Morgunblaðið - 17.07.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
Jón Þ. Árnason:
bdð cr ábyrgðarhluti að leggja hendur í
skaut, þegar eða þó að svo virðist. að í
óefni sé komið.
— Lífríki og lífshættir LII
Lánardrottinn (Chalid Saudi-Arabíukonunnur) í liðskönnun hjá skuidunautum (i Bonn).
Úr hugmyndaþoku
í heimskreppu
hafi skóglendi Norður-Ameríku
minnkað um 60% sökum athafna
og athafnaleysis íbúanna, með
þeim afleiðingum, að 8% landsins
sé skrælnað, 35% hálfskrælnað og
að aðeins um 50% þess fái næga
úrkomu.
Röskum 30 árum eftir að fyrr-
nefnd skýrsla var lögð fyrir
Bandarikjaþing og næstum 10
árum eftir að Kennedy flutti því
boðskap sinn, neyddist þáverandi
forseti, Richard M. Nixon, til að
játa frammi fyrir sömu sam-
kundu:
„Með því að loka augunum fyrir
viðfangsefnum á sviði umhverf-
ismála höfum við á hiðruleysis-
legan hátt veitt þeim, sem veldur
spjöllum og mengun, efnahags-
legar ívilnanir á kostnað keppi-
nautar, er hlýðir ábyrgðartilfinn-
ingu sinni. Við höfum samþykkt
lög, sem banna að meiða fólk og
töskur fullar af rangsnúnum
„efnahagslögmálum".
Þessu hvimleiða fyrirbæri hefir
aldrei komið til hugar að stjórn-
mál væru og ættu að vera annað
en fyrirgreiðslur og peningaþjark,
stjórnmálamenn annað en greiða-
salar og sjálfsafgreiðslumenn við
almannasjóði. Við öðru er og
naumast að búast. Engum
„stjórnmálamanni" dytti í hug,
jafnvel þótt kunnugt væri, að
stofna afkomumöguleikum sínum
í voða með því að viðurkenna þau
augljósu sannindi í áheyrn at-
kvæða sinna, að ekki getur verið
um stjórnmál að ræða nema því
aðeins að horfzt verði í augu við
framtíðina á grundvelli fenginnar
reynslu í ljósi áþreifanlegra við-
fangsefna.
í því felst t.d. í megindráttum:
1. að líta skuli á einstaklinginn og
hann á sjálfan sig sem ábyrgan
eyða áhrifum hinna mörgu, er
telja sig kallaða. Ég á hér alveg
sérstaklega við „stjórnmála-
menn“, og helzt af þeim sökum, að
þó að rangt væri að segja að
skarinn væri eintómt miðjumoð
— eins og v. Hayek hallast að —
þá eru þeir flestir svo illa haldnir
af atvinnusjúkdómi sínum, að
þeim væri um megn að sjá og
scgja sannleikann af því að blekk-
ingin hefir dugað þeim of vel og
lengi. Þeir eru a.m.k. að því leyti
frábrugðnir diplómötum, sem —
að sögn Charles Roux — „hætta
að ljúga, þegar þeir verða þess
varir, að sannleikurinn nægir."
Nær víst má telja, að flest
hugsandi fólk eigi auðvelt með að
fallast á þá skoðun, að ef fram-
angreind grundvallarsjónvarmið
hefðu ríkt, þótt ekki væri lengur
en undanfarna 3—4 áratugi,
myndi manneskjan hafa verið
Náttúruránskapur heldur áfram
Atvinnusjúkdómur „stjórnmálamanna“
$300.000.000.000 í sandinn
Ár og aldir, kynslóð eftir kyn-
slóð hefir mannkynið stritað við
að gera sér jörð og jarðlíf undir-
gefið að gamlatestamentisku boði.
Samtímis hefir því lánazt að
skapa aðdáunarverða menningar-
heima, sem það síðan hefir ýmist
lagt í rúsir á ný eða ógnar með
eyðingu vegna taumlausrar, mis-
skilinnar metnaðargirndar og
sjálfshyggjudrambs.
Á yfirstandandi svonefndri
framfara- eða velferðaröld lítur
helzt út fyrir, að ekki aðeins
afmörkuð mannlífssvæði séu á
mörkum tvísýnnar tilvistarnauð-
ar heldur náttúruríkið allt. Jafn-
vel því, sem lengstum var talið
sjálfsagt og sjálfgefið af sköpun-
arinnar hálfu, stendur slík ógn af
afrekum „framfara“ og „velferð-
ar“, að m.a.s. léttúðarfyllstu hag-
vaxtartrúboðar eru teknir að
lækka róminn og læðast með
veggjum.
Andi „velferðar“
að verki
Andrúmsloftið, meginorkugjafi
alls, sem lifir, er nú víða orðið
heilsuspillandi og lífshættulegt —
og aðvaranir færustu vísinda-
manna um yfirvofandi gjöreyð-
ingu þess gerast æ tíðari og
örvæntingarfyllri. Matvælin, hið
daglega brauð, eitt höfuðskilyrða
þess, að okkur auðnist fótavist og
hreysti, er orðið grunsamlegt,
þarfnast gaumgæfilegra rann-
sókna og eftirlits og lagareglna til
þess að hindra að það valdi
heilsutjóni eða bráðum bana. Ár
hvert glatast lífríkinu að fullu
fjöldi dýrategunda, æðri sem
lægri, er verða óseðjandi eyðslu-
máttarkröfum fjöldans að bráð,
alveg eins og ekkert lögmál sé í
alheimi algildara en að verkalýðs-
hreyfingin fái gætt sér á því á
morgun, sem hún torgaði í gær;
eða að kenningar markaðsmanna
um verðlagsboðleiðir framboðs og
eftirspurnar breyti ördeyðu í
gróðamið.
Náttúruránskapur er raunar
engin nýjung. Hann hefir tíðkazt
frá upphafi mannlífs og var
reyndar lífsskilyrði um langan
aldur. Um óratíma olli hann hins
vegar sjaldnast óbætanlegu eða
varanlegu tjóni þar eð viðnáms-
og endurnýjunarþróttur náttúru-
ríkisins reyndist nýtingarþörfum
oftast ofjarl.
Þá fyrst, þegar einstakir af-
burðamenn höfðu í krafti and-
legra og sálrænna yfirburða lagt
lýðnum afrakstur uppgötvana- og
uppfinningasnilli sinnar upp í
hendurnar og kennt honum að
vinna — og atkvæðakaupmenn að
heimta — raskaðist valdmáttar-
samræmi á milli manns og nátt-
úru, sem hann er hluti af og ávallt
háður, ekki síður en brjóstmylk-
ingar mildri móður. En því
gleymdi hann skyndilega.
Manneskjan ofmetnaðist, hafn-
aði gömlum dyggðum, neitaði að
hlýða fyrirmælum fornra laga og
lét anda sinn svífa lausbeizlaðan í
tómarúmi tíðarandans. Hún tók
trúna á, að Paradís væri ætlaður
staður á jörðu — og hóf að grafa,
höggva og brenna.
Hamstolaherhlaupið hófst fyrir
alvöru með Iðnbyltingunni. Á því
hefir ekkert lát orðið síðan. Þvert
á móti. Það hefir færzt í aukana.
Og gerir í sífellu.
Þegar skógar eyð-
ast, skrælna lönd
í nefndaráliti til fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings árið 1939 segir
m.a. á þessa leið: „Á hinni stuttu
þjóðarævi okkar höfum við að
miklu leyti eyðilagt 282.000.000
dagsláttur gróður- og beitilands.
Af völdum uppblásturs fara dag-
lega forgörðum jafngildi 200
40-dagslátta bújarða." Á aðeins
um 150 ára búsetu í Bandaríkjun-
um höfðu því 720.000 km2 eða
7,7% af núverandi flatarmáli
landsins eða nálægt samanlögðu
flatarmáli Vestur-Þýzkalands og
Spánar (752.821 km') breytzt úr
akri í eyðimörk. Það þýðir m.ö.o.
rösklega 20,5 km2 á sólarhring eða
7.482 km2 á ári eða flatarmál
íslands á tæpum 14 árum.
Það var þess vegna ekki að
ástæðulausu, að þáverandi forseti
Bandaríkjanna, John F. Kennedy,
fann sig knúinn til þess í byrjun
ársins 1961 að birta þjóðþinginu
sérstakan aðvörunarboðskap, þar
sem hann komst m.a. þannig að
orði:
„Eins og nú standa sakir er
höggvið niður meira af hinum
dýrmæta nytjaviði okkar en upp
vex; hinni gjafmildu gróðurmold
okkar ógnar uppblástur, náma-
auðæfi okkar ganga óeðlilega
hraðfara til þurrðar, og hin
ósnortnu, fögru landssvæði eru
háð forkaupsréttarákvæðum eða
ofurseld geðþóttaafnotum af
ýmsu tagi.“
Lífverndarfrömuðurinn Giint-
her Schwab kemst að þeirri niður-
stöðu (sbr. bók hans, „Der Tanz
mit dem Teufel“, Hannover 1958),
að á fyrri helmingi líðandi aldar
valda eignaspjöllum, en höfum á
sama tíma látið viðgangast, að
tjón sé framið að vild á umhverfi
okkar allra. Vegna frumbyggja-
sjónarmiða okkar gerðum við
okkur afar seint grein fyrir,
hversu dýrmæt og viðkvæm gæði
jörð, vatn og loft í raun og véru
eru.“
Miðjumoð gerir
enga stoð
Hugsunarleysis af svipuðum
toga spunnið og Nixon gerði að
umtalsefni hefir í ríkum mæli
gætt og gætir enn af fullum
þunga víðar en í Bandarikjunum,
og það án þess að afsakað verði
með harðýðgislegri lífsbaráttu
frumbyggjans. Orsökin er miklu
fremur ofáts- og munaðarlífs-
fýsnir hins sérhlífna og sérgóða
mammonsdýrkanda með allar
þegn náttúruríkisins alls; sam-
þegn jurta og dýra í því,
ábyrgan fyrir tilverurétti og
framtíð tegundanna, og ítrustu
varðveizlu óendurnýjanlegra
náttúruauðæfa.
2. að varðveita skuli athafna-
svigrúm og athafnafrelsi sjálf-
bjarga einstaklinga til að sjá
sér og sínum farborða með
heiðarlegum hætti á eigin
ábyrgð og áhættu af skyldu-
rækni við samborgara sína og
hollustu við réttarríkið, og
3. að hindra skuli að misyndislýð-
ur og fúllífisfólk fái svalað
vinstrihneigð sinni.
Auðvitað segir sig sjálft, að
sigurvonir jafn róttækra hug-
mynda og hér eru reifaðar geta
ekki orðið veruleiki nema að
gagnger hugarfarsbreyting hafi
valdið endurmati á lífsviðhorfum
þeirra, sem til forystu eru útvald-
ir og að þá bresti ekki kjark til að
nægjusamari og því kunnað sér
hóf í heimtufrekju. Hinn óve-
fengjanlegi hæfileiki hennar til
aðhæfingar að breyttum aðstæð-
um myndi hafa nýtzt á skynsam-
legri hátt. Af því hefði leitt, að
ýmiss konar vinstrimennska, sem
nú hrjáir heiminn, myndi hafa
verið afgreidd með meðaumkun-
arbrosi eða kæfð í fæðingu í stað
þess að líða henni að valda
úrkynjun og niðurlægingu, tær-
ingu laga- og réttarvalds, hryðju-
verkum og blóðsúthellingum.
Fyrir því verður seint ofítrekað,
að enn sem ávallt verður hollast
að mæta framtíðinni og móta
framtíðarviðhorf í leiöarlj ósi þess
náttúrulógmáls, sem alltof lengi
hefir verið forsmáð, að gróska og
hnignun, þróun og vanþróun
mannlegra lífshátta á sér and-
legar/sálrænar frumorsakir:
Engin mengun án hugar-
larsmengunar. Engar mannbæt-
ur án mannvals.
Ef þetta gleymist að fullu,
verður fávíslegt að blöskrast yfir
„heimi á heljarþröm".
I upphafi
heimskreppu
Undanfarin ár hafa leiðtogar 7
mestu iðnaðarríkja heims komið
saman á ráðstefnur nokkuð reglu-
lega til þess að bera saman bækur
sínar og meta ástand og horfur í
alþjóðamálum, en einkum þó,
hvernig bregðast skuli við ákvörð-
unum olíusöluríkja um fram-
leiðslu og verðlagningu hins dýra
dropa. Ein slík, hin 6. í röðinni,
var haldin í Venedig dagana
22.-23. f.m. — hingað til hin
þýðingarmesta þótt ekki komi
annað til en að nú duldist engum
ráðstefnumanna það, sem reyndar
var auðveit að sjá fyrir mörgum
árum og nú orðinn veruleiki:
Vesturlönd standa á þröskuldi
geigvænlegrar, langvarandi efna-
hagskreppu, e.t.v. ævarandi í
þeim skilningi, að „velferðarríkið"
sé úr sögunni.
Eins og vænta mátti, fór ráð-
stefnan fram í sátt og samlyndi.
Leiðtogarnir urðu ásáttir um, „að
stefnt skal að“ samdrætti í olíu-
notkun, horfið skyldi aftur á
kolaöld og kjarnorkuframleiðsla
aukin. Óleyst vandamál, eins og
óhemjuleg loft- og umhverfiseitr-
un af völdum margfaldaðrar kola-
vinnslu- og notkun, svo og öldung-
is óútreiknanlegar hörmungar í
kjölfar kjarnorkuframleiðslu og
geymslu atómefnaúrgangs, ollu
ekki hinum minnstu áhyggjum.
Öllu skyldi snúið til betri vegar.
Á 5. sams konar ráðstefnu, sem
haldin var í Tokio dagana 27.-29.
júní f.á., höfðu leiðtogarnir líka
skuldbundið sig til að draga úr
hráolíuinnflutningi sínum. Efnd-
irnar urðu þær, að á árinu 1979
brældu Vesturlönd upp meiri olíu
en nokkru sinni fyrr: 500.000.000
t, sem EBE-ríkin áformuðu að
hagnýta, urðu 560.000.000 t.
Áhrif slíkrar ráðsmennsku
koma fljótt fram. Þau má m.a.
merkja af greiðslujöfnuði Vest-
ur-Þýzkalands. Árið 1978 var
hann Vestur-Þjóðverjum hag-
stæður í viðskiptum þeirra við
OPEC-ríkin um DM 5.100.000.000,
en óhagstæður um DM
7.800.000.000 á árinu 1979, og um
DM 4.200.000.000 á 1. ársfjórðungi
þ.á.
Nú herma nýlegar fréttir, að til
ársins 1985 hyggist Saudi-Árabar
verja allt að $300.000.000.000 til
að iðnvæða eyðimörkina.
Þeim mun hafa reynzt fremur
auðvelt að reikna út, að áætluð
22.300.000.000 t hráolíuauðæfi
lands síns séu ekki óþrjótandi.