Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 2

Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 Nýr Hólmatindur til Eskif jarðar „MÁLIÐ ER loks komið í höfn, við munum sigla með (jamla Hólmatindinn út i næstu viku og selja aflann úr honum i Bretlandi eða Þýzkalandi, og halda siðan til Frakklands og skipta á honum og nýja skipinu, sem mun hljóta sama nafn,“ sagði Aðalsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Eskifjarðar, í samtali við Mbl. Mikið stímabrak hefur staðið um hvort leyfa ætti Aðalsteini að kaupa nýja skipið og var ráðu- neytið fyrir sitt leyti búið að hafna því. Aðalsteinn sagði, að hið nýja skip væri fimm ára gamalt og í alla staði mjög fullkomið, en það er um 500 lestir að stærð. — „Þetta verður gífurlegur munur fyrir okkur, því gamli Hólmatind- ur hefur alla tíð verið of lítill fyrir okkur, við höfum ekki getað sett í hann fiskikassa með góðu móti,“ sagði Aðalsteinn. Þá kom það fram hjá Aðal- steini, að gera þyrfti smávægi- iegar breytingar á nýja Hólma- tindi til þess að geta komið fiskikössum í hann og er þar fyrst og fremst um að ræða stækkun á lúguopum. — „Við gerum okkur því vonir til þess að skipið verði tilbúið á veiðar innan mánaðar," sagði Aðalsteinn. Nýja skipið kostar um 8 milljón- ir franskra franka, sem á gengi í dag er um 960 milljónir íslenzkra króna. Aðalsteinn sagði að gamli Hólmatindur gengi beint upp í kaupin og væri hann metinn á um helming kaupverðs hins nýja skips, eða rúmlega 400 milljónir króna. Auk Hólmatinds á Hraðfrysti- stöð Eskifjarðar svo helming í togara á móti Reyðfirðingum. Þessi myndarlegi hópur úr Skátafélaginu Haferninum i Breiðholti leggur i dag af stað i tveggja vikna för til Risör í Noregi. Skátarnir, sem eru á aldrinum 12—19 ára taka þar þátt í miklu skátamóti. Alls verða í hópnum 33 skátar og foringi hans er Sigfrið ólafsson. f Mh| R Orkustofnun í bréfi til iðnaðarráðuneytis: Verð Hitaveitunnar 75% af meðalverði 1973 — Fer ekki á milli mála að Hitaveitan þarfnast EKKI fer á milli mála, að Hita- ur fengið undanfarin ár, segir veita Reykjavikur þarfnast meiri m.a. i bréfi Orkustofnunar til gjaldskrárhækkunar en hún hef- iðnaðarráðuneytisins. Sr. Magnús Guð- mundsson látinn MAGNÚS Guðmundsson, fyrrver- andi prófastur i ólafsvik, er látinn 84 ára að aldri, en hann var fæddur 30. júlí 1896 á Innri- Hólmi á Akranesi. Magnús varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1916 og síðan guðfræðingur frá Há- skóla íslands 1920. Síðar fór Magnús margar ferðir erlendis til að kynna sér störf kirkjunnar fyrir sjúka menn. Magnús var vígður aðstoðar- prestur árið 1921 og síðan settur sóknarprestur í Nesþingpresta- kalii 1923 og veitt það prestakall árið eftir, en sat á Ólafsvík. Hann var varasýslunefndar- fulltrúi í Snæfellssýslu árin 1928—1946. Hann sat í stjórn Samtaka lækna og presta, auk þess að vera formaður þeirra um tíma. Falsaður 100 krónu seðill og ófalsaður. Sá faisaði er fyrir ofan. Borgaði með föls- uðum 100 kr. seðli HENNI brá hcldur betur af- greiðslustúlkunni i Kjötmið- stöðinni við Laugalæk i gær- dag, þegar hún varð þess var, að einn hundrað krónu seðill- inn, sem gróinn viðskiptavinur búðarinnar hafði nýgreitt með var falsaður. Hrafn Backmann eigandi Kjötmiðstöðvarinnar sagði í samtali við Mbl., að stúlkan hafi alls ekki áttað sig á því, að seðillinn var falsaður fyrr en konan, sem með honum borgaði var farin út, svo listavel var hann falsaður. gjaldskrárhækkunar Þá segir, að á árunum 1973— 1977 hafi verð hitaveitunnar á heitu vatni 1. janúar hvers árs umreiknað á verðlag 1. janúar 1980 verið mjög jafnt að undan- teknu einu ári, 1976, eða um 170 krónur á rúmmetra að meðaltali. Hins vegar var verðið 1. janúar 1980 119.00 krónur á rúmmetra eða aðeins um 70% af meðalverði fyrrtaldra fimm ára. Nú um mitt árið er verðið hins vegar komið í 127.55 krónur á rúmmetra eða um 75% af meðalverði áranna 1973— 1977. Ennfremur segir, að Orkustofn- un virðist unnt að slá tvennu föstu varðandi verðlagsmál hitaveit- unnar: — Vatnsverð Hitaveitunnar er komið niður fyrir það stig sem fær staðist til frambúðar, og þarf því að hækka, á föstu verðlagi reikn- að. Hve mikið þarf að hækka þarf svo nánari athugunar við. — Af margvíslegum ástæðum, þar á meðal baráttu stjórnvalda við verðbólguna, er ekki raunhæft að framkvæma þessa nauðsynlegu leiðréttingu í einu stökki, jafnvel þótt hún geti verið eitthvað lægri en 60%. Rétt virðist því að byrja þessa leiðréttingu strax með því að leyfa hækkun einhvers staðar á bilinu 10—20%. Taka ætti fram, að þá ráðstöfun bæri ekki að líta sem einangrað fyrirbæri eða skyndi- lausn, heldur sem fyrsta áfanga í röð ráðstafana, segir ennfremur í bréfi Orkustofnunar til iðnaðar- ráðuneytisins. Óbreytt borðaröð á ólympíuskákmótinu Hlutfallslega minni umferð um helgina en undanfarin ár „ÞETTA er alltaf mikil umferð- arhelgi um allt land,“ sagði óli H. Þórðarson framkvæmdstjóri umferðarráðs i samtali við Mbl. i gær. „Það er okkur því mikið ánægjuefni, hve lítið hefur verið um óhöpp og slys um vcrzlunar- mannahelgina. Okkur virðist, sem áróðurinn frá okkur sé farinn að hafa áhrif og teljum það góða og rétta þróufi. Við vorum með umferðartaln- ingu á vegum hér suðvestanlands eins og verið hefur undanfarin þrjú ár. Talið var á Vesturlands- vegi í Kollafirði, á Þingvallavegi og Suðurlandsveg og okkur telst til, að um Vesturlandsveginn hafi nú farið rúmlega 16.000 bílar, sem er nokkur aukning frá fyrri árum, um Þingvallaveginn fóru nú tæp- lega 13.000 bílar, sem er nokkuð minna en í fyrra og um Suður- landsveg fóru flestir, eða rúmlega 30.000 bílar, sem er minna en áður. Ef þessar tölur eru svo lagðar saman kemur í ljós að þessar leiðir fóru nú rúmlega 59.000 bílar, sem er örlítil aukning frá fyrri árum. Annars er munurinn svo lítill, að það mætti halda að þetta væri alltaf sama fólkið, sem fer út úr borginni. Þess ber þó að gæta að þetta er hlutfallsleg fækkun vegna þess að bílum hefur fjölgað talsvert á hverju ári,“ sagði Óli H. Þórðarson að lokum. Sjá nánari fréttir frá verzlunarmannahelginni á bls. 16 og 17. STJÓRN Skáksambands íslands kom saman til fundar i gærkvöldi til m.a„ að ræða deilu, sem upp var komin vegna niðurröðunar skákmanna á borð á ólympiu- skákmótinu, scm fram fer á Möltu í nóvember, og var eftirfar- andi samþykkt gerð: „Samþykkt var samhljóða, að standa að fyrri ákvörðun, þ.e., að láta gildandi ELO-stig ráða röð keppenda. Ákvörðun SI um borða- röð á ólympíumótinu, sem fram fer á Möltu í nóvember n.k. var í samræmi við þá skoðun stjórn- armanna, að alþjóðleg ELO-stig skuli ráða niðurröðun keppenda. Sá fyrirvari var gerður á röðinni, að skákstig Margeirs Péturssonar voru ef til vill of lág. Stjórn Skáksambands íslands hefur nú undir höndum leiðréttingalista frá FIDE dagsettann 1. júlí 1980. Á honum koma ekki fram neinar breytingar á skákstigum sveit- armeðlima. Sér því stjórnin ekki ástæðu til breytinga að svo stöddu. Vegna blaðaskrifa sem © INNLENT fram hafa farið að undanförnu um mál þetta vill stjórnin taka fram, að hún treystir sér ekki til að gera upp á milli þeirra ágætu skák- manna sem \ hlut eiga, enda eðlilegast að miða við gildandi ELO-skákstig. Þess má loks geta, að samkvæmt nýreiknuðum ís- lenzkum skákstigum yrði borða- röð hin sama og eftir ELO-skák- stigunum. Borðaröðin verður því þessi. Á 1. borði Friðrik Ólafsson, á 2. borði Guðmundur Sigurjóns- son, á 3. borði Helgi Ólafsson, á 4. borði Jón L. Árnason, fyrsti vara- maður Margeir Pétursson og ann- ar varamaður Jóhann Hjartarson. Fimm sóttu um starfið FIMM menn sóttu um starf framkvæmdastjóra Flug- málastjórnar, sem auglýst var fyrir skömmu, að sögn Brynjólfs Ingólfssonar, ráðu- neytisstjóra i samgöngumála- ráðuneytinu. Ráðuneytisstjórinn vildi ekki gefa upp nöfn umsækj- enda fyrr en umsagnir lægju fyrir. Hann sagði hins vegar, að allir umsækjendur væru starfsmenn stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.