Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
43
Ólympíulið íslands:
• Á meðfylgjandi mynd má sjá ólvmpíulið íslands, sem lagði í hann til Moskvu i morgun. í aftari röð frá
vinstri eru Hreinn Halldórsson. Oskar Jakohsson. Bjarni Friðriksson. Viðar Guðjohnsen ok Guðmundur
Þórarinsson. Fyrir framan frá vinstri eru Sveinn Björnsson, Bra«i Kristjánsson, Sigurður Björnsson.
Halldór Guðbjörnsson, Oddur Sijfurðsson. Guðmundur Ileljíason, borsteinn Leifsson ojf Birjfir
Borjfþórsson. Ljósm. Kristinn.
Austri þokast
nær 3. deildinni
MÖGULEIKAR Austra á því að
bjarga sér frá falli i 3. deild eru
ekki miklir. eftir að hafa tapað
stigi til Armenninjfa er liðin
leiddu saman hesta sina i 2.
deiidinni á Eskifirði i gærkveldi.
Lokatölur leiksins urðu 2—2,
jafntefli, eftir að Austri hafði
verið tveimur mörkum yfir í
hálfleik.
Það er skemmst frá að segja, að
fyrri hálfleikur var alger ein-
stefna að marki Ármanns og hvað
eftir annað björguðu þeir á elleftu
stundu þegar voðinn virtist vís.
Þeir réðu þó ekki neitt við neitt á
20. mínútu leiksins, er Steinar
Tómasson skoraði fyrra mark
Austra með þrumuskoti af 25
metra færi. Hafnaði knötturinn
alveg úti við stöng og var skotið
með öllu óverjandi. Austramenn
tvíefldust við velgengnina og á 37.
mínútu bætti Bjarni Kristjánsson
öðru marki við af stuttu færi, eftir
að þvaga hafði myndast við mark
Ármenninga.
Fyrstu 15 mínútur seinni hálf-
leiks voru enn fremur einkaeign
Austramanna. Þá sóttu þeir lát-
laust og lætur nærri að þeir hafi
komist fimm sinnum á auðan sjó
við mark Ármanns, án þess þó að
koma tuðrunni á leiðarenda. Síðan
gerðist það, að Ármenningar skor-
uðu gersamlega gegn gangi leiks-
ins, var þar á ferðinni Viggó
Sigurðsson. Hann fylgdi vel eftir
er markvörður Austra hálfvarði
skot, náði knettinum og skoraði í
autt markið. Urðu nú hlutverka-
skipti með liðunum, Ármenningar
tóku að sækja stíft, en Austra-
menn að verjast. Það voru aðeins
tíu mínútur til leiksloka, er Ár-
manni tókst að jafna og þrátt
fyrir mikla sókn síðustu mínút-
urnar, tókst Austra ekki að snúa
dæminu við.
Ævar
Toyota-mótió í golfi:
Bíllinn skal
ganga út!
• Sigurvegararnir á meistaramóti GK sem fram fór um siðustu helgi.
I miðjunni cr sigurvegarinn Sveinn Sigurbergsson. Vinstra megin er
Sigurður Thor sem varð annar og Magnús Hjörleifsson til hægri varð
i þriðja sæti.
OPNA Toyota-mótið í golfi fer
fram á Hvaleyrarvellinum um
helgina. Rétt einu sinni er bifreið
í verðlaun. en nú skal hún ganga
út. í stað þess að afhenda hilinn
fyrir að leika holu í höggi á
einhverri tiltekinni braut (sem
enginn gerir þegar á þarf að
halda), fær sá bifreiðina sem fer
næst holu á 5. eða 17. braut.
Bifreiðin, sem afhent verður, er
glæný fjögurra dyra Toyota Cor-
olla, skattfrjáls, að verðmæti 6,5
milljónir króna.
Á laugardaginn hefst keppni
klukkan 8.00. Verður 3. flokkur
karla þá ræstur út. Klukkan 13.30
hefst síðan keppni í 2. flokki karla.
Einnig fer fram keppni í unglinga-
og kvennaflokki á laugardaginn.
1. flokkur karla verður ræstur
út klukkan 8.00 á sunnudagsmorg-
un, síðan öldungaflokkurinn. Síð-
astur, eða um klukkan 13.30,
byrjar meistaraflokkurinn keppni.
Auk bifreiðarinnar eru mörg veg-
leg verðlaun í boði, en Toyota-
umboðið gefur allt saman.
Hjólreiðakeppni
á Akranesi
skrá sig á lögreglustöðinni á
Akranesi og víðar.
KSí
2. aldursflokkur KS gerði góða
ferð til Reykjavikur um siðustu
helgi. Lék liðið tvo leiki í sinum
riðli i íslandsmótinu, gegn ÍK i
Kópavogi og gegn Gróttu. Sigr-
aði KS IK 3—0 og Gróttu II—0.
Góð bæjarferð að tarna ...
lA OG Bæjarblaðið á Akranesi
gangast fyrir hjólreiðakeppni á
Akranesi um helgina. Hefst
keppnin við iþróttavöllinn klukk-
an 13.30 á laugardaginn. Enn er
óákveðið hve langt hver flokkur
hjólar. en keppendum verður
skipt niður i aldursflokka, auk
þess sem keppendur á mjög
fullkomnum tækjum verða settir
í sér flokk.
Hér er algerlega um hraða-
keppni að ræða, sá vinnur sem
fyrstur kemur i mark. Hægt er að
búöir
Bonanza, Laugavegi 20. Lindin, Selfossi. Eplið, Isafirði.
Karnauær. Laugavegi 66. Hornabser, Hðfn Hornafirði. Þórshamar, Stykkishólmí.
Karnabær, Glæsibæ. Austurbær, Reyöarfirði. isbjörninn, Borgarnesi.
Karnabær, Austurstræti. Ram, Húsavík. Óðinn, Akranesi.
Bakhúsið, Hafnarfirði. Cesar, Akureyri. Verzl. Skógar, Egilsstöðum.
Fataval, Keflavík. Alfhóll, Siglufirði. Kaupfél. Rangæinga, Hvolsvelli.
Eyjabær, Vestmannaeyjum. Sparta. Sauðárkróki.