Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 30

Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 M Mörg og stór verkefni framundan hjá lands- liðinu í handknattleik STJÓRN Handknattleikssambands íslands boðaði til blaðamanna- fundar í fyrrakvold ox útskýrði þá afstöðu sína KaKnvart þeim blaðaskrifum. sem orðið hafa eftir að fráfarandi landsliðsþjálfari. Jóhann In«i Gunnarsson. boðaði til blaðamannafundar fyrir skömmu. Formaður HSÍ. Július Hafstein. harmaði það á fundinum. að óþarfa leiðindaskrif skyldu þurfa að koma i kjölfar þessa máls. Jafnframt harmaði Júlíus. að Jóhann In«i skyldi ekki sjá sér fært að biða i eina viku með að halda sameÍKÍnlegan hlaðamannafund i stað þess að gefa út einhliða yfirlýsingu á samningum sinum við Handknattleikssam- bandið. Formaður HSÍ skýrði frá því á fundinum, að kröfur Jóhanns hefðu verið það háar að ekki hefði verið hægt að ganga að þeim fyrir samband eins og HSÍ, sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. Fyrstu kröfur Jóhanns til HSÍ námu 15 milljónum króna á árs- grundvelli. Síðan var reynt að fara milliveg og Jóhanni Inga voru síðan boðnar 710 þúsund krónur á mánuði og fullar verðbætur á laun, en hann hafnaði því tilboði. Síðar kom í ljós, að fráfarandi stjórn vildi ekki hafa upphæð þessa svo háa, en það voru þeir Júlíus Hafstein og Gunnar Torfa- son, sem áttu í samningaviðræð- um við Jóhann Inga. Júlíus gat þess á fundinum, að sá munnlegi samningur, sem Jóhann talaði um, hafði verið gerður með þeim fyrirvara að stjórn HSÍ samþykkti hann. Svo varð ekki enda kom það ekki að sök þar sem Jóhann hafði hafnað þessu. Nýkjörin stjórn HSÍ bauð síðan Jóhanni 520 þúsund krónur á mánuði í laun og umsjón með A-landsliði. Skyldi Jóhann því vera ráðinn í hlutastarf. Þetta gat Jóhann ekki fallist á og sagði upp störfum hjá sambandinu. Júlíus sagðist harma það, að ekki skyldu hafa náðst samningar við Jóhann, hann hefði unnið gott starf og stjórn HSÍ þakkar honum samstarfið. Þess má geta, að Jóhann fékk alltaf greitt sérstak- lega fyrir fræðslustarf, sem hann vann á vegum HSÍ og svo átti einnig að vera ef hann hefði verið ráðinn áfram. Það kom fram á fundinum, að laun danska lands- liðsþjálfarans í handknattleik munu vera hin sömu og Jóhanni Inga var boðið, og lætur nærri að þau séu hin sömu og íþróttakenn- ari í fullu starfi hefur í mánaðar- laun. Þannig að Jóhann hefur svo sannarlega gert miklar kröfur um laun. Það munu hafa verið um fjórar milljónir sem bar á milli til þess að samningar næðust við Jóhann. Það kom fram hjá formanni HSÍ, og reyndar Jóhanni lika, að hann skilar íslandi í 11. sæti i heiminum í dag handknattleiks- lega séð. Þannig hefur staðan verið um 10 ára skeið, sagði Júlíus, og því ljóst, að við höfum ekki náð betri árangri undir stjórn Jóhanns en annarra þjálfara. HSÍ mun nú ráða þjálfara í hlutastarf til þess að hafa umsjón með A-landsiiðinu og er stjórnin þegar farin að leita fyrir sér með mann í það verkefni. Mörg verkefni framundan hjá landsliðinu Framundan eru mörg og stór verkefni hjá landsliðinu i hand- knattleik. Það stærsta er B-keppn- in sem fram fer í lok febrúar á næsta ári. Fram að þeim tíma eru fyrirhugaðir 29 landsleikir og flestir þeirra hér heima. Það verður því í mörg horn að líta hjá landsliðsmönnunum. Það kom fram á fundinum, að þeir munu fá greitt vinnutap og dagpeninga á ferðum erlendis og hefur verið gengið frá þeim samningum við þá. Þá er það ákveðið, að þriggja landa keppni fari hér fram í nóvember árið 1981 með þátttöku Norðmanna og Svisslendinga. En lítum nánar á keppnisáætl- un landsliðsins næsta keppnistímabil: — Norðurlandamótið í Hamar í Noregi 22.-27. október, þar sem 5 leikir verða leiknir. — V-Þjóðverjar koma til Reykjavíkur og leika tvo lands- leiki 14,—16. nóvember. — Danir koma til íslands og leika hér þrjá landsleiki 20,—22. desember. — Pólverjar koma til íslands og leika hér þrjá landsleiki 2.-5. janúar. — Landsliðið fer í keppnis- ferðalag til Danmerkur og V-Þýskalands á tímabilinu 15.— 25. janúar og leika 4 landsleiki í ferðinni. — Frakkar koma til íslands í lok janúar og leika hér 3 lands- leiki. — A-Þjóðverjar koma til ís- lands um miðjan febrúar og leika hér 3 landsleiki. — B-keppni Heimsmeistara- keppninnar í Frakklandi, þar sem 6 landsleikir verða leiknir. Eins og sjá má á þessari upp- talningu, verður mikið um að vera. Þrjú lið í Evrópukeppni Það kom fram á fundinum, að árið 1981 til 1982 munu þrjú íslensk lið eiga þess kost að taka þátt í Evrópumótum í handknatt- leik, lið íslandsmeistara, bikar- meistara og væntanlega það lið sem hafnar í 2. sæti í 1. deildar keppninni næsta tímabil. Jafn- framt skýrði Júlíus frá því, að hann hefði haft samband við forráðamenn þýska liðsins Leverkusen og munu þeir gera allt sem þeir geta til þess að Viggó og Sigurður Gunnarsson, sem leika með liðinu, fái leyfi til landsleikja sé þess óskað. Czerwinski vill koma Janus Czerwinski lýsti sig fúsan til þess að koma til íslands og starfa hér í tvo mánuði fyrir B-keppnina. Ég hitti Janus í Moskvu er ég sat þar alþjóðaþing handknattleikssambanda og það fór vel á með okkur. Hann vill allt fyrir okkur gera, sagði Júlíus. - ÞR SINDRAÆvSTÁLHE Fyrirliggjandi í birgðastöð ÁLPLÖTUR Hálfhert efnl í þykktum frá 0,80 mm — 6,00 mm Plötustæröir 1200 mm x 2500 mm Borgartúni31 sími 27222 • Handknattleiksmenn tá mörg verkefni á næsta keppnistímabili. Stærsta afrek siðasta tímabil var afrek Valsmanna sem komust i úrslit Evrópumeistarakeppninnar i handknattleik. Á myndinni hér að ofan sjáum við Þorbjörn Jensson i úrslitaleiknum. Ragnheiður setti nýtt íslandsmet „ÞAÐ LEIT ekki út fyrir að Ragnheiður mundi setja ís- landsmet er hún hafði hlaupið fyrstu 400 metrana. þá hljóp hún vægast sagt rólega. En þá tók hún verulega við sér og hljóp greitt það sem eftir var og hætti metið um sekúndubrot. Hún get- ur vafalaust stórbætt metið með betur útfærðu hlaupi.“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson ÍR i samtali við Mbl. i gær, en á móti sem hann keppti i fyrrakvöld i Köln keppti einnig Ragnheiður Ólafsdóttir FH, og setti hún þá nýtt íslandsmet í 1000 metra hlaupi kvenna. Hljóp Ragnheiður á 2:50.8 minútum og bætti eigið íslandsmet um eitt sekúndubrot. en gamla metið setti hún einnig i Köln, að visu á síðasta ári. Ragnheiður hefur litið keppt i sumar þar sem smávægileg meiðsl hafa hrjáð hana. Hún hefur hins vegar haldið nokkurn veginn sinu striki á æfingum og bendir árangur hennar til þess að hún eigi eftir að láta meir að sér kveða seinna í sumar, en hún hefur í hyggju að keppa mikið ytra i næsta mánuði. — ágás.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.