Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980
Sigríður Benediktsr
dóttir - Minning
Fædd 9. júlí 1896
Dáin 18. júlí 1980
(ÍH'fuhlomin kfAh um ljomi stræti
alla daita æfinnar
eflÍHt haKur farsældar.
Mér finnst, er ég sest niður til
að festa á blað og minnast föður-
systur minnar nokkrum orðum, þá
sé það vel við hæfi að hafa sem
inngang að þeim framan ritaðar
ljóðlínur, sem eru úr ljóðabréfi
eftir föður hennar, Benedikt Stef-
ánsson, til bróður síns, Guðmund-
ar bónda og hagyrðings í Minni-
Brekku í Fljótum. Benedikt mun
hafa átt létt með að gera vísur en
flíkaði því lítt og því sára lítið til
eftir hann. Sigríður var fædd 9.
júlí 1896. foreldrar hennar voru
hjónin Benedikt Stefánsson, béndi
í Neðra-Haganesi, Sigurðssonar,
fyrrum bónda að Ytri-Mælifellsá
og síðar bónda að Minni-Brekku.
Móðir Sigríðar var Ingibjörg Pét-
ursdóttir Jónssonar, bónda á
Sléttu í Fljótum. Átta af börnum
þeirra Ingibjargar og Benedikts
komust til fullorðinsára og nú
þegar Sigróður kveður er allur
systkinahópurinn genginn á bak
móðunnar miklu á fund feðra
sinna.
Uppvaxtar- og ævikjör Sigríðar
voru að mestu áþekk því sem allur
þorri aldamótaæskunnar átti við
að búa. Þegar Sigríður er tveggja
og hálfs árs verða hún og heimilið
fyrir því mikla áfalli að missa
heimilisföðurinn frá stórum
b ípi í hina votu gröf sjávar-
ir. ann ásamt fimm sveitung-
um sínum fóru í kaupstaðarferð á
opnum árabáti um hávetur frá
Haganesvík til Hofsóss til að
sækja björg í bú, en sá fengur kom
aldrei að landi en miklu fórnað að
missa þar sex vaska menn á
góðum aldri. Þess háttar ferðir
voru ekki óalgengar á þeim tíma
og á slíkum farkostum þvi ekki
voru bílarnir til að skjótast á til
næsta kaupstaðar. Konan Ingi-
björg Pétursdóttir var hugumstór
og kjarkmikil og hélt áfram bú-
skap næstu tvö árin með börnum
sínum. Árið 1901 bregður hún búi
og skilja þá leiðir barna og móður
SVAR M/TT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hippar eru nú fáir, en eg er hippi. Það þýðir, að eg trúi á
frelsi einstaklingins til þess að vera hann sjálfur. Eg skil
ekki, hvers vegna þetta lifsviðhorf stendur i fólki. Eg hef
jafnvel heyrt yður gera athugasemdir við okkur hippa. Getið
þér ekki mæit með frelsi manna til að vera þeir sjálfir?
Kristur boðaði frelsi öllum öðrum fremur. Hann
sagði: „Þér munið þekkja sannleikann, og sannleikur-
inn mun gjöra yður frjálsa". Hann fór sjálfur eigin
götur. Hann áleit, að fólk ætti að vera það sjálft, ekki
strengjabrúður.
En það er hættulegt að njóta frelsis, því að sú
ábyrgð fylgir því að velja rétt og taka réttar
ákvarðanir.
Tökum dæmi. Fallhlífastökk er stórfengleg íþrótt,
og menn eru frjálsir að stökkva, ef þeir vilja. En það
væri fávíslegt að henda sér út, ef ekki væri gengið úr
skugga um, að allt væri með felldu. Það væri
heimskulegt að stökkva án fallhlífar. Það er ekki
langt síðan við lásum í fréttum, að nokkrir menn
hefðu farizt, af því að þeir virtu ekki reglur um flug.
Bæði karlar og konur biðu bana af þessum sökum.
Hippi má lifa eins og hann lystir, eins og allir
menn. En hvers konar frelsi fylgir ábyrgð, og meira
en það: Það er tengt lögmáli umbunar og endurgjalds.
Enginn okkar er frjáls að því að lifa við
óheilnæmar aðstæður sem nágrönnum okkar getur
stafað hætta af. Enginn er frjáls að því að traðka á
landslögum, hafa illt fyrir börnum okkar, brjóta
siðgæðislögmal Guðs — nema hann taki afleiðingun-
um.
+ Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu við fráfall og útför
fööur okkar, tengdafööur og afa.
GUÐMUNDAR PÁLSSONAR,
Hraunbraut 37,
Kópavogi.
Pólhildur Guómundsdóttir, Jón Ingi Júlíusson,
Jóhann Guómundsson, Léra Vigfúsdóttir,
Anton Guömundsson, Arnheiöur Jónsdóttir,
Siguróur Guömundsson, Ingibjörg Árnadóttir,
Erla Guómundsdóttir, Leo Hoffman,
Engilráö Guömundsdóttir, Gene Felegy,
og barnabörn.
að nokkru leyti. Það sama vor
hefja þá búskap í Neðra-Haganesi
hjónin Guðmundur Halldórsson
og Aðalbjörg Pétursdóttir, systir
Ingibjargar, og ræðst það svo að
Sigríður fer til móðursystur sinn-
ar og manns hennar og elst þar
upp framundir tvítugsaldur í
skjóli þeirra ágætu hjóna. Minnt-
ist hún þeirra ætíð með virðingu
og ljúfum minningum sem fóst-
urforeldra sinna og leit á börn
þeirra sem systkini sín og talaði
um þau sem slík. Næst lá leið
Sigríðar að stórbýlinu Tungu í
Stíflu og vann hún því heimili í
mörg ár, fyr^t sem heils árs
manneskja en síðan á sumrum, en
á vetrum var hún í Reykjavík við
fatasaum.
Upp úr 1941 flytur hún alfarin
til Siglufjarðar og var lengst af í
þjónustu þess fyrirtækis sem
Kjötbúð Siglufjarðar hét, eða
fram til 1964 að hún flytur til
Reykjavíkur og síðustu tæp þrjú
árin hefur hún verið í skjóli
systurdóttur sinnar, Sigríðar A.
Jónsdóttur, forstöðukonu á Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Þetta er í fáum
orðum lífshlaup og ytri rammi á
vinnu- og dvalarstöðum Sigríðar
Benediktsdóttur, en segir í raun
alveg sára lítið hver hún var.
Sigríður Benediktsdóttir var
með afbrigðum verklagin, forkur
til starfa, þrifin, stjórn- og sam-
viskusöm og því eftirsóttur vinnu-
kraftur. Ég sem barn, er ólst upp
við hlið hennar, þótti stundum nóg
um stjórnsemi hennar á okkur
krökkunum. Hún vildi hafa allt í
röð og reglu og að við rifum ekki
föt eða óhreinkuðum að þarflausu,
en trúlega hafa þessir eiginleikar
ekki verið aðalsmerki á mér ef
kapp hljóp í kinn hvort heldur það
hefur verið þarft eða þarflaust
sem gert var. Ekki var laust við,
svona í aðra röndina, eftir að
Sigríður var að heiman á vetrum
að kvíði færi um mig er vora tók
og komu hennar og stjórnunar að
vænta. Á hinn bóginn var einnig
tilhlökkun og eftirvænting við
komu hennar, því vitað var að hún
kæmi ekki tómhent úr borginni,
því það var hennar yndi og hálfa
líf að gefa og gleðja aðra. Já,
svona er barnshugsunin ekki allt-
af reist á hinu raunsæja. Þó
Sigríður festi ekki ráð sitt, sem
kallað er, eða eignaðist afkomend-
ur, þá átti hún fjölda barna sem
þurfti að gleðja og hugsa um og
ekki var örgrannt að henni fyndist
sem hún bæri ábyrgð og skyldur
til sumra þeirra. Er mér þá efst í
huga heimili fóstursystur minnar
sem hún bar mjög fyrir brjósti og
einn son hennar leit Sigríður á
sem fósturson sinn, og veit ég að
góður hugur og kveðjur fylgja
henni að leiðarlokum frá þessari
fjölskyldu, sem og raunar frá
öllum sem hana þekktu.
Sigríður var aldrei auðug að
hinu forgengilega, en þeim mun
ríkari að því sem mölur og ryð fá
ei grandað og það var hjartahlýj-
an. Ég tel að ljóðlínur þær, sem
vitnað er í hér að framan eftir
föður hennar, þó að vísu séu ekki
kveðnar til hennar persónulega,
geti þær átt við hana. Hún var
gæfublóm á margan hátt og henn-
ar lífsfylling og farsæld var að
gleðja aðra og tengja vináttubönd
hvar sem leiðir hennar lágu.
Sigríður hafði yndi af lestri
góðra bóka og stytti sér stundir
með því er tóm gafst frá hinu
hversdagslega striti. Hun hafði
sjálfstæðar skoðanir á málefnum
og duldi þær ekki fyrir neinum ef
svo bar undir og sagði þær um-
búðalaust og á skíru máli. Hún var
hreinskiptin og laus við allt sem
kalla má áreitni enda mun hún
ekki hafa eignast neinn óvildar-
mann á lífsleiðinni, en vinahópur-
inn var því stærri og þess bar
heimili hennar gott vitni. Þar voru
mörg andlitin af ættar- og vina-
hópnum sem hún naut að hafa í
kringum sig og hún hugsaði til og
horfði á. Og nú þegar hið jarð-
neska lífsskeið er á enda og hún
flytur til ókunnra stranda, efast
ég ekki um að margur verður til að
styðja hana og Btyrkja og greiða
hennar götu á framandi braut.
Um leið og ég þakka langa sam-
fylgd bið ég henni guðs blessunar í
nútíð og framtíð.
Guðmundur Jóhannsson.
Aðalheiður Björns-
dóttir - Minning
Fædd 20. september 1930.
Dáin 16. júli 1980.
Miðvikudaginn 16. júlí lést vin-
kona mín, Aðalheiður Björnsdótt-
ir, eftir langa og erfiða sjúkralegu.
Mikil var reisn hennar allan þann
tima, enda duldist engum sem
kynntist henni að þar fór skap-
mikil og dugleg kona sem ekki lét
bugast.
Álla, eins og hún var kölluð á
milli vina, var fríð og hreinskilin,
ákveðin í skoðunum, ætíð mjög
glaðvær og öðrum góð. Samúðin
var rík í hjarta hennar, og gat hún
oft miðlað öðrum af þeim mann-
kostum sínum.
Ég var svo lánsöm að kynnast
henni og tókst með okkur góð
vinátta, um það leyti er hún
fluttist í Stóragerði 3. Þar bjó hún
manni sínum og börnum fagurt
heimili og ber það henni gott vitni.
Oft voru þar glaðir dagar með
þeim hjónum. Alla var kona lífs-
ins og vildi njóta þess alla tíð,
hugrökk og áhugasöm. Hún starf-
aði einnig utan heimilisins, lengst
af í Mæðrabúðinni og síðast í
Skóbúð Steinars Waage.
Mikill harmur er nú kveðinn að
við fráfall hennar, og stórt skarð í
Þorsteinn
Helgason
Fæddur 13. mai 1913.
Dáinn 11. júlí 1980.
Hann afi er dáinn, hann er
horfinn frá okkur svo skyndilega,
okkur sem þótti svo vænt um
hann, eins og öllum hinum barna-
börnunum. En af sérstökum
ástæðum höfðum við bræðurnir
meira samband við hann en hin
barnábörnin.
Hann var svo góður við okkur
bræðurna, svo glaður og skilnings-
ríkur, þótt við værum oft sem
önnur börn erfiðir á köflum þegar
við vorum litlir. Við getum sagt
með sanni að betri afi var ekki til,
og eins og mamma hefur sagt,
betri föður gæti enginn átt.
Hvernig sem á stóð var hann
alltaf svo rólegur, góður og ástrík-
ur og allir munu kveðja hann með
miklum söknuði og miklu þakk-
læti.
Yngri bróðirinn minnist sér-
staklega ferðarinnar um Vestfirði
fyrir 2 vikum sem aldrei mun
gleymast og þakkar afa sínum
þessa gleðiríku ferð þar sem afi
var svo glaður og góður sem áður.
Við viljum með þessum línum
þakka afa okkar alla þá miklu
hennar vinahópi. En við minn-
umst hennar sem þróttmikillar
konu.
Ég votta Sigga og börnunum
þeirra fimm, svo og tengdabörn-
um, barnabörnum og öðrum ætt-
ingjum mína dýpstu samúð.
Hafi hún þökk fyrir allt, og hvíli
í friði.
Björg.
Axel
- Minning
blíðu og vinsemd sem hann veitti
okkur bræðrum og við vitum að
við mælum fyrir munn hinna
barnabarnanna og biðjum góðan
guð að veita honum góða heim-
komu á nýja staðinn.
Guð blessi minningu hans. Með
hinztu kveðju, bræðurnir
Steini og Þorsteinn Gunnar.
Faðir okkar,
SVEINN ÞORSTEINSSON,
Eyrarvegi 9,
Akureyri,
sem lést aðfaranótt 19. Júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju, þriöjudaginn 29. júlí kl. 13.30. Ejfíkur Swejn.,on
Þóra Sveinsdóttir,
Björn Sveinsson.
Fósturfaöir minn,
OLAFUR GUOMUNDSSON,
foratjóri,
Hnífsdalsvegi 27,
ísatirói,
veröur jarösunginn frá fsafjaröarkirkju laugardaglnn 26. júlí kl. 2
e.h.
Fyrfr mína hönd, barna mlnna, systra hlns látna og sambýliskonu
hans- Gestur Halldórsson.
t
Okkar Innilegustu þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug vlö
andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur minnar,
KRISTÍNAR G. BJÖRNSDÓTTUR.
Fyrir hönd fjarstaddrar dóttur, barna- og barnabarna.
Elísa M. Kwaszenko
Björn Magnússon, Svanhvít Gunnarsdóttir.