hafa staðfest samstöðu sína með ýmsum hætti undanfarnar tvær vikur. Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Vestur- Þýskalands hittust á dögunum í Feneyjum til að ráða ráðum sínum um efnahags- og alþjóðamál. Mikilvægar ákvarðanir voru teknar, sem miða að orkusparnaði og ráðstöfunum gegn verðbólgu og atvinnuleysi. En ekki vakti síður athygli, hve einhuga leiðtogarnir voru í fordæmingu sinni á hernaðarbrölti Sovétmanna í Afganistan. Eftir Feneyjafundinn er ekki með rökum unnt að halda því fram, að ágreiningur sé um afstöðu vestrænna leiðtoga til hernáms landsins. Hitt er ljóst, að þeir eru ekki á einu máli um það, hvaða leið sé farsælust til að fá Sovétmenn til að draga saman seglin og hætta valdbeitingu sinni gagnvart Afgönum. Þó telja þeir allir lítils sem einskis virði tilkynningu Kremlverja í tilefni fundarins í Feneyjum um brottflutning nokkurra þúsunda sovéskra hermanna frá Afganistan. Sú yfirlýsing er í samræmi við þær sovésku starfsaðferðir að reyna ávallt að breiða yfir smánarverkin með sýndarmennsku. í síðustu viku komu utanríkisráðherrar Atlantshafsbanda- lagsríkjanna saman til reglulegs vorfundar síns, og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðborg Tyrklands, Ankara. Þar voru menn einnig einhuga í andstöðu sinni við sovésku hernaðarstefnuna í Afganistan og vöruðu eindregið við yfirþyrmandi sovéskum vígbúnaði almennt. Af yfirlýsingu ráðherranna má ráða áhyggjur þeirra vegna ástandsins í nágrenni Persaflóa, en án olíulindanna þar og aðgangs að þeim, getur atvinnu- og efnahagsstarfsemi Atlantshafsbanda- lagsríkjanna ekki þróast með eðlilegum hætti. Engin áform eru uppi um það, að víkka það hnattsvæði, sem Norður-Atl- antshafssáttmálinn, stofnskrá Atlantshafsbandalagsins, nær til. Eina fyrirsjáanlega breytingin í því efni er aðild Spánar að bandalaginu, sem ekki sætir andmælum innan þess, og mun ráðast af samningum Spánar um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu og lausn deilunnar um yfirráð yfir Gíbraltar. Ágreiningur um leiðir í hópi vestrænna ráðamanna gagnvart Sovétríkjunum snýst um þá áherslu, sem sumir þeirra vilja leggja á að viðhalda slökunarstefnunni. Fremstir í flokki slökunarmanna eru Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, og Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýskalands. Sá fyrrnefndi hitti Leonid Brezhnev fyrir skömmu og hinn síðarnefndi dvelst nú i Moskvu. Af fréttum má ráða, að hann hafi verið svo ómyrkur í máli um Afganistan í ræðu sinni yfir gömlu mönnunum í Kreml, að þeir hafi skipað fréttastofu sinni, TASS, að fara höndum um ræðuna og taka úr henni broddinn, áður en hún var birt opinberlega. Er þar um einstæða móðgun að ræða, sem lýsir mikilli hræðslu. Áður en kanslarinn hélt til Moskvu lagði hann sig fram um að bera til baka fréttir þess efnis, að hann væri að hvika í afstöðu sinni til eldflaugavarnarkerfis í Vestur-Evrópu gegn nýjum kjarnorkueldflaugum Sovét- manna. Kanslarinn slær þannig hvorki af varðandi Afganist- an né varnir Vestur-Evrópu. Moskvuför hans má rekja til þess, að kosningabaráttan í Vestur-Þýskalandi er að harðna. Helmut Schmidt telur það sér til framdráttar í þeirri baráttu að sækja Brezhnev heim, enda eru verslunarviðskipti landa þeirra mikil. Að vísu má segja, að slíkt sé áhyggjuefni, þegar haft er í huga, að löngum hefur það verið sovéskur draumur, að Þýskaland yrði hlutlaust undir áhrifavaldi Kremlverja. En ósanngjarnt er og ekki réttmætt að setja för Schmidts nú í það ljós. Með hliðsjón af þróun alþjóðamála má draga í efa, að viðræður kanslarans við Brezhnev hafi mikið gildi. Því miður kunna þær að leiða til þess eins að staðfesta í hugum sovéskra leiðtoga, að þeir geti komist upp með flest óhæfuverk og ávallt átt greiðan aðgang að vestrænum valdamönnum. Þrátt fyrir mismunandi afstöðu til mikilvægis slökunar- stefnunnar meðal vestrænna ráðamanna, er augljóst, að þá greinir ekki á um þau grundvallarmál, sem eru forsenda samvinnu þeirra. Og það skiptir sköpum. Rættvið Vigdísi Finnbogadóttur, „Ef maður verður ekki forseti æsku íslands,“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir í samtali á blaðamanna- fundi á heimili hennar í Reykjavík í gær, um leið og hún hampaði bunka af skeytum hvaðanæva að úr heim- inum, en efst var kveðja frá tveim- ur litlum stúlkum úr Reykjavík, hlýlega orðuð og einlæg, en stúlk- urnar höfðu fært Vigdsi styttu af barni. „Nær allir þjóðhöfðingjar vestrænnar veraldar hafa sent mér skeyti, nema Carter," sagði Vigdís, og ég var að fá skeyti frá Josep Luns, en ég hef ekkert skeyti fengið frá Sovétríkjunum eða öðrum aust- antjaldsríkjum og ekki frá Kína eða öðrum Asíuríkjum, þeir hafa gleymt mér höfðingjarnir þar.“ En hvort sem Vigdís hefur sent Carter hugskeyti eða ekki, þá vildi svo til að persónulegt heillaóskaskeyti barst frá honum meðan blaða- mannafundurinn stóð yfir. „Einnig hef ég fengið heillaóskaskeyti frá kvennasamtökum út um allan heim,“ hélt Vigdís áfram „frá fjölda fólks á íslandi, sjómönnum á hafi úti, meðframbjóðendum mínum, stjórnmálamönnum og mér hefur þótt ánægjulegt, að oftast er minnzt á þrennt í þessum kveðjum, sólskinið, Guð og gæfuna. Þá hef ég fengið ótal skeyti frá Færeyjum, en mér þótti vænzt um að fá skeyti frá grænlenzku kvennasamtökunum." Vigdís fjallaði síðan nokkuð um kveðjurnar utan úr heimi og gat þess m.a., að frá því árla dags hefði hún verið í nær stöðugu símasam- bandi við erlendar fréttastofur, sem hefðu tekið við hana samtöl fyrir blöð og útvarp og einnig hefur hún rætt við erlenda sjónvarpsfrétta- menn. Talið barst að kosningaúr- slitunum og jafnréttisbaráttunni. alþjóðaleikhúsráðstefnu í Moskvu með leikhúsfólki hvaðanæva að úr heiminum. „ Verkmenning og vinnuþol íslendinga Vigdís var spurð að því hvað erlendu fjölmiðlarnir væru helzt að fiska eftir í samtölum við hana. „Að kona hefur verið kjörin forseti í fyrsta skipti," svaraði hún, „þeir vilja fá að heyra hvernig ég tala og hvað ég hef að segja um okkur íslendinga sem þjóð í heiminum og þeir hafa verið að biðja um stefnu- mót til þess að ræða þessi mál, en nokkrir fréttamenn munu þegar vera á leiðinni til landsins í þessum erindagjörðum. Rétt áðan var ég í löngu viðtali við Deutsche Samstag, sem er útbreiddasta vikublað Vestur-Þýzkalands og þar lagði ég til dæmis áherzlu á það, þegar ég var spurð að því hvað við vildum segja heiminum, að við ættum þá verkmenningu og vinnuþol, sem skapaði okkur möguleika til þess að lifa sjálfstæðu menningarlífi og sem sjálfstæð þjóð, þótt við værum svo fámenn sem raun ber vitni. Benti ég þeim á, að í rauninni búum við yfir þjóðskipulagi sem eðlilegast væri að milljónir manna stæðu að. Þessi þjóð stökk út úr víkingatím- anum með nýrri öld og á hálfri öld hefur verið byggð upp hér á landi tækniþróun sem stórþjóðir hafa verið að byggja upp á nær tveimur öldum, eða allt frá því að gufuvélin var fundin upp.“ Gleði, stolt og ósk um gagnsemi______________ Vigdís brá sér í bókaherbergið til þess að fletta því upp, hvenær „Sá sem er læs þarf aldrei að vera einn “ Islenzk tunga barst í tal í sam- bandi við orðið sæmilegt og Vigdís minnti á, að það væri komið af orðinu sómi, þótt það hefði tapað merkingu í vitund og máli margra. Einnig nefndi hún sem dæmi um orð sem hefðu tapað merkingu, orðið drós sem rímar á móti hvarmaljós, og er enn fegursta kvenkenning á 19. öld í skáldskap, en hins vegar væri orðið drós nú oft notað um konu með vafasamar dyggðir. „Ég hef mjög gaman af að hugsa um orð og leika mér að orðum," sagði Vigdís, „og það er einmitt íslenzk tunga sem er okkar eina vopn sem þjóðar á vettvangi þjóða heims." Það kom fram á fundinum að þetta er í fyrsta skipti sem forseta- efni heldur blaðamannafund og Vigdís var spurð að því, hvort hún „Það er bjartsýni sem eykur okki og þrek“ „Getur þú gert þetta?u „Já, ég er fyrrverandi forseta- frambjóðandi, nú er ég forsetaefni og í ágúst verð ég forseti. Þetta eru þrjú ólík orð, en ég hef heyrt, að eitt af mínum fyrstu embættisverkum verði að fara til Hrafnseyrar á Jóns Sigurðssonar hátíð, að minnast þess mikla manns í frelsissögu okkar Islendinga, þann þriðja ágúst, og mér er sérlega kært að vera boðin þangað með biskupinum yfir Islandi, herra Sigurbirni Einarssyni. Ég tel þetta kjör feikilega mikils virði fyrir jafnréttisbaráttuna víða um veröld, því þetta er í fyrsta skipti sem þjóð kýs sér konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Til dæmis hefur verið hringt til mín frá Bandaríkjunum vegna þessa, Norðurlöndum, Frakklandi, Þýzka- landi og fleiri löndum. Ég er fyrsti kvenleikhússtjóri á Islandi og það hefur verið ánægju- legt, en ég hef búið við það lán í mínu starfi, að það hefur aldrei verið spurt hvort ég væri karl eða kona. Það hefur aðeins verið spurt: Getur þú gert þetta.“ Vigdís ympraði á því á blaða- mannafundinum að það hefði komið fram í Reuter-frétt frá íslandi, samkvæmt frásögnum í Tímanum og Þjóðviljanum, að hún hefði tekið mikinn þátt í friðarfundum í Sovét- ríkjunum og Kína,“ en ég hef aldrei komið til Kína“, sagði forsetaefnið, „og einu sinni hef ég komið til Sovétríkjanna til þess að sækja gufuvélin var fundin upp en hún á m.a. gott bókasafn um land og þjóð og sagði um leið, að foreldrum hennar væri það að þakka að hún hefði í bókasafni á heimili sínu aðgang að öllum mögulegum upp- lýsingum, samtíðarmenn, prestatal, kennaratal, læknatal, hjúkrunartal, verkfræðingatal, íslenzka samtíðar- menn og fjölda slíkra bóka, „en ég er ekki í íslenzkum samtíðar- mönnum," sagði Vigdís og hló við. „Ég var erlendis þegar aflað var gagna í bókina, fékk bréf, en svaraði því ekki strax, og þegar ég fékk annað bréf þar sem mér var sagt, að ég ætti það á hættu að komast ekki í bókina um íslenzka samtíðarmenn, ef ég svaraði ekki innan viku, þá fannst mér ágætt að taka þá áhættu og þess vegna er forsetaefni Islendinga ekki á blaði í þeirri ágætu bók.“ „Tilfinningin að taka við embætti forseta íslands," svaraði Vigdís, „byggist á gleði, stolti og óskum um að geta gegnt þessu starfi á sama hátt og ég hef gegnt öðrum störfum í mínu lífi. Ég held að ég megi segja að mér hafi alltaf gengið sæmilega vel í mínum störfum í lífinu, þótt slíkt sé ávallt matsatriði." sem forseti myndi taka upp þann hátt að halda blaðamannafundi þótt slíkt hefði ekki tíðkazt hjá fyrri forsetum. „Ef mér liggur eitthvað á hjarta, mun ég halda blaðamannafund," svaraði Vigdís, „það eru ekki allir landsmenn sem hafa útvarp og sjónvarp, en við erum öll læs. Að kunna að lesa er stórkostleg gjöf, því sá sem er læs þarf aldrei að vera einn, ef hann hefur nálægt sér skrifað orð.“ „Að halda virðingu Islands á lofti Vigdís var spurð að því hvernig þjóðhöfðingi hún yrði? „Það að ég er kona, held ég að veki athygli á íslandi og ég býst til dæmis ekki við að meðframbjóð- endur mínir hefðu fengið skeyti frá samtökum grænlenzkra kvenna, ef þeir hefðu sigrað, en ég mun kappkosta að halda virðingu ís- lands á lofti, öllu sem er íslenzkt, sögunni, stjórnmálunum, atvinnu- lífi og menningu allri. Ég er friðarsinni og hef fylgzt tiltölulega vel með alþjóðaviðræðum um það, hvernig eigi að byggja upp þennan heim, hvað er neikvætt og hvað er jákvætt og ég veit hvaða ógnarlegu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.