Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 13

Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 13 Árni Reynisson framkv.stj. Náttúruverndarráðs: Um verndarstörf í þjóðgarð- inum við Jökulsárgljúfur Læknir og heilsugæslumaður á Húsavík ávarpar undirritaðan og Náttúruverndarráð í Morgunblað- inu 2. þ.m. og með nokkrum þjósti. Tilefnið er að honum líkar ekki sá staður, sem landvörður visaði honum á til að leggja hjólhýsi sínu í Ásbyrgi fyrir nokkru. Hann notar tækifærið til að varpa fram efasemdum um nýskipan á tilhög- un umferðar um þjóðgarðslandið. Má ekki dragast að gera nokkrar athugasemdir við málflutning þessa manns. Læknirinn harmar að gamalt skilti Skógræktar ríkisins með tilmælum um góða umgengni er nú horfið. Af 14 ára kynnum virðist hann ekki vita hve margir höfðu þau tilmæli að engu. Þess í stað er nú komið ungt fólk í starf landvarða, sem tekur á móti fólki, leiðbeinir því og lítur eftir að ekki sé níðst á gróðri né land mengað af rusli. Landverðir líta einnig eftir því að umsjónarsvæði þeirra skemmist ekki á annan hátt af völdum ferðamennsku. Þeir gera m.a. tillögur um að vissir staðir séu hvíldir, þegar fyrstu merki örtraðar gera vart viö sig. Þeir vinna þannig að heilsugæslu lands, eins og læknirinn lítur sjálfur eftir heilsufari fólks, og reyna þá að sjálfsögðu að grípa sem fyrst í taumana. Nú þótti þeim rétt að hvíla innsta hluta Ásbyrgis um sinn fyrir tjöldum, en að sjálfsögu ekki fyrir annarri útivist og náttúruskoðun, eins og þó er látið liggja að. Leiðréttist það hér með. Læknirinn talar fyrir munn gamalla Keldhverfina og segir þeim ekki líða vel útaf fyrirætlun- um Náttúruverndarráðs. Ég efa ekki að þar í sveit séu skiptar skoðanir um framkvæmd náttúru- verndar í þjóðgarðinum, slíks er eðlilega að vænta. En skyldi þess- um gömlu Keldhverfingum aldrei haa liðið illa út af ásókn ferða- manna og ágengni áður en vernd- arstörf hófust? Skyldu þeir hafa glaðst yfir ástandi Vesturdals og Hólmatungna fyrir daga þjóð- garðsstofnunar, brunablettum á gróðri, rusli og svarðristum eftir bíla? Skyldu þeir ekki einnig hafa kviðið vaxandi sóknarþunga véla- herdeilda nútíma túrisma, sem læknirinn er sjálfur svo ágætur fulltrúi fyrir? (Hann kallar jú hjólhýsið sitt atombombu, þó einnig það séu ýkjur). Landverðir Náttúruverndarráðs við Jökulsárgljúfur eru að meiri- hluta ungir Keldhverfingar. Það er þeirra tillaga að hvíla nú hluta tjaldstæðanna innst í Ásbyrgi. Ég hef staðfest tillögu þeirra og styð hana heils hugar. Jafnframt mót- mæli ég því að orðið „heimamenn" sé einhliða tengt þeim, sem kunna að vera gagnrýnir á störf Náttúru- verndarráðs, og ætla að hinir séu jafnmargir eða fleiri. Læknirinn ber að sjálfsögðu umhyggju fyrir fötluðum. Hver gerir það ekki? Fatlaðir hafa með sér félagsskap sem heitir Sjálfs- björg. Formaður þar er gamall skólabróðir minn og fleiri stjórn- armenn málkunningjar. Ég hef rætt við þau um aðstöðu fatlaðra í þjóðgörðum, en þau samskipti mættu vera meiri, og munu verða það. Þjóðgarðar eru til þess stofn- aðir að sem flestir geti notið þeirra. Gestir í þjóðgörðum eru að íangmestu leyti fólk, sem hvorki telst til göngugarpa né fatlaðra. Þó er reynt að taka tillit til allra þessarra hópa, og fleiri, við skipu- lagsgerð. Nú er verið að gera myndarlegt tjaldsvæði í Ásbyrgi utanverðu með þeim þægindum, sem menn eiga nú að venjast t.d. í Skaftafelli. Minna, frumstæðara og jafnframt „náttúrulegra" tjaldsvæði verður áfram í Vestur- dal. Framtíð tjaldbúskapar í botni Ásbyrgis er óráðin, en stefnt er að því að sá staður njóti sín til fulls til náttúruskoðunar og útiveru. Nýi bílvegurinn, sem minnst er á, er einmitt til þess ætlaður að hinn venjulegi þjóðgarðsgestur geti komist í þægilega nálægð við helstu skoðunarstaði, lagt bílnum þar og gengiö langan eða stuttan spöl til að njóta þeirra. Þetta getur hann nú gert á hvaða bíl sem er, þarf ekki lengur að eiga jeppa. Vegurinn er þannig lagður að þaðan megi víða njóta útsýnis. Bílvegurinn er einnig lagður með það í huga, að göngumenn geti valið sér leiðir um gljúfrin og meðfram þeim án þess að hafa of nálægt sér hraðumferð bíla með tilheyrandi ryki og hávaða. Slíkt fólk, sem tekur áreynslu og kyrrð fram yfir þægindi bílsins er enn í minnihluta. En ég ræð það af árangri trimm-herferða, vaxandi starfsemi ferðafélaga og almenn- um áhuga fyrir útilífi að því muni fjölga ört í náinnu framtíð. Af því ber að taka mið, þegar hugað er að skipulagi þjóðgarða og fólkvanga. Þjóðgarðshugmyndin er órjúf- anlega tengd hollri útivist og upplifun ósnortinnar náttúru. Því tel ég að aðstaða fatlaðra eigi þar öðru fremur að miðast við þjálfun þeirra og sjálfsbjörg. Einhver ánægjulegasta lesning í blöðum þessa dagana eru fréttir af ungu, fötluðu íþróttafólki og árangri þess. Mikill er sá fögnuður og sú gleði, er þar ríkir yfir unnum afrekum. Slíkan anda má svo sannarlega flytja inn á friðlýstu svæðin. En til er annað fatlað fólk. Það eru þeir, sem sjálfviljugir hafa bundist nútíma þægindum svo römmum fjötri, að þeir mega sig hvergi hreyfa án þess að hálf búslóðin fylgi með. Þetta fólk á ekkert skylt við sjálfsbjörg. Þetta er hinn orkufreki, plássfreki, heimtufreki túristi, sem lætur sér ekki nægja að parkera í grennd hinna fegurstu staða, heldur hlammar sér ofan á þá. Það kemur skemmtilega á óvart að rödd þessa hóps kemur úr röðum gæslu- manna heilbrigðis og hollustu. Ég læt lesendum eftir að meta hvort gagnrýnin sé réttmæt og orðbragð við hæfi. Þess má þó geta að nafnbótinni álfakóngur uni ég vel, en tel varla að ég rísi undir slíku sæmdarheiti. Er þetta mestur sómi sem mér hefur verið sýndur síðan ég var í sama blaði kallaður Hrói Höttur af svipuðu tilefni fyrir fáum árum — og ólíkt þjóðlegra. Lækninum og öllum, sem vilja við mig ræða á síðum dagblaða um náttúruvernd mun ég að sjálf- sögðu svara eftir bestu getu. En þó ég hafi sjálfur gaman af hressi- legum orðaskiptum tel ég, vegna þeirra sem ókunnir eru málavöxt- um, að hófstilltur málflutningur sé betur viðeigandi þegar rædd eru mál, sem varða svo marga. Þetta vona ég að minn lærði viðmælandi fallist á, þegar honum rennur reiðin. GREIÐSLUR FRÁ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS BEIÐNI Daa, 5. ágúst 1980 Til Tryggingastofnunar ríkisins um að leggja greiðslur inn á viðskiptareikning. NAFN Jón Jónsson NAFNNÚMER F ÆÐlNGARNUMEB 1234-5678 03.03.12-123 HEIMILI Laugavegi 234 SVtlTARFÉLAO 105 REYKJAVÍK Hér með fer ég þess á feit við Tryggingastofnun ríkisins, aö hún leggi greiðslur til mfn, jatnóðum og þœr koma tíl útborgunar. mn ó neðangreindan viðskiptareikning hjá: INNlXnSSTOFNUN VIÐSKlPTARElKNINGUfl BUNAÐARBANKI ÍSLANDS , , I Avísanaretknlngur BANKl HB REIKN, NR. útibú/ Austurbæjarútibú við Hlemm SparisióSsreiknlnsur 0303 03 12345 REtKNINGSElGANOI/MEflKI JÓn Jónsson Qlri/hlauparelkn. i Staðfest: BUNAÐARBANKI ÍSLANDS BANKASTIMPILL UNOmSKHlFT TTyggingaráð hefur ákveöið, að frá næstu ára- mótum verði allar mánaðarlegar bætur Trygginga- stofnunar ríkisins í Reykjavík greiddar inn á reikninga í innlánsstofnunum. Óskað er eftir að þessir reikn- ingar verði opnaðir sem fyrst. Sérstök eyðublöð fyrir innborgunarbeiðni fást í Tryggingastofnuninni og öllum innlánsstofnunum. Þeir bótaþegar, sem óska eftir að fela Búnaðar- banka íslands að taka á móti greiðslum frá Trygg- ingastofnun ríkisins, eru beðnir að hafa sem fyrst samband við aðalbanka eða útibú bankans í Reykja- vík, þar sem þeir hafa eða kjósa að stofna viðskipta- reikning (ávísanareikning eða bankabók) til inn- borgunar bóta. Starfsfólk bankans veitir alla aðstoð og leiðbeiningar við útfyllingu eyðublaða, og bank- inn annast alla milligöngu við Tryggingastofnun. Rétt er að benda rétthöfum lífeyris og bóta á, að með hinu nýja fyrirkomulagi fá þeir greiðslur sínar 10. hvers mánaðar í stað 15. hvers mánaðar. 8 AFGREIÐSLUR ( REYKJAVÍK OG NÁGRENNI \ Aðalbanki — Austurstræti 5 Vesturbæjarútibú — Vesturgötu 52 \ 1 Jl 1 Austurbæjarútibú — við Hlemm Melaútibú — HótelSögu 1 Jjt I \ £1 ) Miðbæjarútibú — Laugavegi 3 Mosfellsútibú — Markholti 2 v/ Háaleitisútibú — Hótel Esju Garðabæjarútibú — Sveinatungu VV BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ÞflBNTSMIOJAN OOO' Nf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.