Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
15
Dagvistunarrými er
fyrir 22.7% barna á
aldrinum 0 til 6 ára
Á VEGUM Félagsmálastoín-
unar Akureyrar hafa eftir-
farandi upplýsingar verið
unnar upp úr þjóðskrá 1.
desember 1979 og töflu frá
Menntamálaráðuneytinu um
fjölda barna á dagvistarstofn-
unum í desember 1979.
Taflan sýnir hve mörg pró-
sent barna á aldrinum 0 til 6
ára, í hverju sveitarfélagi,
áttu aðgang að dagvistarrými
1. desember 1979. Dagvistar-
stofnanir munu ekki vera
reknar í öðrum sveitarfélögum
en hér eru talin.
ísafjörður 10%, Keflavík
16%, Vík 17%, Hafnarfjörður
AIIGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JHargunblatiii*
18%, Seltjarnarnes 18%,
Vopnafjörður 18%, Akureyri
19%, Dalvík 19%, Bolungarvík
20%, Garðabær 21%, Njarðvík
21%, Grindavík 23%, Reyðar-
fjörður 23%, Vestmannaeyjar
23%, Þorlákshöfn 23%, Sauð-
árkrókur 24%, Eyrarbakki
25%, Selfoss 25%, Vogar 25%,
Hveragerði 26%, Raufarhöfn
26%, Skagaströnd 26%, Ólafs-
fjörður 27%, Mosfellssveit
27%, Þórshöfn 27%, Eski-
fjörður 28%, Húsavík 29%,
Hella 30%, Skútustaðahrepp-
ur 30%, Egilsstaðir 31%, Nes-
kaupstaður 31%, Siglufjörður
31%, Höfn 32%, Blönduós
33%, Fáskrúðsfjörður 33%,
Grundarfjörður 33%, Ólafsvík
33%, Reykjavík 33%,
Hvammstangi 36%, Seyðis-
fjörður 36%, Flateyri 38%,
Suðureyri 40%, Hvolsvöllur
46%, Stykkishólmur 50%,
Bíldudalur 52%, Hellissandur
52%, Tálknafjörður 52%.
í töflu ráðuneytisins eru
talin upp öll dagvistarheimili
landsins og reynast 50 sveit-
arfélög reka dagvistarstofnan-
ir. Auk þess eru tekin með,
dagheimili og leikskólar sem
aðrir reka í viðkomandi sveit-
arfélögum. Þá er aðeins eftir
ein dagvistarstofnun, sem er
við Kristneshæli í Eyjafirði og
eru þar átta börn.
Ef dagvistarrými sam-
kvæmt ofanskráðu er deilt á
öll börn í landinu á aldrinum
0—6 ára, kemur í ljós að til er
dagvistarrými fyrir 22.7%
þeirra. í sveitarfélögum með
litla eða enga þéttbýliskjarna
er engin dagvistun fyrir hendi
og því eru börn á slíkum
stöðum útilokuð frá dagvistun.
Sama sagan er með börn undir
2ja ára aldri, því vöggustofur
eða skriðdeildir eru óvíða.
Þar að auki eru 6 ára börn
víðast hvar byrjuð í 6 ára
bekkjum barnaskólanna og því
ekki ætlað að fá inni á dag-
heimilum og/eða leikskóla.
Fréttatilkynning.
Elías enn
ófundinn
ENN hefur ekkert spurst til
Elíasar Kristjánssonar, sem
leitað hefur verið síðan
sunnudaginn 27. júlí. Hann
sást síðast svo vitað sé með
vissu þann dag á Vesturlands-
vegi á móts við Gravarvog á
bíl sínum og var þá á leið frá
Reykjavík. Farþegi var með
honum í bílnum.
Elías er 46 ára að aldri,
meðalmaður á hæð, með þykkt
hár en það tekið að grána.
Hann var í köflóttum jakka,
blárri skyrtu, gráum buxum
og brúnum skóm. Bifreið hans
er af gerðinni Zastava, rauð að
lit, með einkennisstafina R—
25258.
Þeir, sem hafa séð til ferða
Elíasar eða vita hvar bifreiðin
er nú niðurkomin, eru beðnir
að hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík.
Meðfylgjandi myndir eru af
Elíasi og bifreið sömu gerðar
og hann ekur.
í sól og sumaryl bjóðum vió
SÓISKINSVERÐ
Á NÝJUM BÍIUM
Eigum óráðstafaö fáeinum Chrysler LeBaron 2ja og 4ra dr.
'79, super deluxe, á ótrúlega lágu afsláttarveröi. Þetta eru lúxusbílar
í algjörum sérflokki meö öllum hugsanlegum aukabúnaöi, auk þess
V8 vél, sem er meö tölvustýringu á blöndungi, sjálfsklptingu,
aflhemlum, veltistýri og sjálfvirkum hraöastilli, svo dæmi séu nefnd.
Nú færö þú þér einn meö öllu á sólskinsverði, sem er ca. 11,5 millj.,
miöað viö gengi 28.8.80.
Ný sending af hinum vinsæla franska fjölskyldubíl, Talbot Simca
Horizon 1980, er kominn til landsins á sérstaklega umsömdu
sumarverði, sem á aö mæta stööugi gengissigi stjórnvalda. Þetta er
fimm manna framhjóladrifinn fjölskyldubíll meö fimmtu hurðina aö
aftan. Verö frá kr. 7.150 þús. miðaö viö gengi 25.8.80.
CHRYSLER
~nn nnnnn
hll J ii L L
Suðurlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454
Dodge Omni ’80 er einnig til afgreiöslu nú, bæöi 2ja og 4ra dr. Þetta
er minnsti lúxusbíllinn sem fæst frá Bandaríkjunum. Omni er 5
manna bíll m. 4 cyl. vél, sjálfskiptingu og öörum deluxe búnaöi. Omni
er einhver eftirsóttasti litli lúxusbíllinn sem völ er á, enda er Omni
lúxuslausn í orkukreppu. Verö frá ca. 9,5 millj.
UMBOÐSMENN: Bílasala Hinriks, Akranesi, Sniðill h.f., Oseyri 8,
Akureyri, Óskar Jónsson, Neskaupstað, og Friðrik Oskarsson,
Vestmannaeyjum.
Talbot Simca 1100 ’80 litli þrautgóöi fjölskyldubíllinn, er nú til á
ótrúlega góöu sumarveröi, sem m.a. Japaninn ræður tæplega við.
Simca 1100 er 4 dr. framhjóladrifinn fjölskyldubíll, sem eyöir 7,7 I. pr.
100 km. Öryggispönnur eru undir vél, benzíngeymi og gírkassa, auk
þess er 221 cm. undir lægsta punkt. Aldeilis stórkostlegur þfll,
ætlaður íslenzkum staðháttum. Verö miöaö viö gengi 15.7.80: 1100
LE kr. 5.535.817 og GLS kr. 6.128.518.
MMMNMNMM