Morgunblaðið - 06.08.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 06.08.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Óþarft samráð Þess er minnst, að nú eru fimm ár liðin síðan leiðtogar 33 Evrópuþjóða, Bandaríkjanna og Kanada undirrituðu ,svo- nefnda lokasamþykkt Öryggisráðstefnu Evrópu í Helsinki. í því langa skjali eru tíundaðar ýmsar meginreglur, sem þátttökuríkin skulu fylgja í samskiptum sínum-. Eru málaflokkarnir margvís- legir en hermál og mannréttindamál ber hæst. Meginstefið í skjalinu er, að með öllum ráðum skuli stuðlað að því að eyða tortryggni milli þjóða. Mælt er fyrir um ráðstafanir til að efla traust í samskiptum á hernaðarsviðinu og viðurkennt er gildi ýmissa meginreglna, sem við Vesturlandabúar teljum óhjá- kvæmilegar forsendur mannréttinda. Lokasamþykktin er aðeins stefnumótandi skjal, hún hefur hvorki lagagildi né skuldbindur ríkisstjórnir umfram það, sem þær sjálfar ákveða. Frá því að leiðtogafundurinn var haldinn í Helsinki hafa fulltrúar þátttöku- 'ríkjanna komið saman í Belgrad til að ræða framkvæmd lokasamþykktarinnar og síðar á þessu ári munu þeir hittast í sama tilgangi í Madrid. Sé raunsæi látið ráða mati manna á framvindunni síðan 1975, hljóta þeir að efast um gildi þess að rækta slík tengsl við kommúnistaríkin. Undir forystu Sovétríkjanna hafa þau stóreflt herbúnað sinn í Evrópu á þessum tíma og tekið í notkun nýja og stóthættulega tegunikjarnorkueldflauga, sem einungis nær til skotmarka í Evrópu. Þeir hópar, sem komið hafa saman í Austur—Evrópuríkjunum til að starfa að útbreiðslu mannrétt- inda í anda samþykktarinnar frá Helsinki, hafa verið ofsóttir. „Friðarást" Kremlverja hefur verið staðfest með innrásinni í Afganistan og grimmilegum ofbeldisverkum þar. Á meðan þetta allt hefur yfir dunið hefur Kremlverjum sjaldan orðið fótaskortur í myrkviði hins marklausa orðagjálfurs, sem einkennir allt þeirra tal um völd fólksins, frið og friðsamlega sambúð. Nú í vikunni kemur fyrrum sendiherra Sovétríkjanna á íslandi og núverandi yfirmaður Norðurlandadeildar sovéska utanríkis- ráðuneytisins, Gueorgui N. Farafonov, hingað til lands í því skyni að ræða við íslenska utanríkisráðuneytismenn um undirbúning undir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Madrid—fundinn. „Samráð" kallar utanríkisráðuneytið þessar viðræður. í ársbyrj- un lét Benedikt Gröndal, þáv. utanríkisráðherra, þau boð ganga til Moskvu, að ekki yrði sóað tíma til viðræðna við yfirmann Farafonovs, sem hingað vildi koma til „samráðs". Fólust mótmæli við innrásina í Afganistan í þessari einörðu afstöðu Benedikts Gröndals. Hvers vegna hefur utanríkisráðherra íslands nú veitt samþykki sitt til þess, að slíkt „samráð" fari fram? Er ríkisstjórn Islands þeirrar skoðunar, að fulltrúar Kremlverja séu hæfari til „samráðs" um málefni friðar og mannréttinda nú en fyrir rúmu hálfu ári? Eins og fram kom á þessum vettvangi fyrir skömmu benti allt til þess, að ríkisstjórn Islands ætlaði að láta sendiherra landsins í Moskvu vera við setningu Olympíuleikanna. Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir þá hneisu, en andvaraleysi íslenskra stjórnvalda í þessu efni vekur grunsemdir um að dekrið við hið sovéska vald vegi þungt á vogaskálunum við framkvæmd íslenskrar utanríkisstefnu um þessar mundir. Koma Farafonovs hingað til „samráðs" ýtir undir þessar grunsemdir. Það er algjör óþarfi að hafa nokkurt samráð við Sovétvaldið um málefni þau, sem koma fyrir næsta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Varðandi undirbúning undir fundinn í Madrid höfum við ekkert til Sovétmanna að sækja. Vilji íslenska ríkisstjórnin ræða við sendimann Kremlverja um næsta allsherjarþing, eiga þær viðræður að snúast um leiðir til að losa Afgana undan oki sovéska hersins. Innrásin í Afganistan var fordæmd af 104 ríkjum heims á aukaallsherjarþingi SÞ í janúar og þess krafist, að hernámsliðið hyrfi tafarlaust á brott. Hvenær ætla Sovétmenn að gera eins og þessi ályktun býður þeim? Hvernig væri, að starfsmenn íslenska utanríkisráðuneytisins leituðu eftir því hjá Farafonov, hvenær Andrei Sakharov verði losaður úr einangrun- inni í Gorki? Umræður um slík atriði yrðu mun gagnlegri en „samráð" um eitthvað, sem ekkert er annað en orðagjálfur og þjónar þeim tilgangi einum að umgangast Sovétríkin sem úlf í sauðargæru. Einn megintilgangur Öryggisráðstefnu Evrópu var að eyða tortryggni milli þjóða. Sovétstjórnin hefur ekki getað hamið sig í ofbeldisverkunum bæði heima fyrir og utan landamæra sinna. Athafnir Kremlverja hafa á ný skapað andrúmsloft tortryggni. Trúir hefðbundnum starfsaðferðum sínum leita þeir nú með þreifiöngum sínum í allar áttir í von um að geta fundið leið út úr einangruninni, síðan er sótt fram, þar sem fyrirstaðan er minnst. „Samráðsfundir" méð Farafonov í Reykjavík sýna, að íslensk stjórnvöld eru veikari fyrir nú en ársbyrjun. „Friðarsóknin" að austan er um það bil að hefjast af fullum þunga: Hvar verður sauðargærunni næst kastað og innan hve langs tíma? „Hélt vöku sínni hverja stund fyrir land sitt og þjóð“ r Ræða forseta Islands, Vigdísar Finnboga- dóttur, á Hrafnseyrarhátíð Góðir hátíðargestir, Þegar fjallað er um æviferil stórmenna, er þess jafnan getið hvar þeir eru fæddir, hvar og hvernig þeir hafa hlotið skóla- menntun og með hvaða hætti þeir hafa síðan orðið þjóð sinni til sóma. Sjaldan eru höfð mörg orð um það hvernig þeir slitu barns- skónum, hvað þeim bjó þá í huga og við hvað þeir undu sér best. Það eru þó minningar, sem hvert mannsbarn ber með sér alla ævi sína. Þegar við horfum hér til fjall- anna í Arnarfirði frá Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, vitum við að hingað hefur hugur hans oft leitað á löngum og heilladrjúgum starfsárum fjarri íslandi, sem þó voru í einu og öllu helguð heimalandinu og íslenskri þjóð. Hér hefur hann þekkt hverja þúfu, rofabarð og laut. Vafalaust hefur hugur hans dvalist upp á nýtt hér í Bælisbrekkunni fyrir ofan bæinn og leyft sér að leika við æskudraumana. Það var hér sem hann „lærði að klífa, hjalla af hjöllum, hátt, uns landi frelsi vann“. Og hér bjó einnig það fólk, sem hafði dýpst og mest áhrif á hann, því allir menn eiga í lund sinni bergmál af umhverfi sínu. Vestfjarðablóð Jóns Sigurðsson- ar var blandað úr tveim fjörðum. Faðir hans var séra Sigurður Jónsson Sigurðssonar, og afi, séra Jón Sigurðsson, voru báðir prestar hér að Hrafnseyri en Þórdís móðir Jóns var Jónsdóttir, prófasts í Holti í Önundarfirði. Jóns Sigurðssonar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Það er sagt að vorið 1811 hafi séra Sigurður, sem þá var aðstoðar- prestur föður síns, eitt sinn verið staddur á ferð og kom þá sendi- maður til hans að heiman og sagði honum að kona hans væri lögst á Staðan í samningaviðræi Samningaviðræðurnar tóku óvænta stefnu um helgina, þegar Málm- og i Samband málm- og skipasmiðja hófu sérviðræður. Alþýðusambandið og Vinnumál viðræðum og ASÍ og Vinnuveitendasambandið tóku upp viðræður. Morgunblað Ásmund Stefánsson, framkvæmdastjóra Alþýðusambands íslands, Guðjón Jón; skipasmiðasambandsins, Guðjón Tómasson, framkvæmdastjóra Sambands málm- Sigurðsson, formann Vinnumálasambands samvinnufélaganna og Þorstein Pál Vinnuveitendasambands íslands og spurði þá um stöðu mála í dag. Svör þeirra fa Guðjón Jónsson: Beint framhald þess sem við höf um lengi unnið að GUÐJÓN Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasam- bands íslands: „Þær viðræður, sem við höf- um átt við Samband málm- og skipasmiðja hafa verið á grundvelli nýrrar flokkaröð- unar og þar er um að ræða grundvallarbreytingu á samn- ingum. Bæði er þetta einföld- un og svo er störfum, en ekki mönnum raðað í flokka. Þetta er raunar beint framhald þess, sem við höfum lengi verið að vinna að. Núna eru málin hjá ASÍ og VSÍ og við tökum þátt í þeim viðræðum vegna þess að þar er verið að ræða á sama grundvelli og við höfum rætt við SMS, þ.e. nýja flokkaröð- un.“ Fóruð þið út í viðræður við SMS án samþykkis ASÍ? „Hvert félag ASÍ hefur sinn eigin samningsrétt. ASÍ var tilkynnt um viðræðurnar áður en þær hófust og þeir fylgdust með þeim.“ Ertu bjartsýnn á að viðræð- urnar gangi vel? „Ég skal ekkert segja um það. ASÍ ræður ferðinni núna og þeir eru eðlilega skemmra á veg komnir og þurfa sinn tíma.“ Þorsteinn Pálsson: Upplausn var komin í viðræður ASI og SÍS ÞORSTEINN Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands: „Það var komin upplausn í samningaviðræður ASÍ og SÍS meðal annars vegna þeirra sérviðræðna sem aðilar málm- iðnaðarins fóru út í. Samband málm- og skipasmiða fór út í þær án samþykkis okkar. Síð- degis á laugardag kallaði sáttasemjari okkur á sinn fund og spurði hvort við vær- um reiðubúnir til að ræða stöðu mála við ASÍ og við játtum því. Fundur var síðan haldinn á mánudag og annar fundur í dag, þar sem við lögðum fram tillögur, sem allir aðilar VSÍ standa að. Fulltrúar ASÍ hafa nú þegar tillögur til skoðunar og annar fundur verður haldinn á morg- un.“ Nú þegar þið setjist að samningaborðinu aftur með ASÍ, eruð þið nær lausn máls- ins en þið voruð þegar upp úr slitnaði? „Um það vil ég ekkert segja.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.