Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1980_3
Niðurgreiðslur eru ekki
baráttutæki gegn verðbólgu
VEGNA yfirlýsinga Ragnars
Arnalds íjármálaráðherra i
Morgunblaðinu í gær sneri blað-
ið sér til Geirs Hallgrímssonar
formanns Sjálfstæðisflokksins
og spurði hvert álit hans væri á
þeirri aukningu niðurgreiðslna.
sem fjármálaráðherra nú boð-
aði.
„Ég tel niðurgreiðslur ekki
þjóna þeim tilgangi að vera
baráttutæki gegn verðbólgunni,"
sagði Geir Hallgrímsson. „I raun
hafa niðurgreiðslur verið notaðar
af Alþýðubandalaginu í vinstri
stjórn til að koma aftan að
launþegum og gera tilraun til að
blekkja þá. Nú er gert ráð fyrir
,að niðurgreiðslur að upphæð 24
milljarðar króna lækki fram-
færsluvísitöluna um 6 prósentu-
stig miðað við heilt ár og væntan-
lega verðbætur um líkt hlutfall.
Það sjá allir að sex prósentustiga
lækkun á launakostnaöi i landinu
segir lítið, þegar launakostnaður
og framfærsluvísitala hækka um
10—14% ársfjórðungslega og
— segir Geir Hall-
grímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins
verðbólgan er 60—70% á ári. Sú
aukning niðurgreiðslna, sem
Ragnar Arnalds boðar og á að
kosta um tvo milljarða króna að
hans sögn, nægir ekki einu sinni
til að greiða framfærsluvísitöl-
una niður um eitt prósentustig.
Til dæmis ef miðað er við kartöflu-
verð, þá kostar hvert niður-
greiðslustig 2.8 milljarða á ári.
í fersku minni er, að vinstri
stjórn Ólafs Jóhannessonar var
mynduð í september 1978 með
það markmið að greiða niður 10
stig í framfærsluvísitölu með
niðurgreiðslum á landbúnaðaraf-
urðum og átti það að eiga sér stað
í tveim áföngum í september og
aftur 1. desember. Það var ekki
langt liðið á árið 1979 þegar ljóst
var að fjárhagur ríkissjóðs þoldi
ekki slík útgjöld, sem niður-
greiðslunum voru samfara og þá
var dregið úr þeim. í Ólafslögum
var beinlínis gert ráð fyrir að
niðurgreiðslur yrðu aldrei meiri
en sá mismunur sem væri á því
verði sem neytendur greiddu
fyrir vöruna og því verði sem
bændur fengju.
Þegar haft er í huga, að
Gunnar Thoroddsen lýsti því yfir
í grein í Morgunblaðinu 28 .
nóvember sl. að niðurgreiðslur
væru þegar orðnar alltof háar og
þær bæri að lækka, þá skýtur nú
skökku við, ef bjargráðið felst í
hækkun niðurgreiðslna. Sann-
leikurinn er sá, að ef halda á
sama hlutfalli niðurgreiðslna af
útsöluverði landbúnaðarvara eins
og tekið er fram í málefnasamn-
ingi stjórnarinnar þá kostar það
sífellt meira í niðurgreiðslum og
því gerir sú aukning, sem Ragnar
Arnalds boðar ekkert frekara
gagn í baráttunni gegn verðbólg-
Geir Hallgrimsson
unni, en gerir vandamálið aftur á
móti flóknara.
Það er líka ljóst að hér eru
menn að reisa sér aftur hurðarás
um öxl. Skákað er í því skjóli að
það kosti minna að hafa áhrif á
framfærsluvísitöluna það sem
eftir er ársins, en þegar miðað er
við heilt ár. Þá er það væntanlega
gert vegna þess að Ragnar Arn-
alds er úrkula vonar að vera
fjármálaráðherra nema til ára-
móta og telur sig ekki þurfa að
horfast í augu við þann vanda að
afla fjár til svo mikilla niður-
greiðslna, sem þarf til að halda
sama niðurgreiðslustigi allt
næsta ár og ráðgert er seinni
hluta þessa árs. Eða þá að
meiningin er að nýr vísitölu-
grundvöllur í kjölfar neyzlu-
könnunar undanfarin misseri
yrði til þess að í framtíðinni yrðu
landbúnaðarvörur minni þáttur í
útgjöldum visitölufjölskyldunnar
og þá yrði unnt að lækka niður-
greiðslur án þess að framfærslu-
vísitalan hækkaði samsvarandi.
Hér er allt á sömu bókina lært
eins og venja er hjá alþýðubanda-
lagsmönnum þegar þeir eru í
stjórn, að umhyggjan og smjaðrið
fyrir hagsmunum launþega er að
vísu haft í fyrirrúmi í orði en
blekkingarnar og svikin á borði."
Frystur karfi
til Nígeríu?
NÍGERlUMAÐURINN chief
N.C.O Ibru, sem dvaldi siðasta
sólarhring á íslandi. átti meðal
annars viðræður við Sölumiöstöð
hraðfrystihúsanna um hugsanleg
kaup á frystum karfa til Nigeriu.
Ibru lýsti áhuga sinum á kaupum
á frystum karfa. auk þess að rætt
var um skreiðarsölu og sölu á lýsi
til Nígeríu.
Chief N.C.O. Ibru kom hingað á
vegum Lýsis hf., en það fyrirtæki
kannar nú markaðsmöguleika á lýsi
til Nígeríu. Fyrirtækið flutti lýsi til
Nígeríu fyrir borgarastyrjöldina
þar en sú sala féll alveg niður í
stríðinu og hefur legið niðri síðan.
Chief N.C.O. Ibru átti viðræður við
embættismenn í viðskiptaráðuneyt-
inu, Landsbanka íslands, Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna auk for-
ráðamanna Lýsis hf. Að sögn Jóns
Ármanns Héðinssonar hjá Lýsi hf.,
er chief N.C.O. Ibru, umsvifamikill
kaupsýslumaður í Nígeríu, og vill
hann freista þess að ná beinum og
milliliðalausum viðskiptum við ís-
lendinga. Ibru er brautryðjandi í
kaupum á frystum fiski til Nígeríu.
Hann á mörg kaupskip, 2 stórar
einkahafnir í Nígeríu, 4 fljótaskip,
kæligeymslur, bæði við hafnar-
bakka og eins inni í landi, auk
ýmissa verzlunarfyrirtækja. Ibru er
aðaleigandi og stjórnandi Ibru
Organizations í Nígeríu. Á næstu
vikum ætti að skýrast árangur af
för hans hingað, en að sögn Jóns
Ármanns er ekki hægt á þessu stigi
málsins að segja til um árangur af
komu Ibru hingað til lands.
Viöskiptaráðherra:
„Fyrirtækin sóttu
um 9% og ég
samþykkti það44
ÞESSI fyrirtæki sóttu um að fá
að hækka að 9% markinu og ég
samþykkti það, sagði Tómas
Árnason viðskiptaráðherra i
gær, en eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær hafa
steypustöðvarnar, kvikmynda-
Gekkst undir þriðju
höfuðaðgerðina
LÍÐAN mannsins. sem slasaðist i
umferðarslysi á Vesturlandsvegi á
mánudaginn var óbreytt þegar
Mbl. hafði siðast fréttir í gær.
Hann er enn mjög þungt haldinn
og gékkst i gærmorgun undir
þriðju höfuðaðgerðina á Borgar-
spitalanum.
Parinu, sem slasaðist mikið í
árekstri við Miklatorg sama dag leið
eftir atvikum vel í gær. Stúlkan
hefur nú verið flutt af gjörgæzlu-
deild Borgarspítalans en pilturinn
liggur þar enn.
húsin og Ora hækkað framleiðslu
sína og þjónustu um 9%.
Umrædd fyrirtæki höfðu fengið
samþykktar 10—12% hækkanir í
Verðlagsráði en ríkisstjórnin
synjaði um svo miklar hækkanir
9g vildi ekki heimila meira en 9%.
í saniræmi við það hækkuðu
Flugleiðir fargjöld sem því nam og
fyrrnefnd fyrirtæki fylgdu í kjöl-
farið.
Við það var miðað að heimila
ekki meiri hækkanir en 7% 1.
ágúst en það mark hefur verið
hækkað upp í 9%, sagði Tómas
Árnason.
1NNLEN1T
„DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og:
* „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst.
* -Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun.
* Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með
afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið.
* Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og
ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum.
* Sérstakt djúpfrystihólf er í „DERBY“, þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til
frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni.
Þetta hraðar.djúpfrystingunni og sparar rafmagn.
* Einangrunin er hið viðurkennda „Pelyuretan" frauðplast.
* í „DERBY" frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka.
FÁLKINN
SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 j