Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 Saudi-Arabar hjálparþurfi London. 16. júní. AP. PAKISTANAR munu bráftleKa senda tvœr herdeildir til Saudi- Arabíu, til verndar konuníjs- fjólskyldunni þar ge«n fjölda- hreyfintíu. sem söfíð er ó«na þarlendum yfirvöldum. að þvi er dagblað í I.ondon. sem skrifað er á „urdu“. máli Pakistana. fullyrti í dají. f* ti Biðröð í bjórinn í Kína IVkinK. lfi. júlí. AI’. MIKIL bjórþurrð er í Kína um þessar mundir. I Shanxhai er ástandið til að mynda það slæmt. að ýmsir tækiíæris- sinnar hafa Kripið til þess ráðs að braska með bjór. og sumar verzlanir selja við- skiptavinum ekki bjór nema þeir kaupi aðra vöru fyrst. t.d. DrekavindlinKana grænleitu. Gripið hefur verið til bjór- skömmtunar þar sem bruK(?hús hafa ekki undan að framleiða upp í eftirspurnina, sem alla jafnan er meiri að sumri en vetri. Víða í Peking gefur að iíta tilkynningar í búðum að þar sé engan bjór að hafa. Þegar von er á bjórflutninga- bifreið myndast langar biðrað- ir við útsölustaði. Eitt af blöðum Pekingborgar hefur hvatt til þess að gripið verði til sérstakra neyðarúr- ræða til að auka bjórfram- leiðsluna. Blaðið sagði, að þingið í Pakist- an hefði samþykkt að verða við hjálparbeiðninni, en ekki væri vitað hve mikið Saudi-Arabar ætluðu að greiða fyrir aðstoðina. Hreyfingin er sögð tengjast trúarhópi Shiita, en 2—300 menn úr trúflokknum tóku á sitt vald moskuna í Mekka fyrir u.þ.b. ári en voru hraktir þaðan út. Skæruliðar aðþrengdir Kampútseu. 16. júli. AP. SKÆRULIÐAR Pol Pots. Rauðu khmerarnir, viðurkenndu í dag. að þeir væru aðþrengdir. eftir árásir víetnamskra hermanna á fjallavígi þeirra nála'gt thai- lensku landamærunum. Kambódískur skæruliði sagði, að Víetnamar hefðu náð á sitt vald mikilvægri brú, á leiðijni til stöð- va Rauðu khmeranna, en skæru- liðarnir hefðu nú skipt sér upp í litlar fylkingar, til þess að geta gert skyndiárásir á víetnamskan liðsöfnuð. Frá öðrum stað i Kampútseu bárust fréttir af miklum matvæla- skorti, og sagði læknir, sem þar var staddur, að mikil hætta væri á hungurdauða á svæðinu. Rauði krossinn hætti að senda matvæli til héraða, sem enn eru á valdi Rauðu khmeranna, vegna þess að talið var að skæruliðarnir rændu meirihluta birgðanna. Enn hrakar keisaranum New York. 15. júli. AP. HIÐ hálfopinbera blað í Kairó. Al Ahram. sagði i dag. að heilsu fyrrum íranskeisara hefði enn einu sinni hrakað skyndilega i gær- kvöldi. Líkamshiti keisara steig skyndilega i rúmar 39 gráður á Celcius og mætti taka það sem vísbendingu um nýja kvilla. Talsmaður keisara vísaði fregnun- um á bug, en bandarískur ráðgjafi keisara, sagði í viðtali við banda- ríska sjónvarpsstöð, að hin nýju veikindi gætu haft alvarleg áhrif á sýkingu á fæti keisarans. Hins vegar væri tæpast ástæða til að óttast, að keisarinn ætti skammt ólifað. Sovésku fyrirtæki bægt frá flotastöð SOVÉSKU fyrirtæki hefur verið bægt frá höfninni í Zeebriigge, þar sem Belgar og NATO hafa hernaðarlega mikilvæga flotastöð, að því er segir í tilkynningu frá belgisku stjórninni í dag. Fulltrúi stjórnarinnar sagði. að gripið hefði verið til þessa vegna hættu á njósnastarfsemi Rússa i höfninni. Flotastöðin í Zeebrúgge er smiðju, en fyrirtækið á nú þegar hernaðarlega mjög mikilvæg og stóra verksmiðju í Antwerpen. hergagnaflutningar til Atlants- Hafnaryfirvöld í Zeebrúgge hafsbandalagsins fara að mestu lýstu yfir óánægju sinni með leyti um höfnina þar. þessa ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar, en íbúar Zeebrúgge hafa Fyrirtækið, sem framleiðir reynt að laða að sér sovésk reipi og kaðla, hafði óskað eftir fyrirtæki, sem sýnt hafa borg- 10 hektara landsvæði við höfn- inni aukinn áhuga upp á síðkast- ina til þess að byggja kaðlaverk- jð,_ Samaranch kosinn forseti OL-nefndar Moskva. lfi. júli. AP. JUAN Antonio Samaranch frá Spáni var I dag kjörinn forseti Alþjóða ólympiunefndarinnar og mun hann taka við embættinu af Lord Killanin þegar Ólympíu- leikunum lýkur i sumar. Samaranch vann hreinan meiri- hluta í fyrstu umferð kosninganna og talið er að 75 af 85 meðlimum nefndarinnar hafi verið viðstaddir kjörið. Samkvæmt venju var kosning leynileg og engar tölur voru gefn- ar upp í lokin. Samaranch er tæplega sextugur og hefur verið sendiherra Spánar í Sovétríkjunum síðan 1977. Hann var kosinn í Alþjóða ólympíu- nefndina 1966 og tók strax virkan þátt í stjórn ólympíuhreyfingar- innar. Landsþing repúblikana Simamynd-AP. GERALI) FORD fyrrum Bandaríkjaforseti (tv) og Ronald Reagan forsetaefni Repúblikanaflokks- ins skrafa saman í Detroit þar sem landsþing repúblikana stendur yfir. Ihaldssöm stefnu- skrá samþykkt Frá önnu Bjarnadóttur fróttaritara Mbl. LANDSÞING Repúblikana- flokksins samþykkti i gær nýja stefnuskrá flokksins, sem er sú lengsta i sögu nokkurs banda- risks stjórnmálaflokks. Stefna flokksins nú er ihaldssamari en hún hefur verið lengi. Ronald Rcagan, sem hlýtur útnefningu flokksins i kvöld er ánægður með hana en demókratar eiga væntanlega eftir að gagnrýna margt i henni á næstu mánuð- um. Repúblikanar lofa í stefnu- skránni að vinna að endurreisn efnahagslífs í Bandaríkjunum, enduruppbyggingu varnarmála þannig að Bandaríkin hafi aftur yfirburði á sviði hernaðarmála í heiminum og rannsóknum í orkumálum. Eining ríkir í flokknum um þennan hluta stefnuskrárinnar, en nokkur óánægja rtkir meðal frjálslynd- ari flokksmanna með þá stefnu, að aðeins þeir, sem eru á móti fóstureyðingum, verði skipaðir dómarar og andstöðu flokksins við breytingartillögu við stjórn- arskrána varðandi jafnrétti kynjanna. Margir óttast að sú stefna flokksins geti kostað hann mikið fylgi en hugga sig við að kosningarnar muni líklega snúast um efnahagsmál fyrst og fremst, og þar standa demókrat- ar illa að vígi. Carter gagnrýnd- ur harðlega Ræðumenn þingsins á þriðju- dagskvöld, sem voru meðal ann- arra John J. Rodes, leiðtogi minnihlutans í fulltrúadeild bandaríska þingsins, Barry M. Goldwater, öldungadeildarþing- maður frá Arizona, John B. Connally, fv. ríkisstjóri Texas, Jack Kemp, fulltrúadeilarþing- maður frá New York og Henry A. Kissinger, fv. utanríkisráð- herra, gagnrýndu allir Jimmy Carter forseta harðlega. Rhodes sagði að Carter notaði sér gísl- ana í Iran í pólitískum tilgangi annars eru gíslarnir nefndir furðu sjaldan á þinginu og nokk- ur skyldmenni þeirra hafa gagn- rýnt báða stjórnmálaflokkana fyrir að hafa lagt baráttuna fyrir lausn þeirra á hilluna. Goldwater var fagnað ákaf- lega. Hann tapaði forsetakosn- ingunum 1964 fyrir Lyndon B. Johnson með miklum mun at- kvæða og var íhaldssömum skoð- unum hans kennt þar um. í gær var hann kallaður einn merkasti .cpúblikani aldarinnar og þess óskað, að hægt væri að hverfa aftur til 1964 og heyja baráttuna að nýju. Connally, sem sóttist eftir forsetaútnefningu flokksins í byrjun forkosningabaráttunnar, sagði að þjóðin þarfnaðist Reag- ans sem forseta. Hann var í bílnum með John F. Kennedy, þegar Kennedy var myrtur í Dallas, Texas. A þriðjudagskvöld notaði hann setningar úr for- kosningabaráttu Edwards Ken- nedys gegn Carter og sagðist vera sammála Kennedy um, að nýr forseti verði að taka við stjórn landsins. Kissinger var tekið kurteis- lega, en ekki með neinum ósköp- um. Hægri vængur flokksins kennir honum að miklu leyti um afturför varnarmála Bandaríkj- anna undanfarin ár, þeir gagn- rýna detente-stefnu hans, afdrif Víetnamstríðsins undir stjórn- arsetu hans og svo mætti lengi telja, en ræða hans á þriðjudag var mjög harðorð í garð Carters, og hann sagði, að kjör Reagans myndi setja enda á rugling, samdrátt og veikleika í utanrík- ismálum þjóðarinnar. Ford, Bush, Kemp Kemp, sem er einn þeirra, sem Reagan gæti kosið sem varafor- setaefni sitt, ávarpaði þingið á þriðjudag. Honum var tekið með ærslum og látum, og ótrúlega mörgum spjöldum með nöfnum hans og Reagans var veifað, sem sýndu mikinn stuðning við hann sem varaforseta. Hann þykir íhaldssamur, er annar höfunda Kemp-Roth-tillögunnar í banda- ríska þinginu um 30 prósent lækkun tekjuskatta. En í gær var Gerald Ford aftur nefndur sem líklegasta varaforsetaefni Reagans, þótt Reagan og Ford neituðu því. George Bush þykir enn einna líklegastur til að verða fyrir valinu, en hinir íhaldssamari í flokknum eru ekki hrifnir af honum og nefndu sjálfir Hesse Helms, öldungadeildarþingmann frá Norður-Karólínu, sem bezta kostinn. Guy Vaner Jagt, fulltrúadeild- arþingmaður frá Michigan, sem einnig hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni, átti að flytja lykilræðu landsþings- ins í gær. Henni var þó seinkað um einn dag, því þegar aðrir ræðumenn kvöldsins höfðu lokið ræðum sínum, var klukkan orðin margt og, eins og fundarstjóri sagði, sjónvarpsáhorfendur farnir að sofa og ekki þess virði að flytja eina mikilvægustu ræðu þingsins. Samkvæmt síðustu frétta- stofufregnum hófu ráðgjafar Reagans í dag viðræður við aðstoðarmenn Geralds Fords, fyrrum forseta, með það að markmiði að fá Ford til að ganga til liðs við Reagan, en Ford hefur lýst sig mótfallinn allri hlutdeild í stjórnsýslunni. í gærkvöldi áttu aðstoðarmenn Reagans og Fords viðræður þar sem freista átti þess að fá Ford til að gefa kost á sér í embætti varaforseta. Herma fregnir að flest hafi verið lagt í sölurnar til að fá Ford til að fallast á að verða varafor- setaefni Reagans við forseta- kosningarnar í nóvember næst- komandi. Nixon, fyrrum Bandaríkjafor- seti, lýsti yfir stuðningi við Reagan í dag, einkum hrósaði Nixon afstöðu Reagans til ým- issa málefna, sérstaklega á sviði utanríkismála. Rómaði Nixon framgöngu Reagans á erlendum vettvangi. Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra, lýsti í gær ánægju sinni með utanríkisstefnu Reag- ans, hún færi mjög að hans eigin skoðunum. Kissinger þykir utan- ríkisráðherraefni komist Reagan í Hvíta húsið eftir kosningarnar í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.