Morgunblaðið - 02.07.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.07.1980, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 Soroptimistar: Séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup, formaður Prestafélags Hólastiftis. son, dósent, og munu þeir ræða um Nýja Testamentið, gerð þess, tilurð og notkun. Prófastarnir í stiftinu munu hafa forystu í starfshópum á námskeiðinu og veita fræðslu í ýmsum starfsgreinum leik- manna í kirkjunni. Skólanum lýkur með guðsþjónustu í Hóladómkirkju. í undirbún- ingsnefnd eru auk mín þeir sr. Gunnar Gíslason, prófastur, og sr. Sighvatur B. Emilsson, Hólum, en þátttaka tilkynnist Sumarstarf Presta- félags Hólastiftis Rætt við sr. Pétur Sigurgeirsson form. félagsins Prestafélag hins forna Hólastiftis mun efna til ým- iss konar sumarstarfs í ár, og hefir stjórn félagsins skipulagt það. í stjórninni sitja prófastarnir á Norður- landi, sr. Pétur Ingjaldsson, sr. Gunnar Gislason, sr. Stef- án Snævarr og sr. Sigurður Guðmundsson, en formaður stjórnarinnar er sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup. Mbl. ræddi við hann nýlega og spurði, í hverju sumar- starfið væri helst fólgið. — í fyrsta lagi efnum við til leikmannaskóla Hólastiftis fjórða árið í röð. Hann verður nú haldinn dagana 4.-6. júlí á Hólum í Hjaltadal. Þátttak- endur verða bæði prestar og leikmenn, svo sem sóknar- nefndarmenn, safnaðar- fulltrúar, meðhjálparar og hringjarar. Kirkjan er ekki fáeinir útvaldir eða lærðir menn, heldur fólkið, sem starfar í söfnuðunum, og þeir, sem þannig vinna að safnað- armálum, eru fjölmennasta stétt kirkjunnar. — Hvert er hlutverk skól- ans? — Það er að veita fræðslu og leiðbeiningar í kirkjulegu starfi. Að þessu sinni verða fyrirlesarar tveir kennarar guðfræðideildar Háskólans, þeir Jón Sveinbjörnsson, próf- essor, og séra Kristján Búa- Jóni A. Jónssyni á skrifstofu æskulýðsstarfs þjóðkirkjunn- ar, Hafnarstræti 107, Akur- eyri, en þar er hann daglega kl. 14—16 og svarar í síma 96-24873. — Hvað er fleira á dag- skrá? — Prófastarnir hafa skipu- lagt messuheimsóknir dagana 3. og 10. ágúst, en þá daga, annan eða báða, er fyrirhug- að, að þeir prestar, sem geta komið því við, skiptist á heim- sóknum til messugerða í Hólastifti með kirkjukórum sínum og organistum. Nokkrir prestar hafa átt frumkvæði að þess háttar heimsóknum, en þetta er í fyrsta skipti, sem sameiginlegir messudagar eru ákveðnir í þessu skyni í Hóla- stifti. — Er nokkuð fleira að frétta? — Já, reyndar. Fjölskyldu- vika presta verður í húsum sumarbúða þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn í Aðaldal 25.—31. ágúst. Fjölskyldumót presta hafa verið áður, en nú nær það yfir heila viku, og prestar geta verið þar með fjölskyldum sínum í fögru og friðsælu umhverfi fleiri eða færri daga í þessari viku eftir vild. Þetta er opið og frjálst öllum prestafjölskyldum á landinu. Sr. Sigurður á Grenj- aðarstað mun taka á móti pöntunum og veita nánari upplýsingar, sagði sr. Pétur að lokum. Sv. P. IIÉR á landi er nú stödd Char- lotte von Loeter. frá Þýskalandi. formaður Evrópusamtaka Sor- optimista. Hún er hingað komin frá Lillehammer í Noregi, en þar cru nú nýafstaðnir „norrænir vinadagar“ Soroptimista. Voru þar samankomnir um 400 full- trúar frá Norðurlöndunum, þar á meðal nokkrir frá íslandi. Eitt höfuðverkefna formanns, sem kosinn er til tveggja ára í senn, felst í að ferðast til þeirra landa sem aðild eiga að samtökunum og efla tengsl Soroptimista á breið- um grundvelli. Soroptimistasamtökin eiga sér langa sögu og umfangsmikla. Fyrsti klúbburinn var stofnaður í Bandaríkjunum árið 1921 og byggðist á . hugmyndinni um kvennaklúbba á borð við Rotary- klúbba karla. I dag eru samtökin alþjóðleg og skiptast í fjórar höfuðdeildir eða svæðasambönd. Meðlimir eru 64 þús., þar af um 17 þús. í Evrópusambandinu, sem Israel og Tyrkland teljast einnig til. En Bretland og írland, ásamt nokkrum samveldislöndum Bret- lands, mynda sérstakt svæðasam- band. I samtali sem Mbl. átti við von Loeter í vikunni, kom m.a. fram að höfuðmarkmið hreyfingarinnar felst í einkunnarorðum hennar, sem eru: „Hið besta handa konum — hið besta frá konum." Þessi lesarar fengnir að, konur studdar til framhaldsnáms og stuðlað að auknum kynnum einstaklinga úr ýmsum starfsgreinum og ólíkum samfélögum til að víkka sjóndeild- arhringinn. Starfsemi Soroptimista á al- þjóðavettvangi að mannúðar- og menningarmálum hefur verið mjög víðtæk. Staðið hefur verið fyrir flóttamannahjálp og skyndi- hjálp, t.d. við Flórensborg á Ítalíu, þegar flóðin miklu urðu þar seint á síðasta áratug, og samtökin eiga stóran þátt í stofnun mikillar fræðslu- og ráðgjafarstöðvar í Istanbul, sem á að hjálpa ólæsum og illa stöddum innflytjendum þar í borg, svo eitthvað sé nefnt. Ahugi samtakanna beinist ekki hvað síst að því að bæta stöðu kvenna og vekja þær til vitundar um gildi sitt, en enn eru miklu fleiri ólæsar konur en karlar í heiminum. Er gaus í Eyjum barst rausnarlegt fjárframlag úr alþjóð- legum neyðarsjóði Soroptimista. Alþjóðasamband Soroptimista starfar með ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og á ráðgef- andi fulltrúa hjá aðalstöðvum þeirra í New York og Genf, auk þess að taka þátt í áætlunum og framkvæmdum kvenréttinda- og mannréttindanefndar S.Þ. Hérlendis hafa Soroptimistar lagt gjörva hönd á ýmis aðkall- andi mannúðarmál. Styrkir hafa verið veittir til þarfra mála, öldr- uðum veitt aðstoð og tæki gefin til sjúkrahúsa. Að undanförnu hefur, í samvinnu við fleiri aðila, verið unnið að því að koma upp hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í Kópa- vogi. Um næstu mánaðamót er ráðgert að tveir fulltrúar héðan haldi utan til að sitja fulltrúaþing Evrópusambandsins, þær Lúisa Bjarnadóttir og dr. Sigríður Val- geirsdóttir. Frú von Loeter heldur héðan til Þýskalands, en þess má geta, að í heimabæ hennar, Duisburg, er starfandi vinaklúbbur Soroptim- istaklúbbs Reykjavíkur, en hver klúbbur hefur um 3 vinaklúbba. Aðspurð um hvað helst væri á döfinni hjá alþjóðasamtökunum, kvað Charlotte von Loeter það m.a. vera aðstoð við hinn gífurlega fjölda flóttamanna sem nú væri í heiminum. Reyna yrði að stuðla að því, að lífslíkur næstu kynslóðar yrðu vænlegri en þeirra sem nú hrektust allslausar milli flótta- mannabúða. Að endingu lauk von Loeter miklu lofsorði á íslenzka Soroptimista, kvað starfsemi hér alla og skipulag til mikillar fyrir- myndar, svo af bæri af því sem hún hefði kynnst á ferðum sínum, auk þess sem hún þakkaði afburða gestrisni og hlýhug, sem sér hefði verið auðsýnt meðan á dvöl sinni hefði staðið. Þetta er fyrsta heim- sókn hennar hingað til lands. Forseti Evrópusambandsins ásamt fyrrverandi, núverandi og tilvonandi forsetum Soroptim- istasambands íslands. Talið f.v. Halldóra Eggertsdóttir, Charlotte von Loeter, Hólmfríð- ur Sigurjónsdóttir, Gerður Hjör- leifsdóttir. Ari T. Guðmundsson, formaður Kommúnistasamtakanna: Hafa skal það sem sannara er Forseti Evrópusambands- ins heimsækir Island markmið felast einnig í nafni hreyfingarinnar, sem komið er úr latínu: soror = systir, optime = bestur. Klúbbarnir eru innsti kjarni samtakanna. Á þeim byggist í rauninni öll starfsemi þeirra. Hér á landi eru nú starfandi sjö klúbbar, allir á S-Vesturlandi, en í haust mun þeim fjölga um tvo, og verða þá félagar orðnir tæplega tvö hundruð að tölu. Stofnforseti Soroptimistasambands íslands, en fyrsti klúbburinn hér á landi var stofnaður árið 1954, var Halldóra Eggertsdóttir. Hún átti einnig sæti í stjórn Evrópusamtakanna um skeið. Núverandi forseti er Hólmfríður Sigurjónsdóttir, en í haust mun Gerður Hjörleifsdóttir taka við af henni. Starfsemi klúbbanna hefur allt frá byrjun verið margþætt. Reynt er að vinna að ýmiss konar menntandi starfsemi fyrir konur, haldnir eru fyrirlestrar og fyrir- í leiðara Morgunblaðsins sunnudaginn 22. júní sl. er vikið að afstöðu svonefndra vinstri sinna til sovéska hernámsins í Afganist- an. Segir m.a. að þeir þegi þunnu hljóði um atburðarásina þar og beri ekki við að mynda stuðnings- nefndir eins og gert var meðan styrjaldir geisuðu í Indókína. Leiðarahöfundur hefur rétt fyrir sér að sumu leyti ef hann á við Alþýðubandalagið og Fyiking- una. Framámenn i Alþýðubanda- laginu hafa mjög mismunandi orð yfir atburðina í Afganistan og flokkurinn sem slíkur hefur ekki gert neina samþykkt um málið. Þá er einnig ljóst að Þjóðviljinn helgar Afganistan lítið rúm miðað við marga ómerkari viðburði er- lendis. Fylkingin virðist a.m.k. taka afstöðu gegn sjálfri innrás Sovétmanna eða telja hana óheppilega. En leiðarahöfundur felur aftur á móti, viljandi eða óviljandi, þá staðreynd að Einingarsamtök kommúnista (sem nú heita Kommúnistasamtökin eftir sam- einingu við Kommúnistaflokk ís- lands) hafa haft skýra stefnu í umræddu máli og ekki látið þar við sitja. EIK (ml) voru einna fyrst íslenskra stjórnmálasam- taka til þess að fordæma innrás Sovétmanna og þau hafa síðan talað máli þjóðfrelsisafla Afgan- istans. Þau beittu sér fyrir mót- mælafundi í Reykjavík vegna hernámsins og unnu þar m.a. með Sjálfstæðismönnum. Á 1. maí lögðu aðstandendur Sameiningar 1. maí mikla áherslu á kröfuna: Sovétríkin burt úr Afganistan. Morgunblaðið birti fleiri en eina frétt um aðgerðir Sameiningar 1. maí. Ritstjórn Morgunblaðsins fær málgagn Kommúnistasamtak- anna sent hálfsmánaðarlega og hefur svo verið lengi, einnig með- an Verkalýðsblaðið var málgagn Einingarsamtakanna. í blaðinu birtast greinar um Afganistan og alþýðufjandskap Sovétríkjanna annars staðar, í nær hverju tölu- blaði. Síðast en ekki síst hafa Komm- únistasamtökin unnið að þvi að fá hingað fulltrúa afganskra þjóð- frelsissamtaka nú um nokkurt skeið. Birtist um það fréttatil- kynning frá herstöðvaandstæðing- um á Akureyri í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Vegna óþekktra orsaka kom fulltrúinn ekki til landsins á settum tíma, en það er enn unnið að því að fá hann til landsins. Ég trúi því ekki að óreyndu að allt þetta hafi farið framhjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins. Enn síður vil ég þurfa að halda því fram að Morgunblaðið sé að leyna því fyrir lesendum sínum að til séu kommúnísk samtök á íslandi sem berjast gegn Sovétríkjunum og stríðsbrölti þeirra ekki síður en þeir hafa unnið gegn heimsvalda- brölti Bandaríkjanna, sem vissu- lega hefur minnkað síðustu ár. Kommúnistasamtökin vilja styðja afgani sem mest þau mega og myndu áreiðanlega taka þátt í störfum stuðningsnefndar í því skyni. Kannski að hinn stóri Sjálfstæðisflokkur vilji hafa frumkvæði að stofnun hennar? Sterkar raddir eru uppi um það innan Kommúnistasamtakanna að þau drífi sig í að koma upp áðurgreindri stuðningsnefnd með haustinu. Að vísu virðast óform- legar undirtektir samtaka og flokka heldur dræmar, en það er gott að sjá áhyggjur Morgunblaðs- ins vegna lítils stuðnings íslend- inga við afgönsku þjóðina. Ef einstaklingar og samtök samein- ast um eina kröfu: Sovétríkin burt úr Afganistan, þá væri ef til vill unnt að mynda allöfluga stuðn- ingshreyfingu. Ég fer þess á leit við leiðarahöf- undinn tvínefnda að hann upplýsi hvers vegna hann lét samtökin sem ég er talsmaður fyrir ekki njóta sannmælis í sunnudagsleið- ara sínum. Ari T. Guðmundsson formaður Kommúnistasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.