Morgunblaðið - 25.07.1980, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1980____________________________________
_______________________________________________________________________________________ ■
Fréttaskýring
Fallvalt lýðræði
í fátæku landi
Umsátursástand hefur ríkt í Bóli-
víu stðan herbylting var gerð í
landinu á dögunum Við völd-
unum hafa tekiö yfirmenn hinna
þriggja greina heraflans, Luis
Garcia Mesa hershöfðingi, yfir-
maður landhersins, Waldo
Bernal hershöföingi, yfirmaöur
flughersins, og Ramiro Terretza
aðmíráll, yfirmaöur sjóhersins.
Fráfarandi forseti, frú Lidia Gu-
elier, hefur verið í stofufangelsi
og hefur samkvæmt óstaðfest-
um fréttum reynt að fá hæli í
Mext'kó eða einhverju öðru
landi í Rómönsku Ameríku.
Ýmsir ráöherrar og leiötogar
vinstri flokka hafa einnig verið
settir í stofuvarðhald. Lidia
Guelier hefur undirritaö skjal,
þar sem hún afsalar sér for-
setaembættinu.
Útvarpsstöð námuverkamanna í
Miö-Bólivíu hefur hvatt til and-
spyrnu og einangrunar bylt-
ingarmanna í höfuöborginni, La
Paz, frá öðrum stærri bæjum
landsins. Stööin hefur einnig
hvatt til allsherjarverkfalls, sem
gæti hæglega leitt til borgara-
stríös, þótt síðari fréttir hermi
aö stjórnin hafi fest sig í sessi.
Margir valdamiklir stjórnmála-
menn og verkalýðsleiðtogar
hafa veriö myrtir eða særzt
samkvæmt óstaðfestum frétt-
um frá La Paz. í þessu sam-
bandi er aöallega minnzt á
Juan Lechin, aöalritara verka-
lýðssambandsins, og Simon
Reyes, annan valdamikinn leiö-
toga úr verkalýðshreyfingunni.
Leiötogi bólivíska sósíalista-
flokksins, Marcello Quroga, er
sagöur hafa særzt í skotárás.
Fallvalt lýðræði
Landsmenn virðast ekki trúaöir
á, aö nýju stjórninni takist að
leysa alvarlega erfiöleika, sem
viö er aö stríöa í efnahags- og
stjórnmálum landsins. Bólivía
hefur veriö sjálfstætt ríki í 155
ár, og á þeim tíma hafa 190
ríkisstjórnir setiö aö völdum í
landinu. Þaö hafa, meö öörum
oröum orðiö, stjórnarskipti
næstum því tíunda hvern mán-
uö í landinu síöan þaö hlaut
sjálfstæöi. Átján ríkisst jórnir
hafa veriö viö völd síðan 1952
og þar af hefur helmingurinn
komizt til valda í herbyltingu.
Landið hefur haft 16 stjórnar-
skrár síöan 1825, en síöan
1966 hefur enginn forseti náö
völdum í lýðræöislegum kosn-
ingum. Ásakanir um kosn-
ingasvik hafa komið fram viö
allar kosningar, sem hafa veriö
haldnar. Valdaskipti hafa aldrei
farið friösamlega fram á síöari
Lidia Guelier, frófarandi forseti,
á kjörstaö í júní.
árum, þaö er, þannig aö stjórn-
arandstaöan hafi komizt til
valda.
Skýringarnar á hinu óstööuga
ástandi í Bólivíu hafa jafnan
veriö sagöar þær, að efnahags-
vandi landsmanna sé gífurlegur
og of margir stjórnmálaflokkar
starfi í landinu, auk þess sem
stjórnmálamönnum hafi ekki
veriö lagiö aö komast aö sam-
komulagi og semja um mála-
miölanir. Ástandiö gæti einna
helzt minnt á óþerettu, ef
blóösúthellingarnar væru ekki
eins miklar og byröar lands-
manna eins þungar og raun ber
vitni.
Meöalævi í Bólivíu er styttri en
annars staöar í Rómönsku
Ameríku og meöallaun hvergi
eins lítil í þessum heimshluta.
Reynum að frumflytja ís-
lenzk tónverk hvert sumar
- segir Helga Ingólfsdóttir um Sumartónleika í Skálholti
SJÖTTA sumarið í röð
verða nú í Skálholti haldn-
ir nokkrir sumartón-
leikar. Verða þeir fyrstu
um næstu helgi, 26. og 27.
júlí og næstu þrjár helgar
þar á eftir, þeir síðustu 16.
og 17. ágúst. Helga Ing-
ólfsdóttir semhalleikari
átti frumkvæðið að þess-
um sumartónleikum og
hefur Manuela Wiesler
flautuleikari lagt fram
sinn skerf til móts við
Helgu öll árin.
Um þessar mundir eru
æfingar fyrir fyrstu tón-
leikana í hámarki, en
ásamt Helgu leikur Ingvar
• Jónasson víóluleikari.
Flytja þau verk eftir Jón
Ásgeirsson, Jónas Tómas-
son, Reger, Corrette og
J.S. Bach. Mbl. ræddi
stuttlega við þau á æfingu
nýverið:
— Við Manuela höfum reynt að
fá bæði hljóðfæraleikara og tón-
skáld til að taka þátt í sumartón-
leikunum og síðustu þrjú árin
höfum við jafnan frumflutt eitt-
hvert íslenzkt tónverk, segir
Helga, — og nú höfum við fengið
Ingvar Jónasson gagngert frá
Malmö til að leika á sumartónleik-
um.
— Sumartónleikarnir hafa orðið
tónskáldum mikil hvatning til að
semja ný verk, segir Ingvar, — og
hlýtur það að vera lærdómsríkt
bæði fyrir tónskáldin og
hljóðfæraleikarana að vinna sam-
an að flutningi nýrra verka. Þetta
frumkvæði Helgu og Manuelu er
því mikils virði og hafa þær unnið
brautryðjendastarf á þessu sviði.
Góð aðstaða
— Aðstaðan í Skálholti er mjög
góð, segir Helga, — staðurinn er
þrunginn sögu og þar á vel við að
leika bæði gamla tónlist og ný
íslenzk verk. Við fáum inni á
heimavist lýðháskólans og dvelja
tónlistarmennirnir nokkra daga í
Skálholti til að æfa, oftast í
samvinnu við tónskáldin, sé um að
ræða flutning á nýjum verkum og
virðist Skálholt hafa þau áhrif að
samvinnan verður sérlega árang-
ursrík og ánægjuleg. Aðsóknin að
sumartónleikunum hefur farið
vaxandi og býst ég við að þessari
starfsemi verði haldið áfram enn
um sinn.
Að þessu sinni voru tónlistar-
mennirnir að æfa nýtt verk eftir
Jónas Tómasson, Notturno III,
sem hann samdi til flutnings í
Skálholti, en Jónas er tónlistar-
kennari og kórstjóri á ísafirði:
Samið á
nokkrum dögum
— Verkinu er skipt í 6 stutta
kafla og er það samið með tónlist-
armennina í huga, kannski að
nokkru leyti með staðinn í huga
líka, þótt það fjalli ekki um hann,
segir tónskáldið. — Ég byrjaði á
því sl. vetur, en þá gekk það
fremur hægt og var ég eiginlega
hættur við þetta allt, þar til
síðustu vikuna í maí. Þá var mikið
um að vera á ísafirði, margir
tónleikar og greip ég þá í að skrifa
á kvöldin og næturnar og lauk
verkinu á nokkrum dögum.
Aðgangur að öllum sumartón-
leikunum er ókeypis. Þeir eru
laugardaga og sunnudaga kl. 15,
og kl. 17 á sunnudögum er síðan
messað í Skálholti. Tónleikarnir
taka um klukkustund og er að
þeim loknum unnt að fá kaffiveit-
ingar í húsnæði lýðháskólans.
Tónleikahald sem þetta kvað Ingv-
ar vera til í svipaðri mynd í
Svíþjóð, á nokkrum stöðum út um
landið væri haldin tónleikaröð
yfir sumarið með þátttöku margra
tónlistarmanna. — Þar eru slíkir
tónleikar skipulagðir af sérstök-
um aðilum, en hér er það frum-
kvæði og áhugi tónlistarmann-
anna sjálfra, sem knýr þá áfram.
Ljúsm. Emilia.
Rætt um tónverkið fyrir æfingu, írá vinstri: Ingvar Jónasson, Helga Ingólfsdóttir og Jónas Tómasson.