Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 19 Ég kom á tilsettum tíma og hitti fyrir utan borgarráðsherbergið Albert Guðmundsson og bað hann skila til borgarstjóra, að ég væri kominn. Síðan kom borgarstjóri fram og sagði, að því hefði verið neitað, að ég kæmi á fundinn og bað mig senda inn skriflegt form- legt erindi, svo að hægt væri að taka málið fyrir. Ég átti ekki orð, en fékk að vita stuttu seinna hvað hafði gerst. Ég fór við svo búið og skrifaði borg- arráði bréf. dags. 3. júlí 8.1. Ég fór siðan úr bænum og kom aftur s.l. föstudag og varð þá áskynja um hvað gerst hafði. Það, sem gerðist á fundi borg- arráðs 8. júlí s.l. var einfaldlega það, að erindi mitt var borið undir atkvæði. Formaður borgarráðs , Kristján Benediktsson og Adda Bára Sigfúsdóttir guldu því já- kvæði sitt, Þrír sátu hjá: Davíð, Sjöfn og Albert. Þar með var brugðið fæti fyrir hljómsveitina í þessu máli. Samkvæmt fundar- sköpum fellur málið, þar sem þátttaka í atvkæðagreiðslu er ónóg, ekki helmingur fundar- manna; fær ekki stuðning, eins og það er kallað. Skötuhjúin gátu því fellt málið án þess að greiða atkvæði gegn því og geta því sagt á eftir með filmbros á vör, að Sinfóníuhljómsveitin sé alls góðs makleg. Þessi afgreiðsla þýðir þó það, að mínu viti, að málið geti borið aftur fyrir borgarráð, og mun ég freista þess, þegar þessir varamenn fara, að bera erindi mitt upp aftur fyrir aðalmönnum borgarráðs og fá úr því skorið, hvort það fær þá ekki meiri stuðning en 8- júlí. I bókun Davíðs Oddssonar á borgarráðsfundi síðar og í viðtali hans við Morgunblaðið eru villur, sem ég þarf að leiðrétta. VIII Davíð segir í viðtalinu við Morg- unblaðið, að ekkert liggi á í þessu máli, það megi taka það upp um áramótin við gerð fjárhagsáætl- unar. Aftan í þessa fölsku for- sendu hnýtir hann þvi gamal- kunna, að Sinfónúhljómsveitin sé alls góðs makleg! Davíð hefur sem sé ekki lesið bréfið mitt til borgarráðs en þar kemur fram að við verðum að fara að tilkynna þátttöku, ef við getum vænst þess að fá að vera með. Hljómleikahald, eins og hér um ræðir, kostar langan undirbún- ingstíma og listahátíðin í Wiesba- den getur ekki beðið í óvissu fram í desember eða janúar með að fá svar frá okkur. IX Ég er fulltrúi borgarstjórnar i heild í stjórn Sinfóníuhljómsveit- arinnar en ekki einhverra afla innan hennar. Davíð þarf því ekki með bókun að kvarta undan því, að ég tali ekki um málið við „minnihlutann". Innan þess „minnihluta" sem Davíð er hér að tala um, eru menn bæði með og móti Sinfóníuhljómsveitinni og er því þýðingarlaust að tala við „minnihlutann" sem slíkan. Hið sama gildir um „meirihlutann", svo sem afstaða Sjafnar ber vott um. Þess vegna óskaði ég eftir því að fá að koma á fund borgarráðs og útskýra málið og leggja það fyrir allt ráðið. Borgarstjóri boðaði mig á fundinn. Þegar hins vegar end- anlega var gengið frá dagskrá fundarins, lagðist Sjöfn Sigur- björnsdóttir eindregið gegn því að ég kæmi á fundinn og sagði: „Hann getur bara skrifað**. Af þessum ástæðum (!) fékkst málið ekki tekið fyrir á borgar- ráðsfundi 1. júlí. Ég tel það fráleit vinnubrögð, að borgarráð neiti að hlýða á mál fulltrúa síns á tilteknu sviði varð- andi málefni, sem þarfnast úr- lausnar og mér er nær að halda, að þetta sé einsdæmi í sögu borgarráðs. Allt annað hefði verið, ef ekki var tími á þessum fundi, að biðja mig að koma á þann næsta. Bókun Davíðs um málatilbúnað minn er því út í hött. X Davíð segir í bókun sinni og viðtalinu við Morgunblaðið að fjármálayfirvöld borgarinnar hafi á 5 mínútna afgreiðslutíma máls- ins í borgarráði mótmælt erindi mínu. Hverju voru blessaðir mennirnir að mótmæla? Ástæðan fyrir því, að ég vildi leggja málið fyrir borgarráð var einmitt sú, að utanlandsferðin var fyrir utan venjulegan rekstur hljómsveitar- innar. En það sýnir hin hárnákvæmu vinnubrögð varamannanna í borg- arráði að safna liði fjármálayfir- valda borgarinnar á fundinn til að kveða niður þessa beiðni hljóm- sveitarinnar um 2,6 millj. kr. en neita mér um að mæta þar. XI Ég hef ekkert minnst hér á Albert Guðmundsson og er hann þó aðalmaður í borgarráði. Á sviði menningarmála og lista er því miður ekki að vænta stuðnings Alberts. Á Alþingi hamaðist hann t.d. gegn lagafrumvarpinu um Sinfóníuhljómsveitina. Á borgar- ráðsfundinum 8. júlí sat Albert á höndunum á sér til að koma í veg fyrir það, að hann greiddi atkvæði gegn erindi mínu. Það leiðir nefni- lega af leikreglunni um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, að hefði hann greitt atkvæði gegn erindi mínu, hefði þátttakan verið nóg (60%) og erindið verið samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 og hjáseta varamannanna ekki stoðað til að fella málið! XII Utanferð Sinfóníuhljómsveitar- innar til hljómleikahalds er ekki mikið mál í sjálfu sér, þegar litið er á starf hljómsveitarinnar í heild eða alla menningarmála- starfsemina í landinu. Fjárhags- lega skiptir utanferð Reykjavíkur- borg mjög litlu miðað við það fé í heild, sem borgin lætur af hendi rakna til eflingar menningarmál- um og listum í Reykjavík. Þessi hlutur Reykjavíkur í utanfarar- kostnaðinn 2,6 millj. kr. er mjög lítill vegna þess, sem hinir erlendu aðilar borga, en heildarkostnaður- inn er ekki undir 25 millj. kr. En fyrir mér og öðrum stjórnar- mönnum hljómsveitarinnar, öllu starfsfólki hennar og áhuga- mönnum um blómlegt tónlistarlíf í landinu er þetta stórmál. Fyrst og fremst vegna þess, að í þessu litla máli kemur fram afstaða forráðamanna gagnvart sinfóníu- hljómsveitinni, starfi hennar og listrænu framlagi svo og hlutverki hennar í tónlistarlífi þjóðarinnar. I synjun á erindi hljómsveitarinn- ar kristallast að mínu mati menn- ingarfjandsamleg afstaða, — illa grunduð afstaða, þar sem látið er undan þunga kaupsýslutónlistar- innar og vanmetið hrapallega gildi æðri tónlistar fyrir tónmenntun landsmanna og þróun tónlistarlífs í landinu. í öðru lagi er þetta stórmál vegna þess, að með þátttöku Sin- fóníuhljómsveitar íslands í lista- hátíðum Þýskalands og Austur- ríkis, erum við að votta virðingu okkar og þakklæti því fólki, sem með aðdáunarverðri seiglu og vinnuhörku hefur gert hljómsveit- ina að því sem hún er í dag, og jafnframt að efla með núverandi hljómlistarfólki sveitarinnar áræði og sjálfstraust og fela því og treysta því til að bera hróður íslands um nágrannalönd okkar. Ég treysti því að aðalmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarráði séu mér sammála í þessu efni og að þeir leiðrétti frumhlaup varamannanna þegar þeir taka aftur við sætum sínum þar. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 13. júlí 1980 Mjukar plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg“ Þolir olíu og sjó, rafeinangrandi, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 11,5 mm þykk, stærðir allt að 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiöjum þar sem fólk stendur tímum saman viö verk sitt. Teg. „Rotterdam“ Þolir sæmilega olíu og sjó, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stærðir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yfir vélarrúmum og í brú og á brúarvængjum. Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680. ABU CARDINAL Bremsan er aftan á og ongin hætta á aö línan sé fyrir þegar mest liggur við —■ óbrjótanleg spóla — sveifina má hafa hægra eða vinstra megin — hárnákvæm línuröðun — kúlulegur — ryðfrír málmur o.fl. o.fl. Cardinal hefur kostina sem engin önnur opin spinnhjól hafa. HAFNARSTRÆTI 5 TRYGGVAGÖTUMEGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.