Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 33 keppandi í unglingaflokki, var það Ragnar Alfreðsson frá Snæfellingi. Ótrúlega góðir tímar Það verður ekki annað sagt en að mjög góður árangur hafi náðst út úr kappreiðunum þrátt fyrir lélegar aðstæður. Áttahundruð metra brautin liggur eins og hálfmáni um beinu brautina sem notuð er í styttri vegalengdirn- ar. Styttri brautin var töluvert betri, enda náðust líka betri tímar á henni. í undanrásum fyrir 800 m stökk , virtust hestarnir mjög óöruggir og vissu ekki hvert þeir áttu að hlaupa. Ástæðan var sú að þeir þekktu fæstir brautina, en henni var algjör- lega lokað á kvöldin fyrir allri umferð, áður en kappreiðar hófust, þannig að hestarnir fengu ekki tækifæri til að kynnast brautinni og kom þetta mjög illa niður á nokkrum hestanna, en þegar yfir lauk stóð Gnýfari Jóns Hafdal uppi sem ör- uggur sigurvegari, knapi á honum var Sigurður Sigurðsson. Gnýfari hljóp á 60.1 sek, annar varð Gutti Sigursteins Sigursteinssonar, knapi Hinrik Bragason á 61.3 sek. og þriðji Móri, eigandi og knapi Harpa Karls- dóttir, á 61.6 sek. I 800 m. brokki var óvanalega mikil spenna og óvænt úrslit. En þar sigraði Svarri Maríu Eyþórsdóttur og knapi Marteinn Baldimarsson á 1.40.6 mín. Annar Frúar-Jarpur Unnar Einarsdóttur og knapi Krist- inn Guðnason, á 1.41.1 mín. Þriðji varð Reykur Njáls Þorgeirssonar, knapi Ragnar Hinriksson. Hljóp hann á 1.43.2 mín. Til gamans má geta þess að Reykur er sonur Þotu frá Innra-Leiti, sem var afkvæma- sýnd, Reykur var einnig skráður varahestur Snæfellings í gæðinga- keppni aihliða hesta. I 350 m. stökki var töluverð spenna og úrslit ekki ráðin fyrr en á marklínu í úrslitaspretti. Einnig voru úrslitin þar frekar óvænt. Maður hafði það á tilfinningunni að Glóa myndi sigra en svo varð þó ekki, því hún lenti í þriðja sæti á sama tíma og Stormur, en sjónar- mun á eftir eða 24.7 sek. Fyrstur varð hinsvegar Óli frá Neðradal, eigandi Guðni Kristinsson, Skarði og knapi Steingrímur Viktorsson á 24.6 sek. Annar varð Stormur Hafþórs Hafdal eins og áður er sagt, knapi Sigurður Sigurðsson og eigandi Glóu er Hörður G. Albertsson, knapi Hörður Harðarson, en Glóa varð í þriðja sæti. í 250 m. unghrossahlaupi var einnig töluverð spenna. Þar sigraði Hrímnir Ásgeirs og Óla Herbert.s- sona og knapi Ásgeir Herbertsson. Hrímnir hljóp á 18.7 sek., önnur varð Hnallþóra Svanborgar Magnúsdótt- ur, knapi Leifur Helgason, á 18 sek. og í þriðja sæti varð Lýsingur Fjólu Runólfsdóttur og knapi Eiður Krist- insson, á 18.9 sek. I 250 m. skeiði náðust hvað bestir tímar. Alls voru 5 hestar undir 24 sek. og einn undir 23 sek. Það voru tveir stólpa gæðingar sem voru í tveim efstu sætunum, en þeir eru Þór Þorgeirs í Gufunesi með Sigurð Sæmundsson innanborðs á 22.8 sek. Til gamans má geta þess að Þór var riðið í gæðingakeppni fyrr í sumar með einkunn upp á 8.65 sem er mjög gott afrek. Annar varð Frami Er- lings Sigurðssonar, sem hann einnig sat. Tími Frama var 23.1 sek. Það má geta þess hér að Frami hefur hlaupið í sumar á 22.3 sek. á kappreiðum, og í þriðja sæti var svo Funi Bjarna Ágústssonar, knapi Gunnar Árnason, á 23.3 sek. Segjast verður eins og er að kappreiðarnar voru tvímælalaust lakasti þáttur þessa móts þrátt fyrir góða tíma. Er þar um að kenna fyrst og fremst kappreiðadómnefnd og ræsum mótsins. Mikillar óánægju gætti meðal knapa og forráðamanna kappreiðahesta með ræsa og ýmsar ákvarðanir kappreiðadómnefndar. Miklar tafir urðu oft við ræsingu og virtist sem mönnum væri farið að leiðast biðin og er þá vægt til orða tekið. En þrátt fyrir ýmsa annmarka er ekki annað hægt að segja en mótið hafi heppnast vel þegar á heildina er litið og ekki er laust að mann hlakki til að fara á næsta stórmót að Kaldármelum. V.K. Stykkishólmur: Mikið um ferðamenn Stykkishólmi 13. 7.1980. TÍÐARFAR það sem af er sumri hefir verið ágætt hér um slóðir, þurrt og gott veður og sól. mikið minna um regn en oft áður og kemur það auðvitað niður á grasvexti, en hann er samt sem áður góður. sláttur hafinn og virðist allt leika við mann hvað það áhrærir um þessar mundir. Flestir bátar hafa nú um skeið legið við bryggjur og bíða þess að nú megi senn fara að veiða skelina en það verður fyrstu daga ágúst- má'naðar eða eftir verslunarmannahelgina. Með tilliti til þessa skrapa menn nú og mála bátana og ganga sem best frá þeim til veiðanna. Þó eru ekki allir bátar sem hugsa til skeljanna, heldur eru einnig stundaðar rækjuveiðar hér og einnig togveiðar og hefir afli verið misjafn eins og gengur og gerist. Talsvert hefir verið um ferða- menn bæði innlenda og erlenda og nú hefir hótelið með sínum kostum og fyrirgreiðslu komið í góðar þarfir, enda kunna menn að meta það og koma aftur og aftur. Eins og áður hefir verið sagt stendur hótel- ið á einum fegursta stað í bænum og þaðan er víðsýnt og fagurt útsýni í allar áttir. En það sem skiptir mestu máli er fyrirgreiðsl- an og mun hún vera í góðu lagi. Þá eru samgöngurnar góðar. Rútan á hverjum degi, flugvélar 5 sinnum í viku, og svo Baldur sem auðveldar ferðamönnum að komast yfir fjörðinn með bíla sína og styttir þeim sem fara á Vestfirði leiðina að miklum mun, enda óspart notaður til þess. Baldur fer í júlí og ágúst ferðir um Breiðafjörð með viðkomu í Flatey sem hér se'gir, mánudaga frá Stykkishólmi kl. 9 árdegis og frá Brjánslæk kl. 14.30. Fimmtu- daga kl. 10 frá Stykkishólmi og frá Brjánslæk kl. 14.30. Föstudaga kl. 14 frá Stykkishólmi og kl. 18 frá Brjánslæk og laugardaga kl. 10 frá Stykkishólmi og er þá siglt um suðureyjar, tilkomumikil ieið og frá Brjánslæk er þá farið kl. 15.30. A Baldri geta menn fengið veit- ingar og um sumarið er veitinga- hús opið í Flatey. Þá má geta þess að hópar geta fengið Baldur leigðan sérstaklega í ferðir á sunnudögum og hefir það verið notað. Byggingarvinna er hér mikil í sumar og eru báðar trésmiðjurnar hér fullnýttar og meira en það. Verkefni nóg og jafnvel til lengri tima. Unglingavinna hefir verið hér talsverð í bænum og því ekki um atvinnuleysi að ræða. Hver starfandi hönd hefir nóg verkefni. Þá eru miklar framkvæmdir á vegum hreppsfélagsins svo sem gatnagerðar, skólabyggingar og fleira. Ekki verður enn ráðið hvort berjaspretta verður mikil í ár, en undanfarin ár hefir hún verið sáralítil hér um slóðir. Fréttaritari. Öllum mínum kæru vinum nær og fjær, félaga- samtökum og einstaklingum, færi ég mitt hjartans þakklæti fyrir þann heiður og vinarhug er þiö sýnduö mér á svo margvíslegan hátt, og gjörðu áttræðisafmælisdaginn mér ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Vilhjálmur Bjarnason Auglýsing Evrópuráöið býður fram styrki til framhaldsnáms starfandi og veröandi iðnskólakennara á árinu 1981. Styrkirnir eru fólgnir í greiöslu fargjalda milli landa og dvalarkostnaöar (húsnæði og fæöi) á styrktímanum, sem getur oröið einn til sex mánuöir. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26—50 ára og hafa stundaö kennslu viö iðnskóla eöa leiöbeiningarstörf hjá iðnfyrirtæki í a.m.k. þrjú ár. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist ráöuneytinu fyrir 15. september 1980. Menntamálaráöuneytið, 15. júlí 1980. V E R Z LU N I N GEfsiRj Nýkomnir Dömu-, herra- og barnatréklossar THORITE iiil !i steinprýði V/'Stórhöfða sími Steypugalla- viðgerðarefni Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl. Thorite ertilvgliðtil viðgerða á rennum ofl. Það þornar á 20 mínútum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.