Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 23 I Við gosstöðvarnar í Gjástykki Er biadamaöur og Ijósmyndari voru stödd viö gosstöövarnar nyrst í Gjástykki um miðnætti var þar mikii fólksumferö og greini- legt aö fóik iét þaö ekki á sig fá, aö nokkuð erfitt var aö komast aö gosstöövunum, og voru ailir sammála um að þaö væri fyllilega þess viröi að leggja ó sig erfítt ferðalag til aó sjó eldsumbrotin. Nær allir, sem viö hittum, voru alteknir af hinni hrikalegu og jafnframt fögru sýn, sem viö augum blasti, er gengiö var upp á Snaga og horft yfir eldstöóvarnar og áttu varla nokkur orö til að lýsa því, sem fyrir augu bar. Viö tókum nokkra þeirra tali og ræddum einnig við fólk í Kröflu og í Mývatnssveit. HG. ■ útsýnisstaður eins og sjá má, hér sést hraunstraumurinn renna til norðurs þar sem hann dreifðist. uósmynd.r mw: Emm-a B,org fossaði niður í gjána við upphaf gossins, en nú er hún alveg horfin, og hraunið breiðir meira úr sér. Þá lagði vindinn í áttina til okkar og var lyktin svo sterk að hún olli manni verulegum óþægindum. Er ég ók áleiðis niður í Mývatnssveit aðfaranqtt föstudagsins var hreint ótrúlegt að sjá bjarmann af gosinu, sem bar við himin. Þetta er meira gos en ég hélt og það er einstaklega fallegt, en mér þótti þó marzgosið enn stórfenglegra, vegna þess hvernig það bar við sjóinn og því urðu andstæðurnar enn meiri. Það er svo mikill kostur hve vel þetta er staðsett, hér er það langt frá allri mannabyggð og getur varla valdið neinum skaða,“ sagði Ingólfur að lokum. Þetta verð- ur ógleym- anlegt • „Mér líst vel á þetta, þetta er svo stórfenglegt og fallegt," sagði Sigrún Gunnlaugsdóttir frá Geita- felli, er við hittum hana og Auði systur hennar við gosstöðvarnar. „Ég sá öskugosið líka, það virtist meira, en var ekki nærri eins fallegt." „Þetta verður ógleymanlegt," sagði Auður, „mér finnst þetta svo ótrúlegt, sérstaklega hve hraunið rennur hratt, það er alveg eins og stórfljót. Við sáum strókinn, þeg- ar gosið hófst en verðum ekki vör við þetta að öðru leyti niðri í Reykjahverfi. Við erum ekkert þreyttar eftir ferðina, en hálf- smeykar vorum við við að ganga yfir nýja hraunið,“ sögðu þær systur að lokum. Eg er nær orðlaus • „Þetta er stórfengleg og hrika- leg sýn, ég get ekki trúað því að ég sé hér,“ sagði Ronald Funk frá Vancouver í Kanada, sem staddur var við gosstöðvarnar ásamt konu sinni og dóttur. „Þetta er einstak- lega stórbrotið og svo sérstætt að maður er nær orðlaus. Ég átti von á því, að hér væri margt að sjá, en ég bjóst að sjálfsögðu ekki við neinu slíku. Ég er hér í þriggja vikna fríi ásamt konu minni, sem ættuð er úr Skagafirði, og dóttur. Er ég var að fara til íslands, þótti mér að þrjár vikur yrðu allt of langur tími og vinir mínir í Kanada spurðu hvað í ósköpunum ég ætlaði að gera í allan þennan tíma á Islandi. Nú finnst mér þetta allt of stuttur tími og vildi helzt vera mun lengur, þetta er stórkostlegt land og þjóð með sérstaka menningu," sagði Ronald Funk að lokum. Gosið hef- ur lítil áhrif á okkur • „Okkur finnst það góð ráðstöf- un þess, sem öllu stjórnar, að gosið skuli vera á þessum stað, svona mitt á milli sveita," sögðu bræðurnir Einar Gunnar og Hall- grímur Þórhallsson í Vogum, en er við hittum þá, voru þeir að slá með orfi og ljá í túninu hjá sér. „Þetta er stórkostlegt, en hvort hægt sé að segja það fallegt, vitum við ekki. Þetta hefur annars engin áhrif á okkur, nema það að við höfum auðvitað skoðað gosið. Hér í sveitinni hefur engra skjálfta orðið vart, eins og svo oft áður, en 27. og 28. apríl, voru hér hins vegar talsverðir skjálftar. Við vitum ekki til þess að hér sé nokkur skrekkur í fólki, þetta er svo langt frá okkur. Við erum heldur ekkert afbrýð- issamir, þó gosið sé Kelduhverf- ismegin, þeir mega eiga þetta, ef þeir kæra sig um. Við getum alltaf búizt við því að víðar gjósi, þetta er eldvirkt svæði og búast má við öllu, en við reiknum nú ekki með neinum öðrum Mývatnseldum, og erum ekkert hræddir um slíkt, þrátt fyrir tíð umbrot. En við verðum alltaf að vera viðbúnir hverju sem er,“ sögðu þeir bræður að lokum. Stórfeng- leg sjón • „Mér finnst þetta alveg stór- kostlegt", sagði Únnur Björnsdótt- ir er við ræddum við hana á Snagá við gosstöðvarnar. „Ég hef aldrei séð eldgos áður og býst ekki við að maður sjái nokkuð í líkingu við þetta nema einu sinni á ævinni. Það er sannarlega þess virði að leggja ýmislegt á sig fyrir svona lagað. Maður stendur bara alveg agndofa og orðlaus yfir því hve mikilfenglegt þetta er. Mér þótti dálítið uggvekjandi að ganga yfir nýja hraunið, það var svo mikill hiti í því að manni volgnaði á fótunum og ekki var nú laust við ég væri hálf smeyk“, sagði Unnur að lokum. Hefði ekki viljað missa af þessu • „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að sjá gosið," sagði Böðvar Jónsson frá Bláhvammi, ungur drengur sem við hittum ' ið gosstöðvarnar í fylgd með foreldr- um sínum. „Ég var svolítið hrædd- ur fyrst, en nú held ég að það sé engin hætta á að hraunið komi hingað. Ég var líka hálfsmeykur við að ganga yfir nýja hraunið, en ég hefði ekki viljað missa af þessu, ég hef aldrei séð svona nema í bók og það virtist miklu minna. Eg er nú orðinn dálítið þreyttur eftir ferðalagið og hlakka til að komast heim,“ sagði Böðvar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.