Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980
19
Markús örn Antonsson ritstjóri Frjálsrar verzlunar, Ólöf
Árnadóttir. teiknari. ólafur Stephensen, Böðvar Kvaran or
Jóhann Briem, forstjóri Frjáls framtaks.
Viðurkennmg fyrir
gerð auglýsingar
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Frjálst
framtak hf. hefur ákveóið að
heiðra áriega þann aðila. sem að
mati fyrirtækisins hefur gert at-
hyglisverðustu auKlýsinKu ársins
sem ætluð er til birtinKar i tíma-
ritum. Er hér um að ræða viður-
kenninKU fyrir vel útfærða huK-
mynd, ok fékk Frjálst framtak hf.
menn úr útKáfustjórn fyrirtækis-
ins til þess að velja auKÍýsinKU þá
er viðurkenninKuna hlýtur.
Viðurkenningu ársins 1979, og
þar með fyrstu viðurkenninguna
sem veitt er af þessu tagi, hlýtur
lallmarsdóttir
ShelKörur
daglega án þess ad
hafahugmynd
um það!
o%*
Olkifengtð SkXjongur h f
Oliufélagið Skeljungur hf. fyrir
auglýsingu er ber yfirskriftina
„Hún Ásdís Hallmarsdóttir notar
Shellvörur daglega án þess að hafa
hugmynd um það.“
Að mati þeirra er augiýsinguna
völdu er hún athyglisverð fyrir
margra hluta sakir. Hún er byggð á
góðri hugmynd, er skemmtileg, um
leið og hún er upplýsandi, útfærsla
auglýsingarinnar er fínleg og vel
unnin, og hún vekur forvitni og
áhuga með hinni góðu hönnun og
fyrirsögn.
Auglýsing þessi var gerð af
fyrirtækinu Olafur Stephensen,
Auglýsingar og almenningstengsl,
Reykjavík. Ólöf Árnadóttir, teikn-
ari FÍT, annaðist útfærslu auglýs-
ingarinnar en ljósmynd er eftir
Guðmund Ingólfsson.
Viðurkenning sú er Frjálst fram-
tak hf. veitir er veggplatti með
auglýsingunni grafinni í zink og
hljóta bæði Ólöf Árnadóttir og
Olíufélagið Skeljungur slíka viður-
kenningu.
Á undanförnum árum hefur orð-
ið mjög hröð og mikil framþróun í
gerð auglýsinga í timaritum, og vill
Frjálst framtak hf. m.a. vekja
athygli á henni með viðurkenningu
þessari, sem afhent var í hófi í gær.
Markús Órn Antonsson afhenti
viðurkenninguna, en einnig tóku
þeir Ólafur Stephensen og Böðvar
Kvaran, framkvæmdastjóri mark-
aðsdeildar Skeljungs, til máls.
Gengissig og geymdur
vandi helstu orsakir
hækkunar bensínverðs
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatiikynning frá
rfkisstjórninni þar sem fjallað er
um ástæður siðustu hækkunar á
bensínverði:
Ástæður til hækkunar á verði á
bensíni og gasoliu, sem varð í
síðustu viku, eru þrjár. Mestur hluti
hækkunarinnar stafar af gengissigi,
sem orðið hefur frá fyrri verð-
ákvörðunum, en einnig er verið að
mæta geymdum vanda frá síðasta
ári og færa tekjuöflun til vegagerð-
ar til samræmis við áætlun fjárlaga.
Bensíngjald, sem hækkaði um kr.
8,50, rennur einvörðungu til vega-
gerðar. Sú hækkun gjaldsins sem nú
kom til framkvæmda, var heimil
þegar í apríl, eftir að ný bygg-
ingarvísitala lá fyrir.
Geymdi vandinn er þannig til
kominn, að í fyrra sumar, þegar
hækkanir á olíuverði voru örastar,
var tekið þriggja miiljarða króna
erlent lán til að unnt væri að dreifa
hækkunum á gasolíuverði yfir
lengra tímabil en ella. Nú er endur-
greiðsla þessa láns hafin, og ganga
til hennar 5,46 krónur af verði hvers
gasolíulítra.
Frá verðákvörðun bensíns í mars í
ár fram til nýju verðákvörðunarinn-
ar hefur gengi bandaríkjadollars
hækkað um rúmlega 13%. Frá því í
desember í fyrra, þegar gasolíuverð
sem gilti fram í síðustu viku var
ákveðið, nemur hækkun á gengi
dollarans 18%. Þessar gengisbreyt-
ingar eru meginástæðan til að um
þessi mánaðamót er innkaupajöfn-
unarreikningur bensíns óhagstæður
um 666 milljónir króna og inn-
kaupajöfnunarreikningur gasolíu
óhagstæöur um 1,023 milljónir.
Vegna þeirra ástæðna, sem hér
hafa verið raktar, hækkaði bensín-
lítri í verði úr 430 krónum í 481
krónu og lítri af gasolíu úr kr. 155,20
í 196,40.
Veitinga- og gistihúsaeigendur:
Fara gestirnir jarmandi út?
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi bréf til birt-
ingar frá Sambandi veitinga- ok
gistihúsaeigenda. sem ritað er af
Hólmfriði Árnadóttur, fram-
kvæmdastjóra sambandsins:
„Við megum þakka fyrir meðan
gestirnir ganga ekki jarmandi út,“
varð mætum veitingamanni að orði
á ferðamálaráðstefnu fyrir 20 ár-
um. Til umræðu var lambakjötið
íslenzka, nánast eina kjötið sem þá
var á boðstólum í landinu.
Síðan hefur margt breytzt til
hins betra. Bændur hófu að ala
naut til neyzlu. Síðar voru reist
stór, sérhæfð svína- og alifuglabú.
Þau hafa fullnægt eftirspurn eftir
afurðum sínum á samkeppnisfæru
verði, án þess að niðurgreiðslur
hafi komið til.
Þótt lambakjötið sé sem fyrr ein
aðaluppistaðan í fæðuvali hefur
þetta valdið byltingu á neyzluvenj-
um þjóðarinnar. Veitingamenn
sem gestir hafa tekið aukinni
fjölbreytni fegins hendi, og þeim
fækkar erlendu ferðamönnunum,
sem eftir nokkurra daga dvöl á
landinu hafa ástæðu til að stynja:
„Gefið okkur hvað sem er nema
lambakjöt.“
Nú ber svo við, að boðaður hefur
verið skattur á fóður það, sem er
uppistaðan í eldi svína og alifugla.
Afleiðingin hlýtur að verða stór-
hækkað verð þessara afurða og
minnkað framboð.
Þessu vilja veitingamenn mót-
mæla. Það má ekki gerast, að
markaðslögmálið um framboð og
eftirspurn fái ekki að njóta sín, að
samkeppnishæf vara verði skatt-
lögð svo hátt, að greiðslugetu
almennings sé ofboðið.
Gestir íslenzkra veitingahúsa
SKÁTAFÉLÖGIN á ísafirði.
Vaikyrjur og Einherjar, gangast
fyrir skátamóti er hefst fimmtu-
daginn 3. júli og lýkur á sunnu-
dagskvöld. Fer það fram í botni
Dýrafjarðar. Rammi mótsins
verður skór og lögð er áhersla á
gönguferðir og útilif.
Tvær tjaldbúðir verða á mótinu,
skátatjaldbúð og fjölskyldutjald-
eru góðu vanir, þeir krefjast þess
að fá hér vöruúrval og þjónustu,
sambærilegt við það sem gerist
með öðrum þjóðum. Það sem þeir
létu sig hafa fyrir 20 árum, sætta
þeir sig ekki við í dag.
Stolt veitingamanna og grund-
völlur húsa þeirra eru ánægðir
viðskiptavinir. Þeir beina því þeim
tilmælum til ráðamanna, að þeir
falli frá ráðstöfunum, er kalla
munu fram jarmkór óánægðra
gesta.“
búð. Hvert félag um sig fær sitt
afmarkaða svæði í skátatjaldbúð-
unum, sem það skreytir með tilliti
til ramma mótsins. Dagskrá verð-
ur fjölbreytt og gefst þátttakend-
um kostur á leikjum, þrautum,
fræðslu og margs konar keppni.
Mótssvæðið verður opið gestum
eftir hádegi n.k. laugardag og þá
um kvöldið verður aðalvarðeldur
mótsins.
Skátamót hefst í
Dýrafirði á morgun
MYNDARLEGT
SUMARFRÍ
LJÖSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
LAUGAVEG1178 REYKJAVlK SlMI 85811