Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1980
23
Að loknu sjóralli 1980
LjÓKmynd ÓI.K.M.
Með bikar i hönd og bros á vör sitja sÍKurveKararnir í B-flokki Sjórails
1980 á fleytunni Injfu 06, sem bar þá til sigurs í hringferðinni umhverfis
landið. Vel afslappaðir láta þeir andlega o« likamlegu þreytu iiða úr sér.
Þeir eru frá vinstri: ólafur Skagvik ok Bjarni Sveinsson. Ék laifði fyrir
þá fclana örfáar spurningar. „Þið sigruðuð einnÍK i fyrra?“ „Já, á
samskonar báti. Það er 22 feta Flugfiskur. en þó með stærri vél nú“.
»Var þetta erfið ferð?“ „Nei, hún var auðveld miðað við það sem hún
líetur verið. Það eiifum við veðursældinni að þakka, sem var einstök".
„Iiafið þið hug á að keppa að ári?“ „Það máttu bóka“, svarar Óli um hæl.
En Bjarni aftur á móti: „Nei. aidrei“. En bætir svo við: „Aldrei að segja
aldrei“, og glottir. „Hvað er ykkur efst í huga að lokinni hringferðinni?“
„Fyrst og siðast hjálpsemin og gestrisnin hvar sem komið var. Að auki
er okkur ofarlega í huga sérlega góður mórall og keppnisandi meðal
keppendanna, allir boðnir og búnir að hjálpa hverjir öðrum, eftir því
sem aðstæður leyfðu hverju sinni“. „Óli, þú hefur haft sérstakt orð á þér
fyrir að vera laus við allt stress í þessari oft svo hörðu og
miskunnarlausu keppni“. „Já“. svarar ÓH. „Allt stress er orkutap. það
er ekki nóg að báturinn hafi orku. við þurfum að hafa hana líka. og
megum þar af leiðandi ekki sóa henni að óþörfu“. „Er það satt að þegar
það fréttist á Akureyri. að þú værir á leið í laugina þar.hafi einhver. sem
hafði fylgst með sálarró þinni. varað þig við að synda baksund. svo þú
sofnaðir ekki í lauginni?“ „Já“, svarar óli og brosir. „Ég tók aðvörunina
fullkomlega til greina, og þakkaði ábendinguna. Eins og þú sérð er ég
lifandi". Þótt óli eigi gott með að sofna þegar hann þarf á að halda. þá
er vist að hann sefur ekki þegar hann stefnir Ingunni til hafs.
Akureyri —
Siglufjörður
Rásmerki á Akureyri var gefið
föstudaginn 11. kl. 14:00. í þetta
sinn tóku hinir harðsnúnu ísfirð-
ingar forustu á Gusti, slíku höfðu
sigurvegararnir frá í fyrra ekki átt
að venjast, þeir Bjarni og Ólafur
Skagvík á Ingunni. Létu þeir brún-
ir síga og bitu á jaxlinn. Á um það
bil miðri leið til Siglufjarðar dró
allt í einu af Gusti og missti hann
ferð, Inga þaut frammúr og kom
fyrst til Siglufjarðar. Annar var
Spörri og þriðji Gáski. Af Gusti er
það að segja að enn brotnar vél í
honum, en þeir ísfirðingarnir kom-
ust þó inn á Dalvík, þar sem
annarsstaðar voru hjálpsamar
hendur óg góður vilji til góðra
verka og léttu þeim ísfirðingunum
Daða og Einari Val erfiðið. Daði
átti varavél heima á Isafirði, fékk
hana senda með flugvél. Skipt var
um vél á mettíma og enn héldu
þeir ísfirðingar af stað eins og
ekkert hafi í skorist og inn til
Siglufjarðar. Komu þeir þangað
hressir og kátir að vanda. Á
Siglufirði hafði keppinauturinn
Inga beðið frétta af bilun Gusts.
Er þeir fengu það staðfest hvað
bilun Gusts var alvarleg, héldu
þeir af stað frá Siglufirði í humatt
á eftir bátunum tveimur í A-flokki,
sem ræstir voru nokkru áður og
höfðu tekið stefnu á ísafjörð. Stig
er Siglufjarðarhöfn var náð. A-
6 flokkur nr. 1 Spörri 05 10 stig,
samtals 74 stig. Nr. 2 Gáski 04 7
stig, samtals 62 stig. B-flokkur nr.
1 Inga 06 10 stig, samtals 77 stig.
Nr. 2 Gustur 02 7 stig, samtals 57
stig.
Siglufjörður —
Isafjörður
Leggurinn Siglufjörður — Isa-
fjörður veittist öllum keppendum
auðveldur, engar bilanir eða önnur
óhöpp, spegilsléttur sjór og birta
góð. Fyrstur til ísafjarðar kom
Spörri „litli“ 05, annar Inga 06 og
þriðji Gáski 04. Svo daginn eftir
um hádegisbil kom Gustur til
heimahafnar, sem er Isafjörður.
Stig er til ísafjarðar kom. A-flokk-
ur nr. 1 Spörri 05 10 stig, samtals
84 stig. Nr. 2 Gáski 04 7 stig,
samtals 69 stig. B-flokkur nr. 1
Inga 06 10 stig, samtals 88 stig. Nr.
2 Gustur 02 7 stig, samtals 64 stig.
r
Isafjörður —
Ólafsvík
Leiðin til Reykjavíkur er nú
farin að styttast aðeins tveir leggir
eftir af 11. Meiningin var að ræsa
bátana kl. 10 fyrir hádegi, laugar-
Fremst á myndinni siglir Spörri frá Grundarfirði upp að bryggju í Reykjavik. sem sigurvegari í A-flokki
Sjóralls 1980 umhverfis landið. Hann er aðeins 18 fet á lengd og áhöfnin ung að árum. Magnús
Soffaníasson. sem er eigandi bátsins. aðeins 19 ára gamall. og Þriistur Líndal. 21 ára. stendur utan á
Spörra.
Kg spurði Magnús hvort margt hafi komið honum að óvörum í hans fyrstu hringferð umhverfis landið.
„Nei. ég held alls ekki neitt. nema kannski Dyrhólaeyjagatið.” — Ilefur þii hug á að keppa aftur að ári? „Já.
ég hef það.“ — llvað er þér minnisstæðast? „()I1 hjálpsemin og allt þetta góða fólk. svo og þessi mikli áhugi
sem alls staðar virðist vera fyrir hendi." — Fannst þér ekki 18 feta háturinn of lítill? ...lú. helst til stuttur.
stærri bátur væri þægilegri. þó þarf ég ekki að kvarta undan krílinu. hann stóð sig með sóma."
Já. hann stiið sig með sóma. rétt eins og ungu mennirnir á Spörra. Þeir vöktu athvgli fyrir yfiriætisleysi.
prúðmennsku í allri framgongu. fyrir dugnað og seiglu. Þeir voru sér og sínu byggðarlagi. Grundarfirði. til
soma' l.jiiMnynd: Ól. K.M.
Ingan 06 frá Vestmannaeyjum kemur hér fyrstur háta sem sigurvegari í B-flokki upp að bryggju í Reykjavík að loknu sjóralli umhverfis landið
1980. Fast í kjölfar hans kemur hinn harði keppinautur. Gustur. frá ísafirði. I.josmynd: Oi. k.M.
augum, aðeins vestur fyrir nesið og
bæjarlækurinn Faxaflói ófarinn.
Bátarnir ræstir kl. 15:15. Veður
stillt og flóinn sem spegill. Fyrstur
í höfn í Reykjavík, sigurvegari í
B-flokki Ingan frá Vestmannaeyj-
um, annar Gustur frá ísafirði,
þriðji Spörri frá Grundarfirði,
fjórði Gáski frá Hafnarfirði. Loka-
stig eftir keppnina: A-flokkur Nr. 1
Spörri 05 10 stig, samtals 104 stig.
Nr. 2 Gáski 04 7 stig, samtals 83
stig. B-flokkur nr. 1 Inga 06 10 stig,
samtals 108 stig. Nr. 2 Gustur 02 7
stig, samtals 78 stig.Nr. 3 Lára 03 0
stig, samtals 22 stig. Nú eftir að
þessu sjóralli 1980 umhverfis land-
ið er lokið og horft er til baka,
kemur margt upp í hugann, margt
sem vert væri að minnast á en yrði
of langt mál. Þó eru það nokkrir
þættir, sem ég kemst ekki hjá að
nefna og þakka, svo sem að allir
keppendur komu heilir til baka
heilir á líkama og sál. Allir góðir
menn, vaxa með vandanum, trú
mín er að einmitt þátttaka í
þessari keppni gefi mönnum tæki-
færi til þess. Heyrt hef ég þraut-
reyndan sjómann segja að lokinni
þátttöku í þessari keppni. „Þetta
var góður skóli.“ Ég tek undir þau
orð af heilum huga. Ég hef horft á
menn yfirstíga ótrúlega örðug-
leika, af slíku kappi og sálarþreki
að ég hef undrast. Eftirminnilegt
hlýtur að vera öllum þátttakend-
um og aðstandendum keppninnar
öll sú hjálpsemi ósérhlífni og
velvilji sem F.R. menn og fleiri
góðir menn í hundraðatali sýndu
víðsvegar um landið. Þessir menn
léttu keppendunum siglinguna og
hjálpuðu við erfiðar viðgerðir hvar
og hvenær sólarhringsins sem var,
þeir lögðu í mörgum tilvikum nótt
við dag til hjálpar. Þeir gerðu það
ekki til að teygja sig í pyngju
þeirra er hjálpar þurftu hverju
sinni, heldur af heilum huga. Guði
sé lof að enn á þjóðin góða drengi,
sem búa yfir sjálfsvirðingu.
Bátar
eftir HAFSTEIN
SVEINSSON
Síöari
grein
daginn 12. en þar sem svört þoka lá
yfir öllum Vestfjörðunum, (þar af
leiðandi ekki skilyrði til kvik-
myndatöku), var ákveðið að fresta
brottför fram yfir hádegi, og sjá til
hvort ekki birti upp. Enn lenda
Daði og Einar Valur í erfiðleikum.
Áður en rásmerkið er gefið, kemur
í ljós að ekki er allt með felldu í vél
Gusts, við nánari athugun finnst
sprunga í heddi og ekkert passandi
til staðar, nú er úr vöndu að ráða,
þar sem Daði, Einar Valur og
Gustur voru í heimahöfn, og fyrir-
sjáanlegt að Inga bæri sigur úr
bítum í keppninni. Ég hygg að
fæstir hefðu legið þeim á hálsi þó
þeir hefðu nú hætt keppni í
bæjardyrunum. Það gerðu þeir
ekki, það var ekki þeirra máti (að
gefast upp). Hvað var nú til ráða?
Ekki stóðu þeir Daði og Einar
Valur einir og óstuddir fremur en
fyrridaginn, að auki nú í heima-
höfn. í Gusti var Chevrolet vél, og
margir Chevrolet bílaeigendur á
staðnum. Nú gerðist undrið, heill
floti af Chevrolet bílum hrúgast á
bryggjuna þar sem Gustur lá fyrir
neðan í sjónum. Eigendur bílanna
buðu Daða hver á eftir öðrum
vélarnar að láni úr bílum sínum.
Þetta er ekki gamansaga heldur
staðreynd. Var nokkur furða þótt
Daði og Einar Valur væru fullir af
viljastyrk? Það næsta sem svo
gerðist var að vél er rifin úr öðrum
báti á staðnum og hún lánuð Daða.
Allt tók þetta sinn tíma og tíminn
leið, undir kvöld eru svo bátarnir í
A-flokki þeir Gáski og Spörri
ræstir, en keppinautur Gusts, Inga
beið eftir að lánsvélin kæmist á
sinn stað í Gusti. Klukkan að halla
í tvö um nóttina var allt til reiðu
að leggja í hann. Gustur og Inga
ræstir um það leyti sem bátarnir
úr A-flokki voru að lenda í Ólafs-
vík. Gekk ferð allra bátanna mjög
vel frá ísafirði til Ólafsvíkur.
Fyrstur þar í höfn var Spörri, frá
Grundarfirði, mikill mannfjöldi
stóð á bryggjunni og fögnuðu
köppunum innilega enda heima-
höfn á Snæfellsnesi næstur kom
svo Gáski, sem einnig var fagnað
vel. Morguninn eftir það er sunnu-
daginn 13. komu svo þeir Inga og
Gustur til Ólafsvíkur. Röð og stig
er til Ólafsvíkur var komið. A-
flokkur nr. 1 Spörri 05 10 stig,
samtals 94 stig. Nr. 2 Gáski 04 7
stig, samtals 76 stig. B-flokkur nr.
1 Inga 06 10 stig, samtals 98 stig.
Nr. 2 Gustur 02 7 stig, samtals 71
stig.
Ólafsvík —
Reykjavík
Nú var aðeins eftir að hleypa
heimdraganum, sem engum óx í