Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980
5
Nýlokið er rannsókn
á fornum silfurmun-
um í eigu íslendinga
„ÞAÐ var árið 1976, að Ole Villum-
sen Krog hefur samhand við mitt
ve«na þess að hann var þá að vinna
að nýrri útgáfu af bókinni.
„Danske sölv mærker,“ eftir C.A.
Beje ojí spurðist fyrir um danska
silfurmuni hér á landi,“ sanði Þór
Matrnússon. þjóðminjavörður, á
blaðamannafundi sem haldinn var
1 tilefni þess. að um þessar mundir
er að ljúka rannsókn á fornum
silfurmunum i eigu kirkna ok
einstaklinga hér á landi. Auk Ole
hafa InKa Lára Baldvinsdóttir,
Liija Árnadóttir ásamt fleirum
unnið að þessum rannsóknum.
Sumarið 1977 kom Ole hingað tii
lands og þá hófst skrásetning
danskra silfurgripa. Okkur fannst
tilvalið að reyna að skrásetja ís-
lenska muni um leið og hafa af því
tilefni aliar kirkjur hér á landi verið
Þór Magnússon heldur hér á
bókinni „Danske sölv mærker“
en i henni er getið um fjölda
islenskra silfursmiða. en bók
þessi inniheldur nær öll höfund-
armerki o.fl. silfursmiða sem
störfuðu i Danmörku fyrr á
árum.
heimsóttar og silfurgripir þeirra
skráðir, myndaðir og gert við þá
sem viðgerð hafa þurft með,“ sagði
Þór einnig. Þá sagði hann að
töluvert leynist af silfurmunum hér
á landi, miklu meira en marga
renndi grun í og menn gerðu sér
almennt grein fyrir. Sagði Þór að
töluvert hefði verið um það að
ísiendingar lærðu gull- og silfur-
smíði í Kaupmannahöfn, og reyndar
víðar, og hefðu menn ýmist komið
upp aftur og sest að sínu búi og
smíðað í hjáverkum, en einnig
ílendst í Höfn og getið sér góðan
orðstír þar. Nefndi hann sem dæmi
Sigurð Þorsteinsson, sem hann
sagði hafa verið í fremstu röð gull-
og silfursmiða á átjándu öld í
Kaupmannahöfn. Eftir hann eru
m.a. kaleikurinn í Dómkirkjunni í
Reykjavík, auk þess sem hann
smíðaði einnig kaleikinn sem var
notaður í Viðeyjarkirkju, en er nú í
vörslu Þjóðminjasafnsins.
Skýringuna á mikilli silfurmuna-
eign landsmanna taldi Þór m.a. vera
þá, að Islendingar hefðu komist hjá
söfnun, sem átti sér stað á síðustu
öld, á silfur- og gulimunum, vegna
gjaldþrots danska ríkisins. Þá sagði
hann silfursmíði hafa verið í nær
hverri sveit og landsmenn hafi lagt
hart að sér til þess að geta eignast
slíkan grip.
Þór sagði að mönnum hætti oft til
að týna gómlum og verðmætum
silfurgripum þegar kirkjunum væru
gefnir nýir og hætt væri að nota þá
gömlu.
Að lokum gat Þór Magnússon
þess að í ráði væri að setja upp
sýningu á þeim verkum Sigurðar
Þorsteinssonar, sem hér á landi
væru, næsta vetur, og einnig mynd-
um af nokkrum verka hans sem
væru erlendis.
Alls munu hafa verið skráðir
munir eftir um eitt þúsund smiði í
rannsókn þessari, sagði Lilja Árna-
dóttir á blaðamannafundinum. Hún
taldi einnig að töluvert væri af
óskráðum munum í einkaeign og
væri það mikill fengur fyrir Þjóð-
minjasafnið að fá að vita um slíka
muni.
ísafjörður og Bolungarvík:
Helgarskákmót dagana
8.—10. ágúst nk.
í sumar gangast Tímaritið
Skák og Skáksamband ís-
lands fyrir helgarskákmótum
víða um land. Næsta Helg-
arskákmót fer fram á ísafirði
og í Bolungarvik og verður
haldið dagana 8.—10. ágúst
n.k. Skákmót þetta er haldið i
samvinnu við bæjarfélögin i
Bolungarvík og á ísafirði.
Flestir okkar snjöllustu
skákmeistara verða meðal
þátttakenda og má þar nefna
Friðrik Ólafsson, Helga
Ólafsson, Jón L. Árnason,
Margeir Pétursson, Jóhann
Hjartarson, Guðmund Ágústs-
son o.fl. Vegleg verðlaun verða
í boði, 1. verðlaun eru 300
þúsund kr., 2. verðlaun eru 200
þúsund kr. og 3. verðlaun 100
þúsund kr. Þá eru sérstök
kvennaverðlaun í boði, verði
þrjár konur með, en verðlaun-
in eru 50 þúsund kr.
Sá unglingur, yngri en 14
ára, sem bestum árangri nær
fær að launum fría skólavist á
Skákskólanum að Kirkjubæj-
arklaustri næsta sumar.
Finnbogi Eyjólfsson deildarstjóri í varahlutadeild Ileklu h.f.
Finnbogi Eyjólfsson í Heklu:
Við réttan verðsamanburð
erum við ekki hræddir
MORGUNBLAÐIÐ birti í gær
viðtal við Kristján Sigur-
páisson, verslunareiganda i
Varmahlíð sem hefur sérhæft
sig í að flytja milliliðalaust
inn varahluti í Land-Rover. í
viðtalinu kemur fram. að i
mörgum tilfellum er Kristján
með talsvert lægra verð en
umboðið í Reykjavík og af því
tilefni sneri Morgunblaðið sér
til Finnboga Eyjólfssonar,
deildarstjóra í Heildverslun-
inni Heklu og spurðist fyrir
um hvaða skýringar væru á
þessum verðmun.
„Mér finnst það lofsvert
þegar ungir menn leita eftir
möguleikum á markaðnum og
við í Heklu höfum alltaf verið
fylgjandi samkeppni, við höf-
um bæði talið hana nauðsyn-
lega og eðlilega. Varðandi
spurninguna um verðmismun
verður að hafa í huga, að þegar
bera á saman verð á einstökum
hlutum verður að taka tillit til
margra þátta, sem oft liggja
ekki í augum uppi en skýra
margt og eru nauðsynlegur
fyrirvari á því hvað að baki
liggur."
Innflutningstími sá sami
„Það fyrsta sem hafa ber í
huga, er á hvaða tíma hlutur-
inn var fluttur inn. Það skiptir
höfuðmáli að vita þetta, sér-
staklega í þjóðfélagi eins og
okkar, þar sem verðhækkanir
eru gífurlegar. Frá áramótum
hafa varahlutir t.d. hækkað
mjög mikið hérlendis sem
marka má m.a. af því, að
Bandaríkjadollar hefur hækk-
að um 54% frá áramótum. Að
bera saman verð án þess að
taka tillit til þessa er því
markleysa."
Hvers virði
er hluturinn
„I öðru lagi þá er ekki verið
að bera saman mun á gæðum.
Það er oft mikill gæðamunur á
vöru sem er annars vegar
framleidd undir merki umboðs
og er því frumsmíð og hins
vegar vöru, sem er eftirlíking
af frumsmíðinni og framleidd
af hinum og þessum. Reynslan
hefur sýnt okkur, að vörur sem
framleiddar eru undir merki
umboðs, í þessu tilfelli Ley-
land, eru að miklum mun
vandaðri og öruggari vara.
Með eftirlíkingar eins og t.d.
Kristján verslar með, er engin
vissa um gæðin þrátt fyrir að
það sé að sjálfsögðu engan
veginn algilt að eftirlíkingarn-
ar séu slæmar.
Menn geta því oft staðið
uppi með varahlut, sem er ef
til vill ódýrari ut úr búð en
hefur skemmri endingartíma
og verður því dýrari í reynd."
Ábyrgð á
gölluðum hlutum
„Þriðja atriðið sem taka
verður tillit til er ábyrgðin,
sem framleiðendur frumsmíð-
ar bera. Verksmiðjan bætir
mönnum galla sem upp kunna
að koma, án athugasemda og
skilyrða, um ákveðinn tíma
eða ekinn kílómetrafjölda. Því
miður virðast framleiðendur
eftirlíkinga oft bera mjög tak-
markaða ábyrgð á verksmið-
jugöllum, sem kemur því fyrst
og fremst viðskiptavininum í
koll. I þessu tilfelli er að
sjálfsögðu einungis verið að
tala um ábyrgð framleiðenda,
en eftir stendur ábyrgð selj-
enda.
Þjónusta og skyldur
„Fjórða atriðið sem gleymist
þegar bera á saman slík verð,
er það þjónustu-hlutverk sem
umboðin gegna. Þau verða af
siðferðilegum og samnings-
bundnum skyldum að hafa
ákveðinn skyldulager, sem oft
eru dýrar ^örur með dræma
sölu. Þessar vörur verðum við
að liggja með, sem kostar
okkur mikið við háa vexti og
vaxandi verðbólgu. Þeir sem
versla með eftirlíkingar þurfa
ekki að liggja með slíkan
skyldulager, þeir versla með
hluti sem seljast vel og kaupa
þá inn þegar þeim hentar, án
neinnar skyldu við viðskipta-
vini.
Við rekum einnig fullkomið
dreifingarkerfi út um allt
land, sem tryggir að þeir sem
versla við þessa umboðsaðila
njóta sams konar kjara og
viðskiptavinir umboðsins í
Reykjaík."
„Þegar bera á saman verð
verður að hafa þessi fjögur
atriði í huga og við þann
samanburð erum við ekkert
hræddir. Ég hef ekkert á móti
því að menn versli og flytji inn
eftirlíkingar en ég vil að fólk
viti að hveru það gangi. Það
verður því að vega og meta
þessa kosti eftir eigin sann-
færingu.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
M AK.LYSIR l'M ALLT LAM) ÞK(.AR
M AMiLYSIR I MORGINBLADIM