Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 12

Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 Norrænt málaár Norrænu félögin ákváðu fyrir röskum tveimur árum að beita sér fyrir því að árið 1980 yrði kaliað norrænt málaár. Það hófst um síðustu áramót og er tilgangurinn sá að vekja Norður- landabúa til vitundar um málin sem þeir tala og skyldleika þeirra þar sem honum er til að dreifa, efla áhuga hverrar Norð- urlandaþjóðar á að kynna sér mál hinna og nota eigin mál í samskiptum sínum. Það ætti að geta orðið til þess að glæða skilning þeirra og áhuga á þeim menningararfi sem þjóðtungum þeirra er bundinn og eyða þeim misskilningi að bilið á milli þeirra sé of breitt til þess að brúa það. Sé viljinn fyrir hendi, ætti mörgum að reynast það tiltölulega auðvelt. Til þess að fylgja hugmynd- inni eftir, setja fram tillögur og samræma aðgerðir, skipuðu Norrænu félögin málaársnefndir í hverju landi þar sem þau starfa. Jafnframt efndu þau til samkeppni um gerð málaárs- merkis sem tákna skyldi málin átta sem töluð eru af þjóðum norðurhjarans: dönsku, finnsku. færeysku, grænlensku, islensku, norsku, Samamál og sænsku. Verðlaunamerkið, sem birtist hér á síðunni, teiknaði Svíinn Michel Östlund. Það er einkenn- ismerki norræna málaársins og á því sjást átta kringlóttir depl- ar nyrst á hnettinum, einn fyrir hvert fyrrgreindra mála. íslenska málaársnefndin heit- ir á alla sem hafa áhuga á málaárshugmyndinni að ljá henni stuðning eftir því sem þeim er fært, enda er það unnt á ótal mörgum sviðum, og nefndin telur það meginhlutverk sitt að virkja krafta sem flestra og beina þeim að settu marki. I anda málaársins voru haldn- ar samkomur og sýningar í Norræna húsinu í vetur og vor þar sem kynnt var mál og menning Finna, Grænlendinga og Færeyinga. Norræna félagið og fleiri höfðu samvinnu um þær og ætlunin er að halda slikum kynningum áfram síðar á árinu. í samvinnu við menntamála- ráðuneytið er málaársnefndin að undirbúa kynningarstarf sem fram á að fara í skólum næsta vetur í tengslum við kennslu í dönsku og öðrum Norðurlanda- málum. Þá lætur hún bókaút- gáfu, bókadreifingu og þýðingar til sín taka, svo og hlut hvers konar fjölmiðla og möguleika þeirra og annarra menningar- stofnana, félaga og fyrirtækja til þess að leggja lóð á vogarskál. Fleira mætti nefna sem til umræðu hefur verið hjá nefnd- inni, en þetta gefur um það nokkra hugmynd og verður látið nægja að sinni. Nefndin hefur snúið sér til allmargra manna og farið þess á leit að þeir skrifuðu nokkrar blaðagreinar um efni sem með einhverjum hætti tengjast mála- árinu. Vonast hún til þess að þær birtist í Reykjavíkurdag- blöðunum næstu mánuði undir merki þess, en ritstjórar þeirra hafa tekið óskum nefndarinnar um að ljá þeim rúm af velvild og skilningi. I Morgunblaðinu birt- ist fyrsta greinin í dag. Höfund- ur hennar er Vilhjálmur G. Skúlason prófessor, en vel yrði þegið að fleiri tækju sér penna í hönd en þeir sem nefndin hefur leitað til og kæmu greinum sínum og hugleiðingum á fram- færi í blöðum eða tímaritum. Dr. Vilhjálmur G. Skúlason Eins og kunnugt er, hefur verið ákveðið að halda norrænt málaár á komandi skólaári, en það þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að vekja norrænu frændþjóðirnar til umhugsunar um þann sess, sem tungumáiið hlýtur að skipa í öllum tjáskiptum þeirra í milii og hins mikla skyldleika þeirra flestra. Hefur Norræna félagið veg og vanda af málaári og hefur það kjörið sérstaka nefnd til þess að annast framkvæmdir. í tilefni af málaári er ekki úr vegi að huga að þeirri samvinnu, sem nú á sér stað á norrænum grundvelli og hef ég kosið að einskorða mig við að gera þeim þætti örlítil skil, sem ég þekki sjálfur af eigin raun. Þessi starf- semi er samvinna um lyfjamál. Oft er farið virðingarlitlum orð- um um norræna samvinnu og talið, að hún sé meir í orði en á borði. Vill þá stundum gieymast, hvað samvinna merkir í raun og henni meira að segja stundum rugiað saman við óskylda starfsemi. Sam- vinna merkir í raun samstarf, það að menn vinna saman og hjálpa hverjir öðrum. Samvinna er því alltaf jákvæð, en hagur eða hagn- aður hvers samstarfsaðila getur verið og er gjarnan misjafn. Og þó sæila sé að gefa en þiggja, verður það að segjast eins og er, að í norrænni samvinnu um lyfjamál hefur ísland að sjálfsögðu verið fremur þiggjandi en veitandi, en að mínu mati í ríkara mæli en nauð- synlegt hefði verið, aðeins ef þessi málaflokkur væri betur skipulagð- ur hér á landi en raun ber vitni. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að frá fornu fari hefur samstarf íslendinga og Dana á ýmsum sviðum, þar með töldum lyfjamálum, verið mjög mikið, en til marks um það má nefna, að langflestir lyfjafræðingar, sem nú starfa á íslandi eru menntaðir í Danmörku. Einnig hafa danskar lyf jaskrár og iyfseðlasöfn frá fornu fari og til skamms tíma verið iöggilt hér á landi, en það eru handbækur, sem eru nauðsynlegar til þess að hægt sé að framleiða lyf samkvæmt kröfum tímans. Rann- sóknir og vinna, sem samning slíkra handbóka krefst er svo umfangsmikil, að fjölmenn þjóð- lönd hafa átt fuilt í fangi með hana og vegna vaxandi umfangs hefur Evrópuráðið beitt sér fyrir sam- vinnu á þessu sviði. Vegna fámenn- is íslendinga og lítillar þátttöku í siíku starfi, hefur hagur þeirra af þessari samvinnu verið mjög mikill og raunar má gera að þvi skóna, að engin lyfjafræðiþjónusta né lyfja- framleiðsla væri möguleg í land- inu, ef þessi samvinna væri ekki fyrir hendi. Allt til ársins 1948 sáu Danir um að semja sína eigin lyfjaskrá og lyfseðlasöfn, sem Islendingar hafa einnig notað, en það ár var stofnuð norræn lyfjaskrárnefnd, er hafði það markmið að semja og gefa út norræna iyfjaskrá og Norðurlöndin fimm voru aðilar að, þó þannig, að ísland átti aðeins opinberan áheyrnarfulltrúa á aðalfundum frá árinu 1949. Þessi lyfjaskrá kom út árið 1963 og endurskoðaðir hlutar hennar og viðbætur til ársins 1972. Árið 1964 hófu átta Evrópulönd undirbúning að samningu og út- gáfu evrópskrar lyfjaskrár á veg- um Evrópuráðsins í Strassborg og komu þrjú bindi fyrstu útgáfu út árin 1969, 1971 og 1975, en endur- skoðuð önnur útgáfa kemur út á þessu og næsta ári. Frá því fyrir 1968 hefur fulltrúi frá norrænu iyfjaskránni setið aðalfundi evr- ópsku lyfjaskrárnefndarinnar til þess að fyigjast með starfi þar og tengja saman norræna og evrópska lyfjaskrá. Árið 1974 leysti norræn lyfja- nefnd norrænu lyfjaskrárnefndina af hóimi og var þá skipuð sérstök undirnefnd, svoköiluð staðlanefnd, tii þess að sinna málefnum lyfja- skránna sérstaklega, en í þessari Dr. Vilhjálmur G. Skúlason norrænu staðlanefnd eiga öll Norð- urlönd fulltrúa og þar eru sjónar- mið þeirra samræmd í þessum málum og koma þau fram sem einn samstæður og áhrifamikill aðili á vettvangi evrópsku lyfjaskrár- nefndarinnar. Hefur þetta sam- starf leitt til þess, að frá 1. janúar 1978 hefur enska útgáfa evrópsku lyfjaskrárinnar verið í gildi á öllum Norðurlöndunum. Til marks um umfang þessa evrópska sam- starfs skal nefnt, að nú eru 15 Evrópulönd aðilar að þessu sam- starfi og hvorki meira né minna en 20 sérfræðinganefndir, sem telja samtals meira en 250 sérfræðinga, vinna að staðaldri að endurskoðun og útgáfu evrópskrar lyfjaskrár til þess að tryggja gæði lyfja og þarfir allra þeirra milljóna í þessum löndum og víðar, sem á lyfjum þurfa að halda. Árangur þessarar samvinnu er að mörgu leyti ein- stæður og í evrópsku lyfjaskrár- nefndinni er unnið mikið starf, sem íslendingar gætu aldrei séð um á eigin spýtur, en njóta þó jafnt á við aðra. Annað dæmi um norræna samvinnu Hér að framan hefur í mjög stuttu máli verið drepið á almennt samstarf Norðurlanda um lyfjamál og er því varla hægt að reikna með, að af þeim orðum megi ráða til fulls mikilvægi þessarar samvinnu. Mig langar því að drepa aðeins á annað dæmi, þar sem ég tel, að norræn samvinna um lyfjamál lofi góðu um mikið raunhæft notagildi, ef rétt verður á málum haldið, enda þótt aðeins tíminn muni gera endanlegt mat mögulegt. Þessi starfsemi er undirbúningur að upp- lýsingastarfsemi til almennings um þau lyf, sem geta haft þau áhrif á neytandann, að hann verður óhæfari að stjórna bifreið eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Það fer víst ekki lengur fram hjá neinum, hve umferðarslys eru orð- in alvarlegt mál hér á landi. Hefur bílslysum verið líkt við „styrjaldar- ástand" af þeim, sem gerzt þekkja og skil ég það svo, að tala þeirra, sem farast eða hljóta örkuml í umferðarslysum sé hlutfallslega jafn há og tala þeirra, sem láta lífið eða hljóta örkuml meðal stórþjóða á styrjaldartímum. Gagnvart þessum vanda standa yfirvöld ráðþrota, þrátt fyrir myndarlegan áróður og hvatningar um aukna aðgæzlu á síðustu mán- uðum, en skýringar á orsökum eru m.a. of hraður akstur og ölvun við akstur. Hér verður að bæta einum þætti við, neyzlu ákveðinna lyfja, enda þótt rannsóknir þar að lút- andi hér á landi séu engar, að því er ég bezt veit, en þetta vandamál er fyrir hendi í öðrum löndum og þar hafa athuganir verið gerðar. Það er fátt, sem bendir til þess, að ástandið í þessum efnum sé betra hér á landi, en sumt, sem bendir til hins gagnstæða. Eðlismunur þess- ara þriggja þátta, sem áður voru nefndir, er sá, að tveir þeir fyrst- nefndu eru ólöglegir og þess vegna er hægt að beita löggæzlu til þess að hafa hemil á þeim, en þriðji þátturinn, þ.e. lyfjataka í hvaða magni sem er, er ekki ólögleg í flestum tilvikum og sviftir ekki viðkomandi ökuleyfi samkvæmt lögum. Þó getur hún verið hættuleg til jafns við hina tvo ólöglegu þættina. Eina aðferðin, sem hægt er að beita til varnar, er því að upplýsa almenning og reyna að koma honum i skilning um þessa hættu, sem ekki er hægt að reikna með að honum sé kunn, nema í undantekningartilvikum. Þýzkir visindamenn hafa rann- sakað meira en 10.000 umferðarslys og hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að um það bil 10% þeirra, sem í þeim hafa lent, hafi tekið lyf innan 24 klukkustunda fyrir slysið. Þeir lyfjaflokkar, sem langalgeng- ast er að gruna um að vera orsök slyss, eru verkjadeyfandi lyf, ró- andi lyf og svefnlyf. Þessar niður- stöður eru ógnvekjandi vegna þess, að margir erlendir lyfjaframleið- endur hafa látið prenta sérstök varnaðarorð og leiðbeiningar á lyf, sem talið er að hættu geti valdið, en hér á landi eru engin slík fyrirmæli í gildi, nema um nokkur sjóveikilyf, sem selja má án lyfseð- ils, en stendur væntanlega til bóta sem árangur af norrænni sam- vinnu. Þær aðgerðir í þessum efnum, sem eru væntanlegar og Norður- löndin hafa komi sér saman um, er að merkja öll lyf með rauðum þríhyrningi, sem talin eru geta verið hættuleg fyrir ökumenn. Þessi rauði þríhyrningur þýðir, að lyf getur haft áhrif á hæfni viðkomandi til aksturs og til þess að stjórna hættulegum vélum. Ástæðan til þessa er, að sum lyf hafa þau áhrif, að neytandinn verður syfjaður og sljór, viðbragðs- hraði minnkar og flóknar hreyf- ingar verða erfiðari. Auk þess geta sum lyf valdið því, að viðkomandi missir dómgreind að einhverju leyti og sum geta haft áhrif á sjón, valdið vöðvastífleika, ósjálfráðum hreyfingum og skjálfta. Þessi áhrif eru háð skammti lyfsins og þess vegna er skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing, hvort sá skammtur, sem ráðlagður er geti valdið áðurlýstum eða öðrum áhrifum og fylgja ráðlegg- ingum í hvívetna. Þá er rétt að benda á, að sum lyf geta aukið áhrif alkohóls verulega og að alko- hólið getur aukið verkun sumra lyfja. Getur hvorutveggja átt sér stað eftir litið magn af alkohóli. Einstakur skammtur lyfs getur haft áhrif, sem eru frábrugðin þeim, sem lyfið hefur, þegar það er tekið í langan tíma, þar sem samsöfnun eða þol getur myndazt, en einnig getur einstaklingur, sem er vanur lyfinu og hefur gert sér grein fyrir neikvæðum áhrifum þess, vegið þar á móti með aukinni aðgæzlu. Að sjálfsögðu tekur nokkurn tíma að koma þessum reglum í framkvæmd, en á meðan er fólki bent á að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing, ef það er í óvissu um, hvort notkun lyfs geti verið hættu- leg við stjóm ökutækja. Standa vonir til, að þessi ákvæði verði komin að fullu til framkvæmda á öllum Norðurlöndunum 1. janúar 1983 Vilhjálmur G. Skúlason. Þessi aðvör- unarþríhyrn- ingur merkir, að iyf getur haft áhrif á hæfni til þess að stjórna bif- reið og hættu- legum vél- um. Norræn samvinna um lyfjamál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.