Morgunblaðið - 02.07.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980
Rússar sakaðir um
að rjúfa lofthelgi
Manila, 1. júlí. AP.
JOSE D. Ingles, settur utanríkis-
ráðherra Filippseyja, kvaddi
sendiherra Sovétríkjanna á sinn
fund í dag til að mótmæla ítrek-
uðum brotum sovézkra fluKvéla á
lofthelgi Filippseyja.
„Þetta endurtekna flug sovezkra
flugvéla, án fyrirfram leyfis verö-
ur að hætta,“ sagði Ingles sendi-
herranum, Valerian Mikhailov.
„Það stofnar ekki aðeins milli-
landaflugi í hættu, heldur lýsir
það virðingarleysi fyrir megin-
reglum í samskiptum ríkja."
Tilkynnt var að sovézkar Ilyus-
hin- og Tupolev-flugvélar hefðu
flogið inní lofthelgi Filippseyja 10.
11. og 15. apríl og aftur 19. maí og
6. júní. I að minnsta kosti eitt
skipti, 15. apríl fylgdust þrjár
herflugvélar Filippseyinga með
sovézku flugvélunum þangað til
þær fóru úr lofthelginni.
Sovézka sendiráðið í Manila
neitar því að sovézkar flugvélar
hafi flogið í lofthelgi Filippseyja.
Flugræningi hélt
gíslum í 12 tíma
Huenos Aires. 1. júlí. AP.
VOPNAÐUR stuðningsmaður Ju-
an heitins Perons forseta rændi
þotu argentínska flugfélagsins
og hafði gisla í haldi um horð í
rúma 12 tíma. áður en hann gafst
upp i nótt.
Maðurinn sleppti flugstjóranum
Veður
víða um heim
Akureyri 17 hólfakýjað
Amsterdam 16 rigning
Aþena 33 heiðskírt
Berlín 18 m ** l
BrUssel 19 rigning
Chicago 25 rigning
Feneyjar 22 skýjað
Frankturt 19 rigning
Færeyjar 10 léttskýjað
Ganf 17 skýjað
Helsinki 20 heiöskírt
Jerúsalem 34 heiöskírt
Jóhannesarborg 14 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Las Palmas 23 léttskýjað
Lissabon 27 heiðskírt
London 15 rigning
Los Angeles 30 skýjað
Madríd 31 heiðskírt
Malaga vantar
Mallorca vantar
Miami 32 rigning
Moskva 20 skýjað
New York 27 heiðskírt
Ósló 18 heiðskírt
París 21 skýjað
Reykjavík 11 rigning
Rio de Janeiro 30 heiðskírt
Rómaborg 26 heiðskírt
Stokkhólmur 19 heiðskírt
Tel Aviv 30 heíöskírt
Tókýó 23 skýjað
Vancouver 20 skýjað
Vínarborg 17 skýjað
IIcrtoK-
inn
stundi
á bana-
stundinni
Lundun. 1. júlí. AP.
HERTOGINN af Windsor. sem
lagði niður völd til að kvænast
frú Wallis Simpson fyrir rúm-
um 40 árum, stundi rétt fyrir
andlát sitt „yfir þessari sóun,“
að því er fyrrverandi hjúkr-
unarkona hans. Oonagh Shan-
ley segir í viðtali í dag við
kvennablað.
Hjúkrunarkonan Iýsir síðustu
klukkustundunum, sem hertoginn
lifði 28. maí 1972 í París, og segir
að hann hafi verið með hálfgerðu
óráði og tárazt. „Hann sagði
eitthvað um „England" og síðan
um „þessa sóun, þessa sóun“,“
sagði hún.
„I öllum samræðunum sem
hann átti við mig næstu daga á
undan hafði hann sagt nokkrum
sinnum hve mikið hann hefði
langað til að fá eitthvað gagnlegt
starf fyrir land sitt.“
Hertoginn róaðist undir lokin
og síðustu orðin sem hann sagði
við hertogafrúna voru: „Ég sofna
bráðum. Gerðu það fyrir mig að
hvíla þig.“
og 19 ára gamalli flugfreyju,
síðustu gíslum sínum, rúmum
tveimur tímum eftir að árásar-
sveit flughersins fleygði tára-
gassprengju í þotuna, sem var af
gerðinni Boeing 737, og gerði sjö
öðrum gíslum kleift að flýja.
Flugvélarræninginn tók flugvél-
ina á leið frá strandbænum Mar
del Plata og krafðist þess að fá
100.000 dollara „úr vösum Martin-
ez de Hoz“ efnahagsmálaráðherra.
Hann sleppti 45 farþegum við
komuna til Buenos Aires, en hélt
fimm öðrum farþegum og fjögurra
manna áhöfn flugvélarinnar. Mað-
urinn veitti flugfélaginu frest
fram að hádegi til að ganga að
peningakröfunni, setja eldsneyti á
flugvélina og fljúga með hann til
Mexíkó.
Flugherinn neitaði að semja og
fresturinn rann út. Lögregla flug-
hersins umkringdi þotuna á flug-
brautinni nálægt Plata-fljóti og
hleypti úr hljólbörðum hennar.
Yfirvöld héldu áfram að tala við
flugyélarræningjann meðan
björgunartilraun var undirbúin.
Farþegar sögðu, að flugvélar-
ræninginn hefði tekið flugfreyj-
una til fanga aftarlega í flugvél-
inni 15 mínútum eftir að þotan fór
frá Mar del Plata, skotið einu
skoti til að vekja á sér athygli og
skipað flugstjóranum í hátalara
að sjá til þess, að 100.000 dollarar
í reiðufé biðu hans á flugvellinum
í Buenos Aires.
Þetta geröist
1976 — Norður- og Suður-Víetnam
opinberlega sameinuð.
1974 — Nixon og Brezhnev kunn-
gera samkomulag í Moskvu um
takmörkun tilrauna með kjarn-
orkuvopn neðanjarðar.
1972 — Pakistan og Indland undir-
rita griðasáttmála.
1967 — Moise Tshombe handtek-
inn í Alsír eftir rán á flugvél hans
á leið til Mallorca.
1954 — Frakkar hörfa frá suður-
hluta óshólma Rauðár, Indókína.
1940 — Vichy-stjórnin sett á
laggirnar í Frakklandi.
1937 — Síðast heyrist til Amelia
Earhart á flugi yfir Kyrrahafi.
1890 — Briissel-lögin um útrým-
ingu þrælasölu í Afríku og bann við
sölu áfengis til frumstæðra þjóða
samþykkt á alþjóðaráðstefnu.
1881 — James Garfield forseta
sýnt banatilræði í Washington (d.
19 sept.).
1862 — Sjö daga orrustunni lýkur í
Virginíu.
1860 — Rússar stofnsetja borgina
Vladivostok.
1747 — Frakkar sigra Breta við
Maestricht eftir innrás í Holland
— Bretar og Rússar mynda banda-
lag, en Bretar neita að styðja
Rússa gegn Svíum.
1734 — Stanislaus Póllandskon-
ungur gerður landrækur og flýr til
Prússlands.
1657 — Danir ráðast til atlögu
gegn Karli X af Svíþjóð sem herjar
á Rússa, Pólverja og Austurríkis-
menn.
1644 — Orrustan um Murston
Moor; Oliver Cromwell sigrar Rup-
ert prins.
Hriðursvörður sovézkra hermanna ber ólympíufánann inn í Ólympíuþorpið í Moskvu.
Ein milljón fagnaði
páfa í bæ í Brazilíu
Belo Horizonte. fírasilíu. 1. júlí. AI*.
JÓHANNES Páll páfi II kom flugleiðis í dag
til námuborgarinnar Belo Horizonte í Mið-
Brasilíu og þar fagnaði honum einhver mesti
mannfjoldi, sem nokkru sinni hefur safnazt
saman í landinu. rúmlega ein milljón manna.
í útimessu, sem páfi hélt, varaði hann við
„kynórum sem græfu undan ást og leiddu til
upplausnar fjölskyldunnar“. Hann hvatti
brasilískar konur að berjast fyrir „sönnum
kvenréttindum“, sem hann kvað „hluta af
fjölskyldunni og samfélaginu“.
Tólf daga pílagrímsferð páfa til
Brasilíu — lengsta ferðalag hans
til þessa — hófst í höfuðborginni,
Brasilíu, í gær, þegar hundruð
þúsunda pílagríma fögnuðu hon-
um við útimessu. Tugir manna,
þar á meðal herlögreglumenn,
sáust falla í yfirlið eftir margra
klukkustunda bið eftir páfanum.
Með komu sinni hefur páfi
dregizt inn í deilur milli kirkjunn-
ar, sem lætur þjóðfélagsmál mikið
til sín taka, og herforingjastjórn-
ar landsins. Páfinn gaf sterídega
til kynna, að hann styddi starf
kirkjunnar, en biskupar hennar
hafa tekið afstöðu gegn ríkis-
stjórninni í vinnudeilum og stefnu
stjórnarinnar
skiptingamálum.
„Ég bið til
Brasilíumenn
mannréttindi og
ávallt vera höfð
1
guðs, að
muni
að þau
heiðri,"
jarða-
allir
virða
megi
sagði
páfi og beindi máli sínu til Joao
Figueiredo forseta, fimmta fyrr-
verandi hershöfðingjans, sem hef-
ur verið við völd í Brasilíu, síðan
herinn gerði stjórnarbyltingu
1964.
En hann varaði kirkjunnar
menn í Brasilíu við því að ganga
svo langt með virkri afstöðu sinni,
að köllun þeirra yrði eingöngu
þjóðfélagsleg og pólitísk, en ekki
kristin.
Það hefur verið von stjórnar-
innar, að Jóhannes Páll II færi
íhaldssamanboðskap um þátttöku
presta í stjórnmálum. En páfi
tjáði klerkum í þjóðardómkirkju
Brasilíu, að hann væri kominn til
Brasilíu „til að styðja og reyna að
uppörva kirkjuna".
2. júlí
1568 — Eiríkur XIX af Svíþjóð
lýstur geðveikur og ófær um að
stjórna og aðalsmenn fylkja sér um
Jóhann hertoga.
1502 — Stríð hefst milli Frakka og
Spánverja út af skiptingu Napoli.
Afmæli. Cristoph Willibald von
Gluck, þýzkt tónskáld (1714—1787)
— Gottlieb Friedrich Klopstock,
þýzkt skáld (1724-1803) - Sir
Willian Bragg, brezkur vísinda-
maður (1862-1942) - Ólafur V
Noregskonungur (1903—).
Andlát. 1778 Jean-Jacques Rouss-
eau, heimspekingur — 1850 Sir
Robert Peel, stjórnmálaleiðtogi —
1914 Joseph Chamberlain, stjórn-
málaleiðtogi — 1961 Ernest Hem-
ingway, rithöfundur.
Innlent. 1178 Ordinacio Thorlaci:
Vígsla Þorláks til biskups — 1294,
1305 Réttarbót — 1564 Stóridómur
— 1638 d. Gísli bp. Oddsson — 1828
Morðingjar Natans Ketilssonar
dæmdir til dauða — 1844 f. Símon
Dalaskáld — 1874 Þjóðhátíð norð-
an og austan — 1876 „Verona" fer
frá Akureyri með 800 vesturfara —
1937 Snekkja Hitlers í kurteisis-
heimsókn í Reykjavík — 1956 Níu
alda biskupsdóms minnzt í Skál-
holti — 1972 Einvígi Fischers og
Spasskys hefst í Reykjavík — 1974
Vinstri stjórnin biðst lausnar —
1880 f. Sigurður Kristinsson ráð-
herra — 1911 f. Steingrímur J.
Þorsteinsson prófessor.
Orð dagsins. Það er auðveldara að
yrkja miðlungsgott kvæði en að
skilja gott kvæði — Michel Ey-
quem de Montaigne, franskur rit-
höfundur (1533-1592).
John F. Krnnedy
Kennedy
njósnara
New York. I. júli. AP.
ÞVÍ ER haldió fram í nýrri bók,
„Jack: The Struggles of John F.
Kennedy“ eftir Herbert S. Parm-
et, að John F. Kennedy fyrrver-
andi forseti hafi átt vingott við
konu, sem var grunuó um að vera
njósnari nazista. þegar hann
starfaði í leyniþjónustu sjóhersins
í siðari heimsstyrjöidinni.
Parmet segir, að þessi kona hafi
verið fyrrverandi fegurðardrottn-
ing Danmerkur, Inga Arvad að
nafni, og FBI hafi hlerað fundi
þeirra í hótelherbergjum. Ungfrú
Arvad starfaði í Washington, þar
sem hún var dálkahöfundur. Hún
var gift og fjórum árum eldri en
Kennedy, sem var 24 ára og
einhleypur þá.
Ritstjóri konunnar mun að lok-
um hafa sagt FBI frá grunsemdum
sínum um að hún kynni að vera
njósnari, og Franklin D. Roosevelt
forseti skipaði FBI að hlera fundi
hennar og Kennedys til að kanna
hvort hún fengi nokkrar upplýs-
ingar frá honum. Parmet segir að
hún hafi sótt Olympíuleikana í
Berlín 1936 ásamt Adolf Hitler.
Þegar faðir Kennedys frétti um
ástarsambandið fékk hann son
sinn fluttan til Suður-Kyrrahafs,
elskhugi
nazista?
þar sem hann varð stríðshetja á
PT-109.
Ungfrú Arvad var aldrei ákærð
fyrir njósnir og missti áhuga á
Kennedy eftir stríðið, segir höf-
undur bókarinnar.
Yfirmaður FBI, J. Edgar Hoov-
er, geymdi upptökurnar af samtöl-
um Kennedys og ungfrú Arvad að
sögn Parmets. Hann segir, að
Hoover hafi þannig getað hótað
Kennedy frá 1942 þar til hann var
ráðinn af dögum í Dallas 21 ári
síðar.
Rúmeni strýkur
London. 1. júlí. AP.
AURELIAN Christache, lækn-
ir rúmenska landsliðsins í
tennis um sex ára skeið, og
vinur tennisstjörnunnar Ilie
Nastase, hefur strokið og
fengið leyfi til að dveljast í
Bretlandi þangað til hann fær
kanadíska vegabréfsáritun.
Kona hans og tvö börn eru
ennþá í Rúmeníu.