Morgunblaðið - 06.08.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 06.08.1980, Síða 22
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 Heimsmeistaramót sveina: Tvö tilboð í Höfðabakkabrú — annað upp á 421.7 milljónir króna og hitt upp á 795.3 milljónir króna AÐ SÖGN Torbens Frið- rikssonar, forstjóra Inn- kaupastofnunar Reykja- víkur bárust tvö tilboð í byggingu á Höfðabakka- brú, fara þau fyrir stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur í næstu viku. Annað tilboðið var frá Árna Jónssyni og hljóðaði það upp á 421.7 milljónir króna og hitt var frá Ár- mannsfelli h.f. og hljóðaði þeirra tilboð upp á 795.3 milljónir króna, eða um 89% hærra. Torben sagði, að kostnað- aráætlun Gatnamálastjóra hefði hljóðað upp á 406 milljónir króna, en gat þess jafnframt, að Reykjavíkur- borg myndi leggja til nokk- uð af efni. Hlutur væntan- legs byggjanda yrði um 80% af heildarverði brúar- innar. Norræn sýning fyrirhuguð í Bandaríkjunum: Byrjað að safna göml- um ljósmyndum UM ÞESSAR mundir er að hefjast undirbúningur á all umfangsmikilli listsýninvtu i Bandaríkjunum sem bera mun heitið „Scandinavia Today“. Á sýninjfunni verða ínálverk, Ijósmyndir, hdjfKmyndir o.fl. frá Norðurlöndum og mun sýn- ingin verða opnuð í New York haustið 1982 en fara síðan víða um Bandarikin, og hugsanlega koma hinKað til íslands. Morj?- unblaðið hafði samband við Þorstein Jónsson, forstöðu- mann Listasafns ASÍ, sem séð hefur um að leita uppi og skoða gamlar islenskar Ijósmyndir íyrir þessa sýningu. Þorsteinn var inntur eftir hvernig staðið hefði verið að undirbúningi sýningarinnar af íslands hálfu og hvernig gengið hefði að afla gamalla ljósmynda: „Öflun Ijósmynda er eini þátturinn i undirbúningi þessarar sýn- ingar, sem hafist hefur verið handa við hérlendis. Utanrikis- ráðuneytið hefur haft umsjón með undirhúningi þessa þáttar i samráði við Ljósmyndarafé- lagið og fleiri aðila. Sýningunni er ætlað að spanna bilið frá 1850—1982 en íslendingar byrjuðu ekki að taka ljósmyndir fyrr en um 1870, og er næsta lítið til af frummynd- um frá því fyrir aldamót. Utan- ríkisráðuneytið auglýsti eftir gömlum ljósmyndum og barst þá nokkurt magn en það hefði gjarnan mátt vera meira. Mikið er til af gömlum ljósmyndum í einkaeign og víða til gömul filmu- og glerplötusöfn. Eg hef verið fenginn, ásamt Leifi Þor- steinssyni frá Ljósmyndarafé- laginu, til að leita uppi og skoða þessi gömlu myndasöfn. Ætlun- in er að vinna sem mest af þessum gömlu filmum og gler- plötum á pappír og einnig að safna saman gömlum stækkun- um eftir íslenska ljósmyndara til að fá sem heillegasta mynd af íslenskri ljósmyndagerð í gegn um tímann, — auk þess sem hér er um að ræða býsna merkilega sögulega heimildasöfnun. Reynt verður að skrá sem mest af þessu myndefni en síðan valið úr þeim til sýningarinnar, sem verður sú umfangsmesta sem sett hefur verið upp á ljósmynd- um frá Norðurlöndum. — Við vildum gjarnan frétta af göml- um filmum og glerplötum, sem áreiðanlega eru víða til, og biðjum fólk að láta okkur vita ef það veit af einhverju slíku," sagði Þorsteinn að lokum. Aldamótamynd frá Reykjavik. Nú standa sem hæst upptökur á kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, sem gerð er eftir samnefndri sögu Péturs Gunnarssonar. Undanfarna daga hefir verið tekinn upp sá hluti myndarinnar. sem gerist i sveit og fóru þær myndatökur fram að Indriðastöðum i Skorradal. Á myndinni er verið að undirbúa töku inniatriðis og það er söguhetjan Andri, sem þarna sést. Ljósm. Mbl. Ofeigur Gestsson. Elvar hefur 3V2 vinning HINN ungi og efnilegi skákmað- ur Elvar Guðmundsson frá Reykjavík tekur um þessar mundir þátt i heimsmeistaramóti sveina í skák, sem fram fer i Le Havre i Frakklandi. Alls verða tefldar 11 umferðir og að 6 umferðum loknum hefur Elvar hlotið 3vinning. Hann gerði jafntefli í 1. umferð við Saee frá Dubai, vann Norðmanninn Kristiansen í 2. umferð, tapaði fyrir Dananum Hansen í 3 um- ferð, og Rúmenanum Barbulescu í 4. umferð, vann Ochoa frá Kól- ombíu í 5. umferð og loks vann hann Chapman frá Ástralíu í 6. umferð. Daninn Hansen hefur 4 'k vinn- ing og biðskák. Sovézki pilturinn Saloff hefur sömuleiðis 4'k vinn- ing og Milos frá Brasilíu hefur 4 vinninga og 2 biðskákir. Seldi í Hull EITT íslenzkt fiskiskip seldi ytra í gærmorgun. Ljósafell seldi 94.1 tonn í Hull og fékk fyrir það 51.5 milljóna króna, eða um 547 krónur fyrir hvert kíló að meðaltali. Viðræðjim V.M.S.S. og A.S.I. lokið í bili MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna. Undanfarinn hálfan mánuð hafa staðið yfir samningaviðræð- ur um kaup og kjör milli Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna og Alþýðusambands íslands á grundvelli tillagna Vinnumála- sambandsins. Ástæðan fyrir því, að Vinnu- málasambandið kom fram með þessar tillögur var sú skoðun, að nauðsynlegt væri að gera tilraun til þess að ganga frá hóflegum kjarasamningum og tryggja vinnufrið í landinu en viðræður Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands voru á þessum tíma komnar í strand. Tillögur Vinnumálasambands- ins voru í aðalatriðum þær, að umræðum um samræmdan kjara- samning yrði frestað um sinn, en núgildandi samningar framlengd- ir um eitt ár. í staðinn fengju launþegar 5% kauphækkun, sem að hluta yrði greidd í hækkun slysa- og sjúkrabóta til handa launþegum og að hluta sem al- menn grunnkaupshækkun. Eitt af skilyrðum Vinnumála- sambandsins fyrir sííkum samn- ingi var, að öll aðildarsambönd Alþýðusambandsins tækju þátt í samningum. Þegar langt var komið umræð- um um þennan samning og þær komnar á lokastig klauf Málm- og skipasmíðasamband íslands sig úr þessum umræðum og lýsti yfir því, að það hefði tekið upp sjálfstæðar samningaviðræður við samband Lækkun á unn- um kjötvörum VEGNA aukinna niðurgreiðslna ríkissjóðs á iandbúnaðarvörum lækka unnar kjötvörur í verði um 5,7—10,2%. Kindakæfa lækkar mest eða um 10,2% hvert kíló, kindabjúgu um 9,4%, kjötfars um 7,5% og pylsur um 5,7%. Málm- og skipasmiðja, sem eru aðilar að Vinnuveitendasambandi íslands. Vinnumálasambandið lýsti sig reiðubúið að bíða með sínar við- ræður við Alþýðusambandið, þar til séð yrði hver úrslit fengjust úr þessum viðræðum. Nú hefur það hins vegar gerst, að Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands hafa ákveðið að taka upp viðræður um samræmdan samning að nýju og boðið Vinnumálasambandinu aðild að þeim umræðum. Vinnu- málasambandið hefur óskað eftir að fá að fylgjast með viðræðunum og fá að gerast aðili að þeim þegar séð verður í hvaða átt málin þróast. Með tilvísun til þessara atburða telur Vinnumálasambandið að lokið sé viðræðum þess við Al- þýðusambandið að sinni, á grund- velli tillagna Vinnumálasam- bandsins. Jafnframt lýsir Vinnu- málasambandið því yfir, að það er reiðubúið til þess að taka þátt í hverjum þeim samningaviðræð- um, sem leitt geta til hóflegra kjarasamninga í landinu. Norræn umhverfislist á Korpúlfsstöðum: Kvikmyndir sýndar í kvöld SL. LAUGARDAG, 2. ágúst, hófst sýning á norrænni um- hverfislist að Korpúlfsstöðum. Sýningin nefnist „Experimental Enviroment 11“ og stendur til 15. ágúst. Að þessari sýningu standa 36 norrænir listamenn, sem segj- ast „vinna með náttúrunni, í náttúrunni eða láta náttúruna vinna fyrir sig,“ eins og Jón Gunnar Árnason hjá Nýlistasafn- inu komst að oröi í samtali við Mbl. Á sýningunni eru nær eingöngu útiverk, en einnig eru kvikmynda- sýningar tvö kvöld. í kvöld kl. 20.30 sýna listamennirnir Rúrí, Margit Jacobsen, Metta Arre og Guðjón Ketilsson kvikmyndir sín- ar, og á fimmtudagskvöldið Bjarni Þórðarson, Rúrí, Hendrick Pry- desbeck, Ólafur Lárusson og Metta Arre — auk þess er þá á dagskrá mynd frá finnska sjón- varpinu. Bæði kvöldin eru í gangi litskyggnur af verkum listamann- anna. Jón Gunnar Árnason kvað sýninguna vekja mikla athygli, hingað til lands hefðu komið blaðamenn og sjónvarpsmenn frá hinum Norðurlöndunum. Hann vildi eindregið hvetja fólk til að koma að Korpúlfsstöðum, sýning- in væri opin sýningardagana frá kl. 14-22. Prestkosningar í Seljasókn þann 31. ágúst PRESTKOSNINGAR fara fram í Reykjavík þann 31. ágúst næst- komandi, i hinu nýja prestakalli, Seljasókn i Breiðholtshverfi. Umsækjendur eru tveir, þeir Úlfar Guðmundsson sóknarprest- ur á Ólafsfirði, og Valgeir Ást- ráðsson sóknarprestur á Eyrar- bakka. Þriðji umsækjandinn, séra Heimir Steinsson skólastjóri Lýð- háskólans í Skálholti, dró umsókn sína til baka. Umsækjendur um hið nýja prestakall munu prédika í Bú- staðakirkju næstu sunnudaga, Úlfar Guðmundsson þann 10. ágúst og Valgeir Ástráðsson þann 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.