Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
15
Hópur andófsmanna gengur í mótmælagöngu í Basauri, einu
úthverfi Bilbao. Þjóövaröliöar skutu á hópinn og særðist einn
maöur alvarlega.
áttu. Hann bandaði frá sér og
sagði að það tjóaði ekki að
hrærast í fortíðinni. Það sem
gilti nú væri valdbeiting — ekki
ofbeldi — en valdbeiting, hvern
mun sem hann sá nú á því. Auk
þess sagðist hann ganga út frá
því að almennt væru Baskar og
Islendingar ólíkir á mörgum
sviðum. „Hver verður að beita
þeim meðulum, sem hann telur
að eigi við á hverjum stað og
hverju sinni," sagði hann.
Við mæltum okkur mót um
kvöldið. Þau starfa ekki beinlínis
með ETA, en þau þekktu einn,
„sem hefur drepið marga,“ eins
og þau sögðu roggin. Þau ætluðu
að athuga, hvort hann vildi hitta
mig, þó ekki væri nema augna-
blik. Annars væri lögreglan far-
in að hafa auga með honum, svo
að þessa daga léti hann lítið
fyrir sér fara og væri nýkominn
frá suður Spáni.
Við hittumst í gömlu og held-
ur óhrjálegu húsi í útjaðri San
Sebastian. Það var heldur öm-
urleg vistarvera sem hann og
stúlkan hans, þegjandaleg og
önugleg og fríð, höfðu yfir að
ráða, enda þurfa þau oft að
skipta um dvalarstað af öryggis-
ástæðum og þegar er verið að
stríða fyrir hugsjónir þýðir ekki
að vera með hugann við að sanka
að því sem mölur og ryð fá
grandað. Hann sagði mér að
hann hefði byrjað fyrir alvöru að
drepa löggur fyrir tveimur árum
og nú væri hann einnig búinn að
fara nokkrar ferðir til Suður
Spánar að koma fyrir sprengj-
um. Hann sagði að það væri
verulega örvandi að vinna innan
hreyfingarinnar, vegna þess hve
mikinn meðbyr hún hefði og
hann ykist stöðugt. Hann bar
byssu á sér og var alitaf að fikta
við hana. Ég spurði hvort hún
væri hlaðin. Hann gekk léttum
skrefum út að glugganum og
hleypti af skoti ... Eg bað hann
blessaðan að leggja þetta vopn
til hliðar, fyrir utan að vera
flughrædd, væri ég byssuhrædd.
Hann hló við hæðnislega og
tautaði eitthvað heldur neikvætt
um kvenfólk, sem ég treysti mér
ekki til að mótmæla, amk. ekki
meðan byssan var innan seil-
ingar og ég fékk sterklega á
tilfinninguna að skapgerðin væri
ekki sérlega tamin.
Hann talaði ekki ensku, en
ungi pilturinn sem gæti eins og
annað heitið Carlos túlkaði. Ju-
an sagði að hann skildi ekki einu
sinni spönsku — svo glotti hann
og sagðist skilja hana, það væri
bara prinsipp að láta sem hann
gerði það ekki. Hann sagði að sú
afstaða gerðist æ algengari í
Baskalandi og miklu meiri rækt
væri lögð við tunguna, og þetta
fékk ég staðfest hjá mörgum.
Ég spurði hann hvort ETA
gæti ekki hugsað sér að gefa
Vitoria stjórninni smáfrið til að
sýna, hvort hún gæti ekki á
einhvern hátt komið til móts við
kröfur og þarfir þjóðernissinn-
aðra Baska.
Hann spurði mig á móti hvort
ég hefði hitt einhvern Baska sem
væri ekki þjóðernissinni og því
varð ég að svara neitandi. Hann
bætti við þeirri skoðun sinni að
Vitoriastjórnin hefði reynzt
hálfgerður leppur fyrir Madrid-
stjórnina og ekki sýnt í neinu þá
tilburði, sem gerðu að verkum,
að Baskar bætu treyst henni.
Hann kvaðst leyfa mér að ítreka
og benda mér á í fullri vinsemd,
að sá stjórnmálaflokkur væri
naumast til í Basklandi, sem
væri ekki þjóðernissinnaður og
það þýddi í framkvæmd að
nánast allir flokkarnir hefðu á
einn eða annan hátt tengsl við
ETA, þótt þeir sýndu ekki þann
kjark að viðurkenna það opin-
berlega og sumir gengju svo
langt að afneita hreyfingunni.
Þegar við Juan höfðum kvaðzt
og ég gekk niður hrörlegar
tröppurnar í fylgd með Carlosi
ungsveini, heyrði ég skothvell,
hrökk í kút og leit upp í
gluggann. Þar stóð Juan, veifaði
og brosti svo að skein í gulltönn
og hleypti af enn einu skoti,
væntanlega í heiðursskyni.
WEIDERS VINYL - VARIN LYFTINGA-
TÆKI 0G HANDLÓÐ TIL HEIMANOTA
HÁVAÐALAUS í notkun, ryöga ekki, skemma ekki gólf.
Mjög gott sett til heimaæfinga.
Við víljum benda lyftingamönnum og
íþróttafélögum á aó vió getum pantað
Weíder lyftingatæki, sem eru viður-
kennd fyrir keppni og öll hjálpartæki og
bekki, sem lyftingamenn þurfa á að
halda.
Lyftingasettið er:
1 stöng, 1.50 m með festingum, 2
handlóða-stangir með festingu, 12 lóð,
kennslubók í lyftingum og sex vegg-
spjöld.
Sports Equipment Co. Ltd.
Pöntunarsími 44440
Einkaumboð á íslandi:
Póstversl.
HEIMAVAL
Box 39, Kópavogi
Hringdu í dag og fáðu nánari upplýsingar um heimsþekktu lyftingatækin frá WEIDER.
4
Á
Philips
Ástaeöur fyrir
kaupum
á PHILIPS
eldavél...
1e Philips bakarofna er hægt aö fá sjálfhreinsandi, meö
klukku, tímarofa, grillelementi og snúningsteini.
• Verö á Philips bakarofnum er frá kr. 172.790
3
4
• Á Philips 4ra hellna borðum eru tvær sjálfvirkar
hellur, gaumljós og stjórnborð til hægri.
• Verö á Philips helluboröi er frá kr. 150.380
Viðhaldsþjónusta sem þú getur treyst.
Þú kaupir Philips fyrir framtíðina.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 —15655