Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
29
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
umsjón: Sighvatur Blöndahl
„Húsgagnaverk-
ef nið66 gengur vel
„ÞAÐ ER óhætt að segja, að
verkefnið sé vel á veg komið, “
sagði Ingjaidur Ilannibalsson,
deildarstjóri tæknideildar Félags
islenzkra iðnrekenda, er Mbl.
innti hann eftir þvi hvernig
gengi með hið svokallaða „Hús-
gagnaverkefni“, sem verið hefur
i gangi á undanförnum mánuð-
um.
„Það er þegar búið að gera
úttekt á 12 fyrirtækjum í iðn-
greininni og fyrirtækin eru um
þessar mundir að fá tillögur að
breytingum á framleiðsluaðstöðu
sinni og flest þeirra hafa þegar
tjáð sig viljug að fara út í þessar
breytingar, sem munu auka fram-
leiðni þeirra töluvert," sagði Ingj-
aldur ennfremur.
Þá sagði Ingjaldur, að búið væri
að halda fyrri hluta námskeiðs
fyrir framleiðslustjóra og verk-
stjóra, en síðari hluti námskeiðs:
ins fer fram í næsta mánuði. í
byrjun september er svo í bígerð
að halda námskeið í markaðssetn-
ingu, en það mun taka allan
mánuðinn. í kjölfar þess verður
svo væntanlega haldið námskeið í
vöruþróun, en jafnhliða því er
hugmyndin að hefja markvisst
vöruþróunarstarf úti í fyrirtækj-
unum sjálfum.
Fréttir frá Sví-
þjóð og Noregi
INNFLUTNINGUR Norðmanna
fyrstu fimm mánuði ársins var að
verðmæti um 34 milljarðar
norskra króna, eða sem næst
3400 milljörðum íslenzkra króna.
Á sama tima í fyrra fluttu
Norðmenn inn vörur fyrir tæp-
lega 25 milljarða norskra króna,
eða sem næst 2500 milljörðum
islenzkra króna.
Verðmæti útflutnings fyrstu
fimm mánuðina nam hins vegar
um 35,5 milljörðum norskra
króna, eða sem næst 3550 millj-
örðum íslenzkra króna. Á sama
tíma árið áður var talan um 24
milljarðar norskra króna, eða sem
næst 2400 milljörðum íslenzkra
króna.
Verðmæti Norðursjávarolíunn-
ar fyrstu fimm mánuðina í út-
flutningi var um 12 milljarðar
norskra króna, eða sem næst 1200
milljörðum íslenzkra króna, en
var á sama tíma í fyrra 4,6
milljarðar norskra króna, eða sem
næst 460 milljörðum íslenzkra
króna.
Iðnaðar-
framleiðsla Svía
IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA í Sví-
þjóð óx um 6% fyrstu þrjá mánuði
ársins, sé miðað við sama tímabil í
fyrra. Langmest varð aukningin í
pappírsiðnaðinum eða sem næst
29%. Þar hefur framleiðslan ekki
aukist svo mikið til fjölda ára.
Stálframleiðsla, sem hefur farið
heldur halloka undanfarin mis-
seri, rétti eilítið úr kútnum, en var
aukningin um 2% miðað við sama
tímabil í fyrra.
Viðskipti með
kreditkort haf in
Haraldur Ilaraldsson, stjórnarformaður Kreditkorta, verzlar hér
fyrstur manna með kreditkorti i verzluninni Tékk-kristall.
NÝR ÞÁTTUR í viðskiptalífi hér
á landi hófst fyrir skömmu, en
það var þegar viðskipti með
íslenzka Eurocard kreditkortið
hófust.
Það var stjórnarformaður fyrir-
tækisins Kredithort h.f., Haraldur
Haraldsson, sem fyrstur verzlaði
með íslenzka kreditkortinu í verzl-
uninni Tékk-kristall.
Kreditkort h.f. hefur gefið út
handbók fyrir þá, sem fá Eurocard
kreditkort, og eru þar skráð þau
fyrirtæki sem eru í Eurocard
þjónustunni, en það eru um 150
fyrirtæki í dag.
TOYOTA
Lokað vegna sumarleyfa
frá 21.7-11.8.
Olíuskipti og nauösynleg þjónusta viö nýjar
bifreiðar verður þó veitt á verkstæöi umboðs-
ins.
TOYOTA
umboðið
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI
SÍMI44144
Betrl gæðl — og fljótarl þjónusta -|
það er elnkenni TOYOTA
Auglýsing
Nám í uppeldis- og kennslufrædum
fyrir framhaldsskólakennara, sem annast verkgreinakennslu eöa starfa við sérskóla og
fullnægja skilyröum laga nr. 51/1978 um embættisgengi kennara og skólastjóra að því er
varöar menntun í kennslugreinum en skortir tilskilin próf í uppeldis- og kennslufræðum,
verður í Kennaraháskóla íslands.
í samræmi við 13. gr. laga nr. 51/1978 um embættisgengi kennara verður námið 30
námseiningar i og dreifist á tímabilið frá hausti 1980 til júlímánaðar 1982. Gert er ráð fyrir að
námiö greinist á tímabiliö frá hausti 1980 til júlímánaðar 1982. Gert er ráð fyrir að námið
greinist í tvennt og er annar hluti þess, sem merktur er með bókstafnum A, ætlaöur kennurum
sem geta sótt nám reglulega að vetrinum, en hinn hlutinn, merktur bókstafnum B, er ætlaöur
kennurum sem hafa búsetu svo fjarri Reykjavík að ekki verður við komið að sækja vikulega
kennslu á starfstíma skólanna.
Skipulag námsins er miöaö við það að kennarar sem sækja það geti stundað kennslu meðan
á námi stendur.
A-námskeiðið er ráögert aö hefjist 25. september 1980 með þriggja daga samfelldri kennslu,
þ.e. kennt veröi fimmtudag, föstudag og laugardag. Síöan verði kenndar 8 stundir á viku í tvo
vetur. Á mánudögum 3 stundir (kl. 15—18) og miövikudögum 5 stundir (kl. 13—18). Náminu
lýkur meö 6 vikna kennslu vorið 1982.
B-námskeiöiö er ráðgert aö hefjist meö 5 daga kennslu í janúar 1981 og því lýkur á sama tíma
og A-námskeiöinu 1982.
í grófum dráttum er kennslutíma og vinnu þátttakenda skipt sem hér segir:
A-námskeið:
1. Haustnámskeið 25.-28. sept. 1980
2. Kennsla veturinn 1980—81 8 vst. í 25
vikur
3. Kennsla veturinn 1981—82 vst. í 25
vikur
4. Sumarnámskeiö 1982 6 vikurx30 vst.
5. Æfingakennsla 3x30 vst.
6. Heimaverkefni og ritgeröir.
B-námskeið:
1. Námskeið íjanúar 1981 1 vika
2. Sumarnámskeið 1981 6 vikur
3. Námskeið haustið 1981 1 vika
4. Janúar 1982 1 vika
5. Sumarnámskeiö 1982 6 vikur
6. Heimaverkefni og ritgerðir
7. Æfingakennsla
Umsóknir skal senda til verk- og tæknimenntunardeildar menntamálaráöuneytisins fyrir 15.
ágúst næstkomandi á sérstökum umsóknareyöublöðum sem fást í ráöuneytinu og í
Kennaraháskóla íslands.
Kennaraháskóli íslands 15. júlí 1980
Rektor
Lokaútsala
allt á að seljast
Fatnaður og vefnaðarvara á stórlækkuðu verði
Dömu og herrabuxur frá kr. 8.900.-
Barnabuxur frá kr. 4.900,-
Sumarjakkar
á dömur, herra og börn frá kr. 6.900.-
Efni: Flauel, denim, poplín, flannel, fóöur o.fl., o.fl.
Komið snemma og náið því besta.
Verksmiðjusala
Skipholti 7.