Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1980
Nýjar óeirðir
í Suður-Afríku
JóhanncsarborK. 24. júlí. AP.
NEMENDAÓEIRÐIR ok verkföll
blossuAu aftur upp í Suður-
Afríku í dag. Ókyrrð var í
blökkumannabænum Soweto og
rúmlega 1.000 verkamenn i Jó-
hannesarborg og Roodepoort
lögðu niður vinnu.
Safnað hefur verið 2.400 undir-
skriftum í Vestur-Höfðafylki und-
ir skjal, þar sem þess er krafizt að
rúmlega 300 manns, sem hafa
verið í haldi síðan skólaverkföll
blökkumanna hófust i apríl, verði
annað hvort ákærðir eða látnir
lausir.
Nefndin sem skipulagði aðgerð-
irnar í skólunum kom saman til
fundar í Höfðaborg til að taka
afstöðu til þeirrar ákvörðunar
sem hún tók í síðustu viku, að
aflýsa skólaverkföllum kynblend-
inga og blökkumanna.
Þá höfðu svartir nemendur í
Austur-Höfðafylki og Soweto
ákveðið að hefja þátttöku í verk-
föllunum til að mótmæla því, að
blökkumenn og kynblendingar
fengju lélegri menntun en hvítir
nemendur.
Skæruliðar Pots
hraktir sunnar
Thailand, 24. júlí. AP.
VÍETNAMSKIR hermenn náðu í
dag á sitt vald vigi kambódiskra
skæruiiða á Malai-hæðum, nálægt
thailensku iandamærunum, og
hröktu skæruliðana enn lengra til
Veður
Akureyri 10 rigning
Amtlerdam 22 heiðskírt
Aþena 31 heiðskfrt
Barcelona 28 heióskírt
Berlin 25 heiöskírt
BrUsael 22 heiöskirt
Chicago 26 heióskfrt
Feneyjar 26 heiöskírt
Frankfurt 24 heióskírt
Færeyjar 12 skýjaö
Genf 27 heióskírt
Helsinki 24 heiðskírt
Jerúsalem 28 heiðskírt
Jóhanneaarborg 19 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 heiðskirt
Las Palmas 27 heióskírt
Lissabon 30 heióskírt
London 24 heióskírt
Los Angelea 29 heióskírt
Madríd 26 heióskirt
Malaga 27 heiöskírt
Mallorca 30 heiðskírt
Miami 29 skýjað
Moskva 27 skýjað
New York 31 skýjaö
Osló 20 skýjað
París 28 heióskírt
Reykjavík 10 skýjað
Rio de Janeiro 28 skýjað
Rómaborg 31 heiöskírt
San Fransisco 16 heiöakírt
Stokkhólmur 25 heiðskírt
Tel Aviv 31 heíðskírt
suðurs, að því er talsmaður thai-
lenska hersins sagði í dag.
Bardagar hafa staðið yfir í meira
en mánuð á þessu svæði og hefur
víetnamska stórskotaliðið haldið
uppi linnulausri skothríð á vígi
Kambódíumanna á hæðunum.
Búist er við að fjöldi flótta-
manna til Thailands aukist veru-
lega, ef skæruliðar Pol Pots hrekj-
ast frá núverandi stöðvum sínum.
Tennisbrúðkaup
Sa-nski tennisleikarinn Björn Borg gekk að eiga rúmensku tennis-
stjörnuna Mariana Simionescu í Búkarest í gær. Um 2.000 horgarhúar
fögnuðu brúðhjónunum þegar þau komu fram á svalir ráðhússins. þar
sem hjónavigslan fór fram. Fimmtiu biirn kladd tennisbúningum
stóðu heiðursvörð. Brúðhjónunum var fagnað með dynjandi iófataki.
þegar þau komu út úr ráðhúsinu eftir vígsluna. Um 80 gestir voru við
athöfnina. þar á meðal tennislandslið Svía. þjálfari Borgs og
tennisstjörnurnar John og Chris Evert. Kirkjuleg athöfn fór síðar
fram í klaustrinu Caldarusani. Myndin sýnir brúðhjónin kyssast eftir
vígsluna. umkringd tennisspöðum og blómum.
Rannsókn í mál
forsetabróður
Washinsrton, 24. júlí. AP.
ÞINGLEIÐTOGAR samþykktu í
dag að fram skyidi fara rann-
sókn á tengslum Biliy Carters
forsetabróður við libýsku stjórn-
ina, en gátu ekki náð samkomu-
lagi um hvernig rannsókninni
yrði hagað.
Bæði leiðtogi meirihlutans í
öldungadeildinni, Robert C. Byrd,
og leiðtogi minnihlutans, Howard
H. Baker, sögðu fréttamönnum að
Þrír dæmdir í
mútuhneyksli
Tokýó. 24. júli. AP.
ÞRÍR umboðsmenn Boeing og
McDonnel-Douglas flugvélaverk-
smiðjanna i Japan fengu i dag
skiiorðsbundinn fangelsisdóm
fyrir brot á gjaldeyrislögum.
Dómarnir eru tengdir mútu-
hneyksli í Japan þar sem nokkrir
japanskir stjórnmálamenn voru
sakaðir um að hafa þegið mútur
fyrir að stuðla að því að flugvélar
af þessum gerðum yrðu keyptar.
Mennirnir voru dæmdir í átta
mánaða til tveggja ára fangelsi
skilorðsbundið, fyrir að koma með
inn í landið 300.000 dollara af 1.05
milljón dollara upphæð, sem not-
uð var til að greiða mútur.
rannsókn myndi fara fram. Þeir
ætluðu að halda áfram viðræðum
sín á milli í dag.
Þingleiðtogarnir munu reyna að
komast að niðurstöðu um hvort
dómsmálanefndin skuli annast
rannsóknina, hluti nefndarinnar
eða sérstök nefnd manna úr öðr-
um nefndum.
Blaðið „Washington Post“ sagði
í dag að Jimmy Carter forseti
hefði rætt við líbýskan diplómat í
desember í fyrra, um þremur
vikum eftir að Billy kom í kring
kynningarfundi sama Líbýu-
manns og Zbigniew Brzezinski
sem er ráðunautur forsetans í
þjóðaröryggismálum.
Brezizinski notaði Billy Carter
sem milligöngumann til að fá
aðstoð Líbýumanna við að fá
bandarísku gíslana í íran lausa.
Moammar Khadafy þjóðarleiðtogi
skrifaði írönsku stjórninni bréf,
en fékk ekkert svar.
Fréttir í
stuttu máli
Astralíumenn
fá stríðsþotur
WashinKton. 24. júli. AP.
BANDARÍSKA varnarmála-
ráðuneytið tilkynnti í dag að
það hefði ákveðið að selja
Ástralíumönnum sjötíu og
fimm orrustuþotur af fullkomn-
ustu gerð. Viðskiptavinirnir
hafa á hinn bóginn ekki gert
upp hug sinn enn um hvort þeir
kaupa vélar af gerðinni F-16
eða F18-A-18. Ástralíumenn
hafa um skeið verið mikilvæg-
asta bandalagsþjóð Bandaríkja-
manna í varnarkerfi Indlands-
hafs.
Yfirtaka
A-Jerúsalem
Tel Aviv, 24. júlí. AP.
ÍSRAELSKA þingið hefur í
ráðum að afgreiða með snögg-
um hætti umdeild lög, sem
staðfesta myndu formlega inn-
limum Austur-Jerúsalem í Is-
raelsríki. Samkvæmt heimild-
armanni á þinginu er vonast til
að lög þessi verði samþykkt í
næstu viku.
Arangurslaus
Vínarfundur
Vín. 24. júli. AP.
TUTTUGASTA og fyrsta um-
ræðufundi austur- og vestur-
ríkja um fækkun í herjum í
Mið-Evrópu lauk í Vín á
fimmtudag, er samningamenn
héldu í sumarleyfi. Á fundi með
blaðamönnum skelltu talsmenn
NATO og Varsjárbandalagsins
skuldinni hver á annan vegna
lítils árangurs af viðræðunum.
Báðir sögðust vongóðir um að
samningur yrði undirritaður að
lokum, en kváðu engar horfur á
að það yrði á næstunni.
Skæruliði deyr
í fangelsi
Jerúsalem. 24. júli. AP.
SKÆRULIÐI, sem veiktist í
hungurverkfalli í fangelsi í ís-
rael, lést í dag á sjúkrahúsi.
Hann veiktist ásamt tveim fé-
lögum sínum, þegar reynt var
að neyða ofan í þá fæðu. Einn
skæruliðanna lést innan nokk-
urra klukkustunda, en sá sem
eftir lifir, er við góða heilsu.
Skothríð í
Salisbury
Salisbury. 24. júli. AP.
SKOTIÐ var í dag að húsi
aðstoðarmanns Joshua Nkomos,
innanríkisráðherra Zimbabwe,
en enginn særðist. Árásin var
gerð stuttu eftir að þingið
samþykkti tillögu Nkomos um
að neyðarástandi yrði lýst yfir í
landinu, meðan verið væri að
bæla niður óróaöfl í landinu.
bm "£mWám aliP NPNft wr
Mannaskipti i
stiórn Kína
Peking. 14. júli - AP.
UMTALSVERÐ manna-
skipti eru fyrirhuguð í
æðstu embættum Kínversku
stjórnarinnar í ágúst og
búist er við að forsætisráð-
herrann, Hua Guofeng og
nokkrir aðstoðarforsætis-
ráðherrar segi af sér.
Fréttin hefur ekki verið
staðfest opinberlega en talið
er að í stað Huas verði Zhao
Ziyang, 61 árs, valinn for-
sætisráðherra. Ziyang er
þekktur meðal kinverskra
leiðtoga fyrir afskipti sín af
efnahagsmálum. Talið er að
Hua muni halda stöðu sinni
sem formaður Kommúnista-
flokksins.
Svo virðist sem Hua hafi ekki
tekist að halda sér utan við
þann álitshnekki, sem féll á
Mao Tse Tung skömmu eftir
andlát hans. Hua hafði verið
tilnefndur af Mao, sem eftir-
maður hans á formannsstóli.
Ziyang er hinsvegar undir
verndarvæng Dengs, sem var
tvívegis ýtt út í kuldann, á
valdatíma Maos.
Deng sjálfur ætlar að segja
af sér embætti varaforsætis-
ráðherra, en talið er að hann
haldi áfram stöðu sinni sem
varaformaður flokksins.
Hua.
Deng hefur lýst sig hlynntan
því, að yngri menn taki við
stjórnartaumunum í Kína
smám saman. Talið er víst að
eftirmenn þeirra, sem nú fara
Deng.
frá völdum, séu hliðhollir
stefnu Dengs um, að gera
kínverskt þjóðfélag nýtísku-
legra.