Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
11
-.Klæðum og bólstrumj
ígomul húsgögn. Gott<j
,úrval af áklæðum
BÓLSTRUIM(
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Simi 16807,
P 31800 - 31801 p
FASTEIGIMAMIÐLJUN
Sverrir Knstjánsson heimasími 42822
HREYFILSHÚSINU -FElLsMÚLA 26, 6.HÆÐ
Smáragata
Til sölu rúmgóö 2ja herb. fb. í kjallara.
Samþykkt. Laus fljótt.
Gamli bærinn
Til sólu einbýlishút byggt 1905, eftir
Rðgnvald Ólafsson. Húsió, sem er
járnvariö timburhús, er: kjallari, ca. 51
fm, lofthæö 2,2 m er eitt herbergi,
þvottaherbergi og geymsla; 1. hæö ca.
51 fm. Lofthasö 4,4 m, 3 herbergi,
eldhús o.fl.; Rishæö ca. 48 fm. Lofthæö
3,1 m. 3 herbergi. Lóöin 471 fm. Mjög
rólegur og góöur staöur. Upplýsingar
um þetta hús eru aöeins gefnar ó
skrifstofunni.
Ljósheimar
Til sölu 4ra herb. íbúö á 3. hæö.
Samliggjandi stofur, sórinngangur af
svölum. Lyftuhús. Verö 38—40 millj.
Hólahverfi
Til sölu ca. 130 fm 5 herb. endaíbúö á 4.
hasö í lyftuhúsi. Verö. Verö kr. 43—44
milij.
Seltjarnarnes
Til sölu parhús sem er ca. 220 fm
ásamt 40 fm bflskúr. Möguleiki á 2
fbúöum.
Fokheld raóhús
viö Hálsasel og Melbæ,
Seláshverfi
Stykkishólmur
Til sölu parhús sem er 121 fm á 2
hæöum, ásamt bílskúr og þurrkhjalla.
Ræktuö lóö. Góö eign. Laus 1. sept.
Verö 38 millj.
Vesturberg
Tll sölu mjög vönduö 2ja herb. íbúö á 2.
hæö. íbúöin er skáli, stofa og eldhús
meö mjög vandaöri innréttingu. Þvotta-
herb. er innaf eldhúsi. Allt flfsalagt.
Vandaö baö. Rúmgóö sér geymsla.
Mikiö útsýni.
Blikahólar
Tll sölu mjög góö 97 ferm. 3ja herb.
fbúö á 2. hæö, ásamt ca. 30 ferm.
bflskúr. Laus fljótt.
Álagrandi
Tll sölu 3ja herb. ca 75 ferm. íbúð á
Jaröhæö. Ibúöln er rúmlega tllbúln undlr
tréverk. Laus strax.
Suóurhólar
Til sölu sérlega vönduö og vel frágengin
4ra herb. ca. 110 ferm. fbúö á 2. hæö.
Miklar innréttingar. Laus fljótt.
Blöndubakki
Tll sölu göö 4ra herb. Ibúö é 1. hæö
ásamt rúmgóöu herb. I kjallara og stórrl
geymslu. Laus f okt. nk.
Kleppsvegur
Til sölu 4ra herb. 115 ferm. endaíbúö á
8. hæö f lyftuhúsi. Laus fljótt.
Æsufell
Tll sölu 160 ferm. mjög góö 7 herb. íbúö
á 3. hæö.
Einbýlishús í smíöum
á Arnarnesi
Ca. 150 ferm. ásamt stórum bflskúr.
Afhent fokhelt fljótt.
Miðvangur raöhús
Tll sölu mjög rúmgott raöhús viö
Miövang ásamt innbyggöum bflskúr.
Esjuberg Kjalarnesi
Tll sölu hús sem er ca. 170 ferm.
Steyptur kjallarl. Lofthæö 2,40 þar er
innbyggöur tvöfaldur bflskúr o.fl. Á
hæöinni er 125 ferm. timburhús frá
Siglufiröi (Vinkilhús). Fokhelt aö innan
en frágenglö aö utan. Skipti á 2)a—3ja
herb. íbúö koma til greina. Húsiö er
laust til afhendingar strax.
Hef kaupanda
aö góöri 2ja herb. íbúö innan Elliöaáa.
MÁLFLUTNINGSSTOFA
SIGRÍOUR ÁS3EIRSDÓTTIR hdl
HAFSTEINN BALDVINSSON hrl.
Við vötn
SKAFTFELLINGUR. 216 bls.
Ritstj. Friðjón Guðröðarson.
2. árg. — 1980. íltg. Austur-
Skaftafellssýsla.
Skaftfellingar eru sagðir hóg-
værir menn og raunsæir. Þetta
ársrit ber hvorutveggja vitni. Hér
er lítið um óbeislað hugarflug og
vangaveltur en þeim mun meira af
staðreyndum. Friðjón Guðröðar-
son er ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Fyrsti þáttur ritsins er eins konar
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
ritstjórnargrein frá hans hendi:
Umhverfis- og náttúruverndar-
mál (upphaflega flutt sem fram-
söguerindi á bændafundi). Friðjón
talar þar til sýslunga sinna með
hliðsjón af að þeir horfast nú í
augu við breyttar aðstæður: ein-
angrun héraðsins rofin með
hringveginum alkunna. ȃg vara
við þeirri hættu og því neikvæða
andrúmslofti,* segir Friðjón, »sem
stífni og ósanngirni skapa, þó
sjaldgæft sé og kemur fram hjá
einstaka sveitamanni við þéttbýl-
isfólk.« Friðjón vill að bændur
leyfi fólki að skoða sig um á
jörðum sínum. En yfirvaldið veit
líka að ekki fara allir göngumenn
með friði: »Ein er sú tegund ferða
þéttbýlisfólks um lönd bænda sem
með öllu er óliðandi, án sérstaks
leyfis hverju sinni, sem sagt
svonefndar sportveiðar.« Friðjón
hvetur til að bændur »gæti réttar
síns og kæri brotlega* og upplýsir
að »viðurlög eru ströng«. Hér
sýnist mér Friðjón leggja landeig-
endum á herðar vanda sem erfitt
muni að rísa undir. í víðlendu og
strjálbýlu héraði hlýtur að vera
ógerningur að fylgjast með öllum
mannaferðum utan vega. Og skot-
menn fara um allt. Að eiga þvílíka
umferð yfirvofandi, sí og æ, hlýtur
að vera óþolandi fyrir heimafólk.
Og reynslan annars staðar gefur
til kynna að hinir ófyrirleitnustu
eru jafnframt ágengastir og síst
til þess líklegir að biðja einn né
neinn um leyfi. Að samræma
eignarrétt bænda og útivistarrétt
þéttbýlisbúa er því hreint ekki svo
einfalt mál sem ætla mætti í
43466
Hverfisgata 2ja herb.
55 fm. jarðhasö. Verð 21
millj.
Ásbraut — 3ja herb.
2. hæð 86 fm. Verð 30 mi'lij.
Kársnesbraut
— 3ja herb.
100 fm. jaröhæð, sér inn-
gangur og þvottahús. Verð
34 millj.
Ásbraut — 4ra herb.
100 fm. jaröhæð. Verð 35
millj.
Langafit — sérhœð
Efri hæð í þríbýli. Verö 37
millj.
Bekkustígur
— 4ra herb.
3. hæð, laus fljótlega. Verö
40 millj.
Einbýli —
Kópavogsbraut
Kjallari hæð og ris, stór
bílskúr Bein sala.
Raöhús — Garðabæ
Endaraðhús 2 hæðir og
tvöfaldur bílskúr.
Óska eftir
Höfum fjársterkan kaupanda
aö 2ja herb. íbúö t Furugrund
Kópavogi.
Vegna mikillar sölu undan-
farið vantar allar stærðir
eigna á söluskrá.
ÍJ™ Fasteignasalan
aai EIGNABORG sf.
og frera
fljótu bragði, að minnsta kosti
ekki án verulega vökullar lög-
gæslu, og munu Skaftfellingar í
fyllingu tímans komast að raun
um það. Þá á Friðjón þarna viðtal
við Jón Ivarsson, fyrrum kaupfé-
lagsstjóra á Höfn í Hornafirði.
Jón ívarsson var að allra dómi
með fremstu mönnum sinnar
stéttar og þjóðkunnur, meðal ann-
ars vegna þess að Jónas Jónsson
frá Hriflu gat hans manna oftast í
pistlum sínum og dáðist mjög að
framtaki hans. Spurningar Frið-
jóns beinast einkum að þætti Jóns
ívarssonar í uppbyggingu kaupfé-
lagsins en hann gegndi starfi
kaupfélagsstjóra 1922—43, kom að
félaginu næstum því gjaldþrota en
skilaði því af sér sterku og
traustu. Viðtalið er fróðlegt en
sumár spurningar spyrjanda eru
óþarflega klúðurslega orðaðar, t.d.
þessi: »Heldur þú að menn hafi
verið full bjartsýnir um greiðslu-
kjör og verð, uppá framtíðina, alla
vega eins og hún varð, eða jafnvel
í það heila?«
Undanfari verslunar á Höfn í
Hornafirði var sem kunnugt er
Papósverslun. Einar Bragi og Sig-
urður Björnsson, Kvískerjum, rita
báðir um sögu hennar, fróðlega
þætti.
Skaftafellsfjara og nytjar
hennar heitir þáttur eftir Ragnar
Stefánsson, Skaftafelli. Ragnar
lýsir einkum selveiðinni eins og
hún var stunduð fyrrum. Erfitt
hefur það verk verið ekki síður en
mörg önnur glíma sem Skaftfell-
ingar máttu heyja í sinni hörðu
lífsbaráttu.
Hjá Austur-Skaftfellingum
nefnist langur þáttur eftir Þórð
Tómasson, Skógum. Þórður fór um
sýsluna til að kanna hvað til væri
af fornum munum og minjum og
er þátturinn eins konar ferðasaga.
Þórð þarf ekki að kynna því hann
er löngu kunnur, bæði af ritstörf-
um og ekki síður því stórmerka
byggðasafni sem hann hefur kom-
ið á fót í Skógum undir Eyjafjöll-
um. Hann veit því manna best
»hve sagan er fljót að heimta til
sín líðandi stund« eins og hann
orðar það sjálfur á einum stað í
frásögn sinni. Þórður kemur á
marga bæi og hittir fjölda fólks en
segir alltaf eitthvað hnyttið um
hvern stað og hvern mann svo
frásögn hans verður ágætur
MtDBORG
fasteignasalan i Nyja btohusinu Reykjavik
Símar 25590,21682
Jón Rafnar sölustj. h. 52844.
Kóngsbakki
3ja herb. ca. 95 fm. íbúð í
fjölbýlishúsi. Sér lóó. Skápar í
báöum svefnherb. Sér þvotta-
hús. Verö 33 mlllj. Útb. 25 millj.
Hjallabraut Hafnarf.
3ja herb. ca. 95 fm. íbúö í
fjölbýlishúsi. Sérstaklega björt
og skemmtileg íbúö með suður-
svölum. Sér þvottahús. Verð 36
millj., útb. 27 millj.
Álfheimar
4ra herb. ca. 110 fm. íbúð í
fjölbýlishúsi. íbúðin er öll í mjög
góðu standi. Suöursvalir. Verö
40—42 millj., útb. 30—31 millj.
Brattakinn Hafnarf.
4ra herb. ca. 80 fm. neörl hæö í
tvíbýlishúsi. Ný eldhúsinnrétt-
ing, nýir gluggar og fl. endurnýj-
aö. Ca. 30 fm. bflskúr með
rafmagni og hita. Verð 39—40
millj., útb. 30 millj.
Merkiteigur Mosf.
Einbýlishús, ca. 140 fm. auk ca.
50 fm. bílskúrs. Húsiö er rúm-
lega tilbúlö undir tréverk en vel
íbúöarhæft. Rólegur og
skemmtilegur staður. Verð 63
millj., útb. 42 millj.
Þorlákshöfn
Einbýlishús ca. 100 fm. með 3
svefnherb. Verð 28—29 millj.,
útb. 20 millj.
Álfaskeiö Hafnarf.
5 herb. ca. 120 fm. endaíbúö í
fjölbýlishúsi. Vandaðar innrétt-
ingar, sér þvottahús. Frystihólf í
kjailara. Bílskúr fylgir. Verö 45
millj., útb. 32—33 millj.
Guðm. Þórðarson hdl.
Friðjón Guðröðarson
skemmtilestur — auk þess að færa
manni heim sanninn um hvernig
safnari rekur slóð gamalla muna
og gengur beint að því sem
markverðast er á hverjum stað, en
ferðina fór hann að beiðni Aust-
ur-Skaftfellinga sem voru að und-
irbúa stofnun byggðasafns.
Veldi guðs á engin takmörk
heitir þáttur eftir Torfa Þor-
steinsson, Haga, byggður á sam-
tali við Vilmund Jónsson, bónda í
Árnanesi í Hornafirði. Vilmundur
er maður aldraður, kominn á
tíræðisaldur, en man glöggt eldri
tíð. Vilmundur segir ekki aðeins
frá gömlum búskaparháttum,
hann víkur einnig að skáldskap og
trúmálum. »Við vitum ekkert um
uppruna lífsins,« segir hann, »eða
hvað um það verður. Og ég glími
ekkert við ráðgátuna miklu um
það, hvað við tekur.«
Ég nefni líka þættina Skessan í
Skaftafelli eftir Þorstein Guð-
mundsson frá Reynivöllum og
Siminn kemur i Áustur-Skafta-
fellssýslu eftir Gísla Björnsson,
Höfn. Síðarnefndi þátturinn er
reistur á endurminningum höf-
undar frá sumrinu 1915.
Fleira efni er í ritinu, ljóð t.d.;
svo og annálar hVers hrepps fyrir
sig auk skrár um »látna vestan
Fljóta«; og fleira.
Rit af þessu tagi eru nokkuð
mörg í gangi á landinu. Sum hef
ég lesið, önnur þekki ég einungis
að nafninu til. Mér sýnist stefna
þessa rits einkum vera fólgin í að
skrásetja þann fróðleik sem enn
geymist í minni elstu manna og tel
ég það rétt að farið. Kirkjubækur
og aðrar ritaðar heimildir fyrri
tíðar munu ef guð lofar varðveit-
ast og því nógur tíminn að grúska
í því efni, það má bíða. En enginn
veit nær gamall þulur hverfur á
vit feðra sinna með þau fræði sem
hann geymir í hugskoti sínu.
Sífellt er því hver síðastur að
bjarga þeim fræðum frá eilífri
gleymsku. Vonandi heldur rit-
stjórn Skaftfellings áfram í svip-
uðum dúr.
Brottrækur fyrir að
gagnrýna kerfið
RUDOLF BAHRO heitir rit-
höfundur sem vísað var frá
Austur-Þýskalandi fyrir bók sina
Valið. Hann býr nú i Vestur-
Þýskalandi og er þar framarlega
í flokki umhverfisverndarmanna
sem kalla sig hina grænu eða Die
Grtinen.
Nýlega flutti Rudolf Bahro
fyrirlestur á vegum Þýsku menn-
ingarstofnunarinnar í Stokkhólmi
þar sem hann lýsir aðdraganda
þess að hann var gerður brottræk-
ur frá Austur-Þýskalandi og fjall-
ar einnig um fyrrnefnd umhverf-
isverndarsamtök. Fyrirlesturinn
birtist í tímaritinu Ord & bild
(1/80).
Til þess að girða fyrir að á hann
sé litið sem andkommúnista lýsir
Bahro því yfir að hann sé skilgetið
afkvæmi kommúnistaflokksins og
þar með Austur-Þýskalands; hann
kveðst trúa því enn í dag þrátt
fyrir óvægna gagnrýni sína að
Áustur-Þýskaland sé þegar á
heildina sé litið hið betra Þýska-
land. Bahro bendir á að það sé
rangt að meirihluti andófsmanna í
Austur-Þýskalandi séu á móti
ríkinu. Hann segir að allir hugs-
andi menn í Austur-Þýskalandi
séu ósáttir við kerfið, veldi þess.
Jafnvel þeir sem eru sjálfir full-
trúar kerfisins séu oft sama sinn-
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
is. Menn eru ekki ánægðir með
þvinganir kerfisins og að það sé
óhagganlegt. Það sem átti að vera
í sósíalískum eða kommúnískum
anda er ekki til. í staðinn ríkir
kyrrstaða, mestu skiptir að við-
halda kerfinu.
Bahro segist hafa skýrt andóf
sitt áður en hann var fangelsaður.
Þá sagðist hann vera í hópi þeirra
manna sem hefðu glatað voninni
um kommúnískt samfélag í
Austur-Þýskalandi, en að því vildi
hann vinna að koma því á. Félagar
mínir lesa bók mína, segir Bahro,
og eru sammála flestu í henni. En
skoðun þeirra er sú að ég hefði
ekki átt að skrifa bókina og allra
síst láta prenta hana í vestri. Þeir
óttast í raun og veru um framtíð
ríkisins. Sjálfur er Bahro svipaðr-
ar skoðunar. Tilgangur hans með
Valinu var að efna til hugmynda-
fræðilegrar umræðu, en ekki
hvetja til pólitískra átaka. Póli-
tískar aðgerðir í Austur-Þýska-
landi eru að mati Bahros dæmdar
til að misheppnast. Þær myndu
annaðhvort vera barðar niður
strax leiða til sovéskrar íhlut-
unar.
Málflutningur Rudolfs Bahros
minnir á ýmsar yfirlýsingar Wolfs
Biermanns, Bahro og Biermann
eru þrátt fyrir slæma reynslu af
alþýðulýðveldinu í Austur-Þýska-
landi reiðubúnir að verja það gegn
auðvaldsöflum í velferðarheimi
Sambandslýðveldisins. Þeir líta
svo á að mestu skipti að bæta
ástandið og það verði best gert
með því að vera trúr hinum gömlu
kommúnísku hugsjónum. Það er
ekki auðvelt að skilja þá. Þeir vilja
ekki fallast á að kommúnisminn
hafi verið orsök þeirrar ógæfu
sem kerfið í Austur-Þýskalandi er.
Bahro gengur til liðs við hina
grænu í Vestur-Þýskalandi vegna
þess að hann telur að hið kapítal-
íska markaðssamfélag með hrika-
legri samkeppni sinni eigi eftir að
steypa mannkyninu í glötun. Bier-
mann aftur á móti hæðist að
græningjum í beiskum söngvum.
Það er kannski tímanna tákn aö
marxistinn Rudolf Bahro er á
sama máli og íhaldsmaðurinn
Herbert Gruhl sem er öflugur
liðsmaður hinna grænu og hefur
varað við þróun mála í bókinni
Ein planet wird geplúndert.
Þeir sem hafa valdið miklu um
þroska Bahros að hans sögn eru
menn eins og Beethoven, Hölder-
lin, Fichte og Jean Paul. Þeim
kynntist hann í skóla hjá kennara
sem lagði kapp á að innræta
nemendum sínum húmanisma.
Bahro naut þessarar kennslu og
gerir enn í dag. En kennarinn
víðsýni var hrakinn burt frá
Austur-Þýskalandi. Sjálfsagt hef-
ur hann þótt of borgaralega sinn-
aður. Nú standa Rudolf Bahro,
Wolf Biermann og fleiri í sömu
sporum og kennarinn sem dýrkaði
Beethoven. Sumum okkar þykja
þeir ráðvilltir, ekki síst þegar þeir
verja þá hugmyndafræði sem kom
öllum djöflaganginum af stað.