Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR
158. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Neistar fljúga á
kveimaráðstefnu
Kaupmannahofn. 16. júlí. AP.
SNARPAR umrœður urðu á
kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna i Kaupmannahöfn i
dag, er einn fulltrúi Bandaríkj-
anna, Sarah WeddinKton. Kagn-
rýndi fulltrúa Sýrlands ok Kúbu
fyrir að veitast að Bandarikjun-
um, ísrael og Eygptalandi á
ráðstefnu sem ætlað væri að
fjalla um réttarstöðu kvenna.
„TilKanKur þessarar ráðstefnu“
sagði hún, „er mikilvæKari en svo
að henni meKÍ stofna i hættu með
pólitisku skæklatoKÍ um óskyld
mál".
Einnig sakaði einn ráðstefnu-
fulltrúa Sovétríkjanna, Valentina
Tereshkova, fyrrverandi geimfari,
samtök heimsvaldasinna um að
■þyogja jafnréttisbaráttunni með
þvi að ala á spennu og vopnakapp-
hlaupi á alþjóðavettvangi. Kom
þar að konur frá tuttugu löndum
birtu yfirlýsingu þar sem hvatt
var tii að ráðstefnugestir reyndu
að forðast pólitísk deiluefni í
málflutningi sínum.
Samsærismenn
bíða dauðadóms
16. júli. AP.
ÍRANSKA byltingarráðið skip-
aði að landamærum landsins
skyldi lokað i 48 klukkustundir.
Börn höfð til
blóra í Texas
16. júlf - AP.
HITABYLGJAN í suður- og mið-
vesturrikjum Bandarikjanna
hefur þegar kostað 689 manns
lífið að sögn bandariskra emb-
ættismanna. í dag leit hins
vegar sú skoðun dagsins Ijós að
hitahylgjunni mætti einnig um
kenna að likamsmeiðingar á
börnum hafa stórum aukizt á
stöðum eins og Dallas i Texas.
Forstöðukona barnaverndar-
deildar heilbrigðisráðuneytisins í
Dallas, Carole Bowdry, sagði að
líkamsmeiðingum á börnum hefði
fjölgað jafnt og þétt frá 23. júní,
en þá lagðist hitabylgjan yfir
borgina.
Hitinn varð til þess að ríkis-
stjóri Alabama, Fob James, lýsti
yfir neyðarástandi á þriðjudag.
Neyðarástandi hafði þegar verið
lýst í Missouri. Mestur mun
hitinn þó hafa orðið í Kansas á
þriðjudag, 44 stig á Celsíus-
kvarða.
miðvikudag og fimmtudag, til að
varna því, að samsærismenn
gegn ríkisstjórn Ayatoilah
Khomeinis kæmust undan. Sam-
kvæmt frásögn útvarpsins i Te-
heran hafði þcgar tekizt að hafa
hendur i hári 500 manns þegar
síðast fréttist.
Forseti hæstaréttar landsins,
Ayatollah Behesti, sagði, að rétt-
arhöldin myndu fara fram fyrir
opnum tjöldum og yrði þeim
sjónvarpað. Hann sagði einnig, að
þeir sem sekir yrðu fundnir, ættu
yfir höfði sér dauðadóm.
Það var undir lok síðustu viku
að stjórnvöld í íran tilkynntu, að
þeim hefði tekizt að ráða niðurlög-
um samsæris gegn stjórn Kho-
meinis. Var jafnframt greint frá
því að sökudólgarnir hefðu haft í
ráðum að varpa sprengjum úr
herflugvélum á heimili erkiklerks-
ins svo og á önnur mannvirki í
Teheran og öðrum borgum.
Forseti Irans, Bani-Sadr, skýrði
frá því, að réttarhöld yfir samsær-
ismönnum myndu hefjast í dag
eða á morgun.
í öðrum fréttum frá Teheran
segir, að kaþólskum skóla í borg-
inní hafi verið lokað í dag og
prestar, er þar kenna, sakaðir um
njósnir í þágu Ísraelsríkis.
HARKALEGUR AREKSTUR
Ifjálparsveitir að störfum á slysstað eftir að hraðlest rakst á kyrrstæða vöruflutningalest sextíu
kílómetra suðaustur af bænum Soria á Spáni. Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið i
árekstrinum og þrjátiu og fimm særðust. Embættismenn segja að stormviðri og rigning hafi gert
viðvörunarútbúnað óvirkan um það leyti sem óhappið varð. simamynd AP.
Samriingar langt
undan viö Rússa
Brusscl. Washington. 16. júli. AP.
BANDARÍSK stjórnvöld stefna að því að ákvarða viðræðuKrundvöll
sinn i samningum við Sovétmenn um takmörkun kjarnorkueldfiauga i
Evrópu fyrir miðjan september að þvi er belgískir embættismenn
sögðu í dag. Áætlun þessi var gerð heyrinkunn eftir fund
Charles-Ferdinand Nothomb, utanríkisráðherra Belgíu, og Warren
Christopher, aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna, en Christ-
opher er nú á ferð um helztu aðildarriki Atlantshafsbandaiagsins.
Einnig herma fréttir frá Wash-
ington að stjórn Jimmy Carters
hafi sent Soveímönnum orðsend-
ingu um að þeir skýrgreini frekar
afstöðu sína í væntanlegum við-
ræðum. „Við eigum langt í land
áður en við getum jafnvel hafið
Gestir þrúgaðir
á Moskvuleikum
„AÐEINS sólarhringur er liðinn siðan við komum til Sovétríkj-
anna og við höfum þegar orðið að tæma úr vösunum níu sinnum"
skrifar fréttaritari AP á Moskvuleikunum, Will Grimsley. „Þegar
vasarnir hafa verið tæmdir, taka þeir næst af okkur úrið,
rafeindaskeiðklukkuna og skjóta grunsemdarauga að beltisspenn-
unni.“
„Allt er þetta að sjálfsögðu
löglegt", heldur Grimsley áfram.
„En gamanið fer hins vegar að
kárna þegar endurtekinn er sami
leikurinn æ ofan í æ hvort
heldur menn halda til hótels eða
reyna að komast inn í blaða-
mannastúku."
Frásögn Óslóarblaðsins „Af-
tenposten" ber að sama brunni:
„Ólympíusvæðinu hefur verið
breytt í víggirðingu. Þátttakend-
ur búa við eftirlit af því tagi sem
vart hefur áður sézt. Gamal-
grónir íþróttafréttaritarar hafa
aldrei komizt í tæri við annað
eins. Ritvélatöskur og ljós-
myndatæki er farið með líkt og
væru þau úttroðin af sprengi-
efni. Það er erfitt að finna aðra
útskýringu en þá að skipuleggj-
endurnir hræðist eitthvað sér-
stakt.“
„Sovézk dagblöð", heldur
Aftenposten áfram, „hafa sagt
lesendum sínum að þeir verði að
vera á varðbergi gagnvart
háskalegum aðilum, sem komi til
Moskvu undir því yfirskyni að
fylgjast með Ólympíuleikunum,
en komi þar raunar í vafasömum
erindagerðum... Velviljuð lög-
regluyfirvöld hafa einnig verið
óspör á ráðleggingar. Foreldrum
er sagt að vara börn sín við að
þyggja tyggigúm af útlending-
um. Það kunni að vera eitrað.
Hvað er eiginlega orðið af anda
Ólympíuleikanna?“ spyr Aften-
posten.
Þrátt fyrir traust eftirlit, seg-
ir í fréttaskeyti AP, hafa stjórn-
völd í Moskvu búið sig vel undir
leikana og gera þau sér far um
að gera gestum sínum til hæfis.
„I flestum tilvikum", segir
fréttastofan, „hefur sú viðleitni
borið góðan árangur".
undirbúningsviðræður," var haft
eftir einum starfsmanni stjórnar-
innar í Washington.
Helzti ásteytingarsteinn við-
ræðnanna mun vera sú krafa
Moskvuyfirvalda að samið verði
um orrustu- og sprengjuflugvélar
NATO svo og skammdrægar eld-
flaugar, en aðildarríki bandalags-
ins eru hins vegar ekki samnings-
fús um vopn þessi. Líta bandarísk
stjórnvöld svo á að aðeins skuli
samið um jarðeldflaugar og Back-
fire-sprengjuflugvél Rússa, sem
Vesturveldin telja í flokki meðal-
drægra vopna. Samkvæmt þessu
mun Atlantshafsbandalagið reiðu-
búið til að ræða gagnkvæma
fækkun á annars vegar sovézkum
eldflaugum, sem miðað er á
Vestur-Evrópu, og hins vegar
Verðlag á
olíu lækkar
FRÉTTASTOFA Reuters hefur
skýrt frá því að stórfelld verðlækk-
un eigi sér nú stað á oliumarkaði i
Rotterdam sökum offramboðs á
olíu nýlega. Segir fréttastofan verð-
iækkun þessa eiga fyrst og fremst
rætur að rekja til samdráttar í
oliuneyzlu og orkusparnaðar á
Vesturlöndum og bendir meðal ann-
ars á að oliubirgðastöðvar i Banda-
rikjunum séu drekkfullar um þess-
ar mundir.
þeim 572 bandarísku eldflaugum,
sem evrópskar bandalagsþjóðir
hyggjast koma upp frá og með
árinu 1983, en eldflaugum þessum
verður miðað á Sovétríkin.
Starfsmaður bandarísku stjórn-
arinnar sagði að Sovétmenn hefðu
ekki skýrt kröfur sínar varðandi
hreyfanlegan vopnaafla NATO og
væri t.d. óvíst hvort þeir ættu við
Pershing-eldflaugarnar, F-4 þot-
ur, Polaris-kafbáta eða F-lll
sprengjuflugvélar, sem staðsettar
eru í Bretlandi.
Þjófar slá
hljómsveit
út af laginu
FoKKia. Ilalíu. 16. júll. AP.
TÓNLEIKAFERÐ kunnustu
sinfóníuhljómsveitar Rúmena
hlaut skjótan endi á miðviku-
dag, er ræningjar stálu flutn-
ingabifreið með öllum hljóðfær-
um. nótnabókum og viðhafn-
arklæðnaði hljómsveitarinnar.
Þrír eða fjórir þjófar brutust
að sögn lögreglu inn í bifreiðina
að nóttu, notuðu kveikjuvír til að
koma henni í gang og óku á brott.
Bifreiðinni hafði verið lagt fyrir
framan hótel á Suður-Ítalíu þar
sem níutíu og sjö hljóðfæraleik-
arar George Enescu hljómsveit-
arinnar frá Búkarest sváfu. And-
virði ránsfengsins, 107 hljóð-
færa, er sagt nema meira en
sextíu milljónum íslenskra
króna.
Hljómsveitin, undir stjórn Ion
Voico, aflýsti fjórum tónleikum
sem áætlaðir höfðu verið á Ítalíu.