Morgunblaðið - 02.07.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980
17
forsetaefni íslendinga
fjárupphæðum er veitt í vopnabún-
að, hvað fjárausturinn er gífurlegur
og spennan í hlutfalli við það. Ég er
bjartsýnismaður og ég veit að
bjartsýni eykur orku en svartsýni
slævir þrek.
Ég óska þess að við íslendingar
verðum ávallt bjartsýnt fólk, svo
við höldum dirfskunni og þrekinu."
Vigdís var spurð að því hver
skoðun hennar væri á því, að kjör
hennar sýndi vinstri sveiflu, en
slíkt hefði komið fram í skrifum og
umræðum.
„Svo fjarri kommúnisma
sem frekast getur veriðu
„Hvað er vinstri sveifla," spurði
Vigdís á móti, „ég er feikilega
íhaldssöm á íslenzka menningu og
þannig í fyllsta máta það sem
kallað er konservativ á erlendu
máli. Það hefur verið talað um mig
hlýtur að vera forseta mikill styrk-
ur. Það er til dæmis vegna þessa
sem ég hef fengið svo mikið af
blómum og skeytum víða af land-
inu, og í morgun komu til mín
sjómenn af togaranum Ingólfi Arn-
arsyni og færðu mér þennan yndis-
lega nýveidda fisk, en þeim fannst
það skemmtilegra þar sem ég hefði
örugglega fengið svo mikið af blóm-
um með öðrum heillaóskum."
„Trúi á þroska
íslenzkrar þjóðaru___________
Vigdís var spurð að því hvort það
væri ekki erfitt fyrir hana að vera
sameiningartákn þjóðarinnar, þar
sem hún hefði sigrað með einum
þriðja hluta atkvæða landsmanna.
„Ég trúi,“ svaraði hún, „að ís-
Vigdís Finnbogadóttir
á heimili sinu í gær.
ir dirfsku
sem vinstri manneskju af því að ég
geng ekki eftir einhverjum ákveðn-
um vegi afmörkuðum, en ég er svo
fjarri því að vera kommúnisti sem
frekast getur verið.
Ég hef stundum verið að segja
eftir allt þetta kommatal um mig,
að ég væri orðin svo útlímd með
kommafrímerkjum í bak og fyrir,
að það væri hægt að senda mig til
Moskvu án þess að pakka mér inn.
Þar myndi mér verða tekið opnum
örmum og það yrði sagt da da, já,
já, en um leið og ég færi að rexa um
frelsið yrði sagt njet, njet og þeir
myndu sennilega senda mig á geð-
veikrahæli.
Ég hef verið talin vinstri sinnuð,
en hef aldrei sagt það sjálf. Hitt er
svo, að enginn getur lýst sjálfum
sér og maður er að nokkru bergmál
af því sem sagt er að maður sé.
Sumt í slíkum umsögnum hefur
maður skynjað og skilið, annað
ekki. Mér er til dæmis sagt, að ég
tali kjarnyrt íslenzkt mál, ég veit
það ekki, en mér er sagt það og
þykir vænt um það.“
Mikill styrkur að
persónulegum tengslum
Vigdís kvaðst telja að þessi kosn-
ingaaðferð, með ferðalögum um allt
landið, leiddi það af sér að fleiri
þekktu forseta sinn persónulega.
„Þessi kosningaferðalög hafa skap-
að svo persónulegt samband og
vináttutengsl víða um land og það
lenzk þjóð sé svo þroskuð, að hún
sameinist um forseta sinn. Það var
mjótt á mununum milli Ásgeirs
Ásgeirssonar og séra Bjarna Jóns-
sonar í forsetakosningunum árið
1952, en það kom aldrei annað til
greina en að sameinast að loknum
kosningum.
í skeytum til mín hafa menn
tekið það fram, að þeir hafi verið
stuðningsmenn annarra frambjóð-
enda, en sætti sig við úrslitin. Þetta
sýnir þroska og er til mikils sóma
fyrir þá sem tala og skrifa, enda
búum við yfir þeim auði fámennrar
menningarþjóðar að vera vel upp-
lýstir einstaklingar. Við verðum
sífellt að gæta okkár á vanahugsun-
inni, gæta þess að sitja ekki uppi
með fordóma. Þannig leggjum við
kapp á að rækta það að halda
virðingu okkar og það skiptir miklu
máli á svo margan hátt. Ég rakst til
•dæmis einu sinni á það í gömlum
gögnum frönskum frá fyrri tíð, að
frönskum sjómönnum sem fiskuðu
á íslandsmiðum, voru settar reglur
á þá leið, að aldrei mætti taka neitt
ófrjálsri hendi frá íslendingum,
hvorki sauði, grös né annað sem
þjóðin lifði af, því þótt íslendingar
gengju út úr þeim hólum, sem
útlendingum virtust gömlu torf-
bæirnir vera, þá væru þeir allir
læsir og gætu lesið nafnið á skipinu
og klagað fyrir sýslumanni."
-á.j.
Grein:
Árni Johnsen
Mynd:
Ólafur K. Magnússon
Simamynd frá Jan Erik Lauré. fréttaritara Mbl. i Ósló.
Kosning Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta íslands
hefur verið forsiðufrétt i mörgum dagblöðum á Norðurlöndun-
um, m.a. í Noregi. Mynd þessi sýnir hvernig nokkur norsk blöð
sögðu frá kosningunni í gær.
fleiri konur sem vilja í verki
sýna fram á jafnrétti milli
kynjanna í stjórnmálum."
Mörg dagblöð hafa spurt
vegfarendur í Finnlandi um
álit þeirra á kosningunni.
Flestir eru mjög jákvæðrar
skoðunar og margir segjast
geta hugsað sér konu í for-
setstóli í Finnlandi. Stjórnar-
skráin hindrar þó að svo
verði, því í henni er þess getið,
að forseti lýðveldisins Finn-
lands skuli vera karlmaður
vegna þess, fyrst og fremst, að
forsetinn er yfirmaður hers-
ins.
„Mun hafa áhrif á
störf kvenna innan
stjórnmála“
Á forsíðu Óslóar-blaðsins
„Vort Land“ var í gær grein
undir fyrirsögninni „Sögueyj-
an Island brýtur blað í sögu
heimsins". Fleiri morgunblöð
segja einnig frá kosningunum
á forsíðu.
Kosning Vigdísar vek-
ur umræður um kven-
forseta í Finnlandi
Kosning Vigdísar
Finnbogadóttur í emb-
ætti forseta íslands hef-
ur vakið mikla athygli á
Norðurlöndunum og
fjölmiðlar þar hafa
skrifað mikið um málið.
Islenskum kjósendum er
óskað til hamingju með af-
stöðu sína til jafnréttismála,
er rauði þráðurinn í skrifum
finnskra dagblaða um forseta-
kosningarnar á íslandi. Skrif-
in eru yfirleitt mjög jákvæð.
Samhliða því hafa sprottið
upp umræður um hugsan-
legan kvenforseta í Finnlandi.
íhaldsblaðið Uusi Suomi
tekur enga afstöðu til úrslita
kosninganna. Á hinn bóginn
talar blaðið við þrjár þekktar
finnskar konur, sem allar eru
mjög ánægðar með kosning-
una og segja að það komi vel
til greina að kjósa konu í
embætti forseta í Finnlandi.
Vinstri blöðin láta í ljós
ánægju með kosninguna.
Blaðið Suomen Sosialdemo-
kratti skrifar ekki mikið, en
tekur undir hamingjuóskirn-
ar. Kansan Uutiset tekur ofan
fyrir því, að íslendingar skuli
vera lausir við fordóma og
það, að fyrir valinu skuli hafa
orðið kona, sem er vinstri
sinnuð og sé mótfallin setu
bandaríska herliðsins á ís-
landi. Auk þess sé hún fráskil-
in. „Allt þetta hefur verið
óyfirstíganlegur þröskuldur í
öðrum löndum," segir blaðið.
Blaðið Aamulethi í Tamm-
erfors er hliðhollt Samein-
ingarflokknum. Blaðið leggur
áherslu á að alþýðleiki Vigdís-
ar Finnbogadóttur og reynsla
hennar, sérstaklega á sviði
menningarmála, muni koma
henni að gagni í starfi hennar
sem forseti. „Það er heldur
ekki hægt að ganga framhjá
kynferðinu," segir blaðið.
„Kvenforsetar eru ekki marg-
ir í heiminum og því mun
íslenski forsetinn vekja at-
hygli.“
„íslendingar hafa
valið vel“
Hufvudsstadsbladet segir,
að sú athygli sem kosningarn-
ar hafa vakið um allan heim,
muni gefa forsetanum mögu-
leika til að starfa betur fyrir
þjóðina.
„íslendingar hafa ekki að-
eins brotið blað í sögu heims-
ins, þeir hafa valið vel,“ segir
blaðið.
Helsingin Sanomat, stærsta
blað Finnlands og óháð
stjórnmálaflokkum, skrifar:
„Fyrir það fyrsta má óska
Islendingum til hamingju með
að allir fjórir forsetafram-
bjóðendurnir eru hæfir menn.
Það er sjaldgæft í heiminum í
dag. Þá má óska þeim til
hamingju með að hafa valið
konu. Það sýnir að þeir eru
lausir við fordóma.“
Þá bendir blaðið á að t.d.
Indira Gandhi og Margaret
Thatcher hafi mun meiri völd
en forseti á íslandi. „En með
því að velja Vigdísi hafá
Islendingar vísað veginn fyrir
Sendiherra Noregs á íslandi
sagði í norskum fjölmiðlum í
gær, að kosning Vigdísar
hefði brotið blað í sögu
kvenna.
I Arbeiderbladet ræða fjór-
ar konur um kosningarnar,
Berit Knæven, varaformaður í
Vinstriflokknum, segir, að úr-
slitin komi til með að hafa
mikil áhrif á störf kvenna
innan stjórnmála.
Stærsta blað Noregs, Aften-
posten, hefur ekki haft blaða-
menn í Reykjavík meðan á
kosningunum stóð, en sendir
nú mann til þess að taka
viðtal við Vigdísi. Það á að
birtast í þætti sem ber nafnið
„Nafn vikunnar" í morgunút-
gáfunni á laugardaginn.
r
A forsíðu allra
blaða í Svíþjóð
I Svíþjóð voru kosningarnar
á forsíðu síðdegisblaða á
mánudag og morgunblaða á
þriðjudag, og var leiðari um
þær í báðum Stokkhólmsblöð-
unum. Er íslendingum þar
óskað til hamingju með kosn-
inguna og þess getið, að Vig-
dís sé örugglega jafn fær um
að gegna störfum forseta og
karlmaður.
I Expressen í gær voru
myndir af Vigdísi í miðopn-
unni og í grein í sænska
Dagblaðinu er talað um, að
kosning Vigdísar sé sigur
fyrir jafnréttisbaráttuna. Þá
voru viðtöl við Vigdísi í
sænska sjónvarpinu.